Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
25
John Major um Maastricht-samninginn
Staðfestingin verð-
ur á næsta sumri
London. Reuter.
JOHN Major forsætisráðherra Bretlands sneri sér að lausn erfiðra
vandamála á sviði efnahags- og velferðarmála, daginn eftir að hafa
treyst stöðu sína sem forsætisráðherra og sett niður deilur í íhalds-
flokknum um Evrópumálin. Sagði hann í gær að Bretar myndu ekki
staðfesta Maastricht-sáttmálann fyrr en eftir nýtt þjóðaratkvæði, sem
ráðgert væri í Danmörku í maí.
Náinn aðstoðarmaður Majors
sagði í gær að 26 þingmönnum
íhaldsflokksins yrði ekki fyrirgefið
að hafa gengið til liðs við Verka-
mannaflokkinn er atkvæði voru
greidd í þinginu í fyrrakvöld um
ályktunartillögu um Maastricht-
samkomulagið. Fyrir vikið neyddist
Major að leita eftir stuðningi Fijáls-
lynda flokksins til þess að halda
velli í atkvæðagreiðslunni.
Liðhlauparnir hafa haldið því
fram að Maastrich-samkomulagið
feli í sér stofnun evrópsks sam-
bandsríkis þar sem öll völd hverfi
frá þjóðþingum aðildarríkjanna og
safnist á fárra hendur. Þeir hótuðu
því í gær að beijast áfram gegn
samþykkt Maastricht-samkomu-
lagsins í þinginu en stjórnmálaskýr-
endur telja að málstaður þeirra
hafi verið endanlega kveðinn í kút-
inn í fyrrakvöld. Verkamannaflokk-
urinn sé fylgjandi Maastricht-sátt-
málanum en hafi talið atkvæða-
greiðsluna í fyrrakvöld ótímabæra
og ástæðulausa.
Major lagði hins vegar áherslu á
að fá ályktunartillögu sína um
stuðning við Maastricht-samkomu-
lagið samþykkta til þess að sýna
leiðtogum annarra EB-ríkja fram á
að hann hefði þingstyrk til að fá
það samþykkt á þingi síðar. Bretar
fara nú með forystu í EB og taldi
Major nauðsynlegt að fyrir leiðtoga-
fund EB í Edinborg eftir mánuð
sýndu Bretar EB-þjóðunum fram á
að þeir ætluðu sér að leika aðalhlut-
verk í þróun EB í framtíðinni.
í gær sagði Major svo á þingi
að hann myndi beita sér fyrir því
að fram færi full umræða um Ma-
astricht-samkomulagið á þingi og
stjórnin vildi bíða með staðfestingu
þess þar til nýtt þjóðaratkvæði um
Evrópumálin hefði farið fram í
Danmörku næsta vor.
Uffe Ellemann-Jensen utanríkis-
ráðherra Danmerkur fagnaði úrslit-
um atkvæðagreiðslunnar í neðri
deild breska þingsins. Hann sagði
að það hefði flækt stöðu Evrópu-
málanna stórum — einnig fyrir
Dani — ef breskir stjórnarandstæð-
ingar hefðu orðið ofan á.
Elton John undir-
ritar 39 milljóna
dollara samning
Rokkstjarnan Elton John (í miðju)
og félagi hans, söngtextahöfund-
urinn Bernie Taupin (til vinstri)
undirrituðu á miðvikudag ásamt
Les Bider, stjórnarformanni út-
gáfufyrirtækisins Warner/Chapp-
ell Music, 39 milljóna dollara sam-
starfssamning. Þarna er um að
ræða meira en tvisvar sinnum
hærri fyrirframgreiðslu en samist
hefur um áður í svipuðum tilvik-
um. Samkvæmt samningnum,
sem gildir í tólf ár, öðlast útgáfu-
fyrirtækið einkarétt til að gefa
út öll verk þeirra félaga frá 1974
fram til dagsins í dag, svo og sex
næstu hljómplötur þeirra.
Noregur
EB vill auknar
veiðiheimildir
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
Evrópubandalagið (EB) krefst þess að fá auknar fiskveiðiheimild-
ir við Noreg án þess að Norðmenn fái samsvarandi heimildir í lönd-
um bandalagsins og virðist vera að hverfa frá grundvallarreglunni
um jöfn skipti, að sögn blaðsins Nordlys. Ástæðan fyrir þessari
stefnubreytingu er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið,
EES, en samkvæmt honum falla niður tollar á norskum fiski í
EB-löndum.
Eftir að Noregur og EB gerðu
samning um fískveiðar árið 1981
hefur reglunni um jöfn skipti verið
fylgt mjög vandlega - að minnsta
kosti í orði kveðnu. En hluti af
norsku kvótunum í fiskveiðilögsögu
EB-landanna hefur verið nefndur
„pappi'rsfiskur" vegna þess að
stofnarnir eru orðnir svo litlir að
norsku sjómennirnir hafa ekki get-
að nýtt sér heimildirnar.
í samningunum um EES höfn-
uðu Norðmenn að láta veiðiheimild-
ir í staðinn fyrir tollalækkanir og
þeir staðhæfa-enn að ekki sé kveð-
ið á um neitt samband á milli þess-
ara tveggja mála í samningnum.
Samt hafa stjórnvöld sæst á að
bandalagið fái einhveijar auknar
heimildir í norskri lögsögu. Stærð
heimildanna er ekki ákveðin í
samningnum sjálfum heldur í sér-
stökum, tvíhliða fiskveiðisamningi
Noregs og EB. Þar er sagt að
bandalagið auki hluta sinn af
þorskkvótanum í Barentshafi, er
skiptist milli Norðmanna og Rússa,
úr 2,15% af heildarkvótanum í
2,9%. Aukningin verður tekin af
hluta Norðmanna.
Þetta merkir að Norðmenn láta
af hendi allt að 1,5% af öllum þorsk-
veiðikvóta sínum til bandalagsins.
Að auki hafa Norðmenn orðið að
samþykkja að EB fái úthlutað sér-
staklega 6.000 tonna kvóta 1993
er hækki í 11.000 tonn 1997. í
tvíhliða samningnum er tekið fram
að norskum sjómönnum verði bætt-
ur skaðinn á norðursvæðunum með
stærri heimildum í lögsögu EB-
ríkja.
Annab tilbob í spariskírteini
ríkissj óbs verbur mibviku-
daginn 11. nóvember
Tilboö í spariskírteini
Næstkomandi miðvikudag fer fram 2. tilboð í
spariskírteini ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin
verötryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum:
ríkissjóðs
Flokkur Lánstími Gjalddagi
l.fl.D 1992 5 ár 1. febrúar 1997
l.fl.D 1992 10 ár 1. apríl 2002
Þessir flokkar eru skráðir á Veröbréfaþingi íslands
og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu-
lagi. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóöum gefst einum
kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 5.000.000 að nafnverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskír-
teinin eru hvattir til að hafa samband við
framangreinda aðila, sem munu annast
tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari
upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn
11. nóvember. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins /
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
LANASYSLA RIKISINS
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40