Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Þrotabú Arvers
Eignirnar seldar á
nauðungaruppboði
TVÖ TILBOÐ bárust í eignir
þrotabús rækjuverksmiðjunnar
.Tekinn með
amfetamín
UNGUR maður var handtekinn í
miðbæ Akureyrar aðfaranótt
fimmtudags, en hann var með
amfetamín í fórum sínum.
Hjá rannsóknarlögreglu fengust
þær upplýsingar að maðurinn hefði
verið með tvö grömm af amfetamíni
er hann var handtekinn. Hann var
fluttur í fangageymslur lögreglunnar
og síðan sleppt í gærmorgun eftir
yfirheyrslur. Maðurinn . hefur áður
komið við sögu lögreglunnar.
Árvers hf. á Árskógsströnd, en
þau voru ekki talin aðgengileg
svo óskað hefur verið eftir því
að þær verði seldar á nauð-
ungaruppboði.
Arnar Sigfússon bústjóri þrota-
bússins sagði að leigusamningur
sem gerður hefði verið við Sölt-
unarfélag Dalvíkur um rekstur
rækjuverksmiðju í húsakynnum
Árvers á Árskógsströnd rynni út
í lok þessa mánaðar. Þau tvö til-
boð sem bárust er eignirnar voru
auglýstar til sölu hafí ekki verið
aðgengileg og því væri búið að
biðja um nauðungarsölu á eignun-
um. Bjóst Amar við að eignirnar
yrðu seldar öðru hvoru megin við
næstu áramót.
Sönghópurinn Vocis
Thulis á tónleikum
AÐRIR tónleikar á 49. starfsári Tónlistarfélags Akureyrar verða
í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 7. nóvember kl. 17.
Á tónleikunum mun sönghópur-
inn Vocis Thulis og félagar úr
kammersveitinni Caput flytja verk
eftir eistneska tónskáldið Arvo
Part og einnig trúarleg verk úr
íslenskum handritum frá miðöld-
um fram á 17. öld.
Flytjendur á tónleikunum eru
Sverrir Guðjónsson, kontratenór,
Sigurður Halldórsson, kontrate-
nór, selló, Guðlaugur Viktorsson,
tenór, Eggert Pálsson, baritón,
slagverk, Ragnar Davíðsson,
bassi, Hildigunnur Halldórsdóttir,
fiðla, Zbignew Dubik, fiðla, Guð-
mundur Knstmundsson, lágfiðla
og Hilmar Öm Agnarsson, orgel.
Utskurðaður í gæsluvarð-
hald vegua kynferðisafbrots
28 ARA garnall karlmaður á Akureyri hefur verið úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 10. nóvember næstkomandi, en hann hefur ver-
ið kærður fyrir kynferðislega misnotkun á þroskaheftri konu.
Maðurinn er fyrrverandi starfs- dag, en úrskurðaður í gæsluvarð-
maður Svæðisstjómar um málefni
fatlaðra á Norðurlandi eystra og
J)ekkti hann konuna. Atburðurinn
íitti sér stað um síðustu helgi og
var maðurinn handtekinn á mánu-
hald á þriðjudagskvöld.
Að sögn Gunnars Jóhannssonar
lögreglufulltrúa hjá Rannsóknar-
lögreglunni á Akureyri er rann-
sókn málsins langt komin.
Verslunarmiðstöð í miðbæ
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Iðnaðarmenn vinna nú að Iokafrágangi við verslunarmiðstöð við Hafnarstræti 97, í miðbæ Akur-
eyrar, en þar verða fyrstu verslanir opnaðar innan skamms.
Fyrstu verslanimar
opna innan skamms
FYRSTU verslanimar í ným verslunarmiðstöð við Hafnarstræti
97 í miðbæ Akureyrar verða opnaðar 20. nóvember og er nú
unnið að lokafrágangi á neðstu hæð byggingarinnar. Það er bygg-
ingafélagið Lind sem reisir húsið, en að því standa verktakar og
hönnuðir í bænum.
Birgir Ágústsson einn þeirra
sem að félaginu stendur, sagði
að framkvæmdir væru á lokastig
á neðstu hæð hússins og væri
stefnt að því að hæðin yrði fullbú-
in í næstu viku, eða 15. nóvember
og fyrstu verslanimar myndu síð-
an verða opnaðar í nýja hús-
næðinu 20. nóvember.
Á neðstu hæðinni verða 6 versl-
anir opnaðar nú, en á næstu hæð
fyrir ofan sem tengd verður götu-
hæðinni með rúllustiga verða
álíka margar verslanir, en á þess-
um tveimur hæðum er rými fyrir
alls 14 verslanir. Eftir að búið
verður að taka fyrstu hæðina í
notkun verður farið í að ljúka
þeirri næstu og er áformað að
verslanir þar opni í mars á næsta
árL
Á þriðju og fjórðu hasð verða
skrifstofur og þjónusturými, sem
ekki hefur enn verið ráðstafað en
Birgir sagði að verið væri að skoða
nokkra möguleika í því sambandi.
Búið er að steypa upp fjórar af
sex hæðum hússins og sagði Birg-
ir að ákveðið hefði verið að bíða
með efstu hæðimar, en verið
væri að skoða hvort gera ætti
bflastæði á efstu hæðinni sem
ekið yrði inn í frá Gilsbakkavegi,
eða hvort þar kæmi inngangur í
Heilsugæslustöðina, sem er í
Amarohúsinu næst norðan við. í
húsinu yrðu tvær lyftur og að-
gengi fyrir fatlaða væri betra
þannig að þessi möguleiki hefði
verið ræddur, en ákvarðanir hafa
ekki verið teknar.
Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri
Gistifræðimanni boðin aðstaða
Hausthappdrætti SÁÁ-N
ÁRLEGT hausthappdrætti Samtaka áhugafólks um áfengisvand-
ann á Norðurlandi, SÁÁ-N stendur yfir dagana 7. til 15. nóvem-
ber næstkomandi.
Happdrættið er ein þýðingar-
mesta íjáröflun SÁÁ-N og vegna
áforma um niðurskurð til áfengis
og vímuefnameðferðar er „enn
brýnna að við stöndum saman hér
heima í héraði og gerum SÁÁ-N
kleift að halda áfram og efla þá
—þjónustu við áfengis- og vímuefna-
neytendur sem SÁÁ-N hefur stað-
ið fyrir,“ segir í fréttatilkynningu
frá samtökunum.
Gengið verður í hús á Akureyri
og öðrum þéttbýliskjömum á
Norðurlandi frá 7. til 15. nóvem-
ber og biðja samtökin íbúa að taka
vel á móti sölufólki sínu.
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri hefur ákveðið að bjóða
fram skrifstofuaðstöðu fyrir
gistifræðimann eða „rannsókn-
arfélaga" eitt misseri í senn.
Með þessu vill stofnunin styrkja
skólann í sessi sem fræðasetur
og efla vísindarannsóknir á
svæðinu.
að geta aðstoðar Háskólans í rann-
sóknarverkefnum sínum og að
flytja 1-2 fyrirlestra á vegum skól-
ans á gistimisserinu. Lysthafendur
vegna komandi vormisseris geta
sent umsókn sína og greinargerð
um rannsóknir til Jóns Þórðarson-
ar, framkvæmdastjóra Rannsókn-
arstofnunar Háskólans á Akureyri,
fyrir 1. desember næstkomandi og
veitir hann einnig nánari upplýs-
ingar.
Karlakór Akureyrar-Geysir
AKUREYRI - REYKJAVÍK - AKUREYRI
Allir almennir flutningar
ásamt frystivörum.
Geri verötilboð.
Upplýsingar í símum
96-21673 og
985-25444.
Ráðhústorg 7
Húseignin við Ráðhústorg 7 er til leigu.
Efri og neðri hæð, samtals 450 fm. Húseignin hentar
bæði til verslunar- og skrifstofureksturs eða fyrir veit-
inga- og skemmtanareksturs.
Upplýsingar í síma 96-24430 eftir kl. 20.
Efna til þrennra tón-
leika syðra um helgina
Rannsóknarstofnun Háskólans
á Akureyri var formlega stofnuð
síðastliðið sumar og íslandsbanki
hefur léð stofnuninni hluta af 3.
hæð í Glerárgötu 34 til starfsemi
sinnar.
„Stofnunin lítur svo á að eitt
hlutverk sitt sé að efla og sam-
hæfa vísinda- og fræðastarf á
Norðurlandi. í því skyni hefur hún
nú ákveðið að bjóða fram vinnuað-
stöðu fyrir fræðimann í húsakynn-
um stofnunarinnar, eitt misseri í
senn,“ segir í fréttatilkynningu frá
stofnuninni. Ennfremur kemur þar
fram að slík aðstaða ætti t.d. að
geta nýst stúdentum sem eru að
vinna að meistara- eða doktorsrit-
gerðum, eða háskólakennurum í
rannsóknarorlofi frá öðrum skól-
um.
Væntanlegir umsækjendur
skuldbinda sig ekki til annars en
FÉLAGAR í Karlakór Akur-
eyrar-Geysir efna til þrennra tón-
leika á höfuðborgarsvæðinu um
helgina.
Fyrstu tónleikamir verða í Víði-
staðakirkju í Hafnarfírði kl. 14.00 á
laugardag, 7. nóvember, og um
kvöldið kl. 20.00 ætla karlakórsfé-
lagar að syngja í Langholtskirkju.
Þriðju og síðustu tónleikarnir verða
sunnudaginn 8. nóvember kl. 15.00
í Hlégarði í Mosfellsbæ.
Á efnisskránni eru lög eftir Sigfús
Einarsson, Karl 0. Runólfsson, Sig-
valda Kaldalóns og Jóhann Ó. Har-
aldsson og einnig eftir Grieg, Verdi
og Gounod.
Flytjendur með kómum em þeir
Micael Jón Clarke, barítón, og Ric-
hard Simm, píanó, kórfélagar verða
um 30 talsins í ferðinni, en söng-
stjóri er Roar Kvam.
--------» » ♦--------
I BJÖRN Steinar Sólbergsson
organisti Akureyrarkirkju heldur
hádegistónleika í Akureyrarkirkju
á morgun, laugardag kl. 12. Á efn-
isskránni verða verk eftir Bach og
Duruflé. Auk orgeltónllstar verður
lesið úr ritningunni, en eftir tónleika
gefst gestum kostur á léttum veit-
ingum í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis
og eru allir velkomnir.
(Fréttatilkynning)