Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 11

Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 11 Þjóðleikhúsið Dýrin í Hálsaskógi aftur á fjalirnar Dýrin í Hálsaskógi, hið sigilda barnaleikrit Thorbjörns Egner verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 8. nóvember. Þetta er þriðja upp- færsla leikhússins á verkinu, en 16 ár eru síðan leikritið var síðast sýnt. Frumsýningin hefst kl. 14.00 á sunnudag. Thorbjörn Egner hefur samið mikið af verkum fyrir börn. Leikrit- ið, Dýrin í Hálsaskógi er meðal þekktustu verka hans, en einnig má nefna Kardemommubæinn og Karíus og Baktus. Egner samdi sjálfur alla söngva í leikrit sín og segja má að lög úr verkum hans hafi fylgt íslenskum börnum í þijá áratugi. Aðalpersónur í Dýrunum í Hálsa- skógi eru Mikki refur og Lilli klifur- mús. Og fleiri kunningjar eru á ferð, eins skógarmýsnar Marteinn og amma, Hérastubbur bakari og Bakarasveinninn, Bangsamamma og pabbi. Sigurður Sigurjónsson leikur Mikka ref, Örn Arnason Lilla klifur- mús, en í öðrum helstu hlutverkum eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Mar- teinn skógarmús), Herdís Þoivalds- dóttir (Amma skógarmús), Erlingur Gíslason (Bangsapabbi), Guðrún Þ. Stephensen (Bangsamamma), Flosi Ólafsson (Hérastubbur bakari) og Hjálmar Hjálmarsson (Bakara- sveinninn). I sýningunni taka þátt 25 leikarar, bæði börn og fuliorðnir. Hulda Valtýsdóttir þýddi leik- textann, en Kristján frá Djúpalæk söngvana. Sigrún Valbergsdóttir er leikstjóri. Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga, Sylvia von Kospoth semur dansa og sviðs- hreyfingar, en lýsingu annast Ás- mundur Karlsson. Jóhann G. Jó- hannsson er hljómsveitarstjóri. Skautar - skautar PRISMA - St. 37-47. Verð kr. 6.750,- ELITE - St. 33-41. Verð kr. 5.690,- HOKKÍ skautar - St. 30-46. LISTSKAUTI - St. 28-47. Svartir og hvítir. Verð kr. 4.550-4.960,- Verð kr. 3.450,- mmuTiuFmm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 A A ▲ A M STORKOSTLEG , TJLBOÐ INOVEMBER Covent Garden-rúm m/springdýnu: Kr. 23.900,- stgr. ( Áðtir kr. 27.300,- stgr. ) Hereford-borð m/marmaraplötu: Kr. 29.500 - stgr. ( Áðnr kr. 39.900.- stgr. ) habitat LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870 OPIÐ Á LAUGARDAGINN KL. 10.00-17.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.