Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 J2600 21750 SIMATIMI LAUGARDAG FRÁ KL. 10-13 35 ára reynsla tryggir örugga þjónustu Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá! Holtsgata - 2ja 2ja herb. falleg íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð u.þ.b. 4,5 millj. Einkasala. Mjölnisholt - 3ja 84,4 fm góð íb. á 2. hæð í tvíbh. Hálft geymsluris fylgir. Áhv. 3,0 millj. veðd. Verð 5,9 millj. Hörpugata - 4ra 4ra herb. góð risíb. v. Hörpugötu. Nýtt gler og gluggar. Laus strax. Verð ca 5,8 millj. Háaleitisbr. m/bílsk. 4ra-5 herb. 108 fm mjög falleg íb. á 4. hæð. Bílsk. fylgir. Verð 8,7 millj. Áhv. 4 millj. húsbréf. Þingholtin - 5 herb. 5 herb. 115,5 fm falleg nýstands. efri hæð og ris við Njarðargötu. Miðborgin - lítið hús Járnvarið timburh., kj., hæð og ris v. Hverfisgötu, 142 fm samt. Hæð og ris 4ra herb. íb., 2ja herb. íb. í kj. Laust Urðarbakki - raðh. Óvenjuvandað og fallegt ca 160 fm raðh. m/innb. bílsk. Garðskáli. V. 12,7 m. Sérhæðir - Garðabæ Glæsil. 3ja-4ra herb. og 5 herb. íb. ásamt bílgeymslu í hringhúsi v. Sjávar- grund. íb. selst tilb. u. trév. eða fullg. Mögul. að taka minni eign uppí. Iðn.húsn. - Bfldshöfða Ca 200 fm iðnaðarhúsn. á jarðhæð og í kj. Innkeyrsludyr. Malbikað bílaplan. L Agnar Gústafsson hrl. Eiríksgötu 4 Málflutnings- og fasteignastofa KAUPA FASTEIGN ER ÖRUGG FJÁR- FESTING íf Félag Fasteignasala VALIÐ ER AUÐVELT — VELJIÐ FASTEIGN Félag Fasteignasala strax. Verð 8,5 millj. Barmahlíð - sérh. fS-jA. 4ra herb. falleg ib. á 1. haeð ásamt 3 herb., snyrtingu og eld- unaraíst. i kj. Samtals 144,6 fm. Suðursv. Sórínng. Verð 10,7 eftir Magnús Myr byggingarstaðall a aó eyóa óvissii og misskilningi - scgir dr. Hafsteinn Pálsson verkfrædingur OFT koma upp deilur milli selj- enda og kaupenda, þegar hús- næði er selt ófullgert. Ástæðan er gjarnan mismunandi skilning- ur á hugtökum. Þeir leggja ekki sama skilning í hutök eins og fokhelt eða tilbúið undir tréverk. Ur þessu á nú að reyna að bæta með nýjum byggingarstaðli, sem nefnist ÍST 51 Byggingarstig húsa. Hann var gefinn út 1. nóv- ember sl., en tekur gildi um næstu áramót. Það er mjög mikilvægt, að selj- andi og kaupandi hafi sama skilning á því, hvaða framkvæmd- um á að vera lokið við afhendingu byggingar, sagði dr. Hafsteinn Pálsson verkfræð- ingur í viðtali við Morgunblaðið, en hann hefur tekið þátt í samningu þessa nýja staðals. — Gamli staðallinn um byggingarstig húsa var ekki nógu nákvæmur og Sigurðsson skýr. Þess vegna hafa orðið árekstr- ar milli seljanda og kaupanda vegna mismunandi skilnings þeirra á hug- tökum. Þeir verða að tala sama mál, vera sammála um, hvað við- komandi hugtök þýða eins og fok- helt eða fullfrágengið hús. Hafsteinn er fæddur 1952 og alinn upp í Reykjanesi við ísaijarð- ardjúp og í Mosfellssveit. Hann gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og varð stúdent þaðan 1972. Síðan lá leið hans í Háskóla íslands, þar sem hann lagði stund á byggingar- verkfræði og útskrifaðist þaðan 1976’. Að því búnu hélt hann til framhaldsnáms við Georgia Instit- ute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem hann dvaldist í 6 ár. Mastersprófi lauk hann 1977 og doktorsprófí 1982, en sérgrein hans var sveiflufræði burðarvirkja. Eftir það starfaði hann í tvö ár í Sviss hjá Rannsókna- stofnun kjamorkuiðnaðarins, en kom heim 1984 og hefur síðan starfað hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þar hefur hann á síðustu árum aðallega unnið sem starfsmaður Byggingarstaðlar- áðs. Tilbúið undir tréverk úr sögunni — í nýja staðlinum eru skil- Hafsteinn Pálsson greind sjö byggingarstig í staðinn fyrir sex áður. Gömlu byggingar- stigin samsvara ekki öll byggingar- stigum nýja staðalsins, heldur Haf- steinn áfram. — Gömlu stigin nefndust steypt plata, uppsteypt hús, fokhelt hús, tilbúið undir tré- verk, tilbúið undir málningu og fullfrágengið hús. Nýju byggingar- stigin nefnast: 1. Byggingar- og framkvæmdaleyfi. 2. Undirstöður. 3. Burðarvirki fullreist. 4. Fokheld bygging. 5. Tilbúin til innréttingar. 6. Fullgerð án lóðarfrágangs og 7. Fullgerð notaeining. Þijú fyrstu byggingarstigin lýsa byggingu, áð- ur en henni er lokað fyrir veðri og vindum, en hin fjögur byggingu á síðari stigum. Ein helzta breytingin felst í því, að hugtökin “Tilbúið undir tréverk" og “Tilbúið undir málningu" hverfa. — Fyrri skilgreiningin hefur oft valdið ágreiningi vegna mismun- andi skilnings á því, hvað hún felur í sér, segir Hafsteinn. — Eiga loft að vera klædd, eiga milliveggir að vera komnir? Við það var miðað, að “að öll skilrúm skyldu fullfrá- gengin, að málningu undanskilinni Morgunblaðið/Kristinn svo og tréklæðningu". Það hefur hins vegar oft verið deilt um það, hvað “tréklæðning“ felur í sér, hvort hún nær yfir vegginn allan eða yfirborðið eitt. Þannig hefur seljandi oft afhent byggingu án skilveggja, þegar kaupandi hefur vænzt þess að þeir fylgdu með í kaupunum. Samkvæmt nýja staðlinum verð- ur tekin upp ný skilgreining, sem nefnist “Tilbúið til innréttingar" og hún á að duga betur. Hún þýðir m. a. að skilveggir skulu vera reist- ir og tilbúnir undir endanlega yfir- borðsmeðhöndlun. Fokheld bygging verður komin aðeins lengra á veg samkvæmt nýja staðlinum en þeim gamla. — Hún á m. a. að vera með endan- legri þakklæðningu, þó án rennu og niðurfaila. Grundvallarnýjung í staðlinum er svokallaður viðbótalisti, sem unnt er að nota, þegar eign er á milli byggingarstiga. — Þá er notuð við- eigandi skilgreining á byggingar- stigi t. d. fokheld bygging og síðan merkt inn á listann, hvað komi til viðbótar fokheldu, segir Hafsteinn. — Ef eign skiptir um eigendur, þá má nota þennan lista til að lýsa því í samningi, hvað komið er umfram fokheldið eða komið umfram tilbúið til innréttingar o. s. frv. Með þessu á að vera tryggt, svo að ekki verði um deilt, hvað kaupandinn á að fá í hendur. Hafsteinn bendir hins vegar á, að þessi nýi staðall tryggi ekki rétt kaupandans í einu og öllu né heldur komi hann í veg fyrir öll hugsanleg ágreiningsefni milli seljanda og kaupanda. — Staðallinn kveður ein- ungis á um, hvaða verkþáttum skuli lokið, segir hann. — Til þess að kaupandinn viti, hvað hann er að kaupa, verður hann jafnframt að hafa teikningar og efnislýsingar. Oft veldur það ágreiningi, þegar hvergi er kveðið á um það í kaup- samningi, hvaða efni skuli notuð. Kaupandinn hefur þá kannski gert ráð fyrir, að notuð verði einhver sérstök efni, en í reynd eru notuð önnur og ódýrari efni. Ef efnislýsing er ekki fyrir hendi, getur hann átt erfitt um vik með að saka seljanda um vanefndir, ef það stendur hvergi á blaði, að nota eigi þau efni, sem hann var með í huga. Sama gildir um allan frágang. Itarlegri lýsingar I heild eru allar lýsingar mun ítarlegri í nýja staðlinum. Hann hefur verið fenginn fjölda hags- munaaðila til umsagnar og það jafnvel nokkrum sinnum. Þeir hafa verið beðnir um að láta í ljós álit sitt á staðlinum og hvernig bæta mætti úr, ef þeir sæju ambögur á honum. — Það hafa líka verið gerð- ar ýmsar breytingar á staðlinum, frá því að uþphafleg drög að honum voru fyrst lögð fram, segir Haf- steinn. — Endanleg útgáfa staðals- ins varð svo til eftir miklar umræð- ur og að teknu tilliti til þeirra marg- víslegu athugasemda, sem borizt hafa. Viðtökur hjá hagsmunaaðilum hafa verið góðar. Þessi nýi byggingastaðall er sér- íslenzkur staðall. Hafsteinn var spurður að þvi, hvort staðallinn ætti eftir að breyta miklu og hvern- ig þessu væri farið á hinum Norður- löndunum? — Það ræðst að sjálf- sögðu af því, hvemig staðallinn verður nýttur í viðskiptum bæði af fasteignasölum og ekki síður af byggingameisturum og fyrirtækj- um, sem eru að byggja og selja, segir Hafsteinn. — Þá skiptir það líka máli, að þeir, sem em að kaupa, Gnoðarvogur - sérhæð Glæsileg ca 160 fm neðri sérhæð ásamt góðum bíl- skúr. 4 svefnherb. Nýleg eldhúsinnrétting. Parket. Tvennar svalír. Mikið útsýni. Áhv. ca 4,1 millj. langtímalán. Verð 12,9 millj. j£S Lyngvík, hf., fasteignamiðlun, II Síðumúla 33, símar 679490 og 679499. Ármann H. Benediktsson, Geir Sigurðsson, lögg. fastsali. Einbhús óskast Höfum traustan kaupanda að 250-350 fm einbhúsi. Þarf að hafa 5 svefnherb. Helst í Selás- eða Árbæjar- hverfi en aðrir staðir koma til greina. VAGN JONSSON FASTEIGNASALA Skúlagötu 30 Atli Vagnsson hdl. SÍMI61 44 33 • FAX 61 44 50 Sólvallagata - einbýlishús Skemmtilegt, rúmgott eldra steinhús á besta stað í vesturborginni. Húsið er kjallari og tvær hæðir auk manngengs geymslulofts. Falleg, ræktuð lóð. Góð eign á eftirsóttum stað í borginni. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 8, símar 19540 og 19191.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.