Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNDLÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
C 3
Verðbréfaþing
Hlutabréf Fjárfesting-
arfélagsins tekin af skrá
STJÓRN Fjárfestingarfélags íslands hefur óskað eftir að hluta-
bréf í félaginu verði tekin af skrá iyá Verðbréfaþingi. Hefur
stjórn þingsins fallist á að bréfin verði felld af skrá i lok mánað-
arins, að því er segir í fréttatilkynningu.
í bréfi Fjárfestingarfélagsins var selt til norræna tryggingar-
til Verðbréfaþings segir m.a. um félagsins Skandia, en í þeirri
ástæðu þessa:..„að starfsemi fé- starfsemi fólst meginstarfsemi
lagsins hefur breyst verulega við félagsins."
að verðbréfafyrirtæki félagsins
Samskipti
*
Islendingar í stefnumótun EB
um síma- og fjarskiptamál
NÝSTOFNAÐUR Samstarfsvettvangur íslenskra tölvu- og fjárskipta-
notenda, SÍFT, mun senda fyrstu fulltrúa íslands á fund, þann 25.
september nk. í Brussel, til þátttöku í innri ráðgjafarnefndum EB
um stefnumótun í síma- og fjarskiptamálum. Að sögn Holbergs
Mássonar, stjórnarmanns í SÍFT, er þessi þáttaka mikilvæg fyrir
íslenskt atvinnulíf þar sem reglur EB munu hafa meiri áhrif hér í
kjölfar EES samnings.
Þátttaka íslendinga á fundinum
mun vera beinn árangur af sam-
starfi flestra fagfélaga á sviði tölvu-
og fjarskipta hér á landi með stofn-
un SÍFT. Frumkvæðið að stofnun
SÍFT kom frá Viðskipta- og Sam-
gönguráðuneytum, RUT nefnd,
Verslunarráði íslands og fleiri aðil-
um.
Holberg Másson segir ráðgjafa-
nefndirnar starfa á vegum hinna
ýmsu deilda framkvæmdastjórnar
EB og sinna stefnumótun eða sér-
fræðingsráðgjöf. Einnig komi sömu
nefndir við sögu vegna umsagna
um þau mál sem Evróopuþingið
fjalli um hveiju sinni. „Því er afar
mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf
að hafa tækifæri til að taka beinan
þátt í stefnumótun og ákvarðana-
töku innan stjómkerfis EB, þar sem
í kjölfar EES samnings munu þau
lagafyrirmæli, reglugerðir og til-
skipanir sem gefnar eru út af EB,
eftir atvikum, gilda á íslandi."
Gert er ráð fyrir að á sviði tölvu-
og fjarskipta bjóðist íslendingum
sæti í allt að 15-20 nefndum og
undirnefndum og greiðir EB flug
og uppihald tveggja fulltrúa frá
hverju landi. Nokkur hópur íslend-
inga á því að geta fengið tækifæri
til að taka þátt í, fylgjast með og
,móta stefnu EB á sínu fagsviði, nú
þegar í vetur.
I stjóm SÍFT eru auk Holbergs,
Jón Þór Þóhallsson formaður,
Magnús Þór Jónsson og Friðrik Sig-
urðsson.
Umbúðir
Umbúðasamkeppni
á vegum FH
Blómascilur
Rómaður matseðill, frábœr þjónusta
og glæsilegur salur
gera tilefni dagsins ógleymanlegt.
FLUGLEIDIR
1ÍTEL LIFTLElllt
Borðapantanir f sfma (91) 22321.
FÉLAG íslenskra iðnrekenda efnir til umbúðasamkeppni í tilefni af
60 ára afmælis félagsins á næsta ári. Samkeppnin er haldin i sam-
vinnu við Samband íslenskra auglýsingastofa, íslenska markaðs-
klúbbinn og FORM íslands, félag áhugamanna um hönnun. Þetta er
í áttunda sinn sem FÍI stendur að slíkri samkeppni en síðast var
umbúðasamkeppnin haldin árið 1984. Tilkynningafrestur rennur út
29. október 1992.
Samkeppnin er fyrir allar gerðir
umbúða, flutningaumbúðir, sýn-
inga- og neytendaumbúðir. Þátt-
tökurétt eiga umbúðir hannaðar á
íslandi, sem komið hafa á markað
hér eða erlendis frá áramótum
89/90 og í síðasta lagi daginn sem
tilkynningafrestur rennur út.
Dómnefnd velur til sýningar af
þeim umbúðum sem berast og mun
verðlaunaveiting fara fram við opn-
un sýningarinnar 12. febrúar 1993.
Allt að 15 umbúðir hljóta viður-
kenningu og síðan verða þtjár verð-
launaðar sérstaklega.
Dómnefnd skipa Finnur Geirsson
framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar
hf., Þröstur Magnússon auglýsinga-
teiknari, Anna Þóra Amadóttir aug-
iýsingateiknari, Guðrún Jónsdóttir
arkitekt og Drífa Hilmarsdóttir til-
nefnd af Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur.
Tölvur
Mikill áhugiá tölvu-
sýningu EDI-félagsins
EDI-félagið, félag um pappírs-
laus viskipti, stendur fyrir
tölvusýningu 29. október til 1.
nóvember nk. Upphaflega var
sýningin bundin við búnað er
snýr að pappírslausum viðskipt-
um, en eftir að Félag Tölvunar-
fræðinema hætti við tölvusýn-
ingu sína hafa fleiri aðilar sóst
eftir að taka þátt í sýningunni,
að sögn Bjarka Más Karlssonar
skrifstofustjóra Viðskiptavak-
ans.
„Auk þess að fleiri aðiiar hafa
skráð sig á sýninguna hafa þeir
sem áður höfðu skráð sig óskað
eftir aukuu sýningarrými. EDI-
félagið hefur ákveðið að verða við
þessum óskum og í þvf skyni pant-
að allt tiltækt sýningarrými á
Hótel Loftleiðum. Það er óðum að
fyllast en þó er enn nokkrum bás-
um óráðstafað," segir Bjarki Már.
Það er skrifstofa EDI-félagsins,
sem staðsett er í húsakynnum
Verslunarráðs Islands, sem annars
skráningu á sýninguna.
ODI
(L íS dl § oD (f){D QD ®
firODlS-MSESODGMMBÍÍ)
veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum
• Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag-
stæðum greiðslukjörum.
• Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign
eða bankaábyrgð.
• Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna
í samvinnu við umsækjendur.
• Lán frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í
upphafi.
Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e.
Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARIUPPLÝSINGAR.
Lánasjódur Vestur-Nordurlanda
hefur aðsetur á Rauðarárstíg 26, annarri hæð,
pósthálf 5410,125 Reykjavík, síml (91) 605400, Telefax: (91) 29044.
IÐNLANASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950