Morgunblaðið - 06.11.1992, Síða 36

Morgunblaðið - 06.11.1992, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Sérrit um mótun framtíðar- stefnu í vímuefnavörnum SÉRSTAKT rit um ráðstefnu um mótun framtíðarstefnu í vímuefna- vörnum, sem haldin var 29. og 30. nóvember árið 1991, er komið út á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Þar er að finna framsöguerindi og fyrirlestra ráðstefnunnar, pallborðsumræður, niðurstöður vinnuhópa og umræður um frumvarp til laga um áfengi- svarnir og aðrar vímuefnavamir. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði að á ráðstefnunni hefðu í fyrsta sinn komið saman fulltrúar ólíkra hópa, sem fjalla um áfengis- og vímuefnamál og vamir gegn þeim. Farið var yfir frumvarp til laga um áfengisvamir og aðrar vímuefnavamir, sem lagt var fyrir Alþingi á síðasta ári en var ekki afgreitt. Verður það lagt fram á ný með lítilsháttar breytingum. Ritinu verður dreift til allra, sem sátu ráðstefnuna, heilbrigðisstofn- anna og skóla. Að sögn Ingimars Sigurðssonar forstjóra Heilsuvemd- arstöðvar Reykjavíkur, er þar að fínna margvíslegan fróðleik um vímuefni og forvamarstarf. Ritið ætti því að gagnast þeim nemend- um, sem fá það verkefni að fjalla um vímuefni og öðmm þeim, sem hafa huga á að kynna sér þennan málaflokk sérstaklega. Auk Ingimars skipuðu ritstjórn ritsins þeir Hrafn Pálsson, Kristinn T . Haraldsson og Hjalti Zóphónías- son en þeir áttu einnig sæti í undir- búningsnefnd ráðstefnunnar. Sigfús Sigfússon AÐALFUNDUR BÍLGREmASAMBANDSmS verður haldinn laugardaginn 7. nóvember nk. á Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst kl. 09.00. DAGSKRÁ: Kl. 9.00-10.00 Fundarsetning - Sigfús Sigfússon, formaður BGS. Kl. 9.15-10.00 Erindi: Eiríkur Hilmarsson - Menntun og framfarir í atvinnulífi. Kl. 10.15-11.45 SÉRGREINAFUNDIR. Dagskrá: A. VERKSTÆÐISFUNDUR 1. Eftirmenntun í Bílgreininni. 2. Reynsla af tölvuvæðingu - Möguleikar einingaútsölu. 3. Innganga í EES, áhrif þess í bílgreininni. Kristinn Árnason, utanríkisráðuneytinu, ræðir um þetta og svarar fyrirspurnum. 4. Auknar kröfur í mengunarvörum. - Starfsleyfi verkstæða. 5. Horfur á verkstæðum vetur. B. BÍLAMÁLARAR OG BIFREIÐASMIÐIR 1. Átak gegn svartri atvinnustarfsemi. 2. Eftirmenntun í bílgreininni. 3. Nýtt fyrirkomulag á málningarútsölu. 4. Auknar kröfur í mengunarvörnum. - Starfsleyfi verkstæða. C. BIFREIÐAINNFLYTJENDUR 1. Innganga í EES, áhrif þess í bílgreininni - Kristinn Árnason, utanríkisráðuneytinu, ræðir um þetta og svarar fyrirspurnum. 2. Pappírslaus viðskipti - Karl Garðarsson. 3. Vörugjald á bifreiðir. 4. Horfur í bílasölu. D. SMURSTÖÐVAR 1. Taxtamál og horfur í vetur. 2. Menntun, námskeið og eftirmenntun. 3. Önnur mál. E. VARAH LUTASALAR 1. Innganga í EES, áhrif þess bílgreininni - Kristinn Árnason, utanríkisráðuneytinu, ræðir um þetta og svarar fyrirspurnum. 2. Pappírslaus viðskipti - Karl Garðarsson. 3. Breytingar í tollamálum um áramót. Kl. 11.45-12.15 NIÐURSTÖÐUR SÉRGREINAFUNDA Kl. 12.30-14.00 HÁDEGISVERÐUR - HÁDEGISVERÐARERINDI - Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. Kl. 14.15-14.00 AÐALFUNDUR BÍLGREINASAMBANDSINS. - Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga sambandsins. STJÓRN BÍLGREINASAMBANDSINS Eiríkur Hilmarsson Jón Sigurðsson Jólafrímerki 1992. Jólafrímerki póst- slj ómarinnar koma út á mánudaginn Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Hin árlegu jólafrímerki Póst- og símamálastofnunarinnar koma út 9. þ.m. í tilkynningu póst- stjórnarinnar segir, að þau séu „hönnuð með hliðsjón af vetrarsól- hvörfum eins og listamaðurinn upplifði þau út um vinnustofu- glugga sinn í háhýsi í Reykjavík". Listamaðurinn er Bragi Ás- geirsson, kunnur listmálari og grafíklistamaður. Jafnframt hefur hann ritað mikið um listir og m.a. hér í Mbl. í tilkynningu póststjórn- arinnar er rakinn námsferill Braga, en hann hófst 1947. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann í Reykjavík árið 1955 og hefur haldið þær íjölmargar síðan. Þá á hann verk.í fjölda opinberra safna, m.a. í Listasafni Islands. Póst- og símamálastofnunin hefur á liðnum áratug leitað til margra listamanna til þess að teikna eða hanna jólafrímerkin. Að sjálfsögðu hafa listamennimir haft óbundnar hendur og getað túlkað myndefnið eftir eigin höfði. Slíkt eykur að sjálfsögðu fjöl- breytni merkjanna, hvað sem öðru líður. Eftir myndum tilkynningar- innar að dæma fæ ég ekki betur séð en jólafrímerkin séu sem oft áður hin frumlegustu og hér hafi listamanninum tekizt vel upp að tengja saman jólin og vetrarsól- hvörfín. Verðgildi frímerkjanna er tvenns konar, 30 og 35 krónur, en það er sama og var í fyrra og gildir undir almenn bréf innan- lands og til Norðurlanda. Póst- stjómin ætlast líka til, að þessi frímérki verði sem mest notuð á jólapóstinn. Frímerkin em prent- uð með offset-litógrafíSkri aðferð í Englandi. Enn frá NORDIU 92 í síðasta þætti var sagt nokkuð frá NORDIU 92 og þeim árangri, sem íslenzkir safnarar náðu á þessari samnorrænu frímerkja- sýningu. Skal nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Páll H. Ásgeirsson fékk 83 stig og gyllt silfur auk heiðursverð- launa fyrir flugsafn sitt frá 1928- 1946, sem hann sýndi í átta römmum. Þetta safn er vel þekkt meðal safnara. Páll hefur stöðugt verið að bæta safnið og fjarlægja úr því ýmsa hluti, sem við nefnum „tilbúning". Mér kom því á óvart, hversu mikið er þar enn af flug- bréfum, sem kennd em við Han- sen, Proppé, Gísla Sigurbjömsson o.fl. Þessi bréf eru svo lík hvert öðm, þótt póststimplar séu aðrir, að tveir fyrstu rammar safnsins urðu fyrir vikið of einhæfír eða „flatir", ef svo má orða það. Þá finnst mér t.d. alveg ofaukið að sýna í þessu safni ónotaðar fjórb- lokkir af flugfrímerkjunum 1930 og 1934. Sama gegnir um óst- implað sett af Hópflugi ítala 1933, og falsað 10 kr. frímerki úr þeirri seríu á alls ekki heima í þessu safni. Hér er alveg nóg að sýna ekta bréf með Hópflug- inu, eins og Páll gerir. Að þessu slepptu er fjölmargt mjög áhuga- vert í safninu, svo sem bréf úr leiðöngmm von Gronau, Ahren- bergs, Lindberghs og Solbergs. Þá era ritskoðuð flugbréf og her- póstur í safni þessu. Eg held þetta safn yrði skemmtilegra sýningar- efni, ef efnið væri dregið betur saman. Næst að stigatölu kom svo safn Sigurðar R. Péturssonar, Tveir kóngar 1907-08 og 1913-18. Hlaut það 78 stig og stórt silfur. Sigurður rekur þessa útgáfu frá upphafí og til loka, bæði með óst- impluðum sem stimpluðum frí- merkjum. Eru margs konar stimp- lagerðir sýndar á stökum merkj- um og snyfsum. Þetta safn er mjög gott og í því em mörg sjald- gæf bréf með Tveggja kónga frí- merkjum á. Sigurður gerir grein fyrir réttum burðargjöldum bréf- anna, en slíkt er talið sjálfsagt í hefðbundnum söfnum. Ungur safnari, Björgvin Ingi Ólafsson, sýndi í deild ungling^, fæddra 1976 og 1977, safn sitt, sem hann kallar: Fuglar Evrópu. Raunar bindur hann sig einvörð- ungu við norðvesturhlutann, frá íslandi og suður til Hjaltlands- eyja. Hann leggur mikla alúð við safnið og vandar bæði uppsetn- ingu og texta, sem er tölvusettur. Björgvin Ingi uppskar líka fyrir erfíði sitt, því að safnið hlaut 77 stig og stórt silfur og heiðursverð- laun. Hér verður því miður enn að fresta nánari frásögn af NORDIU 92 og geyma til næsta þáttar. Nú er sem sé svo komið, að mjög erfítt reynist að fá inni í blaðinu um þessar mundir, nema þættim- ir séu því styttri hveiju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.