Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 39 Minning Sigurður Friðrik Sigurz fulltrúi 1. nóvember sl. lést í Landspítal- anum í Reykjavík Sigurður Friðrik Sigurz tryggingarsölumaður eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Sigurður var aðeins 65 ára þegar kallið kom, alltof ungur að okkur fannst sem unnum með honum um langan tíma. Hér verður ætt Sigurð- ar ekki rakin, það munu aðrir gera. Ég kynntist Sigga fyrst fyrir 22 árum þegar ég hóf störf hjá Bruna- bótafélagi Íslands. Hafði hann þá hafið störf hjá sama félagi tveimur mánuðum áður. Starfaði hann við að selja tryggingar, ferðaðist mikið um landið og hitti viðskiptavinina sem voru t.d. bændur. Seldi hann fyrst viðskiptavininum tryggingu og síðan slökkvitæki á eftir. Ekki bara það því hann aðstoðaði við að setja þau upp á viðeigandi stöðum þar sem þau væru tilbúin ef á þyrfti að halda. Hann vissi að ekkert gagn væri af þeim niðri í kjallara eða í skáp í geymslu. Þar kæmu þau ekki í veg fyrir brunatjón. Þannig | hugsaði Siggi bæði um hag við- skiptavinarins og tryggingarfélags- ins. Siggi átti einkar auðvelt með að tala við fólk, umgangast það og sannfæra. Flestir sem hann þjón- ustaði í byijun vildu hafa hann sem sinn fulltrúa alla tíð. Átti hann þá bæði að sjá um innheimtu, aðstoða við tjónauppgjör eða aðra þjónustu sem viðskiptavinurinn óskaði eftir. Þetta gerði Siggi allt og fórst hon- um afar vel úr hendi. Á ferðum mínum um landið hef ég hitt margan manninn sem talaði um það að fyrra bragði, hvað Siggi væri þægilegur og þjónustulipur. Eftir að hann fór að finna fyrir veikindum og starfsþrekið minnk- aði, var oft hringt í okkur á skrif- stofuna af viðskiptavinum sem voru að spyija um líðan Sigga. Maður fann að þeim þótti vænt um hann. Árið 1979 var stofnað starfs- mannafélag í Brunabót. Aðal- markmið þess var að koma upp sumarhúsi fyrir starfsmenn. Siggi var mjög áhugasamur um það og lá það því beint við að hann var skipaður í fyrstu sumarbústaða- nefnd starfsmannafélagsins. Land var keypt á fallegum stað í landi Jarðlangsstaða við Langá. Vann hann ötullega að uppbyggingu þess staðar. Siggi var félagi í Oddfellow-regl- unni á íslandi. Þar átti hann marga trausta og góða vini og sótti fundi þess félagsskapar reglulega. Voru honum falin þar ýmis störf sem hann vann af trúmennsku. En fyrst og fremst var hann mikill fjölskyldumaður. Talaði hann oft um sína heittelskuðu Kittý með 3 mikilli virðingu. Hann unni íjöl- skyldunni og átti fallegt og notalegt | heimili. Einkadóttirin Guðbjörg ’ Svava var augasteinn föður síns, sem honum þótti einkar vænt um. Hann kom rígmontinn í vinnuna þegar hann varð afi í fyrsta sinn. Stoltur sagði hann okkur frá því þegar drengurinn var síðan skírður Sigurður Friðrik. Bamabörnunum fjölgaði og hann varð stoltari og stoltari. Sólveig Benedikta, Pétur Friðrik og Daníel Þór bættust síðan í afahópinn. Litlu augasteinarnir því orðnir fjórir sem sjá nú á eftir afa sínum. Við vinnufélagar Sigga kveðjum góðan vin og félaga sem við munum sakna. Fjölskyldu hans sendum við Íinnilegar samúðarkveðjur. Guð geymi góðan dreng, minningin um hann mun lifa. ÉFyrir hönd samstarfsmanna, Matthías Guðm. Pétursson. I Þegar okkur bárust þau sorgar- tíðindi að vinur okkar, Sigurður, væri dáinn setti okkur hljóð. Flugu þá í hug ljóðlínur Bólu-Hjálmars: Mínir vinir fara flöld, feigðin þessa heimtar köld. Það er erfitt að sjá á bak góðum vini, en minningarnar um hann eru hugstæðar og munu lifa meðal okk- ar. Sigurður og kona hans, Kittý, voru vinir okkar og félagar í hjóna- klúbbi, sem heitir Helgidómurinn. Fyrir rúmum tveim árum voru fé- lagarnir 22, en maðurinn með ljáinn hjó nú í annað sinn. í hópinn. Klúbburinn hefur á stefnuskrá sinni að hittast, njóta návistar, fara á skemmtanir eða í ferðalög, en við vorum einmitt að koma úr einni slíkri ferð, sem farin var til útlanda. Fyrir rúmum þrem árum var byijað að safna í þá ferð og var ákveðið fyrr á árinu að fara hana í október. En heilsu Sigurðar hrak- aði, og því komust þau hjónin ekki með, en hugur okkar var ætíð hjá þeim, á hveijum degi ferðarinnar. Sigurður var glæsilegur maður að vallarsýn, hlýr og viðmótsþýður og átti hægt með að umgangast fólk. Heiðarlegur drengskaparmað- ur, fastur fyrir ef þurfti, kvartaði aldrei, en var ætíð hress og í góðu skapi. Hann var mikill félags- hyggjumaður, átti mjög stóran vinahóp, söngmaður góður, spilaði brids sér til ánægju, sagði skemmti- sögur í góðra vina hópi og var ein- staklega hjálpsamur og greiðvikinn. Þá vann hann öll störf sem hon- um voru falin af einstakri trú- mennsku. Hann var mikill gæfumaður í lífi sínu. Fjölskyldan var honum af- skaplega kær. Sigurður og Kittý eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu (Bebbí), sem er gift Pétri Friðrik Péturssyni og eiga þau fjögur börn, sem öll voru augasteinar afa síns. En stærsta gæfa Sigurðar var, að hann átti góða konu, Kittý, sem sá um fagurt heimili þeirra og stund- aði hann af natni og óeigingirni, þegar hann var orðinn veikur óg til síðustu stundar. Að leiðarlokum þökkum við hon- um samfylgdina. Minningin um góðan dreng mun lifa og lýsa upp veg þeirra er nutu návistar hans. Við og fjölskyldur okkar sendum Kittý, Bebbí, bamabömum og öðr- um aðstandendum innilegustu sam- úðar- og saknaðarkveðjur okkar. F.h. Helgidómsins, Sigurður Mar. í dag verður jarðsettur Sigurður Friðrik Sigurz, mágur minn og mik- ill persónulegur vinur. Hann lést í Landspítalanum sl. sunnudag. Sigurður var fæddur hér í Reykjavík 22. maí 1927, sonur hjónanna Sigurðar Sigurz, heildsala og þekkts Reykvíkings af Borgar- bæjarætt, og konu hans, Guðbjarg- ar Skúladóttur. Sigurður giftist á jóladag 1957 Kitty Johansen, dóttur hjónanna Thulins Johansen fulltrúa frá Reyð- arfirði og konu hans, Þorgerðar Þórhallsdóttur. Hjónaband þeirra var mjög farsælt. Dóttir þeirra er Guðbjörg Svava, sem gift er Pétri Friðriki Péturssyni bankastarfs- manni, en þau em nú búsett á Sel- fossi. Barnabörnin eru orðin fjögur, hvert öðra kærara afa og ömmu. í starfi sínu, sem tryggingaum- boðsmaður, í fjölmörg ár hjá Bruna- bót, og síðan hjá Vátryggingafélagi íslands, kynntist Sigurður fólki um land allt. Með hógværð sinni og framkomu veit ég að hann eignað- ist bæði vini og viðskiptavini, sem haldið hafa trausti við sitt fyrir- tæki. Leitun væri á betri starfs- manni. Fyrir tveimur áram kenndi Sig- urður fyrst þess sjúkdóms sem síð- an átti eftir að verða honum að aldurtila. Eftir langvarandi veikindi fór hann aftur til vinnu sinnar. Hann vann hluta úr degi svo lengi sem kraftarnir entust. Aldrei heyrð- ist hann kvarta og bar sitt karl- mannlega. Við Siggi kynntumst fyrir rúm- um þrjátíu árum, þegar ég giftist mágkonu hans. Með okkur tókst strax mikil vinátta, sem hefur hald- ist alla tíð síðan. Siggi var vinmarg- ur og prúður í framkomu. Hann var glæsimaður á velli og hvers manns huglúfi. Fjölskyldubönd okkar voru traust og samband mikið þrátt fyr- ir að vegalengdir væra stundum miklar, eins og þegar við bjuggum erlendis í nokkur ár. Hann var mik- ill barnavinur og var alltaf félagi og vinur yngri kynslóða í fjölskyld- um okkar. Mér fannst strax frá upphafi Siggi vera ráðgóður og traustur vinur og fannst gott að leita álits hans á ýmsum hlutum. Hann hafði alltaf tíma til að hlusta og koma sínum skoðunum á framfæri. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og áttum margar góðar stundir saman. Það má segja að hann hafi í orðsins fyllstu merkingu leitt mig út í fyrstu laxveiðiána. Ég lærði af honum öll helstu grundvallarat- riði þeirrar skemmtilegu íþróttar. Við fórum saman margar skemmti- legar ferðir í lax og silung. Margar ógleymanlegar minningar áttum við frá sjóbirtingsveiðum í Eldvatninu austur í Meðallandi. Það var stund- um kalsamt að sofa í tjaldi. En veiðigleðin og ánægjan af útverunni var alltaf til staðar. Ekki var síður gaman að ferðast um í Englandi og nutum við hjónin þess að hafa Sigga og Kitty hjá okkur í heim- sókn. Undirritaður og hans fjölskylda sjá á eftir góðum og traustum vini. Kitty og Bebby, við biðjum Guð að gefa ykkur styrk. Minningin um góðan og traustan dreng lifir með okkur öllum. Steindór I. Ólafsson. í dag verður til moldar borinn Sigurður F. Sigurz, fulltrúi hjá Vátryggingafélagi íslands, en hann lést 1. þ.m. Sigurður hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin þijú ár. í fyrstu var vonast til að tekist hefði að hefta útbreiðslu sjúkdóms- ins. Þær vonir reyndust brátt tál- vonir. Smátt og smátt náði sjúk- dómurinn yfirhöndinni. í sjúkdóms- legu sinni var Sigurður alltaf jafnjá- kvæður. Ef hann var spurður hvern- ig heilsan væri, þá var aldrei kvart- að. Síðan færði hann umræðuna að vinnustaðnum, vildi fá að vita hvað væri að frétta af vinnufélög- unum og hvernig gengi með þá við- skiptavini, sem hann hafði þjónað. Þess á milli ræddi hann um fjöl- skyldu sína og eins og jafnan áður var ofarlega í huga hans hvemig dótturinni og hennar fjölskyldu reiddi af á nýjum stað, Selfossi, sem nú var oft svo langt í burtu. Sigurður F. Sigurz fæddist í Reykjavík 22. maí 1927 og var því 65 ára þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Skúla- dóttur og Sigurður Friðriks Sigurz, stórkaupmanns. Faðirinn var Reyk- víkingur, af þeirri ætt sem nefnd hefur verið Bæjarætt, en móðirin var ættuð úr Skagafirði. Sigurður var næstyngstur sex systkina, sem fæddust á sjö árum. Þau eru Skúli Eggert, fæddur 28. apríl 1921, látinn; Kristiana, fædd 18. ágúst 1922, ekkja í Reykjavík; Áslaug, fædd 24. janúar 1924, gift Árna Jónassyni; Margrét, fædd 3. júní 1925, ekkja, búsett í Bandaríkj- unum; og yngstur er Ingólfur, fæddur 10. júní 1928, fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. 25. desember 1957 kvæntist Sig- urður Kitty Johansen, ættaðri frá Reyðarfirði. Foreldrar hennar era Thulin Johansen og Þorgerður Þór- hallsdóttir. Þau Kitty og Sigurður eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu Svövu. Hún er gift Pétri F. Péturs- syni bankamanni og eiga þau fjögur börn. Sigurður lærði rennismíði í Hamri og að námi loknu vann hann hjá Burmeister og Wain í Kaup- mannahöfn um tveggja ára skeið. Síðar gerðist hann starfsmaður hjá fyrirtækinu Verkfæri og járnvörur. Þau Kitty og Sigurður voru sam- rýmd hjón. Það var aldrei nein logn- molla umhverfis þau. Stór hópur kunningja og vina laðaðist að þeim og þau voru driffjöðurin í öllu því sem tekist var á hendur, hvort sem um var að ræða gönguferðir, ferða- lög, skemmtanir eða spilamennsku. Alls staðar voru þau jafndrífandi og fengu aðra til þess að vera virka þátttakendur. Um árabil var Sig- urður félagi í Karlakór Reykjavíkur. Sigurður kom til starfa hjá Brunabótafélagi íslands 1. apríl 1973. Eftir breytingu á löggjöf fé- lagsins var vátryggingagreinum fjölgað. Brunatryggingar á hús- eignum höfðu verið uppistaðan í iðgjaldatekjum félagsins, en nú komu til aðrar tegundir vátrygg- inga, sem fóru að setja stöðugt meiri svip á starfsemi félagsins. Umboðsmannakerfið sem nær ein- göngu hafði þjónað félaginu í tugi ára var nú ekki eins öflugt í sölu og áður var. Að gefa svör um skil- mála og lýsa umfangi trygginga var orðið meira mál en áður. Af þeirri ástæðu var farið að leita sölu- manna. Það reyndist ekki auðveld leit. Það er ekki öllum gefið að selja jafnóáþreifanlegan hlut og vátrygg- ing er. Ekki er hægt að bjóða tilvon- andi viðskiptavini að bragða á vör- unni, ekki er hægt að breiða úr henni og lýsa þekktu vöramerki eða nýjum tískustraumum. Það gekk ilía að finna sölumenn. Margir voru reyndir og jafnmargir gáfust upp. Þá var þess farið á leit við Sigurð að hann kæmi til Branabótafélags- ins og gerðist sölumaður vátrygg- inga. Þegar Sigurður hóf störf varð fljótlega ljóst að hann átti auðvelt með að afla félaginu viðskipta. Hvort sem hann fór ferðir út á land eða sneri sér að fyrirtækjum og einstaklingum í nágrenni aðalskrif- stofunnar sýndi hann góðan árang- ur. Ósjaldan sagði hann mér frá því að hann hefði hafið könnunar- viðræður við ákveðna aðila. Æði oft var efst í mínum huga að þeim tíma yrði ekki vel varið. Ég taldi þá viðkomandi tengda þeim hags- munasamtökum að ólíklegt væri að viðskipti kæmust á. í framhjáhlaupi spurði ég stundum Sigurð hvernig gengi. Þá var svarið að hann væri ekki hættur og þetta skyldi takast að lokum. Og þannig fór oft. Sigurður var sölumaður af guðs náð. Hann átti mjög.gott með að umgangast fólk og var fljótur að ná til þess. Kappsfullur og mátulega ágengur, játaði sig ekki sigraðan fyrr en hann hafði reynt allt sem í hans valdi stóð til að koma á við- skiptum. Eftir að viðskipti komust á var hann vakandi yfir sínum fyrir- tækjum, hafði gott samband við forstöðumenn þeirra og gerði það sem í hans valdi stóð til þess að þau fengju þjónustu við hæfi. Árið 1989 var Vátryggingafélag íslands stofnað af Brunabótafélaginu og Samvinnuttyggingum. Þá nýttust sölumannshæfileikar Sigurðar vel í stærra fyrirtæki. Vöxtur Bruna- bótafélagsins og síðar Vátrygg- ingafélagsins er verk hóps manna. ekki lítinn þátt í þeim sigrum á Sigurður Sigurz. Sigurður átti auðvelt með að ná til ókunnugra. Sama var að segja um samstarfsfólkið. Hann var góð- ur kunningi, sem lét sér annt um alla sem störfuðu með honum. Hann var ávallt þátttakandi, hvort sem var í gleði eða sorg vinnufélaga. Þegar frá leið varð þörf fyrir því að bæta við sölumönnum. Þeir sem komu til starfa urðu strax varir við stuðning Sigurðar, sem bæði hvatti þá og leiðbeindi. Samstarfsmenn sakna góðs vinar og Brunabótafé- lagið og Vátryggingafélagið standa í þakkarskuld við mann sem lagði sig allan fram við að þjóna þeim sem best. Við Sigurður vorum samstarfs- menn í nær 20 ár. Á þessum tíma urðum við vinir og á milli Kittyar og Sigurðar og okkar hjóna mynd- aðist kunningsskapur. Við fórum saman í ferðalag og þau voru vissu- lega góðir ferðafélagar. Minningin geymir í huga okkar ógleymanlegar samverustundir eins og þegar við gistum hjá búlgörskum bændum eina nótt og urðum að tjá okkur með svipbrigðum og handahreyf- ingum. Ög allir skemmtu sér, bæði gestir og húsráðendur. Við Sigurður gerðumst stúku- bræður í Oddfellowstúku. Ekki síst þar lærði ég að meta mannkosti Sigurðar. Hann sótti fundi mjög vel. Störf sem honum voru falin rækti hann af samviskusemi. Áhugi hans á öllu starfi stúkunnar var mikill. Þegar hann var orðinn veik- ur en honum fannst heilsan vera betri þann daginn en annan, þá mætti hann á fundi. Það er sjónar- sviptir að slíkum manni. I dag er komið að kveðjustund. Fyrir hönd Brunabótafélags íslands og Vátryggingafélags íslands flyt ég aðstandendum Sigurðar innileg- ar samúðarkveðjur. Hans er minnst með þakklæti fyrir langan og giftu- dijúgan starfsdag. Blessuð sé minn- ing Sigurðar F. Sigurz. Þórður H. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.