Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 31

Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 31 Tillaga um þjóðaratkvæði var felld með 31 atkvæði gegn 28 Þingsályktunartillaga forystumanna stjórnarandstöðu um að bera saminginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, undir þjóðar- atkvæði var hafnað í gær með 31 atkvæði gegn 28. Allir viðstadd- ir þingmenn stjórnarandstöðu studdu tillöguna. Það gerðu einn- ig sjálfstæðismennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og Ingi Björn Albertsson (S-Rv). Eggert Haukdal (S-Sl) greiddi ekki atkvæði. Fyrsti minnihluti Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) for- maður mælti fyrir áliti fyrsta minni- hluta sem lagði til að þessari þingsá- lyktunartillögu yrði hafnað. Formaður alls- herjarnefndar sagði að ef þessi þingsályktunartil- laga hlyti sam- þykki yrði brotið blað í sögu lýðveld- __—. isins. Hún vísaði til velg þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar væri sú stjórnskipan fest okkar að alþingismenn væru eingöngu bundn- ir af sannfæringu sinni við af- greiðslu þingmála. Þótt þingmenn sæktu vissulega vald sitt til kjós- enda, þá gengust þeir undir þá skyldu að kynna sér mál og taka ákvarðanir fyrir kjósendur á kjör- tímabili sínu. Þjóðin ætti tilkall til að fulltrúar hennar á löggjafarþing- inu sinntu þessu hlutverki, eftir sannfæringu sinni en leituðust ekki við að varpa ábyrgðinni af einstökum ákvörðunum yfir á þjóðina. Sólveig sagði að ýmsar nauðsynlegar ákvarðanir gætu verið óvinsælar meðal kjósenda. Ef slík mál yrðu borin undir þjóðaratkvæði væri hætt við að stundarhagsmunir réðu niður- stöðunni. Hún benti á að kjósendur fengu tækifæri til að meta gerðir fulltrúa sinna í kosningum. Sólveig sagði að ef Alþingi vikist undan sinni skyldu í þessu máli hlyti sú spurning að vakna hvort ekki þyrfti að bera önnur mikilvæg þjóð- félagsmál einnig undir þjóðar- atkvæði, t.d. fiskveiðistefnuna, byggðastefnuna eða ríkisfjármálin. Ræðumaður minnti á að EES-samn- ingurinn hefði verið mjög til umræðu við síðustu þingkosningar. Kjósend- um hefði verið ljóst þegar þeir gengu að kjörborði að það kæmi í hlut þeirra fulltrúa sem þeir kysu að taka ákvörðun um EES. Þingmenn hefðu því fullt umboð þjóðarinnar til að ráða fram úr þessu máli, hver og einn eftir sinni sannfæringu. Þessi tillaga gerðL ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla væri ein- göngu ráðgefandi. Samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar yrðu þing- menn að taka afstöðu eftir sinni sannfæringu. Og sannfæringin ætti ekki að ráðast af meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ef sann- færingin ætti að ráða, eins og stjórn- arskráin byði, þjónaði þjóðaratkvæði engum tilgangi. Það mátti ráða af ræðu Sólveigar að hún teldi notkun þjóðaratkvæða- greiðslu a.m.k. um sumt varhuga- verða. Því hefði t.a.m. verið haldið fram að reynsla í Sviss hefði sýnt áberandi tilhneigingu til að niður- stöður í þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu íhaldssamar og hneigðust til þess að fyrirbyggja breytingar, og þá vís- að til að mynda til þess hvernig far- ið hefði um þjóðaratkvæði gegnum árin um tillögur um kosningarétt kvenna. Beint lýðræði með notkun þjóðar- atkvæðagreiðslna gæti vel haft sína kosti. En ókostirnir vægu einnig þungt. Það væri varhugavert að ganga inn á þessa braut án þess að umfangsmikil athugun og umræða ætti sér stað um kosti og ókosti hennar. Slík umræða myndi snúa að einu mikilvægast grunnatriði í okkar stjórnskipun. Hún mætti ekki vera lituð af afstöðu þeirra sem í henni tækju þátt til aðildar að EES. Annar minnihluti Jón Helgason (F-Sl) talsmaður annars minnihluta sagði nokkur ákvæði í íslensku stjómarskránni um þjóðaratkvæði. Al- þingi gæti hvenær sem væri leitað álits þjóðarinnar. Þjóðaratkvæði væri í fullu sam- ræmi við þróun í Vestur-Evrópu þar sem þjóðaratkvæði væri beitt í vaxandi J6n mæli. Hann taldi það vart hugsan- legt að þeir sem mestan áhuga sýndu á samstarfi við Evrópuiönd vildu ekki fylgja þeirri lýðræðisþróun sem þar væri í þessu efni. Enginn mælti því í mót að samningurinn um EES væri mjög umfangsmikill,_víðtækasti fjölþjóðasamningur sem íslendingar hefðu gert. Það væri lýðræðisleg krafa að þjóðin fengi að segja álit sitt á honum áður en Alþingi af- greiddi hann með einföldum meiri- hluta. Jón Helgason sagði að enn væru mörg atriði í sambandi við EES óljós og ófrágengin. Evrópubandalagið, EB, vildi ganga langt í því að láta sínar reglur gilda, en það væri hægt að gera fólki grein fyrir því um hvaða atriði væri deilt og hvaða áhættu væri verið að taka með aðild að EES. Þriðji minnihluti Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) talsmaður þriðja minnihluta dró enga dul á að þótt Evrópumálin væru hin flóknustu mætti segja að þessi þáttur þeirra þjóðaratkvæði, væri einfaldur. Væri það ekki rétt og skylt' að þjóðin fengi að segja álit sitt á þessum drögum sem lægu fyrir um Evrópskt efnahagsvæði? Aþingi gætr hunsað vilja almennings um að fá að segja sitt álit. En ef það væri gert, væri ekki við góðu að búast. Til þess að fá úr því skor- ið hver væri vilji þjóðarinnar væri þjóðaratkvæði eina leiðin. Ef reynt væri að knýja málið fram án þjóðar- atkvæðagreiðslu gæti það haft ófyr- irséðar afleiðingar. Málið væri ekki flokkspólitískt. Þetta mál væri þann- ig vaxið að menn skiptust ekki eftir flokkum í stuðingþ eða andstöðu við það. Sá sem hefði trú á málstað sín- um og kynnti hann rækilega væri að sjálfsögðu óhræddur að leggja samvisku sína og málstað undir dóm þjóðarinnar. Eyjólfur Konráð sagði að ef svo illa tækist til að málið leystist ekki með samþykkt tillögunnar yrði vand- inn mikill. Það væri talað fjálglega um fulltrúalýðræði. En Eyjólfur taldi það hugtak heldur óljóst „svona eitt- hvað sem notað er á tyllidögum". Þjóðarvilji Steingrímur Hermannsson (F-Rn), formaður Framsóknar- flokksins, áréttaði að miðstjórnar- fundur Framsóknarflokksins hefði 2. maí ályktað að halda bæri þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild að EES og ítrekað þá samþykkt iðulega síð- an. Steingrímur lagði mikla áherslu á mikilvægi og sérstöðu samningsins um EES og taldi spurningu Sólveig- ar Pétursdóttur um hvort bera ætti t.d. ríkisfjármálin undir þjóðarat- kvæði út í hött. Hann sagði að ekki væri til umræðu að kollvarpa full- trúalýðræðinu. 48. grein stjórnar- skrárinnar bannaði ekki þingmönn- um á að hlusta á vilja þjóðarinnar. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK- Rn) sagði þessa þingsályktunartil- lögu vera kröfu um lýðræðislega meðferð þessa máls; 70% þjóðarinn- Eyjólfur Konráð Jónsson mælti fyrir áliti þriðja minnihluta. ar vildu þjóðaratkvæði. Anna sagði úrslit ábyrgrar umræðu þjóðarat- kvæðagreiðslna í Vestur-Evrópu hafa dregið fram þann lærdóm að stjórnmálamenn virtust hafa alltof lítil tengsl við sína umbjóðendur. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) vísaði því á bug að þingmenn hefðu fengið umboð í síðustu kosningum til að ganga frá þessu máli. Yfirlýs- ingar stuðningsmanna núverandi ríkisstjómar hefðu verið um stuðn- ing við EES ef óhindraður markaðs- aðgangur fengist fyrir sjávarafurðir. Þetta hefði ekki orðið reyndin. Krist- inn sagði það varla boðleg rök á móti tillögunni að EES-samning- urinn væri uppsegjanlegur með 12 mánaða fyrirvara. Það væri ekki hægt að rifta þeim gjörningum sem gerðir hefðu verið á samningstíma- bilinu s.s. sölu lands til útlendinga eða afsal auðlinda og landsins gæða. Sigbjörn Gunnarsson (A-Ne), varaformaður allsheijamefndar, benti á að mjög víðfeðm og ítarleg kynning hefði farið fram á efni EES-samningsins. Hins vegar væri ógerlegt að neyða fólk til að kynna sér umræddan samning og tryði hann því varla að það væri vilji flutn- ingsmanna tillögunnar. Nú nýlega hefði góður og gegn þingmaður skýrt frá því að eftir nær tveggja ára vandaða athugun á EES-samn- ingnum hefði hann loks komist að niðurstöðu um sína afstöðu. Væri hægt að ætlast til þess að þjóðin setti sig af mikilli kostgæfni inn í mál á fáum vikum sem tæki þing- menn allt að tveimur árum þrátt fyrir greiðan aðgang að upplýsing- um og áliti sérfræðinga? Ræðumaður sagði að í síðustu alþingiskosningum hefði aðild að EES verið eitt af helstum kosninga- málunum, en að vísu hefðu ýmsir sporgöngumenn samningsins um EES skipt um skoðun síðan. Sig- björn sagði að þessi tillaga um þjóð- aratkvæðagreiðslu muni auðvelda stjórnmálamönnum sem leikið hefðu tveimur skjöldum við meðferð EES- samningins, eftir því hvort þeir hefðu verið stuðningsmenn rík- isstjóma eða ekki, að taka ekki af- stöðu til EES-samningsins. Með öðr- um orðum að skjóta sér á bak við það að Alþingi hafi hafnað þjóðarat- kvæðagreiðslu, og taka því ekki af- stöðu til málsins. Það kynni að vera þægilegt á stundum að koma sér hjá því að taka afstöðu í viðkvæmum deilumálum, en um það mætti deila hversu stórmannlegt það væri. „Feilnótur" Svavar Gestsson (S-Rv) lagði ríka áherslu á að EES væri málefni sem þjóðin vildi greiða atkvæði um. Það væri siðferðilegur réttur að fá að segja skoðun sína í þessu máli. niMnci Það væri ekki hægt að hafna þessum rétti með rökum fulltrúalýðræðis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK- Rv) taldi að Sólveig Pétursdóttir, talsmaður fyrsta minnihluta, hefði slegið á ákveðnar „feilnótur" í ræðu sinni. Það hefði ekkert með þjóðarat- kvæði að gera að konur í einhverri tiltekinni kantónu í Sviss hefðu ekki fengið kosningarétt, það dæmi vintnaði fremur um sérvisku og hug- myndir um kosningarétt í þessari kantónu. Ingibjörg Sólrún sá ekki mótsögn í þingræði og beinu lýð- ræði. Það gæti í eðli sínu ekki verið rangt að leita til þeirra sem hefðu falið þingmönnum valdið. Nú vildu 75% þjóðarinnar axla þá ábyrgð að segja álit sitt í þessu máli. Ingi Björn Albertsson (S-Rv) vildi spytja hvers vegna ríkisstjórnin stæði í vegi fyrir því að þjóðin fengi að segja sitt álit. Væri verið að fela eitthvað? Eða væri þetta dómur um dómgreind þjóðarinnar? Ingi Björn sagði að þjóðin væri það vel gefín að hún ætti að fá að segja sitt álit. Ræðumaður sagði að þingmenn væru eftir sem áður bundnir af sam- visku sinni og létu hana eina ráða. Ingi Björn Albertsson lagði áherslu á að sú afstaða sín að styðja þessa tillögu um þjóðaatkvæðagreiðslu hefði ekkert með afstöðu hans til EES-samningsins að gera. Það þyrfti ítarlega og hlutlausa kynningu en hann uggði sú kynning sem hing- að til hefði verið of einhliða. Varð- andi EES væri fjölmörgum spurn- ingum ósvarað. Værum við að skerða dómsvald, værum við að skerða fullveldið o.s.frv? „Pólitísk fjarvistarsönnun“ Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði m.a. í sinni ræðu að hann væri sannfærður um að þegar reyndi á vilja þjóðarinnar og hennar niðurstöðu þá væri EES- málið gjörunnið. En það breyti engu um þá aðferð sem notuð væri til að leiða þetta mál til lykta. Hann ítrek- aði ábendingu framsögumanns fyrsta minnihluta um að umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla yrði einungis ráðgefandi. Þetta væri í reynd tillaga um að fram færi á vegum stjórn- valda skoðanakönnun. Nú vildi svo til að skoðanakannanir hefðu verið gerðar og hefðu niðurstöðunar bæði sýnt meirihlutafylgi með og á móti aðild að EES. Ef menn vildu bind- andi þjóðaratkvæðagreiðslu, þá ættu þeir að gera vandaða tillögu um slíkt og yrði slíku þingmáli vísað til stjórn- laga- eða stjómarskrárnefndar. Utanríkisráðherra lagði ríka áherslu á að þingmenn kæmust ekki undan þeirri skyldu að taka afstöðu, taka þátt í atkvæðagreiðslu og standa og falla með sinni afstöðu, frammi fyrir kjósendum þegar þar að kæmi. Það ætti ekki að taka það of hátíðlega að einstakir stjórnmála- menn, sem væru að leita að réttlæt- ingu fyrir sínum sinnaskiptum, leit- uðu að einhvers konar „pólitískri fjarvistarsönnun" í málinu. Þessir kæmust ekkert frá málinu „hvaða fíkjublað sem þeir reyna að bera fyrir sig í stormum sinna tíða.“ Nokkrir þingmenn urðu til að veita andsvör. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) og Svavar Gestsson töldu að hægt væri að ná samstöðu um að bæta einni grein við EES-samninginn um að hann tæki gildi eftir að þjóðin hefði sam- þykkt hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með tækju þingmenn og þjóðin afstöðu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagðist ekki reiðu- búinn til að „einhvers krukks í skúmmaskotum" um að breyta stjórnarskránni með Ólafi Ragnari Grímssyni. Sólveig Pétursdóttir vildi vekja athygli á að þjóðaratkvæði skæri ekki úr um þörf á þjóðaratkvæða- greiðslu. Hún vakti athygli á að í nefndaráliti þriðja minnihluta stæði m.a.: „Ef svo illa tækist til að málið leysist ekki með samþykkt tillögunn- ar yrði vandinn mikill. Deilur um óhjákvæmilegar stjórnarskrárbreyt- ingar mundu þá magnast og vandséð hvenig þær yrðu leystar." Þetta orðalag „óhjákvæmilegar stjórnar- skrárbreytingar" virtist fela í sér að Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson hefðu þegar gert upp hug sinn og því skipti í raun og veru ekki máli þótt þjóðin sam- þykkti samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu, samt yrði að ijúfa þing og efna til kosninga. Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) sagði það óvirðingu að kalla þessa tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu skoðana- könnun. Hér væri lagt til að spyija þjóðina alla um hvort framselja ætti hluta af valdi hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Þ. Þórðarson héldu ræður og ítrekuðu nauðsyn þess að virða þjóðarvilja. Ólafur Þ. Þórðarson gagnrýndi utanríkisráð- herra. Sagði hann menn „svíkja land sitt í tryggðum" og undraðist ekki að utanríkisráðherra „þyngdi drykkjuna" við slíkar aðstæður. Gerðu þingmenn athugasemdir, töldu ummæli Ólafs ærumeiðandi og varða þingvíti. Varð Salóme Þorkels- dóttir forseti Alþingis að þola gagn- rýni fyrir að hafa ekki vítt ræðu- mann. Þingforseti viðurkenndi að sér hefði orðið á, stóryrði Ólafs hefðu verið ámælisverð. Utanríkisráðherra sagðist vera svarafátt hann yrði að sæta því að ummæli Ólafs Þ. Þórð- arsonar dæmdu sig sjálf. Atkvæðagreiðsla Að lokinni umræðu var gengið til atkvæða með nafnakalli. Þessi til- laga til þingsályktunar var felld með 31 atkvæði gegn 28, einnþingmaður greiddi ekki atkvæði. Það var Egg- ert Haukdal (S-Sl). Hann gerði þá grein fyrir atkvæði sínu að enn væri margt óljóst um saminginn um EES og Alþingi ætti eftir að fjalla ítarlega um það mál. Það væri ekki timabært að taka ákvörðun um þjóð- aratkvæði um þennan samning. Þrír þingmenn voru fjarstaddir. Matthías Bjarnason (S-Vf) hafði boðað veikindaforföli. Framsóknar- þingmaðurinn Valgerður Sverris- dóttir (F-Ne) varð að vera fjarstödd vegna annarra áríðandi erinda. Var þess því farið á leit við Alþýðuflokk- inn, samkvæmt óformlegri þinghefð, að einn af þingmönnum floksins yrði fjarstaddur til að gæta jafnvægis milli fylgjenda og andstæðinga til- lögunnar. Alþýðuflokkurinn mat það svo að Össur Skarphéðinsson (A-Rv) væri jafnvægur Valgerði og voru þau því bæði fjarverandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.