Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 Fjármál Veð hf. með verkefnisfjár- mögnun í Setbergshlíð Mun sérhæfa sig í fjármögnun verkefna, sjá um og stýra uppbyggingu þeirra og selja síðan NYTT fjármálafyrirtæki, Veð hf., hefur tekið að sér að fjár- magna framkvæmdir SH-verk- taka við íbúðabyggðina í Set- bergshlíð í Hafnarfirði. Hér er um að ræða svonefnda verkefn- isfjármögnun („project financ- ing“) sem er nýjung hér á landi en hún felur í sér að ákveðið verkefni er fjármagnað sérstek- lega meðan á framieiðslu eða gerð þess stendur. Frumkvöðull að stofnun fyrirtækisins er Pétur Blöndal en aðrir stofnendur eru SH-verktakar og margir valdir aðilar. Hlutur SH-verktaka var í upphafi stærstur í Veði hf. eða um 80% en hann hefur farið minnkandi eftir því sem fleiri hluthafar hafa bæst í hópinn. Núna er hann 55%. Er gert ráð fyrir að þannig verði SH-verktak- ar smám saman leystir af hólmi hvað fjármögnun snertir. Pétur segir að verkefnisfjár- mögnun hafi til þessa verið óþekkt hér á landi en sé algeng erlendis. Meðan verið sé að Ijúka við verk þurfi mikið fjármagn og hafí marg- ir verktakar að undanförnu lent í SETBERGSHLIÐ —Pétur Blöndal, starfandi stjónarformaður Veðs, og Jón Ingi Gíslason, fram- kvæmdastjóri SH-verktaka fyrir framan nýbyggingar í Setbergshlíð í Hafnarfirði. T ■ ■ O L V U N Á Nám sem veitir forskot í atvirsnulífinu TÖLVUNOTKUN í FYRIRTÆKJAREKSTRI Tölvuskóli Stjórnunarféiags íslands og Nýherja býður nú í annað sinn vetrarnámið TÖLVUNOTKUN f FYRIRTÆKJAREKSTRI. Markmið námsins er að veita hagnýta alhliða starfsþjálfun í notkun einkatölvubúnaðar, en það hefur sýnt sig að skortur er á fjölhæfum starfsmönnum á þessu sviði. Viðbrögðin á síðasta vetri voru mjög góð og umsagnir þátttakenda jákvæðar. Námið er 252 klukkustundir eða 21 kennsluvika, auk æfingatíma. Kennt er 4 daga í viku frá mánudegi til fimmtudags kl. 16.00 - 19.00. Innifalið í námsgjaldi er öll kennsla, æfingatímar, veitingar og námsgögn á íslensku. Kennsla hefst mánudaginn 5. október 1992 og lýkur 18. mars 1993, en nemendur útskrifast eftir lokaverkefni þann 15. apríl. í lok námsins eiga þátttakendur: - að hafa góða þekkingu á tilgangi. notkun og uppsetningu DOS og Windows stýrikerfa á PC tölvum. - að hafa atmenna þekkingu á stjómun og umsjón netstýrikerfis. - að geta séð um uppsetningar nýrra véla og forrita. - að geta notað flesta möguleika ritvinnslu og töflureiknis. - að geta nýtt sér töivubúnað við gerð kynningarefnis, auglýsinga og fréttabréfa. - að þekkja undirstöðuatriði gagnavinnslu og þa möguleika sem þar eru fyrir hendi. - að þekkja undirstöðuatriði og möguleika tölvusamskipta. - að hafa unnið sjálfstætt að úrlausn ýmissa hagnýtra verkefna. Umsagnir þátttakenda á síðasta vetri: Stefán Thorarensen skrifstofustjóri Laugavegsapóteki “Mig haföi alltaf langaö til aö komast á tölvu- námskeiö sem hjálpaöi mér til aö sameina þá tölvukunnáttu sem ég haföi aflaö mér / gegnum árin. Meö þátttöku f náminu Tölvunotkun hef ég bæði náö betri heildaryfirsýn yfir þá kunnáttu og öðlast mjög góöa undirstööu sem nýtist mér f vinnunni og til frekara tölvunáms, en ég fékk námiö vel metið inn í Tölvuháskóla VÍ þar sem ég mun hefja nám i haust." Inga Engilberts Galileo á íslandi “Töivunám Stjórnunar- féiagsins og Nýherja sem ég sótti s.l. vetur hefur nýst mér frábær- lega vel í starfi. Þarsem ég starfa bæöi viö markaösmál og sérhæfö tölvumál, þá hefur kennsla í hinum ýmsu forritum sem notuö eru i fyrirtækjarekstri í dag, komiö mér aö góöum notum. Ekki má gleyma mjög gagnlegri kennslu um stýrikerfi, netkerfi og nútima tölvufjarskipti. Námiö hefurþvl veriö mér til mikils gagns i starfi mínu i dag." Fáið sendar nánari upplýsingar. Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Hafið samband í símum 62 10 66 og 69 77 68. MHal ▲ TÖLVUSKOLI STJÓRNUNARFÉLAGSINS OG NÝHERJA Stjórmmcirfélcig Islcmds NYHERJI HF. lausafjárvandræðum vegna þessa. I tilviki SH-verktaka hafí vantað fjár- magn til að ljúka við framkvæmdir við íbúðir í Setbergshlíð með eðlileg- um hraða, en heildarumfang verks- ins er alls um 900 milljónir króna. „Það hefur reynst SH-verktökum þungur baggi að fjármagna verkið," segir Pétur. „Veð var stofnað í kringum verkefnið og keypti eignir SH-verktaka í Setbergshlíð. Þama er um að ræða 125-135 milljóna króna staðgreiðslu en heildarverð er 495 milljónir." SH-verktakar tóku að sér skipu- lagningu, hönnun og allar fram- kvæmdir í Setbergshlíð. Um er að ræða 56 íbúðir i blokk, 32 íbúðir í raðhúsum á hallandi landi og 11 einbýlishúsalóðir. Heildarumfang verksins var upphaflega 900 rfíillj- ónir og er stórum hluta verksins þegar lokið og hann seldur. Verkefnið hefur þann eiginleika að fyrst þarf að framkvæma en tekj- ur skila ekki fyrr en einu til tveimur árum seinna. Verktakinn hefur séð um innri fjármögnun en með stofn- un Veðs var ákveðið að skilja að verktakastarfsemina og verkefnisfj- ármögnunina. Jón Ingi Gíslason, framkvæmdastjóri SH-verktaka, segir að verkið hafí hingað til verið fjármagnað með skammtímalánum og úr rekstri fyrirtækisins. Með fjár- mögnun Veðs hf. þurfi ekki að taka dýr skammtímalán og jafnframt skapist möguleikar á staðgreiðsluaf- slætti hjá undirverktökum og efnis- sölum. Samningurinn við Veð hf. sé því báðum aðilum hagstæður. Hluthafar geta lagt fram eigið fé eða veð Heildarhlutafé Veðs hf. er 400 þúsund krónur og er hver hlutur að lágmarki 5 þúsund krónur. Hins vegar þarf hluthafí að leggja fram peninga að láni eða öruggt veð að lágmarki 325-falt nafnverð hluta- fjárins. Ef keypt er fyrir 5 þúsund krónur ber hinum sama að leggja fram peninga að láni eða veð fyrir 1.625 þúsund krónum. Ef hluthafi Teggur fram veð, er skuldabréf með því veði selt á fjármagnsmarkaði. Þegar hefur um helmingur hluthafa Veðs hf greitt sinn hlut með pening- um, nokkur hluti hefur lagt fram húsbréf eða spariskírteini en aðrir hafa lagt fram fasteignaveð. Pétur Blöndal bendir á að þetta geti hent- að þeim einstaklingum sem eigi skuldlausar eignir og viiji nýta sín veð. Fyrst og fremst hafi verið leit- að til aðila innan lokaðs hóps og þannig hafí tekist að safna 60 millj- ónum króna af 130 milljónum sem fyrirhugað sé að útvega á þennan hátt. Pétur bendir á að afstaða bank- anna hafí breyst varðandi lánveit- ingar og þeir leggi nú áherslu á góð og trygg fasteignaveð t.d. veð í auðseljanlegum íbúðum. Hann hefur hins vegar reynt að greina þá áhættu sem hluthafar í Veði hf. standa frammi fyrir við ávöxtun fjármuna sinna. „Áhætta hluthafa í Veði felst í að verðlag á fasteignum lækki. Haldist verðið óbreytt verður arðsemi mjög góð eða á bilinu 30-40% og binditími er mjög stutt- ur. Hins vegar verður engin arðsemi ef verð á fasteignum lækkar um meira en 20% og ef verðið skyldi lækka um 40% þurfa hluthafar að kaupa veðin sín til baka að hluta. Rétt er að benda á að 40% verðlækk- un fasteigna hefði veruleg áhrif á öðrum sviðum og verður að teljast harla ólíkleg. Einnig má benda á það að ef álver verður að veruleika myndi verð hækka á íbúðunum sem myndi bæta ávöxtun hluthafa veru- lega. Setbergshlíð liggur ennfremur vel við umferð og þar fer saman gott verðurfar og útsýni.“ Aðspurð- ur segist hann ekki óttast sölu- tregðu á nýjum íbúðum því þar sé um að ræða skammtímaástand sem geti breyst fljótlega en byggja þurfí a.m.k. eitt þúsund íbúðir á ári til að fullnægja eftirspurn. Fyrirhugað er að sögn Péturs að halda hluthafafund hjá Veði í febr- úar eða mars á næsta ári til að ákveða nýtt verkefni eftir að létta fer á verkefninu í Setbergshlíðinni. Hann telur að þar geti t.d. verið um að ræða fjármögnun á smíði skips eða vegagerð en mjög mörg verk- efni megi leysa með verkefnisfjár- mögnun. í stjórn Veðs sitja auk Péturs Blöndal þeir Sigurður M. Magnús- son og Stanley Pálsson en varamenn eru þeir Jón Halldórsson og Baldur Guðlaugsson. Fjármál Hagur bandarískra banka að vænkast Methagnaður var hjá viðskiptabönkunum i Bandaríkjunum, 7,9 milljarð- ar dollara, á öðrum fjórðungi þessa árs þrátt fyrir viðvarandi erfið- leika í efnahagslífinu. Kemur þetta fram i nýrri skýrslu FDIC, opin- berrar tryggingastofnunar bankanna, en hún er byggð á afkomu 11.685 banka. Miðað við annan ársfjórðung í fyrra jukust tekjur bankanna um 3,3 milljarða dollara og er það þakkað aukinni varkámi í útlánum og vaxta- lækkununum vestra. Hafa bankamir nýtt sér þær með því að lækka vext- ina meira á innlánum en útlánum. Auk þessa hafa þeir sjóðir, sem bankamir hafa lagt til hliðar til að mæta hugsanlegum áföllum, vaxið um 9,6% og nema nú alls 248 millj- örðum dollara. Þá er útlánatapið undir 100 milljörðum dollara í fyrsta sinn frá því um sumarið 1990. Þótt illa ári í efnahagslífínu hefur atvinnureksturinn vestra og einstakl- ingar verið að bæta skuldastöðuna. Minnkuðu heildarskuldirnar um 3,8 milljarða dollara á öðmm ársfjórð- ungi nú og er það sjötti ársfjórðung- urinn i röð, sem þær lækka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.