Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍr mLMTL'DA.GLUt 19. NÓVEMBER 1992
C 3
Flug
Flugleiðum færð sam-
bönd okkar á silfurfati
- segir Halldór Sigurðsson stjómarformaður Atlantsflugs
FORSVARSMENN Atlantsflug-s áttu fund með Halldóri Blöndal sam-
gönguráðherra síðastliðinn mánudag vegna þeirrar alvarlegu stöðu
sem flugfélagið er í. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, stjómarform-
anns Atlantsflugs var fundurinn á jákvæðum nótum. Halldór sagði
að stjórnvöld væra að færa Flugleiðum viðskiptasambönd Atlants-
flugs á silfurfati með óraunhæfri kröfu um eiginfjárstöðu flugfé-
laga. Halldór Blöndal samgönguráðherra vildi ekki tjá sig um hvað
hefði farið fram á fundinum.
Eigendur Boeing 727 vélar sem
Atlantsflug hefur haft á leigu und-
anfama mánuði fóru með vélina frá
íslandi sl. laugardag til Shannon
flugvallar á Irlandi. Atlantsflug
hefur nú enga vél og sagði Halldór
Sigurðsson stjómarformaður fé-
lagsins að það réðist á allra næstu
dögum hvort félagið yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Halldór sagði að
ljóst væri að ekki næðist inn hluta-
fé til að uppfylla skilyrði um nægi-
lega eiginfjárstöðu til rekstrar í
þijá mánuði án tillits tii tekna. Tölu-
verðar skuldir hvíla á félaginu og
em lánadrottnar flestir erlendir,
þ.á.m. Baii-bankinn og kaupleigu-
fyrirtækið LAS, eigendur Boeing
727 vélarinnar sem Atlantsflug
leigði. Þeir hafa engu að síður heit-
ið 30 milljón kr. hlutafé inn í félag-
ið að því tilskildu að íslenskir aðilar
leggi fram ijármuni.
Halldór sagði að íslensk stjórn-
völd væm að færa Flugleiðum við-
skiptasambönd Atlantsflugs á silf-
urfati með óraunhæfri kröfu um
eiginfjárstöðu flugfélaga. Benti
hann á og vísaði í útreikninga fé-
lagsins að ef sama krafa væri gerð
til nokkurra stærstu fyrirtælq'a
landsins væri ekkert þeirra nógu
burðugt til að halda úti starfsemi.
Eigið fé íslenskra sjávarafurða
væri 657 milljónir kr., en fyrirtækið
þyrfti samkvæmt reglugerðinni að
Hlutabréf
Mest selst
í Haraldi
Böðvars-
synihf.
Engar meiriháttar
gengisbreytingar
HLUTABRÉFAVIÐSKIl’TI
á Verðbréfaþingi og Opna
tilboðsmarkaðnum vikuna
11-17. nóvember voru alls
fyrir um 7,7 miiyónir króna
og þar af seldust hlutabréf í
Haraldi Böðvarssyni hf. fyrir
5,3 mil^jónir króna á genginu
3,10 sem er 0,70 hærra gengi
en frá síðustu sölu. Minni-
háttar viðskipti áttu sér stað
I 8 öðrum hlutafélögum.
Síðastliðna viku seldust
hlutabréf í Eimskip fyrir 407
þúsund á genginu 4,35 og 4,30,
Sjóvár/Almennum fyrir 555
þúsund á genginu 4,30, Flug-
leiðum fyrir 290 þúsund á 1,45,
Olís fyrir 171 þúsund á 1,90,
Marel fyrir 173 þúsund á 2,4,
Eignarhaldsfélagi Iðnaðar-
bankans fyrir 314 þúsund á
1,4, Útgerðarfélagi Akur-
eyringa fyrir 349 þúsund á 3,68
og í Olíufélaginu fyrir 142 þús-
und á genginu 4,7.
Engar meiriháttar gengis-
breytingar áttu sér stað í hluta-
bréfaviðskiptum fyrmefndra 8
hlutafélaga í vikunni.
eiga 3.054 milljónir kr. Samtök ís-
lenskra fiskframleiðenda ætti 797
milljónir kr. en þyrftu að eiga 3.044
milijónir.
Halldór sagði að ekki væri loku
fyrir það skotið að félagið sækti
um flugrekstrarleyfi þegar hinn
svokallaði „þriðji pakki“ í flugi inn-
an Evrópu kæmist á 1993, en sam-
kvæmt honum yrðu það einvörð-
ungu nýir flugrekstraraðilar sem
þyrftu að sýna fram á eiginfjárstöðu
sem dygði til þriggja mánaða rekst-
urs án tillits til tekna. Því væri hins
vegar ekki að neita að félagið hefði
nú þegar misst viðskiptavild og
-samninga og það kæmi ekki í ljós
fyrr en á reyndi hvort unnt yrði að
hefja á ný flugrekstur.
„Það er útséð með að það næst
ekkert hlutafé inn ef ekki fást flug-
rekstrarleyfí. Ef miða á við rekstur-
inn í fyrra þá eru þetta 125-150
milljónir kr. Ef við reiknum með
þeim rekstri sem fyrirhugaður var
á næsta ári þá er um 330 milljónir
kr. að ræða,“ sagði Halldór.
Atíantsflug skuldar Flugmála-
stjöm farþegaskatta, en þá fjár-
muni fær félagið greidda eftir á frá
ferðaskrifstofum sem það hefur
flogið fyrir. Atlantsflug greiddi 4,9
milljónir í farþegaskatta vegna
flugs fyrir Flugferðir-Sólarflug og
hefur félagið farið fram á það við
samgönguráðuneytið sú upphæð
SÖLUAÐILAR:
E. TH. MATHIESEN HF.
PENNINN SF., HALLARMÚLA 2
E.TH.MATHIESENHF.
BÆJARHRAUN110 ■ HAFNARFIROI ■ SÍMI651000
verði endurgreidd, þar sem greiðsl-
ur hafí ekki borist frá Flugferðum-
Sólarflugi. Ráðuneytið hefur hafnað
því. Halldór sagði að enn ættu eftir
að berast reikningar, m.a. vegna
yfírflugsgjalda og eldsneytis. „í níu
mánaða uppgjöri var tap hjá okkur,
en í fyrra var hagnaður. Árið er
ekki búið fyrir öll venjuleg fyrir-
tæki en það er búið fyrir okkur.“
ATLANTSFLUG — Tvísýnt er nú um framtíð Atlantsflugs.
Flugfélagið leitar eftir nýju hlutafé til að treysta eigið fé fyrirtækisins
sem er forsenda þess að flugrekstrarleyfí fáist. Hins vegar segja for-
svarsmenn fyrirtækisins útséð um að félaginu takist að afla nýs hluta
íjár ef flugrekstrarleyfíð liggur ekki fyrir. Félagið er því í eins konar
sjálfsþeldu.
Með varaaflgjafa frá Nýherja þarftu ekki að óttast að rafmagnsleysi,
spennufall eða aðrar rafmagnstruflanir eyðileggi tölvuna eða
gögnin. Varaaflgjafinn er nauðsynlegt öryggistæki sem tekur
sáralítið pláss. Hafðu samband og við metum hvaða varaaflgjafi
hentar þínu tölvukerfi, þér að kostnaðarlausu.
Verd frá kr. 24.487.-
NÝHERJI
TOLVULAGNIR
Armúía m * ska 67 ao 70
LATUM GÆÐIN GERA GAGN
Hagstæð fyrirgreiðsla til iðnfyrirtækja
sem vilja koma á vottuðum gæðakerfum
IÐN LANASJOÐUR
VÖRUPRÓUNAR- OG MARKAÐSDEILD
A B A / 8fA