Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVBMBER 1992
Halldóra Hafliða-
dóttir - Minning
Fædd 20. nóvember 1920
Dáin 30. október 1992
1 dag kveð ég mína kæru vin-
konu, hana Dóru, eins og við kölluð-
um hana sem þekktum. Hón hét
fullu nafni Halldóra og var dóttir
Hafliða Baldurssonar og Jóneu H.
Fríðsteinsdóttur konu hans. Dóra
var gift Jóni Sveinssyni verslunar-
manni, sem er látinn fyrir alllöngu,
einkadóttir þeirra er Kristjana Jóns-
dóttir borgardómari.
Við Dóra þekktumst í yfír fímm-
tíu ár og bar aldrei skugga á þau
kynni. Ég dáðist oft að Dóru þegar
ég kom til hennar síðustu árin en
oft lá hún ein heima meðan Krist-
jana, sem ávallt annaðist hana, var
við vinnu. Kristjana var sólargeisli
móður sinnar og hlýtur söknuður
hennar að vera sár enda hafa þær
mæðgur alltaf búið saman. Við
Dóra ræddum oft um að verða sam-
ferða inn í eilífðína, sem varð ekki.
Einnig ræddum við oft um trúmál
og vorum á öndverðum meiði enda
hún trúaðri en ég. Um heimsmálin
spjölluðum við líka og vorum oftar
sammála þótt okkur greindi stund-
um á um ýmis efni. Við kvöddumst
þó alltaf sáttar og hlökkuðum alltaf
til að hittast aftur.
Ég vona að heimurinn taki elsku
Kristjönu mjúkum höndum og sólin
skíni á ný.
Hólmfriður Löve.
Góða tungl um loft þú líður
ljúft við skýja silfurskaut.
Eins og viijinn alvalds býður
eftir þinni vissu braut.
Öllum þreyttum, ljós þitt ljáðu
læðstu um glugga sérhvem inn.
Lát í húmi hjörtun þjáðu
hugast blítt við geisla þinn.
(Stgr. Thorst. þýddi)
í hvert sinn er við systkinin heyr-
um þetta lag kemur Dóra frænka
fram í huga okkar, þar sem hún
sat við píanóið heima á Rauðó og
spilaði og söng þetta fallega ljóð.
Okkur langar nú að leiðarlokum
að þakka Dóru fyrir allar samveru-
stundir okkar. Henni var alltaf svo
umhugað um okkur og það var svo
gott að vera með henni. Þegar hug-
ur okkar leitar til hennar og til alls
þess er hún veitti okkur erum við
Guði þakklát fyrir að hafa gefið
okkur frænku eins og hana. Við
minnumst sérstaklega allra þjóðhá-
tíðadaganna sem við áttum með
henni og Kristjönu dóttur hennar,
þegar þær höfðu „opið hús“ fyrir
okkur öll.
Blessuð sé minning hennar.
Jóna, Hafdís, Gummi og Ástrún.
Það er skrýtið til þess að hugsa
að Dóra frænka sé ekki lengur á
meðal okkar, en allar góðu minning-
amar um hana eigum við enn. Allt-
af var jafngaman að koma til Dóru
á Hraunteiginn og hún tók ávallt á
móti okkur bömunum opnum örm-
um. Það var ósjaldan þegar maður
kom til hennar á köldum vetrardög-
um að græni hitabrúsinn með hund-
unum á beið á borðinu fullur af
kakói.
Við viljum þakka fyrir allar þær
ánægjulegu stundir sem við fengum
að njóta með Dóm frænku á 17.
júní jafnt sem aðra daga.
Við biðjum Guð að vera með
Kristjönu og veita henni styrk.
Linda, Ella og Dóra.
Kallið er komið, óvænt og ótíma-
bært. Halldóra Hafliðadóttir hefur
kvatt þennan heim. Hún lézt á Borg-
arspítalanum í Reylq'avík að morgni
30. október sl. Þangað hafði hún
verið lögð inn til rannsóknar
skömmu áður vegna líkamlegrar
vanheilsu, sem þjáð hafði hana um
nokkurt skeið. Sízt gmnaði ástvini
hennar, að hún ætti þaðan ekki aft-
urkvæmt.
Minningamar sækja á. Sú mynd,
sem kemur oftast upp í huga mér,
er frá afmælisdegi Kristjönu, dóttur
hennar, í byijun október sl. Halldóra
var óvenju hress þann dag. Hún
hafði drifíð sig í eldhúsið og bakað
ótal gimilegar „hnallþómr" fyrr um
daginn, útbúið brauðrétti og fleira
góðgæti. Um kvöldið komum við svo
saman í stofunni heima hjá henni
og nutum góðgerðanna og ekki sízt
samvistanna, níu konur. Halldóra
lék á als oddi og var ekki að sjá
að hún hefði verið rúmföst dögum
saman, sárþjáð. Hún naut sín í hlut-
verki gestgjafans, enda var hún
höfðingi heim að sækja. Eins og
venjulega var stutt í glettnina og
hláturinn, sem mér fannst ávallt
einkenna hana. Þannig man ég hana
bezt og þannig er gott að muna
hana.
Halldóra var greind kona með
næmt skopskyn. Viðmótið var hlýtt
og aðlaðandi. Hún hafði ákvéðnar
skoðanir á mönnum og málefnum,
en kvað aldrei upp áfellisdóma um
nokkum mann að óathuguðu máli,
heldur gerði hún sér far um að leita
að hinu jákvæða í umhverfí sínu.
Hún var heilsteypt, réttsýn og for-
dómalaus í samskiptum sínum við
aðra.
Halldóra fæddist í Reykjavík
þann 20. nóvember 1920. Foreldrar
hennar voru Hafliði Baldvinsson
físksali og kona hans Jónea Fríð-
Minning
Rögnvaldur Sigurðs-
son bókbindari
Fæddur 20. ágúst 1914
Dáinn 29. október 1992
Foreldrar Rögnvaldar voru Sig-
urður Björgólfsson, fæddur 11. des-
ermber 1887, dáinn 10. desember
1964, kennari á Siglufírði, og kona
hans Svava Hansdóttir, fædd 20.
nóvember 1888, dáin 29. september
1960.
Rögnvaldur hóf nám í bókbandi
hjá Áma Ámasyni á Akureyri 1934.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1936
og hélt áfram námi hjá föður mín-
um, Guðmundi Gamalíussyni.
Rögnvaldur bjó í húsi föður míns á
Lækjargötu 6, kynntist ég þá Rögn-
valdi fyrst. Hann lauk námi í Isa-
foldarbókbandi 1944. Ég hóf nám
í ísafoldarbókbandi 1942. Byijuð-
um við þá að vinna saman sem átti
eftir að vara langan tíma. Oft var
glatt á þjalla í bókbandinu á stríðs-
árunum enda Rögnvaldur skemmti-
legur og sagði margan lúmskan
brandarann. Arið 1947 fluttist hann
til Seyðisfjarðar og vann við bók-
band í Prentsmiðju Austurlands og
er það í fyrsta og sennilega eina
skiptið sem upplagabókband hefur
verið starfrækt á Austurlandi. Liðu
nú mörg ár þar til leiðir okkar lágu
saman á ný, þá í Ríkisprentsmiðj-
unni Gutenberg og unnum við þar
saman í 17 ár í góðu yfírlæti. Rögn-
valdur var einn af fyrstu bókbindur-
unurn sem unnu við hinar nýju vél-
ar sem héldu innreið sína hér á
landi, brotvélar, rafmagnshnífar
o.fl. Allan þennan tíma sem ég
þekkti Rögnvald heyrði ég hann
aldrei hallmæla eða tala illa um
nokkum einasta mann, sem nú í
dag er harla sjaldgæft. Rögnvaldur
var tvígiftur. Fyrri kona hans var
Guðný Guðmundsdóttir og eignuð-
ust þau einn son, Snorra. Seinn
steinsdóttir. Alsystkini hennar voru
Hákon, sem var þeirra elstur, en
hann lézt árið 1981, Helgi, sem var
næstur Halldóru að aldri og yngst
er Ástríður. Vom þau systkinin sam-
hent og samrýnd, og hélzt það sam-
band þeirra alla tíð. Eina hálfsystur
áttu þau, Baldvinu Hafliðadóttur,
sem er látin. Var hún elzt systkin-
anna. Hafliði lézt árið 1949 og Jónea
árið 1967.
Skólaganga Halldóru var svipuð
og hjá mörgum ungum stúlkum á
þeim ámm. Hún lauk skyldunámi
og fór síðan í húsmæðraskóla. Að
námi loknu var hún við ýmis störf,
svo sém verksmiðjustörf, en þó eink-
um við fyrirtæki föður síns og á
heimili foreldra sinna, enda vom
verkefnin ærin á stóm heimili.
Halldóra steig mikið gæfuspor,
er hún gekk í hjónaband með Jóni
Sveinssyni verzlunarmanni þann 12.
maí 1945. Jón vann þá hjá verzlun
Haraldar Ámasonar, Haraldarbúð,
sem var ómissandi þáttur í svipmynd
Reykjavíkur í þá daga. Var hjóna-
band Halldóm og Jóns afar farsælt
og bar aldrei skugga þar á. Þau
bjuggu sér fallegt og einkar hlýlegt
heimili að Hraunteigi 10 í Reykja-
vík. Þar naut sín húsmóðirin Hall-
dóra í sínu ríki og þar ólst einka-
bamið upp, dóttirin Kristjana, sem
fæddist 5. október 1947, við ástríki
beggja foreldra sinna. Hefí ég aldr-
ei kynnzt samhentari fjölskyldu, þar
sem áberandi var gagnkvæm ástúð,
virðing og ekki sízt vinátta. Heimil-
ið var ekki stórt og efnin vom ekki
mikil, en þau undu glöð við sitt.
Veraldlegt tildur var aldrei sett á
oddinn, þar var það hjartarýmið,
sem skipti höfuðmáli, og af því áttu
þau nóg.
Kristjana gekk menntaveginn og
var ekkert til sparað að hún fengi
búið sem bezt í haginn fyrir framtíð
sína. Hún tók embættispróf í lög-
fræði og var stolt foreldra sinna og
gleði, en jafnframt bezta vinkona.
Hún starfar nú sem héraðsdómari
við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Jón lézt langt um aldur fram
þann 6. marz 1976, hanndauði öll-
um, sem hann þekktu. Ég hef fyrir
satt, að Halldóra hafi látið orð falla
eftir andlát hans, eitthvað á þá leið,
að þótt söknuðurinn væri mikill, þá
mildaði það sorgina, hvað samlíf
þeirra hafði alla tíð verið ástríkt og
gott og aldrei borið skugga á. Þann-
ig er viðskilnaður Halldóm líka. Á
hennar lífsbraut em engir skuggar,
hún var sátt við allt og alla. Minn-
ingin er hrein og góð. Hún óttaðist
ekki dauðann. Hún trúði á Guð al-
máttugan og æðra tilvemstig. Ég
bið henni Guðs blessunar um alla
eilífð og þakka samfylgdina hér á
jörðu.
Kristjönu vinkonu minni og öðr-
um ástvinum Halldóm sendum við
hjónin okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigríður Ólafsdóttir.
Einstök sómakona er látin. Minn-
ingamar um hana Dóru, mömmu
vinkonu minnar, er ljúfar. Dóra var
Reykvíkingur og bar það með sér
að vera komin af góðu fólki og
vera frá myndarheimili. Hún var
glæsileg kona og sterkur persónu-
leiki sem hafði áhrif á samferða-
menn sína, bæði böm og fullorðna.
Hún var húsmóðir af bestu gerð,
átti fallegt heimili þar sem hún
umvafði alla með hlýju sinni.
Fjölskyldunni kynntist ég við
upphaf vináttu okkar Kristjönu,
einkabami þeirra hjóna, er við vor-
um 10 ára gamlar. Iðulega var ég
á heimili þ eirra þar sem mér var
tekið sem dóttur og alltaf var Dóra
nálæg til að sinna okkur. Eigin-
mann sinn, Jón Sveinsson, missti
hún fyrir 16 ámm en þau voru sér-
lega samrýmd hjón. Hún var hrein-
skiptin, dásamlega jákvæð og bar
með sér glaðværð og hressileika,
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum og hafði ríka kímni-
gáfu. Þessi jákvæðni hennar var
aðdáunarverð hin síðari ár þegar
hún fór að fínna til heilsuleysis.
Þótt dauðinn geti verið líkn veld-
ur hann engu að síður sorg og sökn-
uði hjá ástvinum sem eftir lifa.
Missir Kristjönu dóttur hennar er
mikill, hún missir ekki einungis
móður heldur einnig góðan og náinn
vin.
Ég kveð með söknuði og þökk
og bið Guð að blessa minninguna
Ijúfu um Halldóru Hafliðadóttur.
Stefanía.
Eyþór M. Stefáns
son - Minning
Eyþór M. S£efánsson var fæddur
8. ágúst 1906, að Einfætingsgili,
Strandasýslu, elstur 5 systkina.
Foreldrar hans vora Stefán Jónsson
og kona hans, Hrefna Ólafsdóttir.
Eyþór var á 3ja ári þegar fjöl-
skyldan fluttist að Eyvindarstöðum
á Álftanesi, Bessastaðahreppi, og
þar átti hann eftir að sinna ævi-
starfí sínu.
Eyþór var af bændafólki kominn
og hjá honum var aldrei minnsti
vafí, bóndi skildi hann verða.
Á þeim tímum sem Eyþór var
að alast upp var lífsbaráttan önnur
og harðari en nú gerist. Þrælað var
myrkranna á milli og-bömin urðu
að leggja fram sinn skerf. Þannig
varð Eyþór tíu ára gamall að sjá
um mjólkurflutninga frá búi föður
síns til Reykjavíkur.
Eitt atvik frá æsku sinni var
Eyþóri jafnan minnisstætt. Sextán
ára gamall var hann sendur austur
í Ölfus eftir kú sem faðir hans hafði
keypt. Stórgripinn varð að reka á
fæti alla leið og hefur þurft bæði
þrek og þolinmæði við þetta verk.
Þegar Eyþór komst til fullorðins-
ára, keypti hann hlut af landi föður
síns á Álftanesi og hóf sjálfstæðan
búskap. Við hlið hans stóð eiginkon-
an, Guðrún Siguijónsdóttir, ættuð
úr Laxárdal í Dalasýslu.
Þeim varð tveggja barna auðið:
Stefán Rafn, fæddur 1936 og Elsa
Sigrún fædd 1942.
Á Álftanesi fann Eyþór hamingju
sína. Vinnan við búskap og skepnu-
hirðingu var krefjandi, en gaf jafn-
framt lífsfyllingu á móti. Ekkert
átti verr við Eyþór en leti og aðgerð-
arleysi, vinnan var honum heilsu-
brannur og yndi.
Jafnframt búskapnum sá Eyþór
um mjólkurflutninga Álftnesinga
ásamt Gunnari bróður sínum, og
önnuðust þeir bræður þetta verk í
12 ár.
Eyþór sat í hreppsnefnd Bessa-
staðahrepps í 30 ár og þar af var
hann oddviti í 20 ár.
Hjá okkur borgarbúunum verður
líf innan um alla steinsteypuna oft
yfírþyrmandi. Þá er gott að komast
út fyrir borgarysinn og leita upp-
rana síns í sveitasælunni. Við fjöl-
skyldan nutum þess að eiga athvarf
á heimili Eyþórs og Guðrúnar á
Álftanesinu. Synirnir sóttu fast að
komast til ömmu og afa í sveitinni
og þegar helgarnar rannu upp var
jafnan spurt: „Eigum við ekki að
fara út á Álftanes?"
Reyndar þurfti ekki að hvetja
okkur hjónin, því ávallt kom mann-
skapurinn sæll og endurnærður ut-
an af Álftanesinu.
Á kveðjustund er ljúft að láta
hugann reika til baka og þakka
fyrir allt það sem okkur var veitt.
Guð blessi minningu Eyþórs Stef-
ánssonar.
Jóhann Örn Sigurjónsson.
Guðný Björk Sturlu-
dóttir - Minning
kona hans var Unnur Sigurðardótt-
ir. Eignuðust þau eina dóttur, Sig-
ríði Svövu. Nú þegar komið er að
leiðarlokum kveð ég Rögnvald Sig-
urðsson með þökk fyrir samstarfíð
og skemmtilega samfylgd sem ekki
Liar skugga á. Snorra og Sigríði
Svövu sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Arnkell B. Guðmundsson.
Mig langar til að kveðja hana
Guðnýju, sem ég kynntist háskóla-
árið 1991-1992. Eg dvaldi þá á
íslandi til þess að taka þátt í nám-
skeiðum jarðfræðiskorarinnar og
var Guðný ein skólasystra minna.
Ég tók fljótt eftir því að hún var
alltaf mjög dugleg og vandleg til
vinnu og jærdóms og bar ljómandi
árangur. Ég tók hinsvegar snemma
eftir því að hún átti í baráttu á
öðra og aivarlegra sviði, þar sem
ekki var um próf eða einkunn að
ræða. Hún hélt samt áfram að búa
sig undir framtíðina og gafst aldrei
upp. Ég og við öll óskuðum Guðnýju
þess að ósk hennar um betri heilsu
myndi rætast en Guð, sem ákvarðar
líf okkar, kallaði hana til sín.
Guðný sýndi mér hve vonin getur
lifað. Blessuð sé minning hennar.
Richard H. Kölbl,
Kiel, Þýskalandi.