Morgunblaðið - 30.09.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992
„~Clr hvzrja eru- froGkxLUxppir
gtrxtar?"
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Tlmes Syndicate
Verði þér ad góðu. Ég er band- Bara sólbekkjaauglýsing ...
ormur...
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TTL BLAÐSINS
A’ðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Fyrst Leifur heppni
var Norðmaður, því
þá ekki Kólumbus?
Frá Frá Hallgrími Magnússyni:
Mörgum íslendingum hefur
gramist hve hart frændur vorir
Norðmenn hafa gengið fram í því
að gera landa vorn, Leif Eiríksson,
að landa sínum. Ef grannt er skoð-
að þarf þó engan að undra, því
nýlega kom út bók í Noregi þar
sem gerð er hetjuleg tilraun til að
hrifsa Kristófer Kólumbus úr hönd-
um ítala og gera hann að norskum
flóttamanni af konungaættum.
Á þessu ári eru 500 ár liðin síð-
an Kristófer Kólumbus sté fæti
sínum í fyrsta sinni á land í Amer-
íku, en það var samkvæmt dagbók
hans sjálfs þann 12. október 1492.
Á þessum tímamótum hafa því
margir leitt hugann að þessu af-
reki hans. Meðal þeirra er Norð-
maðurinn Tor Borch Sannes en á
árinu 1991 kom út bók eftir hann
sem ber nafnið „Christopher Col-
umbus-en europeer fra Norge?“
Þetta útleggst í íslenskri þýðingu:
„Kristófer Kólumbus-norskur Evr-
ópubúi?“.
í þessari bók reynir höfundurinn
að færa sönnur á norskan uppruna
Kristófers. Hann telur að faðir
Kólumbusar hafi verið Norðmaður-
inn Dominicus Bonde (ísl. bóndi),
náskyldur ættingi Karls Knútsson-
ar Bonde sem var konungur Nor-
egs frá 1448-1450. Tor Borch
Sannes telur Dominicus þennan
Bonde hafa flúið með fjölskyldu
sinni frá Noregi til Genúa í Ítalíu
um 1450 vegna pólitískra ofsókna
andstæðinga konungsins.
Meginrök höfundar eru þau að
Kristófer skrifaði sig venjulega
Colon, en ekki Columbus og telur
Colon nafnið styttingu úr latneska
heitinu colonus, sem þýðir bóndi.
Þannig varð ítalinn Christopher
Columbus að Norðmanninum
Christopher Bonde.
Ennfremur bendir Tor Borch á
að í skjaldarmerki Kristófers Kól-
umbusar (Bonde) voru tvö ská-
strik, en sams konar skástrik voru
í skjaldarmerki Margrétar Péturs-
dóttur Bonde, frænku Karls Knúts-
sonar Bonde Noregskonungs.
Reyndar getur höfundurinn þess í
framhjáhlaupi að Georg Washing-
ton hafi verið af ættinni Bonde og
þess vegna að sjálfsögðu Norðmað-
ur eða a.m.k. af norskum ættum.
Hvað snertir móður Kólumbusar
telur höfundur hana af aðalsætt
sem búsett var í Svíþjóð á þeim
tíma sem Kristófer litli fæddist,
en til allrar hamingju var ætt þessi
upprunaleg norsk, svo Svíarnir fá
ekkert af heiðrinum. Rökin fyrir
þessu eru eitthvað á þessa leið:
Nafn móður Kristófers var Sozana
Fontanarubea. Fontana þýðir á
latínu lind en rubea er afbrigði af
orðinu ruber sem á latínu þýðir
rauður. Ofangreind norsk aðalsætt
hafði eftimafnið „Roos av Ervalla"
og er roos þá afbökun af rosa sem
þýðir rauður og velle getur á
norsku þýtt lind.
Árið 1932 kom út mjög ítarleg
bók í Italíu um uppruna Kólumbus-
ar. Höfundar voru margir, allt
þekktir ítalskir vísindamenn. í bók
þessari eru ítalskar þýðingar á
mörgum skjölum varðandi Kólum-
bus og alls staðar er ættamafnið
Colon þýtt sem Columbus. Tor
Borch Sannes lætur að því liggja
að með þessu séu ítalirnir vísvit-
andi að fela sannleikann og segir
orðrétt: „Við freistumst til að halda
að prófessoramir hafi óttast að
eitthvað mikilvægt hafi legið á bak
við nafnið Colon.“
Árin fyrir ferðina frægu 1492
hafði Kólumbus tiltölulega óhindr-
aðan aðgang að spænsku konungs-
hjónunum Ferdinand og ísabellu,
sem á endanum kostuðu ferðina.
Þetta skýrir bókarhöfundur með
því að þar sem allir á þessum tíma
vissu að Kólumbus var af norskum
konungaættum var honum vel tek-
ið við hirðina, en hefði annars ver-
ið vísað á dyr.
Þegar frá er talin þessi sérkenni-
lega röksemdafærsla fyrir ætterni
Kólumbusar er bók þessi mjög
læsileg. Áhugaverðar eru lýsingar
á siglingafræði Kólumbusar og
þeirri tækni sem hann beitti við
staðarákvarðanir. Einnig eru í bók-
inni lýsingar á þeim herfilegu ör-
lögum, sem frumbyggjar Ameríku
hlutu strax á fyrstu ámnum eftir
fundinn mikla. Spænsku sjómenn-
imir voru oft hinir mestu misyndis-
menn og meðal þeirra margir refsi-
fangar, sem fengið höfðu sakar-
uppgjöf gegn því að taka sér þess-
ar ferðir á hendur. Á eyjunni Ha-
iti voru u.þ.b. 3,5 milljón íbúar
þegar Kólumbus kom þangað fyrst,
en 10 árum síðar voru þeir aðeins
35.000, hundraðasti hlutinn af
upphaflegum fjölda. Flesta þeirra
drápu Spánveijarnir en einnig
höfðu ýmsar farsóttir, sem Spán-
veijarnir báru með sér og voru
óþekktar á þessu svæði, orðið
mörgum að aldurtila.
Sagnfræðingar í Noregi éru ekki
allir á einu máli um ágæti þessar-
ar bókar og fékk hún allmisjafna
dóma í blöðum þar. Við lestur
hennar undrast maður kapp það
sem við er haft þegar sanna skal
að Kólumbus hafi verið Norðmað-
ur, en hvergi örlar á forsjá. Óvilj-
andi verður manni á að velta því
fyrir sér hvaða mikilmenni sögunn-
ar verði næst gert að Norðmanni.
HALLGRÍMUR MAGNÚSSON
Fossahlíð 3, Grundarfírði
Víkyerji skrífar
Stundum hefur það verið sagt
um Stöð 2 að eftir að frétta-
tíma stöðvarinnar lyki væri hún í
raun og veru lítið annað en mynd-
bandaleiga með heimsendingar-
þjónustu. Forsvarsmönnum stöðv-
arinnar hafa sárnað þessar ásakan-
ir og hafa tíundað ýmis dæmi um
metnað sinn fyrir hönd íslenskrar
dagskrárgerðar og menningar. í
svörum þeirra hefur þó aldrei verið
tæpt á nýjasta menningarfyrirbær-
inu á stöðinni en það leit dagsins
ljós í fyrstu frétt kvöldfréttatímans
19:19 á fimmtudagskvöldið og má
ef til vill kalla þjóðlega frétta-
mennsku. Hún lýsir sér í því að
blandað er saman ættfræði og
fréttamennsku.
Þannig var þess getið í frásögn
af gjaldþroti rækjuverksmiðju á
ísafírði að aðaleigandi fyrirtækisins
væri bróðir nafngreinds banka-
stjóra í Landsbankanum - en að
vísu væri rækjuverksmiðjan með
öll sín viðskipti í íslandsbanka.
Þessu til áréttingar var svo birt ljós-
mynd af bræðrunum tveimur,
rækjuverkandanum og bankastjór-
anum. Væntanlega var það gert til
'að undirstrika það að tengsl þeirra
kæmu fréttinni ekkert við þótt þau
séu sjálfsagt allrar athygli verð fyr-
ir þá fjölmörgu Islendinga sem hafa
brennandi áhuga á þeim þjóðlega
sið að rekja eigin ættir saman við
ættir náungans.
Hér er vissulega á ferðinni frum-
legt nýmæli hjá íslenskum fjölmiðli
og sá sem þetta ritar getur sér
þess til að leikurinn sé til þess gerð-
ur að bæta markaðsstöðu Stöðvar
2 gagnvart eldra fólki. Líklegt má
telja að í þeim hópi íslendinga sé
að finna flesta áhugamenn um ætt-
fræði - en jafnframt tiltölulega fáa
áskrifendur Stöðvar 2.
xxx
Fari Siðanefnd Blaðamannafé-
lags íslands ekki að blanda
sér í málið má ef til vill vænta fram-
halds á ættfræðifréttum Stöðvar
2. Þá teldi sá er þetta ritar rétt
fyrir ættfræðihauka fréttadeildar-
innar að huga ekki eingöngu að
ættartengslum manna í stjómmála-
og atvinnulífi landsins. Ættfræði-
haukamir mega alls ekki gleyma
því að þeir sjálfír eru góðkunningjar
landsmanna. Eiga ekki starfsmenn
fréttastofu Stöðvar 2 einhveija ætt-
ingja sem koma við sögu frétta hér
á landi, hafa til dæmis verið í for-
svari fyrir fyrirtæki, sem nú eru
orðin eða eru alveg að verða gjald-
þrota?
Má ekki treysta því að slíkar
upplýsingar þyki sjálfsagt innlegg
í ættfræðifréttatímana framvegis?
I huga Víkveija felast töfrar ætt-
fræðinnar í því að þegar maður er
einu sinni byijaður að rekja ættir
er eiginlega engin leið að hætta.
x x x
*
Islendingar geta verið svo dóna-
legir og tillitslausir að undrun
vekur. Fyrir nokkrum dögum var
Víkverji á ferð í bíl sínum í Pósthús-
stræti fyrir framan Reykjavík-
urapótek. Skyndilega var næsti bíll
fyrir framan stöðvaður og bílstjór-
inn fór að ræða við vegfaranda, sem
greinilega var vinur eða kunningi.
Þegar mínúta var liðin og ekkert
benti til þess að samræðunum færi
að ljúka ákvað Víkveiji að ýta nett
á flautuna. Það hafði engin áhrif.
Þegar önnur mínúta var liðin var
þolinmæðin á þrotum enda náði
bílaröðin nú að Dómkirkjunni. Vík-
veiji flautaði nú hátt og snjallt en
einu viðbrögðin voru þau að kunn-
inginn leit upp og hrópaði: „Haltu
kjafti, fíflið þitt.“ Skömmu síðar
slitu þeir samtalinu en til að ítreka
óánægju sína gekk kunninginn
hægum skrefum fyrir framan bíl
Víkveija og horfði ógnandi á hann.
Víkveiji hefur áður lent í svip-
aðri aðstöðu sem bendir til þess að
a.m.k. hluti Islendinga sjái ekkert
athugavert við að nota göturnar til
samræðna eins og um væri að ræða
kaffihús. Þetta er óþolandi ósiður
og vonandi verða þessar línur til
þess að fólk hugsi sig alvarlega um.