Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 17 Aðstoð í heimahúsum þarf að vera ákjósanlegur valkostur fyrir eldra fólk ekki síður en stofnanaþjónusta eftir Ólaf Ölafsson Margir tala um að kostnaður við heilbrigðisþjónustu sé orðinn of hár. Menn benda því á ýmsar leiðir til úrbóta, meðal annars aukna hag- ræðingu og jafnvel aukningu á eig- in greiðslum fólks fyrir meðferð og aðgerðir. Oft gleymist að stærsti hluti kostnaðár er vegna þeirra eldri sem sjúkir eru og þess vegna ekki auðveít að draga úr kostnaði. En hvað er til ráða? Er hægt að hagræða frekar án þess að auka útgjöld? Margt bendir til að svo sé, ef kostnaðurinn er færður á réttan reikning. Til dæmis má nefna hagræðingu í lyfjamálum sem nú er unnið að og hefur sparað verulega fjárhæð að öllu jöfnu, rekstur fimmdaga- deilda, sem hefur stórlega aukið afköst sjúkrahúsanna og stytt bið- lista, flutningur minniháttar að- gerða út fyrir sjúkrahúsin, meiri samvinna stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík og fleira. Svo virðist sem hátt á annan milljarða sparnaður hafi horfið í atvinnuleysisbætur. Heildarútgjöld hafa því lítið lækk- að!! Öldrunarþjónusta Ekki hefur verið staðið nægilega vel að hagræðingu í öldrunarþjón- ustu, en 20-25% af heildarkostnaði sjúkrahúsanna fara til þeirrar þjón- ustu og sífellt eykst stofnanarýmið. Stofnanarými er meira fyrir aldraða hér á landi en í nágrannalöndum og við leystum frekar vandamál gamals fólks með stofnanavistun en nágrannaþjóðirnar (sjá töflur I—III). Elliheimili hafa verið byggð af mikilli rausn en síður hjúkrunar- heimili sem eru dýrari í rekstri Nágrannaþjóðir sinna þó ekki síður eldra fólki en við, en gefa fólki frekar möguleika á að dveljast heima, samanber töflu II. Tafla II. Fjöldi einstaklinga er fá heimilishjálp á Norðurlönd- um 1990. Á 1.000 Land Fjöldi íb. 65 ára og einstakl. eldri Island 3.400 125,7 Danm. 142.000 246,0 Finnl. 144.000 214,0 Nor. 265.800 175,4 Nor. Nor. Nor. 265.80- 175,4 Nor. 0 Nor. 265.800 175,4 Nor. 265.800 175,4 Social trygghet in de nordiske lande 1992. Á íslandi fá færri heimilishjálp meðal 65 ára og eldri en í nágranna- löndum. Niðurstöður margra kann- ana á undanförnum árum benda eindregið til þess að allflest eldra fólk vill dveljast sem mest heima og að slík þjónusta er allt að 3-4 sinnum ódýrari en stofnanaþjón- usta. Vissulega eru til undantekn- ingar, s.s. einstæðingar sem kjósa stofnanavistun. Um fjölda þeirra er fá heima- hjúkrun má lesa um í töflu III. Tafla III. Fjöldi einstklinga er fengu heimahjúkrun 1989. Á 1.000 Land Fjöldi ib. 65 ára og einstakl. eldri ísl. 2.000 75,0 Danm. 222.000 270,7 Finnl. 70.000 106,0 Nor. 114.000 165,0 Health Stat. Nordic Countries 1966-1991. Aðstoð í heimahúsum hefur verið efld nokkuð á síðustu árum, en enn er langt í land að við höfum fylgt eðlilegri þróun þessara mála í ná- grannaríkjum. íslendingar eru hálf- drættingar borið saman við ná- grannaþjóðir. Að öllu jöfnu fá til muna færri heimilisaðstoð á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Orsökin er meðal annars að heimaþjónusta er ekki boðin sem eðlilegur valkostur, held- ur er fyrst lagt út í miklar bygging- ar og síðan leitast við að sinna heimaþjónustu. Það er lítil forsjá að leggja í miklar byggingar öldrunarstofn- ana, sem síðan hýsa helst sæmilega rólfast fólk, svo að hjúkrunarsjúk- lingar fá ekki pláss, án þess að kanna umfang heimaþjónustu og heimahjúkrunar á svæðinu. Því miður hefur slíkt gerst oft og má nefna fleiri dæmi um slíkt. Mörg dæmi eru um að viðamiklar stofn- anabyggingar séu reistar á heilsu- gæslusvæðum án þess að heima- þjónusta sé rekin þar að ráði. Fram- vegis er nauðsynlegt að þeirri reglu verði fylgt að nákvæm athugun verði gerð á heimahjálp og heima- þjónustu áður en lagt er út í bygg- ingaframkvæmdir. Öðrum kosti fara menn ekki nægilega vel með fé hins opinbera. Trúlega þarf að breyta greiðslufyrirkomulagi þjón- ustunnar. í Reykjavík hefur dregið úr þrýstingi á öldrunardeildir á þessu ári eftir að ráðherra veitti meira fé í heimaþjónustu. Þjónustuíbúðir - eldra fóki steypt í skuldir! Okkur er tjáð að á ævinni þurfum við að búa í a.m.k. þremur tegund- um af íbúðum, þ.e. í foreldrahúsum, á eigin heimili og í þjónustuíbúðum. Rökin fyrri byggingu þjónustu- íbúða eru meðal annars þessi: Sagt er að vegna félagslegra og heilsufarslegra þarfa aldraðra þurfí að reisa íbúðir þeirra nálægt heilsu- gæslu- og þjónustustöð. En þarfn- ast ekki barnafjölskyldur búsetu í námunda við framangreindar stofn- anir? Sagt er að þjónustuíbúðir þurfi að vera vandaðari en aðrar íbúðir vegna þess að eldra fólk hefur ekki efni á eða getu til að sinna við- haldi. En hafa barnafj'ölskyldur næg efni til viðhalds húsa? Sagt er að þörf sé allskyns tækni- breytinga við byggingu þjónustu- íbúða, t.d. sérstakar staðsetningar handlaugar miðað við salernisskál, Ólafur Ólafsson „Framvegis er nauð- synlegt að þeirri reglu verði fylgt, að nákvæm athugun verði gerð á heimahjálp og heima- þjónustu áður en lagt er út í byggingafram- kvæmdir. Oðrum kosti fara menn ekki nægi- lega vel með fé hins opinbera.“ rafmagnsinnstungu, hurðarbreidd o.fl. Allan þennan búnað má hanna á þann veg að það þjóni bæði bama- fjölskyldum og eldra fólki. Sagt er að þjónustuíbúðir skuli reistar í tengslum við miðbæjar- og útisvæðf en ekki í íbúðarhverfum. Rökin em þau að íbúðarhverfi séu „svefnstaðir" og þar séu engir heima á daginn. Eldra fólkið verði því einmana. En hver er heima í miðbænum á kvöldin, á frídögum og á nóttunni? Verður ekki eldra fólk einmana þá? Sagt er að þjónustuíbúðir skulu byggðar án þröskulda. En þröskuld- ar gegna engu hlutverki hvort sem er. Tafla I. Hlutfallslegur fjöldi 65 ára og eldri á elli- og hjúkrunardeild- um og þjónustuíbúðum á Norðurlödnum 1984-1991. ísl. Danm. Finnl. Nor. Svíþj. Heimahús 87,2 91,3 92,5 89,2 91,4 Stofnanir 9,7 5,0 6,2 6,8 3,0 Þjónustuíbúðir 3,1 1,6 1,3 0,3 5,6 íbúðir án þjónustu 2,1 3,7 Verða áætlaðar sérþarfir sem sjá dagsins ljós á teikniborðum arki- teka til þess að æ fleiri hópar ein- angrast? Hvað líður sérþörfum fyrir ein- stæða foreldra, fráskilda, unglinga á gelgjuskeiði o.fl.! Verra er að tveggja herbergja „sérhönnuð“ íbúð fyrir aldraða kostar jafnmikið og 3-4 herbergja venjuleg íbúð. Vegna félagslegs þrýsings og jafnvel gylli- boða ráðast ipargir í að flytja bú- ferlum í nýja íbúð. Ýmsir binda sig því skuldaböggum. Meðal margra nágrannaþjóða er þetta næsta óþekkt fyrirbrigði (sjá viðtal við Sigurð E. Guðmundsson í Arkitekt- úr og skipulag 2/1992). íbúð þarf að vera hönnuð á þann veg að hún geti þjónað íbúanum frá vöggu til grafar. Enginn má skilja orð mín á þann veg að ég vilji draga úr þjón- ustu við eldra fólk, en meðalhófið er best. Ég treysti arkitektum vor- um vel til þessa verks. Lokaorð Langt er um liðið síðan bent var á að við leystum frekar vandamál eldra fólks með stofnanavistun en nágrannaþjóðir og hverfa ætti af þeirri braut (Ólafur Ólafsson og Þór Halldórsson 1973). Ríflega erbyggt af elliheimilisplássum sem af mörg- um nágrannaþjóðum er talinn úrelt- ur kostur en síður hjúkrunarpláss, trúlega vegna þess að þau eru dýr í rekstri. Margir telja elliheimili leggjast af að mestu leyti í framtíð- inni. Heimaþjónusta er ekki boðin sem eðlilegur valkostur enda erum við hálfdrættingar í þessu efni borið saman við nágrannaþjóðir. Sveitar- stjómarmenn og aðrir stjórnmála- menn geta reist sér minnisvarða með stóreflingu aðstoðar í heima- húsum. Minnisvarðinn þarf ekki að vera úr járnbentri steinsteypu. Betur má fara með fé hins opin- bera í þessu tilliti en gert er. T.d. með því að gera kröfur til þess að heimaaðstoð sé komið í gott horf áður en umfangsmiklar bygginga- framkvæmdir eru hafnar við öldr- unarstofnanir. Höfundur er landlæknir. ***^»*»W MB VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Þeim sem hafa áhuga á að auglýsa í þessum dálkum er bent á auglýsingadeildina í síma 691111, símbréf 691110. Nýr auglýsingadálkur, Skólar/námskeið, verður framvegis í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er hægt að sjá á einum stað hin ýmsu námskeið sem boðið er upp á þessa dagana. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.