Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
41
Minning
Guðmundur Matthías-
*
son frá Ospaksstöðum
Fæddur 1. apríl 1897
Dáinn 8. október 1992
Uppundir hvelfíng Helgafells
hlýlegum geislum stafar
frænda sem þangað fór í kvöld
fagna hans liðnir afar
situr að teiti sveitin öll
saman við langeld skrafar
meðan oss hina hremmir fast
helkuldi myrkrar grafar.
(Jón Helgason.).
Við hjónin dvöldum norður í
Húnavatnssýslu þegar við fréttum
að Guðmundur vinur okkar væri
búinn að fá hvíldina.
Atvikin höguðu því þannig að við
áttum ekki hægt um vik að fylgja
honum hinsta spölinn á annan veg
en að láta hugann leita til kveðju-
stundarinnar. Ég veit að dauðinn
var kærkominn þessum háaldraða
heiðursmanni, því síðustu mánuðina
lá hann rúmfastur í sjúkrahúsi,
heilsan þrotin aðeins bið að lífið
fjaraði út. Á fögrum degi liðu svo
síðustu andvörpin inn í kyrrð og
fegurð haustsins, jafnhliða því sem
björkin fellir bliknuð lauf til foldar
og móðir jörð býr sig undir komu
veturs konungs.
Það getur tæpast talist sorg þeg-
ar gamall maður kveður, en það
er mikill söknuður þegar góðir vinir
kveðja. En þegar minningarnar eru
hlýjar og bjartar þá ylja þær manni
um hjartaræturnar þegar þær eru
rifjaðar upp. Þegar ég og fjölskylda
mín kynntumst Guðmundi Matt-
híassyni fýrst var hann kominn yfír
sextugt. Kynni okkar hófust á þann
veg að vinur minn og starfsbróðir
á BSR, Ingimar Einarsson, er
kvæntur dóttur hans Mattheu. Þau
hjón er ég búinn að þekkja í 45 ár
og á þau kynni hefur enginn skuggi
fallið. Ingimar er bráðgreindur
heiðursmaður, vinsæll og vel met-
inn, heimili þeirra hjóna er til fyrir-
myndar, Matthea fyrirmyndar hús-
móðir, gestrisni og frjálslyndi ræður
þar ríkjum og hjónin eru samvalin
með að gera öllum gott. Máltækið
segir: „Margt er líkt með skyldum"
og á það sannarlega við um þau
feðgin Guðmund og Mattheu.
Guðmundur var einstaklega
gestrisinn, vinsæll, vinmargur og
viðmótsþýður, naut þess að veita
öðrum og rétta þeim hjálparhönd
sem áttu í vök að verjast. Hann
naut þess lika að þiggja boð hjá
vinum og vandamönnum, spjalla
saman, lyfta glasi og vera með í
glensi og gríni. Hann var einstakur
hófsmaður á vín og tóbak, en hafði
gaman af að smakka vín, skála og
reykja góðan vindil, hrókur alls
fagnaðar og dansmaður mikill. Ég
sem þessar línur rita átti oft sam-
leið með Guðmundi á mörgum gleði-
stundum, en aldrei skyldi maður sjá
hann undir áhrifum víns, þó maður
vissi að hann væri hreifur. Hann
sat veislur frá byijun til enda þó
þær yrðu í lengra lagi, lyfti glasi
manna fyrstur og drakk skilnaðar-
skál með reisn. Síðustu veislu hjá
Guðmundi sátum við hjónin þegar
hann varð níræður, þá fór lítið fyr-
ir því að sæust lát á reisn og risnu
þessa háaldraða höfðingja.
Guðmundur var myndarmaður,
þéttur á velli og þykkur undir hönd,
kráftalega vaxinn, búinn miklu lík-
amsþreki og átti létta og lipra lund.
Hann var ein af hetjum hversdags-
lífsins sem lét ekki baslið smækka
sig, sótti á brattann þó móti blési,
gat bognað undan þyngstu byrðum
en rétti sig við þegar áfanga var
náð. Ævistarfið var helgað helstu
atvinnuvegum þjóðarinnar, sjávar-
útvegi og landbúnaði. Búskap
stundaði hann bæði vestur á Skóg-
arströnd og á Óspaksstöðum í
Hrútafirði.
Eftir rúmlega tuttugu ára búskap
á Óspaksstöðum varð hann fyrir
þeirri sorglegu lífsreynslu að missa
eiginkonu sína Jóhönnu Guðnadótt-
ur á besta aldri, 56 ára, en þá voru
börnin uppkomin og flutt að heim-
an. Eftir það hætti hann búskap,
flutti til Reykjavíkur og átti þar
heima í tæp fjörutíu ár. Hér í borg
vann hann lengst af hjá Landsíman-
um, allt til þess er hann varð nær
áttræður.
Hann keypti sér íbúð hér í borg,
var efnalega sjálfstæður og þurfti
ekki til annarra að leita. Hann safn-
aði ekki veraldarauði, var alltaf
frekar veitandi en þiggjandi, enda
var það samkvæmt eðli hans.
Fyrir rúmum þremur árum varð
hann fyrir þeirri þungu sorg að
missa eitt af fjórum börnum sínum,
son sinn Gísla sem var aðeins um
fimmtugt, ,en hin eru öll á lífi.
Afkomendur Guðmundar eru í dag
alls 21 á lífí. Ekki dreg ég það í
efa að hugur hans hafi staðið nær
landsbyggðinni og sjónum en dvöl
hans hér í borginni þó hann yndi
sér hér vel, því hann kunni vel við
sig í fjölmenni. Hann var fæddur
vestur á Barðaströnd en ólst upp á
Breiðafjarðareyjum þar sem land-
sýn er sérlega fögur og auðugt líf-
ríki í eyjum og sjó. Strax mun sjór-
inn hafa heillað hann, enda stund-
aði hann sjómennsku á bátum og
togurum í áraraðir. Þar mun hann
hafa kynnst þrældómi og illum að-
búnaði í ríkum mæli, en hann lifði
það líka að sjá miklar stökkbreyt-
ingar til þess betra í þeim efnum.
Guðmundi þótti vænt um land
sitt og þjóð og mat mikils framtak
og frelsi í athafnalífí og skoðunum.
Hann hafði ákveðnar skoðanir í
þjóðmálum og þó við værum þar á
öndverðum meiði, hafði það engin
áhrif á vináttu okkar. Hugur hans
reis hæst þegar hann ræddi um
atvinnuhætti þjóðarinnar og mögu-
leika sem ekki væri farið að nýta.
Með huga og hendi vann hann
sín verk, sannur sonur lands og
þjóðar. Guðmundur var heimilisvin-
ur okkar hjóna og barna okkar í
áratugi. Á þau kynni féll enginn
skuggi. Alltaf þegar Guðmundur
leit inn til okkar birti yfir þó bjart
væri fyrir. Hlýja brosið og létti hlát-
urinn smitaði frá sér. Hann ræddi
við bömin, ekki með tæpitungu
heldur eins og við fullorðið fólk.
Þau hændust að honum, hann
fræddi þau um eitt og annað, sagði
þeim sögur úr sínu lífi og annarra,
frásagnaglaður og hress í tali, upp-
byggjandi fyrir alla sem á hann
hlýddu.
Vináttan er einn af þeim sterku
þáttum sem gefa lífinu gildi, ef hún
er sönn og einlæg, hún er sú kær-
leikskeðja sem ekki brestur þó sitt-
hvað á móti blási. Þannig var vin-
átta Guðmundar Matthíassonar.
Nú er þessi öldungur horfinn
okkur sjónum og ég vona að hann
njóti sín vel undir hvelfíngu Helga-
fells sem hann hafði í augsýn á
uppvaxtarámm sínum. Ekki efast
ég um viðtökurnar, ég sé hann í
anda við háborðið, kneifa mjöðinn
og skrafa létt við frændur og vini
sem á undan eru gengnir.
Við hjónin og bömin kveðjum
látinn vin með söknuði og trega.
Birtan og ylurinn frá kyndli minn-
inganna mun verða okkur leiðarljós
á ókomnum árum.
Hann helgaði ævina þeim
ákveðna ásetningi „að vera í lífinu
sjálfum sér trúr“. Blessuð sé hans
minning.
Jakob Þorsteinsson.
Valný Tómasdótt-
ir - Minningarorð
Vantaði mynd
Með grein Drífu um Konráð
Gíslason sem birtst í Morgunblaðinu
sl. miðvikudag átti að birtast mynd.
Er hún birt hér með og hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar.
Hinn 4. nóvember sl. fór fram
útför frú Valnýjar Tómasdóttur,
og af því tilefni langar mig að
minnast hennar nokkrum orðum.
Við vorum nágrannakonur á
Kvisthaganum um alllangt skeið,
þótt við byggjum hvor í sínum
enda götunnar, ég ásamt foreldr-
um mínum á Kvisthaga 1, en Valný
ásamt Hjalta, eiginmanni sínum,
og börnum þeirra á Kvisthaga 21.
Mig minnir það hafi verið fyrir
tilstilli konu af Seyðisfirði, sem
móðir mín þekkti, og bjó í sama
húsi og Valný á tímabili, sem kynni
okkar Valnýjar hófust. Fyrir ein-
hverra hluta sakir þurfti móðir
mín á aðstoð að halda við hrein-
gerningar og hafði henni þá verið
sagt að valný tæki slíkt að sér.
Ég minnist þess líka að Valný að-
stoðaði við framreiðslustörf í ferm-
ingarveizlu minni, sem var haldin
heima, og fórst það allt vel úr
hendi, eins og hennar var von og
vísa. Hlaðborðið í eldhúsinu bar
smekkvísi Valnýjar vitni, og hún
virtist njóta þess að vinna að þessu
fyrir okkur. Það varð líka til þess
að leitað var til hennar þegar
haldnar voru veizlur heima. Hjálp-
semi hennar var einstök og hún
alltaf boðin og búin, hvenær sem
á þurfti að halda.
Valný var ákaflega barngóð, og
var greinilegt að hún naut þess
að hafa ungu kynslóðina í kringum
sig, ef ekki barnabörnin þá börn
vinafólks síns. Góð vinátta
myndaðist því ekki aðeins milli
hennar og móður minnar, heldur
einnig milli mín og hennar, enda
Valný trygg og góð vinkona þeirra
sem henni kynntust, og aldrei
skorti umræðuefnin.
Hlýleiki og hugulsemi voru ekki
síður ein af aðaleinkennum í fari
Valnýjar og gerði það að verkum
að fólk laðaðist að henni, svo og
góð kímnigáfa.
Þegar aldurinn færðist yfir fór
Valný að kenna lasleika, enda fékk
ég fréttir af því þegar ég hitti
hana á förnum vegi og spjallaði
við hana að gömlum sið. Hún hafði
samt þurft að þola önnur og verri
áföll í lífínu en það, þar sem hún
m.a. sá á bak Tómasi, syni sínum,
sem lézt af slysförum langt um
aldur fram. Það fór ekki framhjá
manni hvaða áhrif slíkt áfallt hafði
á Valnýju, eins tilfinningarík kona
og hún var í eðli sínu.
Að leiðarlokum fyllist hugur
minn þakklæti í hennar garð fyrir
góða viðkynningu og vel unnin
verk fyrir mig og foreldra mína,
og bið henni blessunar Guðs í nýj-
um heimkynnum. Börnum hennar
og öðrum aðstandendum votta ég
innilega samúð mína.
Blessuð sé minning Valnýjar
Tómasdóttur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Minning
*
Guðmundur Arsæll
* *
Arsælsson, Olafsvík
Fæddur 16. október 1913
Dáinn 1. nóvember 1992
Ég ætla að minnast með örfáum
orðum míns ágæta vinar, Guðmund-
ar Ársæls Ársælssonar, sem lést í
Ólafsvík 1. nóvember.
Guðmundur fæddist í Straum-
fjarðartungu í Miklaholtshreppi,
Staðarsveit, sonur Þorbjargar Guð-
mundsdóttur, ljósmóður í Ólafsvík,
og Ársæls Þorsteinssonar. Hann var
elstur systkina sinna. Eftir lifa Berg-
þór, Ingibjörg og Oddgeir, en látinn
er Sigurður. Guðmundur ól mestallan
sinn aldur í Ólafsvík.
Hann hóf sambúð með Þórunni
Gunnlaugsdóttur og átti með henni
þijú börn. Ernu sem nú er látin og
Þorbjörgu. Einnig misstu þau ungan
son. Þau slitu samvistir.
Guðmundur vann bæði til sjós og
lands. Einnig var hann mikið í vega-
vinnu á sínum yngri árum. Stundum
var farið á vetrarvertíðir á Suður-
nes, þá aðallega til Sandgerðis. Oft
minntist hann þess tíma. Stafaði
Ijóma af minningunum og gleði-
glampi kom í augun.
Ein vetrarvertíð í Sandgerði varð
sérlega örlagarík í lífí Guðmundar.
Þá var þar sem ráðskona á mötu-
neyti glæsileg ung kona, Guðríður
Guðleifsdóttir frá Langstöðum í Flóa.
Tókust með þeim ástir og stofnuðu
þau heimili sitt í Ólafsvík 1945. Mik-
ill gæfumaður var Guðmundur að fá
slíkan lífsförunaut sem Guðríði. Slík-
ur persónuleiki er vandfundinn.
Lundin einstaklega létt og eðlisgæði
mikil. Guðríður ól honum sex börn
sem öll komust til fullorðinsára. En
þau eru: Sigríður, Guðleifur, Stein-
þór, Oddgeir, Lovísa og Svanhildur.
Óll eiga þau maka og börn. Afkom-
endahópur Guðmundar og Guðríðar
er orðinn allstór. Auk þess ólu þau
upp dótturdóttur sína, Guðríði, dóttur
Sigríðar.
Árið 1977 urðu þau fyrir þeirri
erfíðu lífsreynslu að missa son si’nn
Oddgeir á sviplegan hátt, tæplega
þrítugan að aldri. Varð hann mikill
harmdauði öllum er hann þekktu.
Ef við lítum yfír farinn veg fínnum
við hvað við höfum tengst samferða-
fólki okkar mismikið. Sumum tengist
maður í örstutta stund, öðrum mun
dýpra og um lengri veg. Það fínn
ég er ég lít til baka til þess tíma sem
ég bjó í Ólafsvík. Guðmundur, eða
Gvendur Sæli eins og hann var ávallt
kallaður, og fjölskylda hans er m.a.
það fólk sem ég tengdist sterkum
vináttuböndum.
Þegar maður elst upp í litlu þorpi
eins og Ólafsvík tekur maður eftir
því hvað sumt fólk setur meiri svip
á samfélag sitt en aðrir. Þannig var
með Gvend Sæla. Ekki að hann hafi
verið í félagsstarfí eða öðru slíku,
heldur var það hans sérstaki per-
sónuleiki sem gerði það að verkum
að hann verður minnisstæðari en
margur annar frá árum mínum i
Ólafsvík.
Guðmundur var mikið náttúrubarn
og þekkti fjöllin í kring eins og fíng-
urna á sér, enda hafði hann gengið
á þau öll. Hann hafði mjög gaman
af að fara í berjamó, og síðast nú í
haust fór hann á gamlar beijaslóðir.
Gott var að geta leitað til hans þeg-
ar farið var til beija, hann þekkti
bestu beijastaðina. Hann stundaði
sjóböð reglulega í mörg ár og var
það ekki á færi nema hraustustu
manna, eins og Gvendur var. Einnig
hafði hann gaman af að kanna lífríki
fjörunnar og voru þær margar ferð-
imar þangað.
Guðmundur hafði mikla ánægju
af tónlist þó sérstaklega harmon-
ikkutónlist. Haukur Morthens og
Raggi Bjarna voru í hávegum hafðir
og sönglaði hann oft með. Heyrði
maður þá hvernig röddin varð léttari
og lundin bljúgari.
Einnig minnist ég þess er ég
„stökk yfír“ að ekki ósjaldan var
setið við eldhúsborðið með spil í hönd.
Gvendur hafði gaman af að spila,
bæði vist og manna. Var þá mikií
alvara í loftinu og oft hiti í leiknum.
Ekki átti Gvendur gott með að tapa,
en því ánægðari var hann er hann
vann, og hló ánægjulegum hlátri sig-
urvegarans.
Oft hafði Gvendur gaman af því
þegar við Lolla vorum að hafa okkur
til á böllin á laugardagskvöldum.
Fann maður þá hve gjaman hann
hefði viljað vera á okkar aldri. Stund-
um fengum við hann til að skutla
okkur á samkunduna. Guðmundur
hafði mjög gaman af að umgangast
unga fólkið og náði oft góðu sám-
bandi við það. Hann var svo einstak-
lega ungur í anda alia tíð að maður
hugsaði ekki til þess að hann væri
kominn á efri ár, „unglingurinn sjálf-
ur“. En nú hefur hann kvatt þetta
líf.og verður tómlegra að koma í
heimsókn til Ólafsvíkur en áður.
Ég vil þakka Guðmundi Ársæli
Ársælssyni samfylgdina og votta
Guðríði og 'börnum hennar og að-
standendum öllum samúð mína.
Helga Gunnarsdóttir.
+
I tilefni andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Braut,
Húsavík,
viljum við þakka öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur
hlýhug og henni virðingu með nærveru sinni, blómum og kveðjum.
Guð blessi ykkur öll. ..
Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
föðursystur okkar,
ÞÓREYJAR JÓIMSDÓTTUR,
Moldnúpi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna Kirkjuhvols og Sjúkra-
húss. Suðurlands.
Guðjón Einarsson, Sigríður Einarsdóttir,
Eyþór Einarsson, Baldvin Einarsson,
Guðrún Einarsdóttir, Sigurjón Einarsson.