Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Sölvi Jónsson vél-
virki - Minning'
Fæddur 18. janúar 1954
Dáinn 28. október 1992
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Erfitt er að sætta sig við af
hveiju Sölvi vinur okkar var tekinn
svo snögglega á brott frá eiginkonu
og ungum bömum.
Við spyrjum okkur: Hvers vegna?
Hver er tilgangurinn? En fáum eng-
in svör. Við verðum að trúa og
hugga okkur við að allt hafi sinn
tilgang og að okkur öllum sé ætlað
ákveðið hlutverk.
í hjörtum okkar eigum við og
varðveitum minningu um góðan vin.
Við biðjum Guð að veita Erlu,
bömunum og öðrum ástvinum styrk
í þessari miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Erla og böm. Við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Bolli, Ásta og Vignir Þór.
í dag verður til moldar borinn
vinur minn og mágur, Sölvi Jóns-
son. Ekki grunaði mig frekar en
aðra þegar við hittumst nokkrum
dögum fyrir andlátið, að það yrði í
síðasta sinn sem við ræddum sam-
an, þessi lífsglaði drengur sem alla
ævi átti í erfiðleikum með að vera
alvarlegur. Gamansemin var hans
vopn og vörn í lífinu, og jafnvel
dauðinn sigraði ekki brosið hans.
Það læddist að mér ískaldur ótti
þegar ég frétti að Sölvi hefði verið
fluttur meðvitundarlaus á spítala
og sá ótti reyndist á rökum reistur,
því hann var allur innan tveggja
sólarhringa.
Kynni okkar hafa staðið í tæp
25 ár og aldrei hefur failið á vin-
áttu okkar nokkur skuggi. Sölvi var
aðeins 13 ára þegar við hittumst
fyrst, en ég litlu eldri, 18 ára.
Eflaust hefur hann litið upp til
þessa tilvonandi mágs síns, sem
átti alla þessa bíla sem tíðum gistu
bílskúrinn í Hlíðargerðinu, þar sem
í sífellu var verið að gera við og
endurbæta. Ekki dugði Sölva lengi
að vera bara áhorfandi að þessu,
hann vildi taka þátt í verklegum
framkvæmdum og hjálpa til, og
þannig var Sölvi til síðasta dags.
Það var sama hver í fjölskyldunni
eða vinahópnum réðst í fram-
kvæmdir, alltaf var hann mættur,
fjörugur, verklaginn og duglegur.
Það sama var upp á teningnum í
vinnunni, hann var alls staðar eftir-
sóttur sökum dugnaðar og ósér-
hlífni. Sölvi lærði vélvirkjun, en fór
ungur til sjós og starfaði framan
af bæði á millilandaskipum og físki-
skipum. Síðar kom hann í land og
starfaði hjá Vélsmiðjunni Gjörva
hf. til dauðadags.
Sölvi var næstelstur bama þeirra
hjóna Ingibjargar Skúladóttur og
Jóns Jónssonar fískifræðings, en
þau eiga auk Sölva þijár dætur;
Ragnheiði, sem er gift undirrituðum
og eiga þau þijú böm, Björgu Krist-
ínu, sem gift er Elíasi Héðinssyni
og eiga þau einnig 3 börn og Þur-
íði, sem gift er Hans Ulrik Glaeser
en þau eiga 2 börn. Sölvi var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var Hall-
dóra Bachmann Sigurðardóttir og
áttu þau saman börn, þau Gunn-
laugu Ragnheiði, Sigurð ívar og
Halldór. Seinni kona Sölva er Erla
Bragadóttir og áttu þau saman tvo
drengi, þá Jón Trausta og Sölva
Frey, en Erla er nú þunguð af þriðja
barni þeirra. Bömum sínum var
Sölvi einstakur faðir, því hann var
sérstök barnagæla, ekki bara við
sín eigin börn heldur öll sem hann
komst í kynni við. Þegar fjölskyldan
kom saman hópaðist allur krakka-
skarinn að Sölva og beið eftir ein-
hveiju sprelli eða gamanmáli, sem
sjálfsagt þótti að Sölvi hefði á tak-
teinum fyrir þau.
Þrátt fyrir að við teljum öll missi
okkar mikinn, þá er hann hjóm eitt
miðað við missi Erlu og bamanna,
sem nú standa uppi án maka, fyrir-
vinnu og föður.
Ég bið góðan guð að styrkja ást-
vini hans í sorg 'sinni, minningin
um þennan góða dreng lifir eftir í
hjörtum okkar.
Fari Sölvi í friði.
Brynjólfur Þór Brynjólfsson.
í dag er borinn til hinstu hvílu
samstarfsmaður okkar og vinur,
Sölvi Jónsson. Það er sárt til þess
að hugsa að ungur maður er kallað-
ur svo skyndilega burt. Við sem
eftir stöndum skiljum ekki tilgang
æðri máttarvalda. Á einu auga-
bragði er höggvið stórt skarð í hóp
vinnufélaga. Hann er tekinn í burt
frá ungri yndislégri konu og böm-
um, sem missa ekki bara góðan
föður, heldur einnig besta leikfélag-
ann.
Sölvi hóf störf hjá fyrirtæki okk-
ar, Gjörva hf., árið 1986. Við vissum
að þar var á ferð duglegur maður
sem ávallt var léttur í lund og ósér-
hlífínn. Við áttum því láni að fagna
að njóta krafta hans og starfsvilja
sem einkenndi hann svo mjög. í
sumarferðum okkar og á gleði-
stundum var hann ávallt hrókur
alls fagnaðar. Mánudagurinn 25.
október byijaði eins og flestir aðrir
vinnudagar, en það sama verður
ekki sagt um endi þessa örlagaríka
dags, sem var sá síðasti sem Sölvi
var með okkur. Það em öll orð fá-
tækleg þegar slíkir atburðir gerast.
Elsku Erla, við biðjum góðan Guð
að veita þér og bömum ykkar, for-
eldrum, systkinum og tengdafólki
allan þann styrk sem hann einn
hefur yfir að ráða.
Við munum geyma minningu um
góðan dreng í hjarta okkar.
Freyja, Helgi, Bogga og Villi.
Með þessum línum viljum við
kveðja elskulegan bróður, Sölva
Jónsson vélvirkja, sem lést í Borgar-
spítalanum 28. október sl. langt um
aldur fram.
Bróðir okkar fæddist 18. janúar
1954, annar í röðinni af fyómm
börnum þeirra Ingibjargar Skúla-
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
JAKOBÍNU J. WALDERHAUG
frá Lónkoti.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkra-
hússins á Siglufirði fyrir góða umönnun
í veikindum hennar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG GlSLADÓTTIR,
Vogatungu 31,
andaðist 19. október í Hátúni 10.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Hátúni 10 fyrir hjúkrun
og alúð.
Sólon Lárusson,
Ragnar L. Sólonsson,
Gisli Grétar Sólonssoh,
Nella Sólonsdóttir,
Einar Sólonsson,
Theodór J. Sólonsson,
Louisa Sampsted,
Guðrún Árnadóttir,
Floyd A. Beatty,
Katrin Hallgrímsdóttir,
Elín Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
KOLFINNA BJÖRK BOMBARDIER,
Garðavegi 5,
Keflavík,
sem lést 27. október, verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 7. nóv-
ember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á líknarfélagið Heilavernd. Minn-
ingarkort fást í Apóteki Keflavíkur.
Kjartan Hafsteinn Kjartansson,
^ Hafdís Lára Kjartansdóttir,
Vilhjálmur Árni Kjartansson,
Maria Ósk Kjartansdóttir.
+
Ástkær systir okkar,
GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR,
Hellukoti,
Stokkseyri,
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 7. nóvember
kl. 13.30.
Margrét Andrésdóttir,
Jórunn Andrésdóttir
og aðrir vandamenn.
+
Eiginkona mín,
HELGA SVEINSDÓTTIR,
Grjótá,
Fljótshlfð,
verður jarðsungin frá Hlíðarendakirkju laugardaginri 7. nóvember
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorbjörn Jónsson.
/
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu
vegna andláts mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HINRIKS EIRÍKSSONAR.
Sérstakar þakkir til Ó. Johnson og Kaaber hf. og hjúkrunarfólks
Landakotsspítala.
Kristín Jónsdóttir,
Þórhildur Hinriksdóttir, Þórður Sigurjónsson,
Sigurjón Þórðarson, Ólöf Dís Þórðardóttir,
Finnur Dór Þórðarson, Harpa Rún Þórðardóttir.
Lokað
Verslunin verður lokuð frá hádegi í dag, föstudag,
vegna jarðarfarar HALLDÓRU HAFLIÐADÓTTUR.
Fiskverslun Hafliða Baldvins,
Hverfisgötu 123.
dóttur og Jóns Jónssonar fískifræð-
ings.
Nokkurra vikna gamall fluttist
hann í nýja húsið í Hlíðargerði þar
sem við systkinin ólumst upp. Á
þessum árum var hverfið barn-
margt, mikið um að vera og margt
brallað. Við minnumst þegar Sölvi
bróðir og Gústi á 13 keyptu sér litla
sýningarvél með afborgunum og
ráku bíó hverfisins í stóra bílskúrn-
um hans pabba og mamma poppaði
ofan í liðið.
Ekki var Sölvi bróðir mikið fyrir
bókina en var ekki hár í loftinu
þegar áhugi hans á samsetningu
hluta kom í ljós og urðu þá sérstak-
lega leikföngin okkar illilega fyrir
barðinu á honum.
Sölvi bróðir kynntist sjónum
strax í æsku með pabba og að lok-
inni skólagöngu varð sjómennska
hans aðalstarf. Hann fór í land
1986 og starfaði þar hjá vélsmiðj-
unni Gjörva.
Það er skarð fyrir skildi þegar
þúsundþjalasmiðurinn er allur.
Varla kom upp það tækni- eða véla-
vandamál innan fyölskyldunnar eða
hjá vinum og kunningjum að Sölvi
bróðir væri ekki kallaður til. Þrátt
fyrir langan og erfiðan vinnudag
var hann ætíð boðinn og búinn til
aðstoðar.
Sölvi bróðir kvæntist Halldóru
Sigurðardóttur 1975. Börn þeirra
eru Gunnlaug Ragnheiður, Sigurð-
ur ívar og Halldór Andri. Þau slitu
samvistir.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Erla Bragadóttir og eru börn þeirra
Jón Trausti og Sölvi Freyr. Sigurð-
ur ívar ólst upp á heimili þeirra.
Sölvi bróðir var glaðlyndur,
spaugsamur og yfírleitt með bros á
vör.
Hann var besti vinur barnanna
okkar.
Ragnheiður, Björg og Þura.
Kveðja frá vinnufélögum
Það var okkur vinnufélögum
Sölva víðs fjarri, þegar við yfirgáf-
um vinnustað okkar mánudaginn
26. október sl. að við ættum ekki
eftir að hittast á þessu jarðríki en
máltækið segir, að það ráði enginn
sínum næturstað.
Sú spuming verður þó alltaf
áleitin hver sé tilgangur lífsins. Er
þetta skóli okkar, sem eftir lifum?
Er sorgin einn af þeim þáttum lífs-
ins sem þroskar okkur til dáða? Eru
menn kallaðir til annarra starfa á
besta aldri í miðju lífsstarfi frá eig-
inkonu og bömum?
Við vinnufélagar Sölva minnumst
margra góðra samvemstunda með
þeim hjónum og bömum þeirra í
sumarferðum Gjörva og var þar oft
glatt á hjalla.
Sölvi var ekki að gera vandræði
út af smámunum. Honum tókst allt-
af að líta á spaugilegu hliðina á
öllum málum, því það var grunnt í
grínið og gamansemina. Hann var
líka orðheppinn og í kringum hann
skapaðist mjög skemmtilegur andi.
Við vinnufélagar Sölva sendum
Erlu, bömunum, foreldram og öðr-
um ástvinum, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
F.h. samstarfsmanna og fjöl-
skyldna.
Marteinn Karlsson.
ERFIDRYKKJUR
^ Verð frá kr. 850-
P E R L a n sími 620200
Séifræðingar
í Mómnskrrvf ingiim
við öll Indvilæi'i
J> blómaverkstæði
WNNA
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090