Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 49

Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 49 Hver er hlutur Landsímans í þjón- ustu- og- skemmtinúmerunum? Frá Jóhanni F. Guðmundssyni: I ÉG LEYFI mér að beina eftirfar- ' andi spurningum til Ólafs Tómas- sonar, póst- og símamálastjóra: j 1. Tekin hafa verið í notkun síma- " númer sem kallast þjónustu- og skemmtiefni, þ. á m. stjörnuspár og I kynlífsfræðsla. Verð er kr. 39,90 " til 69,90 á mínútu. Hver annast eftirlit f.h. Landsímans með því efni sem þarna er borið fram? Hafa Landsímanum borist kvartanir vegna þess? 2. Er hægt að koma í veg fyrir notkun heimilissímans og á ég þar sérstaklega við forvitin böm og unglinga, sem lesa og heyra um ginnandi tilboð, en gera sér ekki ljóst að símareikningurinn getur orðið svo hár, að ofviða verður fyr- ir foreldrana að greiða hann? Nefna má sem dæmi að kynlífsfræðslan kostar rúmar 8.000 krónur skv. blaðinu Símatorgið. 3. Eru hringingar utan af landi I með utanbæjarálagi? 4. Eru fyrirtæki og stofnanir einnig varnarlaus gagnvart því að ) starfsfólk og aðrir noti síma þeirra til þess að afla sér þeirra upplýs- inga sem hér er talað um? | 5. Er ekki hætta á því að ungt fólk taki stjörnuspárnar alvarlega og þá sem leiðsögn fyrir líf sitt þannig að kristin trú og siðgæðisvit- und verði að víkja fyrir því sem þar er fram borið? Er eðlilegt að Land- síminn eigi þar hlut að máli? 6. Nýlega birtist í Morgunblaðinu grein með yfirskriftinni „Emm að gefa dreifikerfi símans nýtt líf‘. Því er spurt: Er dreifikerfi Landsímans lasburða, Qárvana, kannski í andar- slitrunum eins og fyrirsögn fréttar- innar ber með sér? 7. í greininni kemur fram að Miðlun og hollenskt fyrirtæki eiga saman „Islensku símaþjónustuna" með jafnri eignaraðild. Er við hæfí að Landsíminn innheimti fyrir hinn erlenda aðila þessi símgjöld? Er samið til margra ára? 8. Hveijar eru tekjur Landsímans áætlaðar vegna þessarar starfsemi? 9. Hver er hlutur Landsímans af hverri mínútu? 10. Hafa kvartanir borist frá sím- notendum vegna fleiri skrefagjalda að undanfömu? Nýlega hefur verið borið út blað- ið Símatorgið. 1. tbl. 1992 útg. Teleworld Island með uppl. um þessa starfsemi, þ. ám. samkeppni um hvert sé gáfnaljós Bylgjunnar fyrir kr. 39,90!!! mínútuna, með lof- orðum um glæsilega vinninga. Þeir vita hvernig á að standa að mark- aðssetningu, bara að gáfnaljósin sem þeir uppgötva velti þeim ekki úr sessi! Og nú bætast fleiri flokkar við. Stjörnuklúbbur Bylgjunnar, Stjömuspá Bylgjunnar, Leikir og verðlaun á Bylgjunni. Mér kemur í hug leikurinn með erindinu kunna: „Fram fram fylking, forðum okkur hættu frá, því ræningjar oss vilja ráðast á.“ Það er hætt við að freisting skap- ist hjá ungu fólki til þess að fara á bak við foreldra, sem ekki geta komið í veg fyrir notkun símans vegna ýmissa aðstæðna. Felst ekki í þessu hætta á því að tortryggni, reiði og erfíðleikar verði ,til innan ijölskyldunnar, sem þarf og á að vera sterkasta stoð þjóðfélagsins? Dýrasta eign þjóðarinnar er æska hennar og margt er gert til þess að varðveita hana og styrkja inn á veg framtíðar, jafnframt vitum við að hún verður fyrir hrikalegri áreitni í ýmsum myndum og er ekki þar á bætandi. í gegnum hávaða og trölladans heimsins heyrist rödd kærleikans, kalla til allra sem byggja þetta land. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Og á þann boðskap kostar ekkert að hlusta. Megi Guð varðveita unga fólkið. Æskuskarann á íslands strönd? eins og sr. Friðrik orti. Með bestu kveðju og þakklæti fyrir væntanleg svör yðar. í fyrsta sinn á íslandi DANIEL HECHTER nlkislœöur frá kr. 6.500 og leðurbelti. Langur laugardagur á morgun. Opid frá kl. 10—17. snyrtivörukynning frá kl. 13—17. 10% kynningarafsláttur. SIGURBOGINN Laugavegi 80, sími 611 330. GOODfYEAR VETRARHJÓLBARÐAR VELVAKANDI MYNDARLEGT FRAMTAK Birgir Lámsson, Ránargötu 30 Reykjavík: ÉG VIL koma á framfæri kæm þakklæti til Víking Bmgg á Akureyri fyrir myndarlegt framtak er þeir héldu Október- | bjórhátíð á Akureyri og í Reykjavík um daginn. Þetta er að mínu mati eitt myndarlegasta framtak ís- lensks iðnfyrirtækis til að kynna íslenskan iðnað sem lagt hefur verið í um árabil og veit ég að margir em mér sammála. Eitt langar mig að vita og vil ég beina spumingu minni til Víking Brugg og/eða ÁTVR. Verður Októberbjórinn áfram til sölu í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum eða er þetta aðeins tímabundin framleiðsla sem heyrir þessum mánuði til? Ég spyr vegna þess að Okt- óberbjórinn er eitthvað það mesta sælgæti í bjór sem rekið hefur á fjömr mínar hér á landi. Önnur spuming: Þarf maður kannski að hamstra bjórinn ef hann verður tekinn úr sölu í lok | mánaðarins? EYRNALOKKUR LAFANDI gullhúðaður eyma- lokkur með hjartalöguðum gul- brúnum steini tapaðist laugar- dagskvöldið 24. október í Mið- bænum. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 75788 eða 43142 eftir kl. 20. Fundarlaun. GÓÐUR ÞÁTTUR Nína Haraldsdóttir: SIGURGEIR Guðjónsson var með mjög góðan tónlistarþátt á Aðalstöðinni á kvöldin sem I gaman var að hlýða á. í þessum þætti var ýmiss konar músík sem var mjög vel valin. Ég I vona að Sigurður verði fenginn " til að vera með þáttinn á ný því það er mikil eftirsjá að hon- um. GLERAUGU GLERAUGU töpuðust 15. október sl. í neðra Breiðholti eða við verslunarmiðstöðina í Mjódd. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 670305 eða 71614. GLERAUGU í hulstri fundust í Ráðhúsinu fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 30815. SPORÖSKJULÖGUÐ kven- gleraugu með gylltri rönd töp- uðust í Miðbæ Reykjavíkur að- faranótt laugardagsins 30'. október. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 27557. LÍTIL gleraugu með gullum- gjörð töpuðust, ef til vill við JL-húsið. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 610969. HJÓL SVART átján gíra JASS- VOLTAGE fjallahjól var tekið við Hraunbæ 50 um mánaða- mótin september/október. Þeir sem kynnu að hafa séð hjólið vinsamlegast hafi samband í síma 673243. Fundarlaun. TÝNDLÆÐA LÆÐAN Marína á heima í Mosfellsbæ en hvarf sunnudag- inn 18. október. Hún er með rauða ól um hálsinn og hefur það sérkenni að vera með svart- an lítinn blett rétt við nefið. Vinsamlegast látið vita í síma 668237 ef einhver hefur orðið var við hana. I JÓHANN F. GUÐMUNDSSON ' Látrarströnd 8, Seltjamamesi Pennavinir Tékknesk stúlka um tvítugt með áhuga á bókalestri, íþróttum, tónlist o.fl.: Jitka Klecova, Barakova 1204, Kostelec nad Orlici, 517 41, Czechoslovakia. Frá Alsír skrifar 31 árs hótel- starfsmaður með áhuga á ferðalög- um, tónlist, fiskveiðum o.fl.: • M. Kemmeche Boualem, Hotel des Sables D’or, Zeralda, Algeria. LEIÐRÉTTINGAR Rangt föðurnafn Þau leiðu mistök urðu við birtingu fréttar á bls. 4 í gær, að föðumafn Báru Gunnarsdóttur, sem lézt af slysförum, misritaðist. Em aðstand- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI Sjöfn stjórnaði fundi Vegna fréttar í blaðinu s.l. mið- vikudag um að Katrín Fjeldsted hefði fyrst kvenna stjórnað borgar- ráðsfundi skal tekið fram að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir þáverandi borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins stjómaði fundi í borgarráði Reykjavíkur 24. apríl 1979. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT HEKLA FOSSHÁLSI 27 SÍMl 695560 674363 Snyrtifræðingur kynnir nýju haust- og vetrarlitina í dag kl. 14-18 Gjafa-og snyrtivörubúðin Stigahlíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.