Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 Hörður Áskelsson Tónlistardagar Dómkirkjunnar * Hörður Askelsson Tónlist Ragnar Björnsson Að því leyti er aðstaðan í Dómkirkjunni holl og mikil reynsla hveijum organista að vart finnst í henni víðri veröld erfiðari og hættulegri hljóm- burður fyrir orgeltónlist og or- gelleikara en einmitt þar og hafa margir erlendir frægir org- anleikarar fengið að kenna á því og orðið á fótaskortur og handa-. Fyrir þá sem koma frá erlendum hljómgóðum kirkjum inn í Dómkirkjuna okkar, er eins og að rekast á vegg. Fyrir okk- ur, sem erum vanir þessum að- stæðum, er að koma í hljómgóðu kirkjurnar sem opnist nýjar víddir, uppljúkist nýir heimar. Það að komast jafn ágætlega í gegn um efnisskrána og Hörður Askelsson gerði á Dómkirkju- orgelið á miðvikudagskvöldið sýnir að hann á sannarlega er- indi inn í hljómgóðu kirkjurnar. Það verður að segjast að orgelið hentar hljómburði Dómkirkj- unnar ekki vel, hefur allt of þröngar, sárar og lítið segjandi raddir fyrir endurkastslausan hljóm kirkjunnar, en val Harðar á tónlist að þessu sinni var mjög snjallt og bjargaði því sem hægt var að bjarga. Hörður valdi tón- list eftir 17. og 18. aldar höf- unda, flesta lítið þekkta, svo sem Pedro de Araujo, spænskur, Fr. Couperin, franskur, Marchand, franskur, og Domenico Zipoli, ítalskur. Flest verkanna, sem Hörður lék, voru lítið sem ekk- ert þekkt, en Hörður nýtti verk- in til þess að sýna míxtúrur, tunguraddir og þá raddblöndun sem naut sín best á þetta orgel, eins og Hörður orðaði það í kynningu á undan tónleikunum. Þarna valdi Hörður mjög vel, sem og hentaði verkunum ágæt- lega. Verk þessi lék Hörður af miklu öryggi, ágætri tækni og góðri stílkennd. Lengi má deila um „ornament“ þessa tímabils, en stundum lifir þessi tónlist á fjölbreytni í trilugerðum ýmiss konar. Þrátt fyrir ágætan leik Harðar í G-dúr Prelúdíu og fúgu Bachs er ekki auðvelt að skila innihaldinu við aðstæðumar í Dómkirkjunni og saknaði maður þar gamla orgelsins. Mikið leg- ato-spil er, held ég, nauðsýnlegt í Bach í endurhljómlausum hús- um. Tvö verk eftir Jón Nordal voru síðust á efnisskrá, Sálmfor- leikur um sálm sem aldrei var sunginn og Toccata. Forvitnilegt var að heyra Hörð leika þessi verk, en ég get ekki annað sagt en að þar var ég honum ekki sammála. Eigi að síður voru tónleikarn- ir sérlega ánægjulegir og sigur fyrir orgelleikarann Hörð Áskelsson. NÝ SENDING Dömu-, herra- og barnasloppar. Glæsilegt úrval. Einnig velúrgallar og undirföt, snyrti- og gjafavörur. Gullbr'á, Nóatúni 17, sími 624217 Listamaður oer kynjakvistur Bókmenntir Erlendur Jónsson Mál og menning hefur gefíð út bókina Dunganon eftir Björn Th. Björnsson með samnefndu leikriti og nærri jafnlangri ritgerð um téða persónu. Leikritinu hafa þegar ver- ið gerð ýtarleg skil hér í blaðinu svo ekki er meira um það að segja. Ritgerðin er að sumu leyti á öðrum nótum og því sjálfsagt að hennar sé að nokkru getið. Dunganonía nefnist hún. Byggir höfundur á ýmsum heimildum en langmest á persónulegum kynnum af Karli Einarssyni sem var í senn furðu- fugl og listamaður. Og frægðar- persóna á íslandi strax eftir að saga Halldórs Laxness, Völuspá á hebresku, birtist 1942. íslendingar hafa alltaf haft dá- læti á kynjakvistum eins og Karli. Ber þar margt til. Þeir fara ekki troðnar slóðir og eru því ekki fyrir neinum. Fáir telja sig þurfa að öfunda slíka menn. Karl lifði fyrir líðandi stund og safnaði ekki auði. [Lífsárátta hans var að losa sig jafnharðan við allt sem hann eign- aðist.] Hann var óumdeilanlega listfengur þótt aldrei teldist hann til viðurkenndra listamanna, langt því frá. Aðferðir hans til daglegrar íjáröflunar voru ævintýralegar. Þær mátti kalla brellur fremur en svik. Og á því sviðinu stóðu fáir honum á sporði. Hann var orðhepp- inn og hugmyndaríkur; og sér- stæður í öllum sínum háttum. Þar að auki hafði hann persónutöfra meiri en í meðallagi og átti því auðvelt með að tala sig inn á menn; leika á fólk. Og kvenhylli mun hann síst hafa skort fram eftir árunum. Mektarmenn höfðu gam- an af að blanda geði við hann - að vissu marki. Menn sýndu vega- bréfið sitt hróðugir eftir að hertog- inn hafði skellt á það stimpii sínum. Björn Th. Björnsson er allra manna kunnugastur á Hafnarslóð. Hann þekkti því bæði Karl og sam- tíðarmenn hans þar í borg, svo og umhverfi það sem Íslendingar lifðu og hrærðust í. Texta sinn skrifar hann í Hafnar-Íslendingastíl, kryddar með dönskuslettum og orðtökum ýmsum sem menn tíðk- uðu þar í sinn hóp. Björn Th. Björnsson fullyrðir að leikaraskapur Karls hafi alltaf ver- ið meðvitaður, hertoginn hafí alla tíð vitað hvað hann var að gera og hver hann var, enda þótt hann tæki upp hin og önnur nöfn og nafnbætur, bæði til gamans og stundum líka til að villa á sér heim- ildir. í sumum greinum minnir Dunganon á Sölva Helgason. Báð- ir hafa orðið rithöfundum að yrkis- efni. Og báðir hafa orðið svo fræg- ir að eignast eftirlíkingar sínar á fjölunum. Hvort tveggja var hins vegar gerólíkt: ævikjör þau og aðstæður sem veröldin bjó þeim. Sölvi flakkaði milli bæja á íslandi Karl Einarsson í sárri örbirgð undir vökulu auga yfirvalda. Karl sprangaði milli stór- borga Evrópu þar sem hann gat horfið í fjöldann og tækifærin voru óþijótandi fyrir þann sem þorði og kunni. Og Karl kunni svo sannar- lega að koma ár sinni fyrir borð. Hann var borgarmaður. Og snill- ingur á sínu sviði ef nota má svo jákvætt orð um atferli hans. Karl lifði í hörðum heimi eins og við. En samtíðin tók mjúkt á bragðvísi hans. Það bendir til að hann hafi áttað sig á hvoru tveggja: smugunum í neti laganna; og svo heimsku og hégómaskap mannskepnunnar. Samantekt Björns Th. Björns- sonar lýsir inn í veröld sem var; er líka góð viðbót við það sem hann hefur áður skrifað um líf landans í kóngsins Kaupmanna- höfn. UM HELGINA Leikhópur Skagaleikflokksins með leikstjóra. Tónlist Kórtónleikar á T ónlistardögnm Dómkirkjunnar TVENNIR kórtónleikar verða á Tón- listardögum Dómkirkjunnar um helg- ina. í kvöld, föstudag kl. 20.30, syng- ur Dómkórinn í Kristskirkju undir stjórn enska skórstjórans Arthurs Robsons. Á efnisskrá eru kórverk eft- ir ensk tónskáld m.a Byrd, Stanford og Britten. Einsöngvari er Margrét Bóasdóttir og Marteinn H. Friðriks- son leikur á orgel. Annar gestur tónlistardaganna er Kirkjukór Dalvíkur og mun hann halda tónleika i Dómkirkjunni á laugardaginn kl. 17.00. Kórinn flytur þar verk eftir G. Faure. Margrét Bóasdóttir og Mich- ael John Clard syngja einsöng og Bjarni Jónatansson leikur undir á orgel. Stjórn- andi Kirkjukórs Dalvíkur er Hlín Torfa- dóttir. Barnatónleikar í Ráðhúsinu FYRSTU tónlcikar í tónlistarári æsk- unnar vcrða í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 7. nóvember kl. 15.00. En setningarhátíð tónlistarárs æsku- fólks var í Perlunni síðastliðinn sunnudag. í fréttatilkynningu segir að á tónleik- unum verði dans, leikur, söngur og týn- list. Félagar úr íslensku hljómsveitinni spila tónlist fyrir böm eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjömsson og Leif Þórarinsson. Börn sýna leikræna tilburði. Ballerínan Auður Bjarnadóttir mætir á svæðið og Tumi tónsproti (Há- kon Leifsson) telur í taktinn. Fluttur verður „Gleðiforleikur“ fyrir böm og fullorðna, þar sem áheyrendur taka þátt í flutningi með söng og lófa- taki. Sögð verður sagan af Dimmalimm og kannski kemur prinsessan fram. Tón- list Atla Heimis Sveinssonar er leikin með sögunni, en hún var samin við bamaleikritið Dimmalimm, þegar það var fært upp í Þjóðleikhúsinu. Sögð verður sagan af Rottufangaran- um frá Hameln sem varð þjóðhetja fyrir að stemma stigu við rottufaraldri í Ha- meln með flautuleik. Martiel Nardeu flyt- ur „Rottufangarann" ásamt félögum úr íslensku hljómsveitinni. Og eitthvað verða rottumar til óþæginda á svæðinu. Þóra Fríða Sæmundsdóttir mun leika bamalagaflokk eftir Leif Þórarinsson, þar sem skopparakringlan kemur við sögu. Tónleikarnir enda á samsöng. Allir eru hvattir til að koma með brauð í poka fyrir endurnar, því þessa dagana er kalt í veðri og þá má ekki gleyma að gefa þeim. Leiklist Leikdagskrá og ljóðmyndir í Gerðubergi Sýningin „Orðlist Guðbergs Bergs- sonar“ var opnuð 31. október. Hún er haldin í tilefni af sextugsafmæli skáldsins og ætlað að gcfa mynd af Guðbergi sem listamanni og persónu. í tengslum við sýninguna verður frumsýnd leikdagskráin Sannar sögur - af sálarlífi systra, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Leikdagskráin er í samantekt og und- ir leikstjórn Viðars Eggertssonar úr Tangabókunum svonefndu (Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí, Það rís úr djúpinu). Önnur sýning er fimmtudaginn 12. nóvember. Á sýningunni eru sýndar Ljóðmyndir sem eru konkretljóð Guðbergs frá SÚM- árunum, teikningar, myndasögur, blaða- greinar, kvikmyndir, munir og fleira. í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi er meðal annars bókasýning. í fréttatil- kynningu segir að sýningargestum gefist einnig kostur á að hlýða á hljóðverk Guðbergs sem hann nefnir Ljóðhljóð. Leikfélag Hafnar- fjarðar frumsýnir Hans og Grétu LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýn- ir laugardaginn 7. nóvember kl. 16, barnaleikritið Hans og Grétu. Þetta er þriðja uppfærsla LH á þessu bamaleikriti en fyrst var það sýnt árið 1954. Leikritið naut mikilla vinsælda er það var sýnt enda þekkja flestir ævintýr- ið um Hans og Grétu. Leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir en um tónlistina, sem byggir að mestu leyti á útsetningu Jans heitins Morveks, sér Margrét Sigurðardóttir. Sýningar eru sem áður í Bæjarbíói. Önnur sýning verður sunnudaginn 8. nóvember. Skagaleikflokkurinn frumsýnir Randaflugur Skagaleikflokkurinn á Akranesi frumsýnir fjölskylduleikritið Randa- flugur laugardaginn 7. nóvember kl. 14.30. Leikritið Randaflugur er eftir systurn- ar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Tón- list er eftir Ragnhildi Gísladóttur, en leik- stjóm í höndum Guðfínnu Rúnarsdóttur. Um 20 leikarar á öllum aldri koma fram, en um 50 manns vinna að sýningunni á einhvern hátt. í fréttatilkynningu segir að leikritið Qalli aðallega um samskipti tveggja fjöl- skyldna. Önnur er flóttafólk frá eyjunni Sebrakabra, en fólk þaðan lítur ekki al- veg eins út og við hér á íslandi. Sam- skiptin leiða oft af sér gleði og hlátur, en líka gremju og skilningsleysi. Nánari upplýsingar gefur formaður Skagaleikflokksins, Steingrímur Guð- jónsson í síma: 93-12393 og 93-20200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.