Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Landsvirkjun og hálendið
eftir Þorstein
Hilmarsson
Tilefni þessara skrifa eru greina-
skrif Kára Kristjánssonar, land-
varðar, í DV og Morgunblaðið á
undanförnum dögum, en í þeim
lætur hann í ljós ótta við að „fram-
kvæmdagleðU og „gróðafíkn"
stjórnar Landsvirkjunar leiði til þess
að óréttlætanleg nátturuspjöll eigi
sér stað á hálendinu. Enda þótt lík-
legt hljóti að teljast að almennir
lesendur sjái í gegnum málflutning
Kára, eins og hann er framsettur,
þá tel ég rétt að víkja að nokkrum
atriðum sem mættu vera almenn-
ingi umhugsunarefni þegar frekari
nýting orkulinda landsins er í
brennidepli. Svo virðist sem tiltölu-
lega fámennur hópur reyni nú'að
vekja sem mesta athygli á fyrirhug-
uðum línulögnum Landsvirkjunar
með því að gera markmið fyrirtæk-
isins og þær upplýsingar sem það
hefur lagt fram um þessar ráða-
gerðir sem tortryggilegastar. Ekki
er annars að vænta en að lausn
finnist á þessu máli með samráði
við alla þá er málið varðar og fái
menn óvilhallar upplýsingar um
málið, efast ég ekki um að þeir sjái
að hér er verið að reyna að gera
skynsamlega hluti á eins varfærinn
hátt og kostur er.
Landvsirkjun er fyrirtæki í eigu
ríkisins, Reykjavíkurborgar og Ak-
ureyrabæjar, það hefur sjálfstæðan
fjárhag og er ábyrgt fyrir eigin
framkvæmdum. Því er falið það
hlutverk með lögum að tryggja
nægilegt framboð raforku í landinu
á hveijum tíma og að stuðla að
aukinni nýtingu orkuauðlinda
landsins. Til þessa hefur Lands-
virkjun tekist að framfylgja stefnu-
mörkun stjórnvalda með þeim hætti
að fyrirtækið ræður við fjárhagsleg-
ar skuldbindingar sínar og er í stakk
búið ti! að stunda enn frekara upp-
byggingarstarf. í ljósi þess að
vantnsaflið og jarðarvarminn eru
stærstu ónýttu auðlindir íslands,
hlýtur það að vera hagsæld þjóðar-
innar lyftistöng að til staðar séu
burðir til að nýta þær.
Kári telur Landsvirkjun hafa
vegið að Ódáðahrauni með því að
leggja fram tillögur að línustæði á
svæðinu. Ólíkt því sem hann gefur
í skyn hefur Landsvirkjun ekkert
aðhafst í því máli án samráðs við
tilskilda aðila. Um árabil hefur t.d.
verið gott og náið samstarf milli
Landsvirkjunar og Náttúruvernd-
arráðs og ráðinu hafa verið kynntar
hugmyndar Landsvirkjunar að línu-
stæðum á svæðinu eftir'því sem
þær hafa komið fram til þess ein-
mitt að þiggja ábendingar um það
sem betur mætti fara. Þá hafa hin-
ar ýmsu línuleiðir verið ræddar við
sveitarstjómarmenn og landeigend-
ur á svæðinu. Má sérstaklega geta
þess að hin svonefnda byggðalínu-
leið sem Kári og fleiri landverðir
ásamt ýmsum aðilum á Austurlandi
aðhyllast er einmitt valkostur sem
Jökuldælir, Bárðdælir og íbúar
Skútustaðahrepps leggjast gegn
vegna þess að þeir vilja vernda gró-
ið land. Ef fara ætti að óskum
Kára og annarra um að byggðalínu-
leiðin yrði farin þyrfti sem sagt að
ganga í berhögg við þá sem búa
með þeirri leið og eiga þar land.
Leiðirnar sem gerðar hafa verið til-
lögur um, fyrst hin svonefnda A-
leið og síðan E-leiðin eru fram
komnar sem málamiðlun á milli
allra þeirra atriða og hagsmuna sem
taka þarf tillit til en ekki af neinni
sérstakri löngun til þess að spilla
Ódáðahrauni.
Andstæðingum línulagnarinnar
hefur orðið tíðrætt um kostnaðar-
útreikninga í sambandi við þessar
framkvæmdir — hveiju skal fórnað
fyrir svo og svo margra milljóna
króna sparnað? Helst má skilja það
sem svo að það sé ósvífni hjá fyrir-
tæki eins og Landsvirkjun að leitast
við að flytja orku eftir sem örugg-
ustum og hagkvæmustum leiðum.
Það skal fúslega játað að Lands-
virkjun fæst við verðmæti sem
kosta krónur og aura — það kostar
svo og svo mikið aðvirkja vatnsaflið
og það skilar svo og svo miklum
tekjum. Náttúruperlur eru hins veg-
ar verðmæti sem ekki verða metin
til fjár segja menn. En þegar valið
stendur milli nýtingar og varðveislu
er það svo að ákvörðunin sem tekin
er endurspeglar íjárhagslegt mat í
raun. Hún er til marks um hvort
menn telja náttúruperluna meira
eða minna virði en þá ljármuni sem
nýting hennar skapar. Tenging
orkulinda Austurlands, en þar er
um þriðjungur alls vatnsafls á land-
inu, við Norðurland og Suðurland
er lykilatriði í nýtingu þessarar
stærstu ónýttu auðlindar sem þjóðin
á. Menn ættu að huga vel að því
hvort ekki sé þess virði að jgreiða
slíkri uppbyggingu götu um Odáða-
hraun.
Hugmyndir um að veija óbyggð-
irnar ágangi eru góðra gjalda verð-
ar en spyija má hvernig það verði
best gert. Þar held ég að við Kári
séum sammála. Skipulagsyfirvöld
þurfa að hafa samráð við alla er
málið varðar og móta sínar reglur
sem segja til um hvað má gera
hvar og hvernig að því skuli staðið.
Það þarf að gera ráðstafanir til
þess að ekki verði ringulreið á há-
lendinu. En ólíkt því sem Kári virð-
ist halda tel ég að Landsvirkjun
hafi staðið sig flestum betur í því
að leggja fram eitthvað uppbyggi-
legt til skipulagsmála hálendisins.
Fyrirtækið hefur kynnt hvar það
telur þörf á að leggja háspennulínur
yfir hálendið í framtíðinni og hvar
ekki út frá vitneskju um vænleg-
ustu virkjunarkosti og líklegustu
stóriðjusvæði. Ef náttúruperlan
Tillag'a um fjáröflun til reksturs með-
ferðarstofnana fyrir ofdrykkjumenn
eftir Kristin
Björnsson
Nú hafa ljárveitingar ríkisins til
reksturs meðferðarstofnana og
lækninga ofdrykkjumanna verið
skertar. Þetta er gagnrýnt vegna
þess að þetta starf þarf frekar að
auka en úr að draga.
Ráð er þó til að bæta úr þessu,
og ef því væri breytt, mætti e.t.v.
fella fjárveitingar til þessa mála-
flokks út af ljárlögum, þannig spara
töluvert í ríkisútgjöldum, en jafnvel
auka þessar lækningar þrátt fyrir
þar.
Ráðið er þetta: Allir þeir sem
áfengi kaupa greiði sérstakt
áhættugjald í meðferðarsjóð sem
síðan rennur til að kosta lækningu
þeirra sem háðir verða áfengi og
þarfnast meðferðar. Þetta væri þá
eins konar húftrygging sem tryggði
það að þeir nytu nauðsynlegrar
hjálpar þegar áfengið hefur tekið
þá tökum og skert heilsuna, andlega
eða líkamlega.
Auðvelt er að reikna út hve hátt
þetta gjald þarf að vera á hvern
lítra áfengis. Þarf aðeins að vita
tvær tölur; hver árleg neysla er hér
á landi og hve miklu sé nauðsynlegt
„Ráðið er þetta: Allir
þeir sem áfengi kaupa
g-reiði sérstakt áhættu-
gjald í meðferðarsjóð
sem síðan rennur til að
kosta lækningu þeirra
sem háðir verða áfengi
og þarfnast meðferð-
ar.“
að veija til ineðferðar drykkju-
manna árlega? Með einfaldri deil-
ingu má þá finna hve há áhættu-
þóknunin eða veikindatryggingin
þarf að verða. Þessar tölur eru án
efa til í tölfræðilegum yfirlitum síð-
ari ára.
Þessi meðferðarsjóður mundi
skapa þeim sem áfengis neyta mik-
ið öryggi, þó að það kosti þá nokk-
uð í byijun, það er því þeirra ávinn-
ingur.
’ Þetta er líka mjög réttlátt lausn
með tilliti til þeirra sem ekki nota
áfengi eða aðeins í hófi. Þeir
greiddu þá ekkert eða lítið til þess-
ara lækninga. En þeir sem mikils
neyta greiddu mest, enda eru þeir
í mestri hættu að verða ofdrykkju
að bráð, því að neysla þarf að vera
töluverð um alllangt skeið til að
maðurinn verði háður áfengi.
Þetta gjald ætti alls ekki að vera
reiknað með í vísitölu og því ekki
valda almennum hækkunum á verð-
lagi og launum. Þetta er fé sem
neytandi leggur fram sem trygg-
ingu ef illa fer, og getur þvl ekki
flokkast sem neysluskattur eða
verðhækkun.
Sjálfsagt er að slík trygging sé
greidd af áfengi sem selt er í frí-
höfnum, veitt í veislum ríkisins eða
dreift á annan hátt.
Gjald af því tagi sem hér er lagt
til, er I raun í allra þágu mest þó
þeirra sem neyta áfengis í stórum
stíl, því að þá mundu þeir sjálfir
byggja upp meðferðarmöguleika
meðan þeir hafa heilsu til þess. Ef
kostnaður dregur úr neyslu er það
líka þeirra hagur, því þeir héldu þá
lengur heilsu og „betra er heilt en
vel gróið“. Meðferðaraðilar gætu
treyst á að mikilvæg störf þeirra
yrðu ekki lögð niður þegar minnst
varir. Bindindismenn fá þarna
stuðning við hugsjón sína að draga
úr áfengisneyslu þjóðarinnar.
Eg vona að alþingismenn, sem
Kristinn Björnsson
stuðla vilja að fullnægjandi meðferð
á þessu sviði, vinna að réttlátri
lausn á ijáröflun og spara ríkisút-
gjöld, vilji nú hafa hraðar hendur,
semja frumvarp um áhættugjald af
umræddu tagi og fá það samþykkt
fyrir næstu áramót.
Höfundur er sálfræðingur.
Þorsteinn Hilmarsson
„Leiðirnar sem gerðar
hafa verið tillögur um,
fyrst hin svonefnda A-
leið og siðan E-leiðin
eru fram komnar sem
málamiðlun á milli allra
þeirra atriða og hags-
muna sem taka þarf til-
lit til en ekki af neinni
sérstakri löngun til þess
að spilla Ódáðahrauni.“
Ódáðahraun, stærsta ósnortna
svæði Evrópu eins og landverðir
hafa haldið fram, á að færa náttúru-
unnendum komandi kynslóða þá
ánægju sem vonast er eftir virðist
mér raunar að einhver vegagerð og
aðstöðusköpun fyrir ferðamenn sé
algjör forsenda. Slík uppbygging
gæti einmitt með góðu móti tengst
lagningu háspennulínu milli Fjóts-
dals, Bárðardals og efstu virkjana
á Suðurlandi í samræmi við upp-
dráttinn sem hér fylgir og sýnir
hverjar þarfir Landsvirkjunar fyrir
línustæði á hálendinu eru um alla
fyrirsjáanlega framtíð.
Það er afar brýnt fyrir alla þá
sem annt er um hálendi íslands að
hyggja að heildarmyndinni. Nátt-
úruverndarsinnar eins og aðrir
þurfa að hafa raunhæfar skoðanir
á hvemig hinum ýmsum málum sem
snerta hálendið verður best háttað.
Má þar nefna ferðaþjónustu, sam-
göngur, orkumál og sitthvað fleira.
Þá ætti að vera hægt að finna
málamiðlun sem flestir gætu sætt
sig við.
Öfgasinnuð náttúruverndar-
stefna hlýtur að eiga erfitt upp-
dráttar í huga almennings því það
verður ekki bæði sleppt og haldið
og við getum ekki fórnað hveiju
sem er í hagsæld þjóðarinnar til að
vemda hálendið. Dæmi um öfga
sem ég efa að eigi hljómgrunn hjá
almenningi er þegar Kári í grein
sinni í DV segir að melöldur upp
við Sigöldu séu svo fallegar að það
sé hneisa að Landsvirkjun hafi þar
sáð „dönskum túnvingli" í umhverfi
virkjunarinnar. Ekki hefur mér virst
neinn skortur á melöldum á þeim
slóðum þrátt fyrir uppgræðsluna
og flestir hljóta að sjá að þar ber
verndarstefnunni að víkja fyrir
þörfínni á að hefta sandfok til þess
að vernda viðkæman búnað og
bæta aðstæður þeirra sem þarna
vinna vanþakklát en afar mikilvæg
störf.
Það er vissulega eftirsjá að öllu
landi sem raskast við virkjun fall-
vatnanna íslensku en öllum er hollt
að minnast þess að auðlindir íslend-
inga eru ekki svo fjölbreyttar að
við getum látið þær liggja ónýttar.
Fiskistofnarnir eru nánast fullnýttir
og aukin verðmætasköpun á því
sviði dugar fjölmennari þjóð fram-
tíðarinnar tæpast til að viðhalda
þeim lífsgæðum sem við njótum í
dag. Landsvirkjun framfylgir
stefnu stjórnvalda um uppbyggingu
á því sviði og mun hér eftir sem
hingað til leita leiða til þess að
gera það I sem bestri sátt við náttúr-
una og mannfólkið.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Lnndsvirkjunur.