Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Það koma ekki skyndibita-
pakkar, segir konan mín.
Hún var gripin um daginn.
HÖGNI IIRKKKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reylyavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Ógeðfelld fréttamennska
Frá Gunnlaugi Þórðarayni:
UPP Á síðskastið hafa tilteknir Qöl-
miðlar reynt að gera æsifréttir vegna
ætlaðra mistaka nokkurra embættis-
manna í starfi. Seinasta dæmi þessa
er að Stöð 2 hugðist fyrir nokkru
úthrópa einn embættismann fyrir
seinagang í starfi. Embættismaður
þessi fékkst við hin viðkvæmu og
erfiðu fíkniefnamál. Hann var mjög
heiðvirður og vandur að virðingu
sinni í hvívetna og mun það hugsan-
lega hafa átt einhvem þátt í að
málin gengu hægar en ella. Hann
var afskaplega fáliðaður og því hlóð-
ust mál upp hjá embætti hans. Eitt
þeirra var hið svokallaða málningar-
dósamál, en það mál var lengi í at-
hugun hjá saksóknara, eftir að lög-
reglurannsókninni lauk. Dómarinn
fékk það til meðferðar á miðju ári
1990, þá sem sakadómari. Þá stóð
réttarfarsbreytingin fyrir dyrum og
átti án efa sinn þátt í að málið hlaut
að tefjast frekar, þar sem öll saka-
dómsembætti voru lögð niður.
Af frásögn þeirri, sem Stöð 2 helg-
aði aðalfréttum þriggja kvölda í röð
um málið, mátti ráða að einhver
annarleg öfl væru að verki og ættu
þátt í að málið hefði ekki fengist
afgreitt. Án þess að leita neinna
skýringa á ástæðum þess.að meintur
dráttur varð á meðferð þessa tiltekna
máls, virðist það eitt hafa vakað fyr-
ir fréttastofu Stöðvar 2 að gera rann-
sókn málsins sem tortryggilegasta í
fréttatímum sínum þrjú kvöld í röð.
Smekkleysan náði hámarki, er Stöð
2 birti mynd af landabréfi Hítardals-
vatns og umhverfis og upplýsti, að
fréttamaður Stöðvar 2 hefði spurt
dómsmálaráðherra hvort ekki yrði
gerð rannsókn út af dauðsfalli dóm-
arans.
Reyndar baðst fréttastjóri Stöðvar
2 afsökunar á þeirri svívirðu kvöldið
eftir, en sú beiðni var léttvæg. Mig
furðar að engir skuli hafa látið van-
þóknun sína í ljós á þeirri ógeðfelldu
fréttamennsku sem þama var höfð
í frammi.
Visst áhyggjuefni er að frétta-
mennska Stöðvar 2 og annarra
ábyrðgarlítilla fjölmiðla einkennist í
vaxandi mæli af æsifréttamennsku
og jafnvel óbeinum hótunum i frétta-
umbúðum.
Því má ekki gleyma að menn sem
fást við rannsókn og dómsmeðferð i
fíkniefnamálum eru í meiri háska en
í öðrum lögfræðistörfum og Ijóst er
að menn sem fást við slík mál í ára-
Frá Sveini Magnússyni:
OFT heyrir maður þessi orð, verslið
í heimabyggð, styrkið ykkar heima-
"byggð. Og það er það sjálfsagt rök-
rétt, svo langt sem það nær. Við
skulum skoða þetta aðeins nánar.
Ég ætla að segja það strax að ég
er þessu ekki sammála að öllu leyti.
Mun ég nú leitast við að gera grein
fyrir skoðunum mínum á þessum
málum. Það mun þá naumast verða
gert með neinni tæpitungu. Um þessi
mál verður að tala af fullri hrein-
skilni, hvort sem mönnum líkar betur
eða verr.
Enginn skyldi láta heigulshátt,
undirlægjuhátt, auðmýkt eða til-
beiðslu annarra sjónarmiða aftra sér
frá að hugsa, tala og taka sjálfstæða
afstöðu til þessara mála, ekki síst
er það varðar bókstaflega tilveru
þeirra til að lifa mannsæmandi lífi.
En afstaðan verður að byggjast á
heilbrigðu máli studdu öruggum rök-
um og staðreyndum. Heilbrigt mat,
sjálf undirstaða og forsenda afstöð-
unnar, verður ekki framkvæmd með
neinum öruggari ráðum en beitingu
kaldrar skynsemi. Umfram allt án
tilfínninga en í samráði við samvisku
hvers manns, sem aldrei þagnar,
heldur spyr sjálfan sig: Er ég að
gera rétt?
Sá sem á og rekur verslun reynir
að afla þeirrar vöru sem hann þarf
til framleiðslu sinnar á sem hagkvæ-
mustu verði, hvar sem hann getur
fengið vöruna, og við skulum ætla
að hann geri það ef hann ætlar að
láta verslunina ganga vel, selja sem
ódýrasta vöru og um leið hagstæð-
asta fyrir sinn viðskiptavin. Þá fer
vel.
En sá sem rekur heimili verður
líka að hugsa um að fá allt það hrá-
tugi hljóta að þreytast í þeim störf-
um.
Þessi aðför Stöðvar 2 er smánar-
blettur á starfsemi hennar.
GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON
Bergstaðastræti 74a, Reykjavlk
efni sem hann þarf til að framfleyta
sér og sinni fjölskyldu á sem hag-
stæðastan hátt. Hann hlýtur að
reyna að fá allt það sem hann getur
fengið fyrir sem minnstan pening til
að heimilið geti borið sig.
Hann gerir nákvæmlega það sama
og sá gerir sem rekur sína verslun.
Hann spyr sig: Hvar get ég fengið
mest fyrir mín laun? Það hlýtur að
vera jafn rökrétt hjá honum eins og
hinum. Hann getur ekki staðið fyrir
framan sína fjölskyldu og sagt: Við
verðum að skera niður hjá okkur svo
hinir geti haldið sínum verslunum
gangandi. Bara af því að þeir búa í
sama byggðarlagi en geta ekki boðið
okkur sína vöru á sama verði og stór-
markaðirnir í nágrannabyggðunum.
Á meðan öllum er frjálst að versla
hvar sem þeir telja heppilegast þá
gera þeir það. Meðan húsmæðurnar
sem fara oftast með fjármál heimil-
anna í innkaupum telja að það sé
heppilegra að versla í stórmörkuðun-
um þá verður svo að vera. Svo ein-
falt er það. Við sitjum að þessu leyti
öll við sama borð sem betur fer.
Stórmarkaðimir eru komnir til að
vera. Það eru breyttir tímar og við
verðum að aðlagast þeim. Hvort þeir
eru betri eða verri verður tíminn að
leiða I Ijós. Óöryggi í atvinnumálum
og samdráttur á öllum sviðum kemur
við alla, hvar sem þeir standa í þjóð-
félaginu.
Meiri álögur kalla á að fólk verður
að velta nánast hverri krónu á milli
fingra sér og reyna að fá sem mest
fyrir hana. Hverjum er um að kenna
ætla ég ekki að leggja dóm á, en
þetta eru því miður staðreyndir engu
að síður.
SVEINN MAGNÚSSON
Ægisbyggð 20, Ólafsfirði —-
Verslun í heimabyggð
Víkveqi skrifar
Kunningjakona Víkverja átti leið
í Gjaldheimtuna nú á dögun-
um, þar sem hún var að greiða opin-
ber gjöld. Hún greiddi með ávísun
og sem hún afhendir ávísunina ber
þar að starfsmann, sem vinnur hjá
stofnuninni, og þegar hann sér ávís-
unina, segir hann: „Já, ég get svo
sem tekið ávísunina, en á ég ekki
að taka þig líka?“
Hvort sem þetta átti að vera
brandari eða ekki, fannst konunni
þetta síður en svo hlægilegt. Opin-
ber embættismaður, sem þannig
svarar viðskiptavinum Gjaldheimt-
unnar, þekkir ekki sinn vitjunartíma
og þyrfti svo sannarlega að fara í
námskeið í almennum mannasiðum.
xxx
á er það skjalfest í íslenzkri
pólitík, í fyrsta sinn í sögunni,
að félögum í stjórnmálasamtökum,
Kvennalistanum, er heimilt að hafa
eigin skoðanir og greiða atkvæði
samkvæmt samvizku sinni. Ástæða
er til þess að gleðjast yfir þessum
þáttaskilum, þegar slíkt er samþykkt
á fjölmennum fundi. Nú þarf enginn
að fara í grafgötur um að Kvenna-
listinn ætlar að virða þessi ákvæði
stjórnarskrárinnar, að þingmenn
hafi heimild til að fara eftir samvizku
sinni.
Inn á borð Víkvérja barst nýlega
lítill pési, sem ber nafnið „Pass-
port to Iceland" og er gefínn út í
sama broti og íslenzka vegabréfið.
Þetta er nokkuð óvenjulegt upplýs-
ingarit um land og þjóð og er einnig
skemmtilegur minjagripur um heim-
sókn til íslands. „Passinn" eins og
hann mun hefndur á meðal ferða-
skrifstofufólks er gefinn út af Ice-
land Review og litprentaður með
mörgum myndum. Hann mun nú
hafa verið gefmn út á ensku og
þýzku, en fyrirhugað mun vera að
gefa hann út á fleiri tungumálum.
„Passinn" er frumleg og
skemmmtileg útgáfa af kynningar-
riti, sem gaman getur verið að gefa
ferðamönnum,* sem til landsins
koma, enda hefur Víkveiji heyrt af
því að fyrirtæki kaupi mörg hver
nokkurt magn af honum til þess að
geta gefið gestum, sem heimsækja
þau, og ennfremur hefur hann verið
settur inn í svokallaða ráðstefnu-
pakka, þ.e. í gögn sem dreift er á
ráðstefnum, sem hér eru haldnar.
Sem dæmi um notkun „passans"
má geta þess að fyrir nokkrum
mánuðum bauð Magnús Gústafsson,
forstjóri Coldwater Corporation í
Bandaríkjunum, nokkrum viðskipta-
vinum til íslands. Hann pantaði
passa handa öllum gestum sínum
og var böggull með þeim sendur
vestur um haf og beið hans á
Kennedyflugvelli. Þannig fengu allir
þátttakendurnir í þessari íslandsferð
„passann" um leið og þeir stigu upp
í Flugleiðaþotuna og gerði hann
mikla lukku meðal Bandaríkjamann-
anna.
xxx
Víkveija hefur verið bent á að
einn alvarlegur hængur sé á
notkun „græna kortsins“. I raun er
í gildi tvenns konar kerfí sem að-
gangur að strætisvagnakerfínu,
kortið og svo miðakerfið gamla, sem
nú er notað fyrir öryrkja og gamal-
menni og hentar þeim, sem nota
vagnana lítið. En ungir öryrkjar fá
ekki græna kortið, heldur gömlu
miðana, sem eru ódýrari. Þetta getur
verið mjög sárt fyrir þetta unga fólk,
sem vill hafa kort eins og hinir jafn-
aldrarnir, sem eru heilir heilsu.
Þennan misbrest þarf yfirstjórn
strætisvagnanna að leiðrétta, svo að
ungu fólki sé ekki mismunað. Það
er ekki aðeins fjárhagslegur þáttur,
sem spilar inn í þetta mál, heldur
einnig tilfinningalíf þessa unga
fóiks.
Ci
«
«
«
«
«
(!
I
í
í
\