Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 22

Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 MUli 20 og 30 þúsund manns koma í Kolaportið um hveija helgi. Framkvæmdastjórinn segir að Kolaportið verði áfram markaður en ekki stórmarkaður. Kolaportið er að þróast en ekki breytast í stórmarkað - segir Jens Ingólfsson, framkvæmdastj óri „KOLAPORTIÐ er ekki að breytast í venjulegan stórmarkað. Hver sem er getur leigt sér bás og selt hvað sem er, innan ramma þeirra reglna, sem Heilbrigðiseftirlitið setur. Þær reglur hafa verið í gildi frá upphafi. Þá eru sjóðsvélarnar, sem seljendur ýmist kaupa eða leigja, eðlUegt framhald starfseminnar, því í Kolaportinu gilda auðvitað sömu reglur um skil á virðisaukaskatti og annars stað- ar,“ sagði Jens Ingólfsson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, í sam- tali við Morgunblaðið. Þegar markaðurinn í Kolaport- inu tók til starfa fyrir tæpum fjór- um árum var hann í ómálaðri bíla- geymslu Seðlabankans. Ári síðar voru veggir málaðir, þar næsta ár loftið og nú hefur verið sett nýtt rafkerfi, sem eykur möguleika á lýsingu, auk þess sem nóg rafmagn er nú til að knýja sjóðsvélamar. Kolaportið hefur gert samning við Nýheija hf. um kaup á 80 sjóðsvél- um og verða 40 þeirra seldar selj- endum á markaðnum, en hinar 40 verða leigðar. Þá birtist auglýsing frá Kolaportinu i Morgunblaðinu á miðvikudag, þar sem seljendum var bent á, að fá skriflegt leyfi Heilbrigðiseftirlitsins, ætluðu þeir að selja matvöru. Morgunblaðið innti Jens Ingólfs- son eftir því, hvort Kolaportið væri ekki hætt að vera eiginlegt markaðstorg og í raun orðið stór- markaður. Hann neitaði því og sagði að eðlilegt þróun hefði ein- faldlega orðið. „Það sem skiptir sköpum er, að hver sem er getur komið og selt sína vöru,“ sagði hann. „Sala í Kolaportinu er auð- vitað háð sömu reglum um skil á virðisaukaskatti og sala annars staðár, en seljendur notaðara muna þurfa ekki að innheimta hann og ekki heldur þeir sem selja fyrir minna en 183 þúsund krónur á ári. Þá er einnig rétt að taka skýrt fram, að þó menn séu með virðisaukaskylda starfsemi hér, þá er ekki skylda að eiga sjóðsvék Við erum mjög ánægð með, að nú verði hægt að fara að nota sjóðs- vélar í Kolaportinu, því margir aðilar hafa verið með leiðinlegar og ómaklegar aðdróttanir um að skattsvik séu ástæðan fyrir lágu vöruverði hér.“ Jens sagði að auglýsingin um skriflegt leyfi frá Heilbrigðiseftilit- inu ætti rætur sínar að rekja til þess, að Kolaportið fékk fjölda fyrirspurna um sölu matvæla. „Héma er selt grænmeti og ávext- ir, harðfiskur, hákarl, sælgæti og brauð, svo eitthvað sé nefnt. Hug- myndaflugi kaupenda virðist engin takmörk sett og við settum þessa reglu, um skriflegt leyfi, einfald- lega til að Heilbrigðiseftirlitið tæki af skarið og tilgreindi skilyrði fyr- ir sölu, ef einhver væru. Það hefur að vísu fylgst mjög vel með starf- semi hér og varla liðið svo helgi, að starfsmenn þess litu ekki inn.“ Jens segir að um 300 seljendur séu í Kolaportinu um hveija helgi. „Þriðjungur þeirra býður notaða muni, þriðjungur nýja og þriðjung- ur er með heimilsiðnað, matvæli, þjónustu og fleira. Þetta hlutfall hefur ekki breyst frá opnun Kolap- ortsins fyrir tæpum fjórum árum, sem ætti að færa mönnum heim sanninn um að starfsemin er hin sama, þó ytri aðstæður hafi þróast með árunum. Neytendur hafa líka sýnt í verki, að þeir vilja Kolaport- ið, því hingað koma 20-30 þúsund manns á hverri helgi.“ Langur laugardagur við Laugaveg Kaupmenn hvetja fólk til að versla heima „VERSLUM heima er yfirskrift næsta Langa laugardags sem verður næskomandi laugardag 7. nóvember, en þá verða verslanir við Lauga- veg og Bankastræti opnar til kl. 17.00,“ segir í fréttatilkynningu frá Laugavegur. Laugavegssamtökunum. í tilkynningunni segir ennfremur: Kaupmenn vilja að þessu sinni hvetja fólk til að fara í bæinn og kynna sér vöruúrval og verð í versl- unum og nýta sér hin fjölmörgu tilboð sem verða í gangi í tilefni dagsins. Að sögn kaupmanna áttar fólk sig ekki alltaf á því að það er hægt að versla mjög hagkvæmt á Islandi og oft er það þannig að gæðavörur og svokallaðar merkja- vörur eru ódýrari á íslandi en í nágrannalöndum okkar. Með því að versla heima leggjum við okkar af mörkum í samneysluna því um 20% af vöruverðinu rennur beint í ríkissjóð í formi virðisauka- skatts, auk þess sem verslunin borgar enn meira í formi aðstöðu- gjalds, skatta o.fl. Ekki má heldur gleyma því að verslunin skapar fólki atvinnu. Það hagnast því allir af því að versla heima. Kaupmenn vilja líka vekja at- hygli á því að þeir eru ávallt til þjónustu reiðubúnir allt árið og ekki má gleyma þægindunum sem felast í því að versla heima. Pjöl- skyldan getur verslað saman í ró- legheitunum, mátað og gengið úr skugga um að öllum Iíki það sem verið er að kaupa. Annars er hægt að fara í bæinn aftur og skila eða skipta, þannig að fólk sitji ekki uppi með eitthvað sem það getur ekki notað. Kostimir við það að versla heima eru því ótrúlega marg- ir. Laugardagsleikurinn verður á sínum stað en hann felst í því að fínna bangsa sem settur er í einn verslunarglugga við Laugaveginn eða Bankastræti. Þegar bangsinn er fundinn á að skrifa nafn verslun- arinnar á miða og afhenda í næstu verslun. Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun í boði. Síðasta Langa laugardag komu um 20.000 manns í bæinn og ríkti sannkölluð Þorláksmessustemmn- ing enda allt kapp lagt á að taka vel á móti fólki.“ Tyrkneska forræðismálið Kröfu um nýjau dóm- arahafnað KRÖFU lögfræðinga Sophiu Han- sen um að skipt verði um dómara í máli hennar fyrir undirrétti 12. nóvember nk., hefur verið hafnað. Gunnar Guðmundsson, lögfræð- ingur Sophiu, fékk upplýsingar um að kröfunni hefði verið hafnað seint á miðvikudag. Kröfu um að sálfræði- rannsókn yrði gerð á dætrum Sophiu og að þær yrðu til staðar í réttunum þegar málið yrði tekið fyrir 12. nóv- ember næstkomandi, var líka hafnað. I gær hélt Sophia til Istanbúl þar sem hún á að hitta dætur sínar á laugardag samkvæmt dómi um um- gengnisrétt. Lögfræðingar hennar, Gunnar Guðmundsson og Hasíp Ka- plan, vinna að undirbúningi réttar- haldanna í Tyrklandi. Safnast höfðu rúmar 4,6 milljónir í landssöfnun til styrktar Sophiu um kl. 16 í gær. Tekið er á móti framlög- um í síma 684455. -----♦ ♦ ♦ Húsavík Kjarabót lýst gjaldþrota Húsavík. KJARABÓT, matvöruverslun á Húsavík, var miðvikudaginn 4. nóvember lýst gjaldþrota í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra, sem jafnframt skipaði Örlyg Hnefil Jónsson hdl. skiptastjóra. • Til stóð fyrir tveim árum að leggja þessa verslun niður 'en þá var henni breytt í hlutafélag sem nú hefur starfað í tvö ár og reksturinn ávallt verið erfíður og endaði nú með gjald- þroti. Að sögn skiptastjóra eru bundnar vonir við að sem fyrst takist að koma eignum búsins í verð. - Fréttaritari Bókauppboð Klausturhóla BÓLAUPPBOÐ Klausturhóla verður haldið á morgun og verða þá boðnir upp 145 titlar bóka og kennir þar margra grasa. Uppboðið verður haldið í húsnæði Klausturhóla að Laugavegi 25 og hefst klukk- an 14. Bækurnar verða hins vegar til sýnis í dag á milli klukkan 14 og 18. Sem dæmi um titla, sem boðn- ir verða upp eru Jarða- og ábú- endatal Skagafjarðarsýslu frá 1781 til 1958 í fjórum heftum, Sóknarlýsingar Vestfjarða í tveimur bindum og bókin Sléttu- hreppur, fyrrum Aðalvíkursveit. Þá verða boðnir upp íslenskir sagnaþættir í tveimur bindum eftir Brynjólf Jónsson frá Minna- Núpi, Bútar úr ættarsögu íslend- inga eftir Stein Dorfa, ævisaga Árna Þórarinssonar, Bergsætt eftir Guðna Jónsson, Manntal á íslandi 1918, nokkrar ljóðabæk- ur Steins Steinars, íslenskt fom- bréfasafn og fleira. Bæjarráð Vestmannaeyja Alþingi stað- festi EES- samninginn BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hef- ur samþykkt tillögu um að skora á Alþingi að staðfesta samninginn um evrópska efnahagssvæðið. í tillögunni segir að samningurinn muni hafa í för með sér aukna mögu- leika fyrir íslenskan sjávarútveg og fleiri atvinnugreinar til nýsköpunar, og þar af leiðandi til fjölgunar at- vinnutækifæra. Með auknum að- gangi að erlendum mörkuðum vegna niðurfellinga tolla geti hafíst nýtt framfaraskeið í sjávarútvegi ^em skipti höfuðmáli fyrir sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.