Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 16
MORGUNBLÁBIÐ! FASTEIGNIRföstudagur 30JOKTÓBEK 3992
I*ró(tniiliill byggingar-
iónaóur á Suóurnesjiiiii
íþróttahús og sundlaug í smíðum í Garðinum.
Margeir Þorgeirsson og Halldór Ragnarsson eigendur Húsaness hf.
í Keflavík.
16 B
s.62-1200 62-1201
Skipholti 5
2ja-3ja herb.
Furugerði - laus. 2ja herb.
74,4 fm íb. á jarðh. í iitillj blokk.
Verð 6,2 millj.
Hverfisgata. 3ja herb. stór ib.
á 2. hæð í góðu steinh. Nýtt eld-
hús. Laus. Gott lán frá húsnæðis-
stofnun ca. 3,2 millj.
Hverfisgata/Vitastígur.
3ja herb. góð íb. í steinh. fb. sem
er á 2. hæð snýr að Vitastig. Verð
4,5 millj. Laus fljótl.
Ljósvallagata. 3ja herb. mjög
falleg íb. á jarðhæð. Mikið end-
um. m.a. eldhús og bað.
4ra herb. og stærra
Barónsstígur - ódýr íbúð.
4ra herb. ósamþ. snyrtil. risíb.
Góður staður. Verð 2,5 millj.
Háaleitisbraut. 4ra
herb. góð ib. á 2. hæð. Mjög
hagst. lán áhv.
Lækjargata - Hf. Mjög sór-
stök 121 fm risíb. tilb. u. trév. í
fallegri blokk. Sameign fullb.
Bílast. fylgir.
Maríubakki. 4ra herb.
110,8 fm íb. á 3. hæð í
blokk. Góð íb. Þvherb. innaf
eldh. Stórt íbherb. í kj. Suð-
ursv. Parket. Nýtt gler að
mestu. Verð 7,4 millj.
Hringbraut. 4ra herb. falleg
íb. á 3. hæð í góðu steinh. á góð-
um stað við Hringbrautina (við
Ljósvallagötu).
Vesturberg. 4ra herb. ný-
standsett stórglæsi. fb. á efstu
hæð. Nýtt eldh. Nýtt parket. Mjög
mikið útsýni. Laus. Áhv. Byggsj.
2,4 millj. Verð 7,5 millj.
Einbýlishús - raðhús
Grundartangi - Mos.
Endaraðhús, falleg 2ja herb.
ib. Góður garður. Drauma-
hús unga fólksins. Gott lán
frá húsnstofnun. V. 6,2 m.
Álftanes. Nýtt ekki fullb. einb-
hús á einni hæð, samtals með
bílsk. ca 200 fm. Húsið er vei stað-
sett á sunnanverðu Álftanesi.
Hagst. lán frá byggsj. 4,5 m.
Miðhús. Parhús 147 fm á einni
hæð. Selstfokh., glerjað með jámi
á þaki. Til afh. strax. Verð 7,3 millj.
Atvinnuhúsnæði
Þverholt - Mos. Verslun-
ar/þjónustuhúsn. 122 fm á götu-
hæð. Nýl. gott húsn. Verð 5,5 m.
Hringbraut. Verslunarhúsn.
ca 85 fm á jarðhæð. Gott húsn.
Hentugt fyrir margskonar smá-
versl.
Sumarbústaðir
Til SÖIu lítill, gamall bústaður
við vatn í nágrenni Reykjavíkur.
Verð 1 millj.
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Axel Kristjánsson hrl.
Sígrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
__
MIKILL kraftur er í byggingar-
iðnaðinum á Suðurnesjum, ef
marka má könnun Morgun-
blaðsins í vikunni, þrátt fyrir
að atvinnuleysi sé þar með
mesta móti. I Keflavík er 121
íbúð í smíðum og segir Ellert
Eiríksson bæjarstjóri að þar
haldist sama hlutfall næstu tvö
árin, en í þremur sveitarfélög-
um eru sundlaugar í smíðum,
Grindavík, Garðinum, en þar er
íþróttahús einnig í smíðum, og
Vogunum, þar sem opnuð voru
nýlega útboð í íþróttahús og
sundlaug.
Stærstu byggingarframkvæmd-
imar eru hjá Hitaveitu Suður-
nesja í Grindavík, en á Svartsengis-
svæðinu er í bygg-
ingu orkuver 4,
sem kostar 450
milljónir krónur.
Þrátt fyrir að mik-
ið sé að gera hjá
flestum bygginga-
raðilum þá var
þungt hljóð í eig-
endum Húsaness hf. í Keflavík yfir
því að sveitarstjórn Vatnsleysu-
strandarhrepps skyldi ekki hafa
lokað útboð innan Suðurnesja
vegna þess hve almennt atvinnu-
leysi er þar mikið.
Raforkuver í smíðum í
Grindavík
Stærsta framkvæmdin í bygg-
ingariðnaðinum á Suðumesjum er
bygging Hitaveitu Suðumesja í
Svartsengi á orkuveri 4 sem er
gufuraforkuver og kælistöð, og
kostar 450 milljónir krónur. Raf-
magnsframleiðsla hitaveitunnar
verður 16 MWött þegar stöðin verð-
ur tekin í notkun þannig að fram-
leiðslan dugar fyrir sveitarfélögin
á svæðinu. Húsin eru byggð að
hluta á uppfyllingu út í Bláa lónið
og hefði örugglega verið farið
lengra út í lónið með byggingarnar
ef Bláa lónið væri ekki eins vin-
sæll ferðamannastaður og það er.
Fasteignasala opnuð í
Grindavík
fasteignamarkaðinn og íbúðaverðið
í Grindavík.
Miklar framkvæmdir í
Grindavík
„Tuttugu og tvö einbýlishús eru
í byggingu í Grindavík í október á
þessu ári auk 6 íbúða í þremur
parhúsum, 8 íbúða í sambýlishúsi,
4 iðnaðarhús, 1. hæð húkrunar-
heimilisins Víðihlíð og sundlaug,“
sagði Jón Sigurðsson byggingafull-
trúi í Grindavík og bætti við að á
þessu ári var byijað á tveimur ein-
býlishúsum og sundlaug sem er
framkvæmd sem kostar 125 millj.
kr. Lokið var við smíði 5 einbýlis-
húsa og 6 íbúða í parhúsum. Þá
var lokið á þessu ári við fyrri
áfanga hjúkrunarheimilisins Víði-
hlíðar, stækkun bakarísins um 115
fm, stækkun leikskólans, byggingu
glæsilegs verkalýðshús (Víkur-
braut 46) og þá fluttu heilsugæsla,
bæjarskrifstofurnar og bókasafnið
í glæsileg húsakynni á annari hæð
verslunarmiðstöðvarinnar.
Keflavík heldur sínum hlut
„í dag er 121 íbúð í smíðum og
lóðum fyrir 60 íbúðir í viðbót hefur
verið úthlutað á þessu ári. Engar
lóðir eru tilbúnar til úthlutunar, en
framkvæmdir í nýju hverfi verða
hafnar á næstunni og þar verða
lóðir fyrir 113 íbúðir. Undirbúning-
ur og vinna er hafin vegna skipu-
lags næstu byggingasvæða,“ sagði
Sveinn Númi Vilhjálmsson bygg-
ingarfulltrúi er blaðamaður Morg-
unblaðsins hitti hann ásamt Ellert
Eiríkssyni bæjarstjóra og Sigur-
björgu Gísladóttur framkvæmda-
stjóra húsnæðisnefndar Keflavíkur
í síðustu viku.
Skipting íbúða sem eru í smíðum
í Keflavík er eftirfarandi: 13 einbýl-
ishús, 22 raðhús, 12 íbúðir í fjórbýl-
ishúsi og 74 íbúðir í 8 fjölbýlishús-
um. í smíðum eru 24 iðnaðar- og
verslunarhús og þar af var byrjað
á 4 á þessu ári. Ellert Eiríksson
bæjarstjóri sagði að þetta væri
svipuð tala og í fyrrra en þá voru
119 íbúðir í smíðum þar af var lok-
ið við 72 íbúðir og mun þetta bygg-
ingahlutfall haldast næstu tvö árin
eins og staðan væri núna. „Ræðst
það þó mest af því hvort við fáum
góða úthlutun úr félagslega kerf-
inu. Við sendum inn 40 umsóknir
vegna byggingu íbúða fyrir eldri
og yngri íbúa og reiknum með að
fá minnsta kosti úthlutað til bygg-
ingu 30 íbúða. Við óttumst ekki
landleysi hér í Keflavík enda höfum
við tekið þá stefnu að kaupa upp
gömul hús í gamla bænum og út-
hluta lóðum til fjölbýlishúsa en þar
eru íbúðir fyrir aldraða mest áber-
andi. Sem dæmi má nefna að þar
sem áður voru 8 gömul hús eru
núna 60 íbúðir,“ sagði Ellert og
bætti við að í Keflavík fjölgaði um
100 manns á ári, svo mikill skortur
er á húsnæði enn sem komið er.
Bæði væri stanslaus innflutningur
fólks til svæðisins víðs vegar að
af landinu og svo virtust börnin
ákveða að setjast hér að í stað
þess að flytja burt eins og gerðist
á mörgum stöðum og er það
ánægjuleg þróun.
Unnið við deiliskipulag nýrra
hverfa í Njarðvík
í skýrslu byggingarfulltrúa Ein-
ars Más Jóhannessonar segir að
nær öllum lóðum hafi verið úthlut-
að í Móahverfi og því orðið mjög
aðkallandi að deiliskipuleggja
hverfið fyrir ofan núverandi Móa-
hverfi í Ytri-Njarðvík. Til úthlutun-
ar árið 1991 voru 6 lóðir fyrir ein-
býlishús auk tveggja lóða fyrir ein-
býlishús. Þá voru byggingar á
ýmsum byggingarstigum og reikn-
að með að flestum lyki í þessu ári.
Um síðustu áramót voru 74 íbúðir
í byggingu þar af nokkur hús sem
hafa verið lengi í byggingu, en
segja má að áætlun síðasta árs
fari eftir hvað varðar þörfina fyrir
nýtt deiliskipulag því byijað var á
byggingu 10 íbúða þar af er eitt
fjórbýlishús. Þá er verið að und-
irbúa smíði fjölbýlishúss með 21
íbúð fyrir félag eldri borgara á
Suðurnesjum en það hefur byggt
mikið í Keflavík.
í framhaldi af nýju aðalskipulagi
sem samþykkt var í sumar verður
unnið að deiliskipulagi fyrir ofan
Móahverfið þar sem lítið er að til-
búnum lóðum fyrir nýbyggingar.
Nokkrar lóðir eru til í Innra-hverf-
inu en þar er ekki eins góð hreyfing.
í fyrra var lokið við byggingu
rafmagnsaðveitustöðvar á Fitjum
og hún tekin í notkun. Viðamiklar
Nýlega opnaði Halldór Halldórs-
son fasteignasölu í Grindavík en
hann hefur rekið bókhaldsþjónustu-
fyrirtæki sitt Tölvík í tæpt ár. Fast-
eignasala hefur ekki verið í Grinda-
vík um nokkurra ára skeið og seg-
ir Halldór að þessari þjónustu hafi
verið tekið mjög vel og hefur hann
nú þegar séð um 15 sölur. „Ég tók
fasteignaverð í Grindavík út í sum-
ar með því að fá yfirlit frá Fast-
eignamati ríkisins og komst að því
að minni eignir eru á sama verði
og gengur í Keflavík-Njarðvík en
smámunur er enn á stærri eignum
sem eyðist fljótt ef eftirspum eykst
aðeins. Ástand fasteigna í Grinda-
vík er yfirleitt gott en víða mætti
bæta frágang húsa og lóða, því það
eru smáatriðin sem skipta máli
hvort eignin selst,“ sagði Halldór
og bætti við að greinilega vantaði
blástur í atvinnulífið til að örva
Atvinnuhúsnæði óskast
Höfum traustan kaupanda að 400-500 fm húseign/atv-
húsn. miðsv. í Rvík eða Kóp. Skilyrði er að í ca 100 fm
af húsnæðinu sé lofthæð 4,5 m. Húsið má hvort held-
ur vera fullb. eða á byggingarstigi.
Nánari upplýsingar veitir:
Fasteignamarkaðurinn hf.,
Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700.
eftir Kristin
Benediktsson