Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Charles E. Cobb, fyrrum sendiherra
Bush málaði ástand-
ið of dökkum litum
Jeltsín rekur hátt-
setta aðstoðarkonu
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur vikið helsta ráðgjafa sínum í
málefnum þjóðarbrota úr starfi og skipað ungan og umdeildan umbóta-
sinna í hans stað.
Talsmaður Jeltsíns staðfesti í gær
að forsetinn hefði vikið Galínu
Starovojtsovu úr starfí en hún hafði
verið ráðgjafi hans í málefnum þjóð-
arbrota í Rússlandi og fyrrverandi
sovétlýðveldum frá því hann tók við
starfí Rússlandsforseta í fyrra.
Engin ástæða var gefín fyrir brott-
vikningunni en Starovojtsova var
áhrifamesta konan í rússneskum
stjómmálum. Að sögn Itar-Tass-
fréttastofunnar var Sergej Shakhraj
skipaður í hennar stað og var fékk
hann jafnframt starfsheitið aðstoðar-
forsætisráðherra sem Starovojtsova
var ekki. Er það talið til marks um
að Jeltsín hyggist taka málefni þjóð-
arbrotanna fastari tökum.
Talið er að brottvikning
Starovojtsovu standi í sambandi við
að í síðustu viku blossuðu upp þjóð-
aremisátök innan rússnesku landa-
mæranna í fyrsta sinn frá því Sovét-
ríkin liðu undir lok í fyrra. Blóðugir
bardagar brutust þá út milli Norður-
Ossetíumanna og Ingúsha í norður-
hémðum Kákasusfjalla. Vitað er um
115 manns sem féllu í átökunuin en
Jeltsín reyndi að stöðva ofbeldisverk-
in með því að senda 3.000 manna
sérlið á vettvang og setja neyðarlög
á átakasvæðinu.
Shakhrai er 36 ára lögfræðingur
og ákafasamur umbótasinni. Er talið
að útnefning hans verði til þess að
harðlínumönnum á þingi renni kalt
vatn milli skinns og hömnds.
ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050
JMtMETRÓ
iMJÓDD
Innanhússarkitekt ráðleggur
viðskiptavinum Metró
Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ,
verður í versluninni Metró
fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14
og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar
innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu.
/ftAliK • GROHE •'Vffleroy & Boch
Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf.
CHARLES E. Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi
og einn af aðstoðarmönnum George Bush forseta í nýafstaðinni
kosningabaráttu, segir að Bush hafi málað efnahagsástandið of dökk-
um litum og þannig veikt málstað sinn með því að taka um of und-
ir áróður demókrata. „Eg ritaði honum tvö bréf þar sem ég Iýsti
þessari skoðun minni. Svarið var að forsetinn hefði verið sakaður
um kaldlyndi, um að hafa fjarlægst almenning, þess vegna yrði
hann að leggja áherslu á áhyggjur sínar vegna þess vanda sem
margir væru í,“ sagði Cobb í samtali við Morgunblaðið.
„Bandaríkjamenn vildu breyt-
ingu, svo ákaflega að þeir kusu
meiri ríkisafskipti af efnahagsmál-
unum. Stefna Reagans og Bush var
sú að hægt væri að skapa fleiri
störf með minni ríkisafskiptum og
Clinton barðist með miklum árangri
gegn þessum skoðunum".
-Eru Bandaríkjamenn að biðja
um gamaldags, skandinavíska jafn-
aðarstefnu?
„Það sagði Bush forseti að gæti
orðið niðurstaðan. Sum af ummæl-
um kvennanna tveggja úr Demó-
krataflokknum sem sigruðu í Kali-
fomíu gáfu reyndar til kynna að
nú væri stundin runnin upp, nú
væri í grundvallaratriðum hægt að
koma á skandinavískum sósíal-
isma“. Cobb sagði efnahagsvand-
ann ýktan, of lítið gert úr bata-
merkjum. Undanfarin 12 ár hefðu
verið sköpuð 15 milljónir nýrra
starfa í Bandaríkjunum. „Bush
ákvað að svara gagnrýni um meint
kaldlyndi með því að taka undir
svartsýnina, með því að segja að
Kína
„Félagi“
á útleið
Peking. Reuter.
ÁVARPIÐ „félagi“ er á útleið í
Kfna og þess í stað eru „herra“
og „frú“ að taka við. Þykja þau
eiga betur við þegar verið er að
kasta kommúnismanum fyrir
róða.
Um áratugaskeið hafa Kínveijar
ávarpað hver annan sem „félaga"
en nú er fólki farið að fínnast það
kjánalegt að því er sagði í einu
dagblaðanna. Það þykir hafa of
mikla pólitíska tilvísún. Þess í stað
eru „herra“ og „frú“ að ryðja sér
til rúms en þessi orð voru lengi
bönnuð þar sem þau þóttu minna á
undirokun lénsskipulagsins.
„Nú hafa „herra" og „frú“ sigrað
í suðurhluta landsins og sækja hratt
norður eftir," sagði í dagblaðinu,
„og þau virðast eiga sér glæsta
framtíð. „Félaginn" verður hins
vegar stöðugt fáránlegri.“
efnahagurinn væri í hræðilegu
ástandi. Þetta olli því að jafnvel
þeim, sem ekki voru á þessu máli
fyrir, snerist hugur. En efnahagur
okkur er sterkur, útflutningurinn
er að aukast, samkeppnishæfni fyr-
irtækjanna á mörkuðum eykst“.
Cobb var spurður um utanríkis-
stefnu Clintons, hvort hann teldi
að niðurskurðarhugmyndir nýkjör-
ins forseta varðandi bandarískan
herafla á erlendri grund ættu einn-
ig við ísiand. „Ég veit það ekki, ég
veit ekki hvort nokkur veit það
ennþá en hann talaði um niður-
skurð alls staðar. Það er að minnsta
kosti ljóst að hann vill að ríku Evr-
ópubúamir annist sjálfír vamir sín-
ar í staðinn fyrir að láta Bandaríkja-
menn um þær“, sagði Cobb.
Reuter
Bfll Clinton flytur ávarp fyrir utan ríkisstjórabústaðinn í Little Rock
á miðvikudag, við hlið hans er A1 Gore, nýkjörinn varaforseti.
Fyrstu yfirlýsingar nýkjörins Bandaríkjaforseta
Boðar óbreytta stefnu
í utannkísmálunum
Clinton segist munu einbeita sér að efnahagsmálunum fyrst í stað
Little Rock, Washington. Reuter.
BILL Clinton, nýkjörinn forseti Bandarikjanna, leggur áherslu á að
grundvallarhagsmunir Bandarikjanna á alþjóðavettvangi séu hinir
sömu og verið hefur, andstæðingar Bandaríkjanna muni ekki geta
gengið á lagið núna þótt demókratar taki ekki við stjórnarforystu af
repúblikönum í Washington fyrr en i janúar. Þúsundir manna i stjórn-
kerfinu missa vinnuna á næstunni eins og venja er við forsetaskipti,
ekki síst þegar annar flokkur nær völdum. George Bush forseta var
ákaft fagnað af þúsundum manna við Hvita húsið er hann sneri heim
á miðvikudag. Forsetinn sagðist sannfærður um að sagan myndi sýna
að hann hefði verið á réttri braut en hvatti jafnframt fólk til að sam-
einast og styðja við bakið á nýkjörnum forseta.
í fyrsta sjónvarpsviðtalinu frá því
að Clinton var kjörinn, er tekið var
á miðvikudag, sagðist hann ætla að
einbeita sér að efnahagsvandanum
en efnahágsmálin voru í brennidepli
í kosningabaráttu demókrata sem
þótti afar vel skipulögð. „Ég hef ekki
ákveðið hveijir muni skipa ráðherra-
embætti eða forgangsröðina á til-
nefningum í þau. En ég ætla að beina
athyglinni óskorað að efnahagnum,
eins og leysigeisli, og athyglin mun
beinast að utanríkismálunum þar sem
þau tengjast efnahagsvandanum...
Við verðum að leggja áherslu á það
sem við getum haft áhrif á þegar í
stað, síðan getum við stækkað vett-
vanginn og hugað að öðrum málum
þar sem viljum taka til hendinni,"
sagði Clinton. Hann vísaði þar til
þjóðfélagsmeina sem hann segir að
hafi vaxið í takt við samdráttinn í
efnahagsmáiunum.
Clinton flutt stutt ávarp á miðviku-
dagskvöld og sagðist vilja fullvissa
þjóðir heims um að samhengið í utan-
ríkisstefnunni myndi alls ekki rofna.
„Ég hvet jafnt vini sem ijendur
Bandaríkjanna til að gera eins og ég,
viðurkenna að í Bandaríkjunum er
aðeins einn forseti við völd í senn og
hann hefur síðasta orðið í utanríkis-
stefnunni," sagði Clinton. „Mestu
mistök sem andstæðingur okkar
gæti gert væri að draga í efa að
Bandaríkin muni sýna stefnufestu á
meðan stjómarskiptin eru undirbú-
in“. Hann bætti því við að erlendar
þjóðir gætu best sýnt sér velvild með
því að eiga gott samstarf við Bush.
Stórblaðið TheNew York Times túlk-
aði þessi ummæli sem lítt dulbúna
viðvönm til íraka.
Nokkur ókyrrð hefur verið á fjár-
málamörkuðum enda margir í vafa,
telja enn á huldu hvort Clinton sé
demókrati af öðru tagi en ýmsir fyrir-
rennarar hans úr flokknum sem sátu
á forsetastóli. Þeir voru sakaðir um
að auka mjög opinber útgjöld og
hækka skatta ótæpilega en einkum
óttast menn að þingið, þar sem demó-
kratar hafa meirihluta í báðum deild-
um, muni heimta útgjaldastefnu,
hvað sem forsetinn segi.
Rawlings
sigraði
í Ghana
JERRY Rawlings, leiðtogi í
Ghana, vann sigur í forsetakosn-
ingunum, sem fram fóru í land-
inu í gær, en stjómarandstöðu-
leiðtogar sögðu, að lögregla
hefði skotið á göngufólk, sem
var að mótmæla meintum kosn-
ingasvikum. Þegar talið hafði
verið í 198 af 200 kjördæmum,
bentu hálfopinberar tölur til
þess, að Rawlings, sem er fyrr-
verandi herflugmaður og hrifs-
aði völdin í landinu í byltingu
1981, fengi 58,7% atkvæðanna
eða nóg til þess að vinna í fyrstu
umferð kosninganna. Sá keppi-
nauta hans, sem hlotið hafði
næstflest atkvæði, var sagn-
fræðiprófessorinn Albert Adu
Boahen með 30%. Hinir fram-
bjóðendumir, þrír að tölu, fengu
allir minna en 7% hver. Stjómar-
andstaðan hefur sakað ríkis-
stjórnina um umfangsmikil
kosningasvik, en samkvæmt
skýrslu frá eftirlitsnefnd Breska
samveldisins fóm kosningarnar
heiðarlega fram.
Nýr forsætis-
ráðherra í
Rúmeníu
ION Iliescu, forseti Rúmeníu,
tilnefndi á miðvikudag lítt
þekktan 49 ára hagfræðing,
Nicolae Vacaroiu, sem forsætis-
ráðherra. Þar með lauk fímm
vikna leit að nýjum forsætisráð-
herra eftir þingkosningarnar 27.
september. Vacaroiu sagði í gær
að hann vildi hægar umbætur
og að hann myndi leggja árslu
á að koma í veg fyrir matvæla-
og eldsneytisskort í landinu í
vetur.
Sakborningur
í mútumáli
deyr
VINCENZO Balzamo, frammá-
maður í ítalska Sósíalistaflokkn-
um, lést á þriðjudag af völdum
hjartaáfalls en verið var að
rannsaka hugsanlega aðild hans
að spillingu. Hefur hvert spill-
ingarmálið öðru meira riðið yfir
Sósíalistaflokkinn að undan-
fömu og ekki hann einan, heldur
alla helstu flokkana, allt frá
kommúnistum til kristilegra
demókrata. Hafa 70 stjórnmála-
og kaupsýslumenn verið hand-
teknir og mál margra fleiri eru
til rannsóknar. Snúast þau flest
um mútugjafír í tengslum við
opinberar framkvæmdir.
EB ræðir
við Finna
EB tilkynnti fínnsku ríkis-
stjóminni á miðvikudag um á
hvaða forsendum Finnar gætu
gerst aðilar að bandalaginu.
Þessu var fagnað af fínnskum
ráðamönnum sem töldu flestir
að formlegar viðræður gætu
hafíst um næstu áramót. Frans
Andriessen, varaforseti fram-
kvæmdastjómar EB, sagði í við-
taii við fínnska ríkissjónvarpið
að helstu vandamálin tengdust
landbúnaðarmálum og byggða-
stefnu Finna. Finnar hafa hing-
að til gert sér vonir um sérsamn-
inga í landbúnaðarmálum til að
tryggja framtíð bændastéttar-
innar. Andriessen sagðist skilja
vel að þetta væri mikilvægt mál
og taldi líklegt að á því fyndist
viðunandi lausn. Esko Aho for-
sætisráðherra Finnlands vísaði
því á bug að hlutleysisstefna
landsins myndi torvelda aðildar-
viðræður.