Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 19

Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 19 Á meðan beðið er eftír stóriðju „Ef innflutningur iðn- vamings dregst lítil- lega saman og innlend framleiðsla eykst að sama skapi þá myndast atvinnutækifæri á við mörg álversígildi.“ húsgagna. Fljótt á litið gæti maður freistast til að halda að innflutning- ur á stólum og borðum skipti ekki umtalsverðu máli fyrir þjóðarbúið. Við nánari skoðun kemur í ljós að þessi yfírlætislausi vöruflokkur skiptir verulega miklu máli. Lætur nærri að um fjórðungur verðs hús- gagna sé vinnulaun og í hvert sinn sem við kaupum erlend húsgögn rennur fjórðungur andvirðisins til vinnulauna erlendis. Húsgögn eru sérstaklega nefnd hér, því innlend húsgagnagerð stendur þeirri erlendu ekkert að baki. Til að varpa ljósi á hve innflutningur þessarar tilteknu vörutegundar er umfangsmikill má benda á að ef dregið er úr innflutn- ingi um fjórðung og innlend fram- leiðsla eykst að sama skapi má gera ráð fyrir að myndist 600-800 at- vinnutækifæri hérlendis við fram- leiðslu og tengda þjónustu og það munar um minna. Til samanburðar má nefna að starfsmenn ÍSAL eru liðlega 600. Ef innflutningur iðn- varnings dregst lítillega saman og innlend framleiðsla eykst að sama skapi þá myndast atvinnutækifæri á við mörg álversígildi. Akkurinn af því að draga úr innflutningi og auka innlenda framleiðslu er ekki síst fyr- ir hið opinbera því innlend vinnulaun eru skattlögð og rennur því dijúgur hluti þeirra til baka til ríkis og bæja. Það er ekki filgangurinn að ala á almennri tortryggni gagnvart inn- flutningi eða mæla innflutningshöft- um bót. Enda snýst umræða mín ekki um boð eða bönn, heldur við- horf og sjálfsbjargarviðleitni. Þó vindar tollfrelsis og haftalausrar milliríkjaverslunar séu allsráðandi í nágrannalöndum okkar gildir samt almenna reglan að hver sé sjálfum sér næstur. Þess vegna kaupa Danir danskt og Þjóðveijar þýskt. Ef við íslendingar kunnum ekki að meta eigin afurðir er ólíklegt að aðrar þjóðir gerir það. Það er trú mín og von að íslend- ingar með hið opinbera í farabroddi sjái sér hag í að kaupa íslenskt og geri með því biðina eftir væntan- legri stóriðju bærilegri. Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar hjá Landssambandi iðnaðarmanna. Þriðja fórnin: Ókostir fjórfrelsisins Ákvæðin um íjórfrelsið er aðal- lega að fínna í 1. gr. EES-samn- ingsins, 8.-16. grein um frjálsa vöruflutninga, 28.-30. gr. um bú- setu- og starfsfrelsi launþega, þ.e. einn vinnumarkað, 36.-39. gr. um fijálsa þjónustustarfsemi, og 40.-45. gr. um fijálsa fjármagns- flutninga, auk 31.-35. grein um staðfesturéttinn. Samkvæmt þessum greinum eig- um við að taka á okkur mikinn fóm- arkostnað fyrir EES. Útlendingar eiga að hafa sama rétt og íslending- ar til þess að starfa í landinu og sama rétt til að reka ýmiss konar fyrirtæki og við, þ. á m. ýmiss kon- ar þjónustu- og fjármálafyrirtæki eins og banka, fjárfestingafélög, fískmarkaði, flugrekstur og sam- göngur á sjó og landi, ferðaþjón- ustu, hlutbréfa- og verðbréfasölu, verktaka- og vátryggingarstarf- semi svo nokkur dæmi séu nefnd. Halda menn í alvöru að slíkt verði til þess að bæta rekstraraðstöðu íslenskra fýrirtækja í þessum grein- um og auka almannahag? Við eigum líka að veita útlend- ingum sama rétt og íslendingum til fijálsra fjármagnsflutninga og fjárfestinga í hveiju því, sem þeim þykir gróðavænlegt hér á landi, þ. á m. í fyrirtækjum, fasteignum, landi, orkuverum, samgöngutækj- um og hveiju því sem þeir telja að geti skilað sér sæmilegum arði. Jarðir með laxveiðiám geta þannig horfið í eigu útlendinga, einnigjarð- ir, sem hafa að geyma góð vatns- ból til vatnsnám og útflutnings á hreinu vatni í samkeppni við Sól hf. og önnur íslensk fyrirtæki. Einn af stóru ókostum dönsku einokunarverslunarinnar á íslandi var ekki bara sá, að afurðir lands- manna voru keyptar á lágu verði og innfluttar vörur seldar á háu verði heldur einnig sá, að arðurinn af viðskiptunum var fluttur úr landi sem gróði einokunarkaupmanna en varð ekki eftir í landinu til frekari uppbyggingar. Þetta á nú að endur- vekja í svolítið breyttri mynd. Jafn- framt er fórnað því grundvallarat- riði sem t.d. sjálfstæðisstefnan byggist á að gæði landsins verði nýtt af íslendingum sjálfumd þágu íslendinga og þjóðarinnar. Útlend- ingar 18 Evrópuríkja, samtals um 360 milljónir manna, eiga að hafa sama rétt og íslendingar til áð hag- nýta sér auðiindir okkar. Og verði ágreiningur út af slíkri starfsemi útlendinga hér á landi sker erlendur dómstóll úr, ekki íslenskir dómstól- ar. Með fjórfrelsinu lögtökum við fijálsan búsetu- og atvinnurétt, einn vinnumarkað 360 milljón manna, hér á landi, en á EB-svæð- inu er atvinnuleysið að meðaltali um 10% og um 17% þar sem það er mest. I Evrópu ganga því um 16 milljón manna atvinnulausir um þessar mundir. Samkvæmt fjór- frelsinu geta erlend fyrirtæki hér á landi, eins og t.d. álver ísals, flutt inn gríska, írska, portúgalska eða spænska láglaunamenn til starfa í álverinu í stað íslendinga. Og komi til byggingu nýrra álvera hafa er- lendir verktakar og erlent verkafólk sama rétt og íslendingar til að vinna þær framkvæmdir svo undir hælinn er lagt hvort það skapi okkur nokk- ur ný atvinnutækifæri. Þar að auki gætu sjómannasamtökin ekkert sagt þótt útgerðarfélögin réðu skipshafnimar frá sömu löndum í stað íslenskra sjómanna. Það er ótrúlegt, að forusta ASÍ og Sjó- mannasambandsins hafi ekki enn vaknað til vitundar um þessa hættu sem stefnir að þeirra fólki vegna EES-samninganna. Halda menn í alvöru að samning- ur, sem felur í sér alla þessa ókosti, og reyndar langtum fleiri, sé ís- lenskri þjóð til hagsbóta og heilla? Höfundur er fyrrverandi sendiherra. eftirÁrna Jóhannsson Síðastliðin misseri hefur umræða um ný sóknarfæri í atvinnumálum einkum beinst að stóriðju. Enginn efast um að stóriðjuframkvæmdir myndu verða íslensku efnahagslífí kærkomin vítamínsprauta. En sá galli er á gjöf Njarðar að slíkar fram- kvæmdir eru viðamiklar og með- göngutími því langur. Meðgöngu- tíminn er jafnvel það langur, þrátt fyrir væntingar stjórnmálamanna, að hagkerfi okkar getur skaðast varanlega. Mikil umræða hefur verið um vofu atvinnuleysis og verið bent á mörg félagsleg vandamál henni tengd. Ljóst er að með viðvarandi atvinnu- leysi og fækkandi atvinnutækifær- um glatast þekking, þjálfun og verksvit. En þróttmikil vinnumenn- ing og vel þjálfað starfsfólk er mesta auðlind hverrar þjóðar. Það er brýnt að veijast og standa vörð um hvert atvinnutækifæri. Beinast liggur við að heija sókn gegn innflutningi á „vinnu", að minnsta kosti vinnu sem við erum fullfær um að inna af hendi innanlands. Vinna er flutt til lands- ins með ýmsu móti. Fréttaumfjöllun liðinna vikna hefur vakið athygli á innflutningi vinnu tengdri skipa- smíðum og skipaviðgerðum. Það eru ófá ársverk pólskra og norskra iðn- aðarmanna flutt inn með þeim hætti. Innflutningur vinnu er ekki alltaf jafn auðsær og í skipaiðnaðinum. Dæmi um stórkostlegan innflutn- ing á erlendri vinnu er innflutningur M Á PÚLSINUM föstudags- og laugardagskvöld 6. og 7. nóvember, verður aftur .efnt til Ölhátíðar í samvinnu við hljómsveitina Papa. Goða-góðgætið verður á boðstól- um á sérstöku tilboðsverði, Peppar- inn og Bráðabaninn. Hljómsveit- ina Papa skipa þeir Hermann Ingi Hermannsson, Páll Eyjólfsson, Óskar Sigurðsson, Vignir Ólafs- son og Georg Ólafsson. ■ HLJÓMS VEITIN Nýdönsk mun í kvöld, föstudaginn 6. nóvem- ber skemmta í Hinu húsinu. Ætl- unin er að skemmta fólki fæddu 1977 og fyrr. Hljómsveitin Vinir vors og blóma mun ríða á vaðið og hita upp fyrir Nýdanska. í diskó- búrinu munu Áki og Tommi sjá um tónlistina. (Úr fréttatílkynningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.