Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 20

Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 Hreppsnefnd Skútu- staða samþykkir E-leið 890 athugasemdir teknar til greina HREPPSNENFD Skútustaðahrepps hefur samþykkt með fjórum at- kvæðum gegn einu, að Landsvirkjun verði heimilað að leggja Fþ’óts- dalslínu eftir E-leið um Mývatssveit í stað byggðalínu. Hreppsnefndin telur síst til bóta að breyta legu línunnar í samræmi við athugasemd Náttúrurverndarráðs. 890 athugasemdir, sem bárust á auglýstu tíma- bili voru teknar gildar en 307 athugasemdir, sem dagsettar voru áður en skipulagstillagan var auglýst til kynningar voru ekki taldar gildar, þar af eru 135 frá erlendum ríkisborgurum. Niðurstaða hreppsnefndar verður send skipulagsstjóm ríkisins til umfjöllunar. Hreppsnefnd Jökul- dalshrepps hefur ekki verið kölluð saman en þangað hafa borist 503 athugasemdir frá einstaklingum og 18 frá félagasamtökum. Stjórnarfrumvarp viðskiptaráðherra Reglur um banka og sparisjóði aðlagaðar EES VIÐSKIPTARÁÐHERRA lagði fram til kynningar á ríkisstjórnar- fundi í vikunni stjórnarfrumvarp um banka og sparisjóði og er meginhlutverk þess að laga allar reglur um þessa starfsemi að ákvæðum EES-samningsins. Viðskiptaráðherra segir að aðlögunar- frestur vegna gagnkvæmra starfsleyfa innan EES verði líklega ekki nýttur. í gildi hefur verið tvenns konar löggjöf fyrir starf- semi banka annars vegar og sparisjóði hins vegar, en með frum- varpinu er gert ráð fyrir að ein lög gildi um þessa starfsemi. Samtals bárust 1.197 athuga- semdir til hreppsnefndra Skútu- staðahrepps. í þeim athugasemdum, þar sem línustæðum er mótmælt í heild, er bent á að mannvirkið hafi í för með sér óásættanlegt jarðrask og aukna umferð, sem eyðiieggja mun eiginleika svæðisins, sem ós- nortins víðemis. Breytingamar verði óafturkallanlegar og óbætanlegar. Þær rýri verðmæti sem fólgin em í þessu landi til útivistar og ferðaþjón- ustu. Mannvirkið tilheyri byggð en ekki ósnortnu víðemi öræfanna og því beri að leggja byggðalínu. Þá er bent á að í landsvæðinu felist vísinda og fræðslugildi um landmótun sem glatist með línulögn. Sveitarstjórn Jökuldalshrepps E-leið verði sunnan Ferjufjalls Sveitarstjóm Jökuldalshrepps hefur fjallað um þær 524 athuga- semdir, sem bárust henni vegna iínustæðis Fljótsdalslínu eftir E- leið. Segir í niðurstöðu hrepps- nefndar, að hún geti eins fallist á E-leið, en krefst þess að þá verði farið sunnan Feijufjalls. Af þeim 524 athugasemdum sem bárust hreppsnefndinni, voru 506 frá einstaklingum með svipuðum rökst- uðningi. Þtjár athugasemdir bárust frá sveitastjómum og 15 frá félaga- samtökum. Flest öll mótmælin hnigu að því að fylgja byggðalínu, segir í umsögn nefndarinnar. Þá segir að, „Hreppsnefnd Jökul- dalshrepps lýsir því yfir, sem áður, að hún setur sig ekki á móti svo- nefndir A-leið. Hún getur eins fallist á E-!eið, en krefst þess þá að farið verði sunnan Ferjufjalls. Hreppsnefnd Jökuldalshrepps vill taka fram að hún sér ekki tilgang með umræðum um hinar ýmsu línu- leiðir, þar sem ekkert liggur fyrir um not línanna í náinni framtíð, eða hvaða rafmagn á að flytja. Þar sem nú er farið að ræða, að því er virðist í nokkurri alvöru, um flutning milli landa um streng hlýtur að vera auðvelt að flytja það hér innanlands milli fjórðunga með jarð- streng á viðkvæmum svæðum komi til þess að flutninganna verði þörf, og velja þá styttstu og öruggustu leiðir." Fomminjar um ferðir forfeðranna glatist, íslenska snæuglustofninum veðri stefnt í útrýmingarhættu og afleiðing línuvegar verði aukin um- ferð og utanvegaakstur sem spilli jarðmyndunum. Að sögn Sigurðar Rúnars Ragnarssonar oddvita, er nokkuð um að sömu einstaklingar hafi sent inn fleiri en eina athuga- semd. Erfítt sé að lesa saman list- ana, þar sem heyri til undantekning- ar ef kennitala fylgir nafni. Því sé ekki unnt að greina aldur þeirra, sem skrifað hafa undir en af skriftinni mætti ráða að nokkuð er um að böm og unglingar hafí sent inn athuga- semdir. Að höfðu samráði við skipu- lagsstjóra ríkisins, var ákveðið að athugasemdir, sem bárust utan aug- lýsts tímabils yrðu ekki teknar gild- ar. Aðrar athugasemdir sem bámst á auglýstu tímabili frá þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, böm, unglingar og erlendir ferða- menn em teknar gildar. Línustæði fá og engin góð í niðurstöðu sveitarstjómar Skútustaðahrepps kemur fram að, hún telur ekki hjá því komist að dreifa rafmagni. um landið, eigi að nýta orkulindimar. Kostir á línu- stæði frá Fljótsdal vestur til Skjálf- andafljóts séu fáir og engir góðir. Hefur sveitarstjómin þegar hafnað auglýstri tillögu að A-leið sem liggur skammt norðan Dyngjufjalla. „Sveit- arstjómin hafnar algjörléga að leggja nýja eða nýjar línur í farvegi Byggð- alínu frá Jökulsá á Fjöllum vestur á Mývatnsheiði. Línufarvegur þá leið með tveim til þrem samhliða raflín- um, ólíkum að stærð og gerð mundi spiila vemlega fjallasýn frá þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum, auk þess að liggja lengst af um viðkvæmt gróið land. Athygli skal vakin á að með því að marka línufarveg meðfram Byggðalínu á þessum kafla er verið að færa slíka mannvirkjagerð inná og yfir eitt mest notaða útivistar- svæði landsins, sem er norðanverð Mývatnssveit og Laxárdalur. Lagn- ing rafstrengs í jörðu dregur aðeins úr hluta umhverfísáhrifa fram- kvæmdanna, þ.e. mannvirkið verður minna áberandi tilsýndað en því fylg- ir á móti mun meira jarðrask.“ A-Ieið hafnað en bent á E-leið Fram kemur að þegar sveitar- stjóm hafnaði A-leið benti hún á E-leið sem vænlegri kost. Auglýst skipulagstillaga að E-leið kljúfi mjög stórt svæði frá Vatnajökli norður undir byggð, sem er lítt snortið af mannvirkjum. „Höfnun á línuleið E ein og sér, tryggir ekki að manns- höndin láti svæðið ósnert, en það er meginstefna athugasemda sem bor- ist hafa. í sandorpnu Ódáðahrauni leynist ógnun við gróður og nytjalönd byggðarinnar. Sandburður frá Út- bruna á stóran þátt í jarðvegseyðingu í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum. Ein a£ forsendum þess að sporna við alvarlegasta umhverfisvanda Skútu- staðahrepps, sem er jarðvegseyðing, er að hefja stórfellda uppgræðslu á svæðinu norðan línuleiðar E. Það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér verulegar breytingar á landinu. Línuleið E markar í stórum dráttum suðuijaðar þess svæðis sem þarf að vinna á. Jafnframt getur hún verið markalína ósnortins víðernis sem nær allt til Vatnajökuls og verður þrátt fyrir allt eitt hið stærsta í Evr- ópu.“ Athugasemd Náttúru- vemdarráðs ekki til bóta Sveitastjómin telur athugasemdir Náttúruvemdarráðs hvað varða hreppinn sist til bóta, þar sem lagt er til að línan liggi norðan Suðurár í Svartárkoti í stað þess að krækja fyrir upptök árinnar og liggja um Suðurárhraun. Fari línan norðan við Suðurá mun mannvirkisins gæta meir í Suðurárbotnum auk þess að fara yfír viðkvæmt gróið land. Sveitastjórnin hafnar því athuga- semdinni. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði að frumvarpið gerði ekki ráð fyrir miklum efnisbreyt- ingum á þeim lögum sem nú gilda. Það hefði verið tillaga nefndar á vegum viðskipta- og fjármálaráðu- neytis, Seðlabankans og samtaka á þessu sviði, sem samdi frumvarp- ið, að móta heildarlöggjöf um starfsemi banka og sparisjóða. Fjallað væri um starfsemi inn- lendra banka erlendis og erlendra lánastofnana hérlendis. Einnig væru í frumvarpinu ákvæði sem væru efnislega ný og ekki í tengsl- um við EES, eins og t.a.m. þau að lánastofnun sparisjóðanna verði breytt í viðskiptabanka í þeirra eigu. Einnig væru ítarlegri ákvæði en verið hefði áður í lögum um ýmis uppgjör í reikningshaldi bankanna og skilgreiningar á eig- infjárstöðu bankanna. Reyndar hefðu verið sett sérstök lög um það á síðasta ári í samræmi við alþjóða- reglur. „Þarna er verið að steypa saman í einn lagabálk öllu því sem lýtur að starfsemi þessara mikilvægu lánastofnana og að samræma þau Evrópurétti á þessu sviði. í sjálfu sér eiga ekki að vera þama neinar meginefnisbreytingar frá því sem verið hefur, enda hefur okkar lög- gjöf verið að þróast í þessa átt,“ sagði viðskiptaráðherra. Sérstakur kafli er í frumvarpinu um starfsemi erlendra banka á íslandi. Heimild er í lögum fyrir erlenda banka að setja hér upp útibú frá og með næstu áramótum. Með frumvarpinu verða ákvæði íslenskra laga löguð að skuldbind- ingum EES-samningsins um gagn- kvæma viðurkenningu á starfsleyf- um. íslendingar hafa aðlögunar- frest hvað þetta varðar fram til ársloka 1995. „Mér finnst nú lík- legt að hann verði ekki nýttur. Það er tillaga þessara stofnana að nýta ekki aðlögunarfrestinn," sagði við- skiptaráðherra. Viðskiptaráðherra sagði að gott samkomulag væpr um þetta frum- varp milli stjómarflokkanna og taldi hann að málið kæmi fyrir þingið innan fárra daga. I Morgunblaðinu sl. þriðjudag var haft eftir Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra að mikill áhugi væri meðal sparisjóðanna að sam- eina þá og Búnaðarbankann, ekki síst vegna EES-samningsins. Bald- vin Tryggvason, formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða, sagði það rétt að komið hefði fram hug- myndir meðal sparisjóðamanna að það væri nauðsynlegt fyrir spari- sjóðina að athuga hvort þeir gætu eignast hlut í Búnaðarbankanum. Það væri í beinu framhaldi af áhuga þeirra á kaupum í Útvegs- bankanum á sínum tíma. Hins veg- ar hefðu engar ákvarðanir verið teknar í stjóm Sambands spari- sjóða um þetta mál og engar við- ræður verið við fjármálaráðherra um þetta mál. Baldvin staðfesti að aðlögunar- frestur vegna gagnkvæmra starfs- leyfa innan EES yrði ekki nýttur. „Eg fyrir mitt leyti er ekki hrædd- ur við að einhveijir bankar fari að ryðjast hér inn á markaðinn," sagði Baldvin. Lokafrágangur á Digranesvegi í Kópavogí hafinn Ibúarnir látnir greiða kostnað við stofnbraut - segir íbúi við götuna, en deildarstjóri gatna- deildar vísar til reglugerðar um gatnagerðargjöld ÍBÚAR við Digranesveg í Kópavogi hafa undanfarið fengið bréf frá gatnadeild bæjarins, þar sem tilkynnt er um kostnað vegna fram- kvæmda við gatnagerð og endurnýjun holræsa. íbúi, sem Morgun- blaðið ræddi við, taldi óhæfu að ætlast til að íbúar greiddu fyrir breytingar á Digranesvegi, sem væri fremur stofnbraut en íbúa- gata, en Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri gatnadeildarinnar, seg- ir að samkvæmt reglugerðarákvæði sé heimilt að innheimta svokall- að B-gatnagerðargjald þegar fullnaðarfrágangi götu sé lokið. í bréfí gatnadeildarinnar til íbú- anna kemur m.a. fram, að lögð verður ný holræsa- og regnvatns- lögn og ný vatnslögn. Þá verður tekin niður öll loftlínulýsing og varanleg lýsing sett í götuna. Sam- hliða þessu verða rafmagnsheim- taugar, sem eru í lofti, settar í jörð. Fyrir breytingu á heimtaug greiða húseigendur Rafmagnsveitu Reykjavíkur hálft heimtaugargjald. Loks verður skipt um jarðveg í allri götunni, hún malbikuð og gengið frá gangstéttum og grasi. Fram- kvæmdum á að vera lokið 15. júní á næsta ári. Vegna framkvæmdanna inn- heimtir bæjarsjóður Kópavogs B- gatnagerðargjald af húseigendum þegar fullnaðarfrágangi götunnar er lokið. íbúi, sem Morgunblaðið ræddi við og vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að hann og aðrir íbúar væru ósáttir við þetta, því í raun væri Digranesvegurinn stofn- braut, sem ætti lítið skylt við íbúa- götu. Þá héfðu sum húsanna, sem eru allt frá byrjun 6. áratugarins, skipt oft um eigendur. Sjálfur hefði hann eignast hús sitt fyrir fáum árum og ekki vitað um þennan við--* bótarkostnað. „Gatnagerðargjöldum er skipt í svokölluð A- og B-gjöld, sam- kvæmt heimild í reglugerð," sagði Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri gatnadeildar Kópavogs, í samtali við Morgunblaðið. „A-gjöldin eru innheimt strax, en B-gjöldin þegar fullnaðarfrágangi götu er lokið. Á þessu hefur að vísu orðið breyting nýlega, því íbúar nýjustu hverfanna greiða þessi gjöld að fullu strax." Stefán sagði að B-gjaldið væri ákveðin upphæð á rúmmetra húss. „Nú er verið að ganga frá Digra- nesvegi í endanlegri mynd, því lýs- ing við götuna hefur til dæmis ver- ið frá tréljósastaurum, ekki kant- steinar eða gangstéttar og B-gjöld- in munu aðeins standa undir hluta kostnaðarins," sagði Stefán. Gjöldin, sem íbúar við Digranes- veg greiða vegna framkvæmdanna, eru rúm 191 króna á rúmmetra einbýlishúss, rúmar 133 krónur á rúmmetra raðhúss og tvíbýlishúss, rúmar 95 krónur á rúmmetra fjöl- býlishúss og tæpar 134 krónur á rúmmetra atvinnuhúsnæðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.