Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 4
VEÐUR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Morgunblaðið/Sverrir
Frekar rólegft var i afgreiðslum Fjárfestingarfélagsins Skandia i gær.
Innleyst fyrir 20 milljónir hjá Skandia í gær
Innlausnir voru nær ein-
göngu á Skyndibréfum
INNLAUSNIR í verðbréfasjóðum
í vörslu Fjárfestingarfélagsins
Skandia námu um 20 miiyónum
króna í gær en þá gafst eigendum
þeirra i fyrsta sinn kostur á að
innleysa hlutdeildarskirteini sín
síðan 5. október. Var þar nær ein-
göngu um að ræða innlausnir á
Skyndibréfum en gengi á þeim
lækkaði ekki sem kunnugt er. Að
sögn Friðriks Jóhannssonar, for-
stjóra félagsins, eru þessar inn-
lausnir Skyndibréfa mjög eðlileg-
Stálu úr sýning-
arglugga fyr-
ir framan vitni
TVEIR menn voru handteknir á
Laugavegi i fyrrinótt eftir að hafa
brotið rúðu i gullsmíðaverslun þar
og stolið úr sýningarglugga að
nokkrum vitnum ásjáandi.
Þegar lögreglan kom að voru
mennimir með fulla vasa af úrakeðj-
um og -ólum, svo og gullarmböndum
og hálskeðjum.
Þeir sögðu lögreglunni að skömmu
áður hefði komið til þeirra maður
og beðið þá um að halda á þessu því
hann þyrfti að bregða sér frá. Lög-
reglan lagði ekki trúnað á þá sögu,
enda dreif að vitni sem báru að það
hefði verið þessir tvímenningar sem
köstuðu gijóti í rúðuna og létu síðan
greipar sópa.
ar þar sem þau eru skammtimafj-
árfesting og velta á þeim að jafn-
aði mjög mikil.
Friðrik sagðist vonast til þess að
skráning verðbréfasjóðanna á Verð-
bréfaþinginu gæti hafist fljótlega í
næstu viku. Hins vegar gæti félagið
nú þegar tekið við kaup- og sölutil-
boðum en þannig skapaðist mögu-
leiki fyrir eigendur skírteinanna að
selja þau á hærra verði en ella. Hann
sagði að borist hefðu allmargar fyrir-
spumir frá aðilum sem vildu kaupa
skírteini og von væri á kauptilboðum
í dag fyrir a.m.k 20 milljónir króna.
Aðspurður sagðist Friðrik eiga von
á að nokkur hækkun gæti orðið á
gengi hlutdeildarskírteinanna á
næstunni. Það væri ákvörðun stjóm-
ar verðbréfafyrirtækisins sem myndi
fylgjast með þróuninni og hafa til
hliðsjónar viðskiptin á Verðbréfa-
þingi.
Verðbréfasjóðir í vörslu Kaup-
þings og Verðbréfamarkaðar Is-
landsbanka eru nú skráðir á Verð-
bréfaþingi íslands en viðskipti hafa
hingað til verið lítil á þeim vett-
vangi. Þar er um að ræða Eininga-
bréf 1 og Einingabréf 3 hjá Kaup-
þingi ásamt Sjóðum 1,3 og 4 hjá
Verðbréfamarkaði íslandsbanka.
Samkvæmt upplýsingum Landsbréfa
er til athugunar hjá fyrirtækinu að
sækja um skráningu verðbréfasjóða
í vörslu fyrirtækisins.
VEÐURHORFUR í DAG, 6. NÓVEMBER
YFIRLIT: Skammt suðsuðvestur af Reykjanesi er 990 mb lægö sem hreyfíst
norður og grynnist en yfir A-Grænlandi er 1025 mb hæð. Um 600 km suöur
af Vestmannaeyjum er 995 mb vaxandi lægð og hreyfist hún allhratt norð-
austur.
SPÁ: Um landið sunnanvert verður hvasst en þurrt og vlða lóttskýjað. Sfðdeg-
is fer að lægja vestantil og þá lóttir til á Vestfjörðum. Kólnandi veður.
VEBURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg eða vestlæg átt. Víða lótt-
skýjað. Svalt i veðri og vlða frost, einkum inn til landsins.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlæg ótt, sums staðar strekkingur. Þurrt að
mestu norðaustanlands en rigning annars staöar. Hiti 3-7 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Breytileg átt, él víða um land. Hiti nálægt frost-
marki við strendur en frost inn til iandsins.
Nýir veöurfregnatímar: 1.30, 4J0, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 1S.30,
22.30.Svarsfmi Veðurstofu islands — Veöurfregnir: 990600.
O & &
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrír Slydduél Él
r r r * / *
f f * f
f f f f * f
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaörimar vindstyrk,
heil fjööur er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v súld
= Þoka
itig..
FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.30ígær)
Ágætlega greiðfært er i nágrenni Reykjavíkur, nema Mosfellsheiði er þung-
fær. Greiðfært austur um Hellisheiðí og Þrengsli og til Austfjarða en hálka er
á þeirri leið og á vegum í uppsveitum Árnessýslu, sömuleiðis á fjallavegum
á Austfjörðum. Greiðfært er um Vesturland en hált er á Fróðárheiði, Kerling-
arskarði og Bröttubrekku. Fært er vestur fyrir Gilsfjörð og um Barðastrandar-
sýslur en Klettháls og Dynjandisheiði eru aðeins færar jeppum og stórum
bílum. Hrafnseyrarheiði er ófær. Fært er yfir Holtavörðuheiði og norður
Strandasýslu til Hólmavíkur og þaðan um Steingrímsfjarðsrheiöi til ísafjarð-
ar og þaöan bæði tii Bolungarvíkur og Þingeyrar. Víða á þessari leið er
hálka. Það er greiðfært um Noröur- og Austurland en þar er víöa umtals-
verð hálka. Möörudalsöræfi eru þungfær og öxarfjarðarheiði er ófær.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í
grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Afcureyri Reykjðvifc hlti 3 31 veður aiskýjað skýjað
Bergen 4 rigning
Helsinfci 1 akýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Narssarseuaq +11 léttskýjað
Nuufc +4 snjókoma
Osló 1 alsfcýjað
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Þórahöfn 8 rigning
Algarve 21 heiðskírt
Amsterdam 14 þokumóða
Barcelona 20 mistur
Beriín 8 súld
Chicago vantar
Feneyjar 16 þokumóða
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 9 skúr
Hamborg 9 súld
London 14 skýjað
LosAngeles 16 alskýjað
Lúxemborg 10 skýjað
Madrtd 17 heiöskírt
Malaga 20 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Montreal 4 skýjað
NewYorfc 13 skýjað
Oriando 23 þokumóða
París 11 þokumóða
Madeira 22 hálfskýjað
Róm 21 léttskýjað
Vín vantar
Washington vantar
Winnipeg +7 alskýjað
ÍDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurslola Islands
(Byggt á vsðurapá kl. 16.15 (gær)
Búið að veiða rúmlega
helming síldarkvótans
Ottast að ekki takist að salta og frysta sfld
upp í sölusamninga sem gerðir hafa verið
SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskistofu hafa nú verið veidd um
62 þúsund tonn af síld það sem af er vertiðinni. Á sama tíma í fyrra
var síldaraflinn orðinn um 18.400 tonn. Alls er heimilt að veiða um
120 þúsund tonn í vetur en þar af voru tæp 10 þúsund tonn flutt
frá síðasta kvótaári. Er því búið að veiða rúmlega helming kvótans
á vertíðinni.
Af því magni, sem nú hefur ver-
ið veitt, hefur megnið farið í
bræðslu. Til að geta geta staðið við
samninga um síldarsölu á þessari
vertíð telur Síldarútvegsneftid sig
hins vegar þurfa 14-15 þúsund tonn
af sfld en Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna 16-19 þúsund tonn og ís-
lenskar sjávarafurðir hf. 6-7 þúsund
tonn, eða samtals 35-41 þúsund
tonn, sem er 29-34% af heildarkvót-
anum á vertíðinni. Fyrir nokkrum
árum fóru hins vegar allt að 60%
af síldinni til manneldis.
Búið er að saita um 30% af þeirri
saltsfld, sem Sfldarútvegsnefnd hef-
ur samið um sölu á á þessari ver-
tíð, eða 4.500 tonn (um 24.000
tunnur), að sögn Einars Benedikts-
sonar framkvæmdastjóra Sfldarút-
vegsnefndar. Þá hafa verið fryst
um 20% af síldinni, sem Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna hefur samið
um sölu á í vetur, að sögn Gylfa
Þórs Magnússonar framkvæmda-
stjóra hjá SH. í haust hafa 26
loðnuskip veitt sfld en þau eru mun
afkastameiri en hinir hefðbundnu
sfldarbátar. Einar og Gylfi Þór hafa
áhyggjur af því að hraðinn í sfld-
veiðunum nú geti leitt til þess að
ekki náist að salta og frysta síld
upp í samninga. Gylfi Þór bendir
t.d. á að nýlega hafí verið veidd
um 10 þúsund tonn, eða tæp 10%
af heildarkvótanum, á einni nóttu.
Prentsmiðjan Oddi
segir upp 10 manns
TÍU starfsmönnum Prentsmiðjunnar Odda var sagt upp störfum um
síðustu mánaðamót. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar forstjóra fyrirtæk-
isins var gripið til uppsagnanna vegna fyrirsjáanlegs samdráttar f
verkefnum eftir áramótin.
„Við erum að búa okkur undir það
að eftir áramótin verði minna um
að vera vegna samdráttar í samfélag-
inu og einnig óttumst við afleiðing-
amar ef virðisaukaskattur verður
settur á. Við erum einfaldlega að búa
okkur undir þetta,“ sagði Þorgeir.
Hjá Prentsmiðjunni Odda starfa í
dag 260 starfsmenn, og að sögn
Þorgeirs starfa þeir sem sagt hefur
verið upp við prentun, bókband og
ýmsa undirbúningsþætti. Hann sagði
að í bili hefði ekki verið ákveðið neitt
varðandi frekari uppsagnir hjá fyrir-
tækinu.
Dollariim 836% dýr-
ari en fyrir 12 árum
GENGI íslensku krónunnar hefur fallið gagnvart Bandaríkjadoll-
ar frá því 1. janúar 1981 þannig að dollar er nú 836,46% dýrari
en þá. Er þá miðað við gengisskráningu Seðlabanka íslands frá
því í gær, 5. nóvember 1992. Gengi íslensku krónunnar hefur
hins vegar fallið á sama tíma gagnvart sterlingspundi sem nemur
því að pundið er nú 509,84% dýrara en 1981. Pundið hefur sigið
mikið undanfarið, en fyrir nokkrum mánuðum var pundið rúm-
lega 600% dýrara en 1981.
Ef gengisfelling krónunnar
gagnvart nokkrum öðrum gjald-
miðlum, sem Seðlabankinn skráir,
er skoðuð, kemur í ljós að fransk-
ur franki er nú rétt rúmlega 700%
dýrari og þýskt mark 1.069,57%
dýrara. Verð á einu þýsku marki
hefur sem sé tæplega tólffaldast
á þessum tæplega 12 árum, sem
liðin eru. Gengisfelling krónunnar
gagnvart japönsku yeni hefur hins
vegar haft þau áhrif að yenið er
nú 1.452,53% dýrara en 1981, en
það þýðir að verðið á hveiju yeni
hefur rúmlega 15,5 faldast.