Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 8

Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDA6UR 19. NÓVEMBER 1992 Bílar Japanir auka bíla- framleiðslu íEvrópu í KJÖLFAR samkomulags um takmörkun innflutnings á japönsk- um bQum tU Evrópu stefna Japanir nú á aukna framleiðslu inn- an Evrópu. Samkvæmt samkomulagi milli Evrópubandalagsins og japanskra yfírvalda hefur verið sett þak á fjölda innfluttra bíla frá Japan til Evrópubandalagslanda frá og með næsta ári til aldamóta. Japanskir bílaframleiðendur brugðust við þessu með áætlunum um aukna framleiðslu í Evrópu. Honda Motor Co. framleiddi fyrsta bíl sinn í Evrópu í síðasta mánuði þegar verksmiðja þeirra í Swindon í Englandi tók til starfa. Þar er áætlað að framleiða 50.000 bíla á næstu 18 mánuðum og þeg- ar fram líða stundir á árleg fram- leiðsla að fara upp í 100.000 bfla. Toyota opnar fyrstu verksmiðj- una í Evrópu fyrir áramót, einnig I Englandi. Þar á að framleiða 100.000 bfla á ári, en seinna meir er einnig gert ráð fyrir að stækka verksmiðjuna. Nissan hefur framleitt bfla í Englandi síðan árið 1986, en nú á enn að auka framleiðsluna. Á síðasta ári voru smíðaðir 120.000 bflar þar, en 175.000 í ár og 270.000 á næsta ári. Búist ér við að framleiðsla þess- ara þriggja stærstu japönsku bíla- framleiðenda verði kominn upp í um 500.000 bfla á ári I Evrópu um miðjan áratuginn. Auk þess fá félögin aðgang að mörkuðum í gegnum fjöldamörg samstarfs- verkefni með evrópskum framleið- Svíþjóð Verðmat Skandia- félaga lækkar STANDAKD & Poor í Stokkhólmi hafa lækkað mat sitt á mörgum dótturfélögum Skandia i kjölfar erfiðleika félagsins. Meginástæða þess að Standard & Poor telja nauðsynlegt að lækka mat sitt á dótturfélögum Skandia er áframhaldandi verðfall eigna Skandia sem og að félaginu hefur ekki tekist sem skyldi að breyta skammtímaskuldum í langtíma- skuldir. Að auki býst S&P við lé- legri afkomu Skandia á árinu. Því hafa þijú tryggingafélög, Skandia Intemational Insurance Corp, Skandia America Reinsur- ance Corp og American Skandia Life Assurance, öll verið færð úr A-flokkun niður í BBB. Þetta end- urskoðaða mat á stöðunni eykur enn á þrýsting um að dótturfélag- ið Skandia America verði selt, en Skandia hefur dregið að svara nýjasta tilboðinu í það. Bandaríski fjárfestingahópur- inn John Head & Partners hefur boðið 550 milljónir dollara fyrir Skandia America. Skandia hefur enn ekki tekið afstöðu til tilboðsins þar sem þeir telja frekari trygging- ar nauðsynlegar. endum. Hinsvegar verður innflutn- ingur frá Japan takmarkaður við rúmlega 1,2 milljónir bfla á ári fram til aldamóta. JAPANIR — Innflutningur japanskra bíla takmarkaður við 1,2 milljónir á ári. Tölvur Kvikmyndir í PC-tölvum Financial Times Bandarísku tölvufyrirtækin Microsoft og Intel hyggjast í samein- ingu koma því tQ leiðar að kvikmyndir verði eðlQegur þáttur í daglegri notkun PC- tölva. Nýtt forrit frá Microsoft, „Video for Windows", gerir öllum PC- tölvum með 386 eða 486 örgjörva og Microsoft Windows-stýrikerfi, kleift að sýna stafrænar kvikmynd- ir ásamt texta, grafik og kyrrmyndum. Þessi blandaða birtingar- tækni gæti endurvakið áhuga manna á PC-tölvum, ekki síst í tengslum við fræðslu- og afþreyingarefni. Fram að þessu hefur þurft kostnaðarsamar forfæringar til að kalla fram hreyfanlegar myndir í PC-tölvum. Notendur hafa orðið að bæta rafrásaborðum við tölv- umar og sérhæfð forrit hafa dreg- ið stórlega úr almennum notkun- armöguleikum. En á sama tíma hefur Apple Computer getað boðið upp á kvikmyndir í Machintosh- tölvum sínum. Vandamálið er að gerð, geymslu og sýningu tölvukvikmynda fylgir gífurlegt gagnaflóð. í Video for Windows beitir Intel nýrri tækni, Indeo, sem þjappar gögnunum saman í viðráðanlega stærð. Þann- ig geta kvikmyndir orðið einn hluti af núverandi notkun tölvanna, svo sem ritvinnslu. Video for Windows mun sjálf- krafa laga stærð og gæði mynd- anna að afli PC- tölvunnar sem keyrir forritið. Venjuleg 386 PC sýnir 15 heldur rykkjóttar myndir á sekúndu og stærð þeirra verður aðeins um tíundi hluti af skjánum. Aftur á móti nýtir 486 PC íjórð- ung skjásins og þar eru myndimar 24 á sekúndu. Með því að bæta sérstöku rafrásaborði við tölvuna má síðan í báðum tilvikum kalla fram líðandi myndir sem geta fyllt út í skjáinn. „Blönduð birtingartækni verður mikilvæg við margvíslega notkun PC- tölva“, spáir Bill Gates, stjóm- arformaður og aðalframkvæmda- stjóri Microsoft. Á vinnustöðum mætti meðal annars nota tölvu- kvikmyndir við þjálfun starfs- manna, vörakynningu og margvís- lega þjónustu í verslunum. Kvik- myndir geta einnig aukið mjög áhrifamátt ýmissa tölulegra upp- lýsinga og rafeindapósts innan fyrirtækja. Núverandi notendur Microsoft Windows geta að kostnaðarlausu fengið þann hluta Video for Windows, sem gerir þeim kleift að sjá „búta“ úr kvikmyndum. En forritið allt mun fyrst um sinn kosta 199 dali í Bandaríkjunum. Notendur hafa þá möguleika á að gera sínar eigin kvikmyndir. Þó svo að flestar PC-tölvur geti án breytinga keyrt Video for Windows, er búist við því að þess- ir nýju möguleikar auki áhuga margra notenda á að stækka við sig og verða sér úti um búnað sem eykur gæði myndar og hljóðs. Þar koma til greina fleiri rafrásir, stærra minni og minnisdiskar (CD- ROM) sem rúma mikið magn upp- lýsinga. Séu menn að fá sér PC- tölvu í fyrsta sinn verður jafnframt auðveldara að sýna þeim fram á kosti þess að kaupa öflugri tölvu frekar en þá ódýrustu. Tölvur Milliliðalaus viðskipti Bandarískir tölvuframleiðendur eru í auknu mæli farnir að selja vöruna sína milliliðalaust. Fréttir herman einnig að fyrir- tækið Apple ætli að flytja fram- leiðsluna og síðar höfuðstöðvamar frá Kalifomíu til Texas. Er þetta talið vera liður í spamaði og endur- skipulagningu, en Kalifomía þykir vera orðin full dýr. Þetta þykir merki um harðnandi verðsamkeppni og minni álagn- ingu á tölvum á þessum markaði. Nýjasti aðilinn í þessum leik er Apple fyrirtækið, sem hyggst bjóða fyrirtækjum að skipta beint við fyrirtækið. Vidskiptavikan í Vesturheimi Veðraskil í efnahagstífinu eftir Petrínu S. Úlfarsdóttur VIKUNA eftir sigur BQl Clint- ons { forsetakosningunum hafa spumingar vaknað nm það hvemig honum muni ganga í þeim málaflokk sem færði hon- um sigur, efnahagsmálum. Úr- slit kosninganna hafa þó ekki enn valdið miklum viðbrögðum { viðskiptaheiminum. TQ að fjalla um og ákveða fyrstu að- gerðir hefur Clinton ákveðið að mynda hóp sérfræðinga undir leiðsðgn gamals vinar, hagfræð- ingsins Richards B. Reich i Har- vard-háskóla. Fyrstu fregnir frá leiðtoga hópsins benda til þess að ekkert bráðræði verði á ferðinni. Efnahagurinn sé ef tQ viU á krossgötum undir eigin vélarafli og séð verði tQ fram í janúar hvert stefna muni. í kosningastefnumálaskrá Clintons varðandi efnahagsmál er einkum að fínna eftirtalin atriði: ■Peningatilfærslur úr vamarmál- um til annarra þátta þjóðfélags- . ins, sérstaklega samgöngumála, umhverfísmála og nýrra tækni- verkefna. Engar nákvæmar töl- ur hafa komið fram í því sam- bandi, en manna á meðal hafa verið nefíidar upphæðir allt að 60 milljarðar bandaríkjadala næstu fímm ár. ■Auknir skattar á þá sem hafa meira en 200 þúsundir dala á ári í tekjur. ■Sérstakur milljónamæringa- skattur. ■Nýir skattar á erlend fyrirtæki í Bandaríkjunum. ■Skattaívilnanir til fyrirtækja vegna fjárfestinga í verksmiðj- um og tækjum. ■Starfsþjálfun verði rekin með fé frá fyrirtækjum, sem munu greiða 1,5% af launagjöldum þar til. ■Alríkis-sjóður til að lána skóla- gjöld til þeirra sem vilja mennta sig en hafa ekki efni á því. ■Kerfí iðnþjálfunar verði sett á laggimar um land allt, með áherslu á flóknari störf. ■Heilbrigðisþjónusta nái til allra. ■Stemmd verði stigu við hvers kyns óeðlilegum hagnaði í heil- brigðisþjónustu, og þannig draga úr ofeyðslu til þess mála- flokks. Clinton hefur sagt að hann muni einbeita sér að því að örva hagkerfíð og draga úr fjárlaga- halla. Varðandi utanríkismál, þá er hagfræði aftur efst á baugi. Clinton segist vera að leita að ut- anrfkisráðherra sem trúi því að téður málaflokkur velti fyTst og fremst á stefnu sem stuðli að al- þjóðlegum hagvexti, auk viðreisn- ar heima fyrir. Aðstoðarfólk hans hefiir látið í skína að Asíulönd muni nú loks fá þá athygli Banda- ríkjaforseta sem þau hafa til unn- ið. Þykir þetta tímabært, meðal annars í ljósi þess að Japanir hafa aukið kaup sín á bandarískum vöram og þjónustu um 25% síð- ustu fíögur ár. í fyrra seldu Bandaríkjamenn meira til Japans en til Þýskalands, Frakklands, ít- alíu og Irlands samtals! Staða efnahagsmála í Banda- ríkjunum í dag markast einkum af ástandi sem kalla má veðra- skil. Veðurhanar hagkerfísins hafa í heildina verið neikvæðir síðustu fjögurra mánaða. í september- mánuði var þessi summa mínus 0,3%. Húsbyggingar hafa þó í heildina heldur færst í vöxt í sept- embermánuði. Bifreiðasala var og 21,6% hærri í októbermánuði held- ur en ári áður, einkum vegna auk- inna kaupa á þyngri ökutækjum. Smásala jókst um 0,9% í október. Einnig hafa veitingahús, sem eftir því sem Gregory Giever hjá Smith, Barney, Harris, Upham & Co. seg- ir merkja einna fyrst breytingar í eyðslu neytenda, heldur tekið við sér. Brace Steinberg, yfirhagfræð- ingur hjá Merrill Lynch, telur sig sjá fram á að atvinnuleysi sé um það bil að minnka, menn séu að hugsa sér til hreyfíngs varðandi nýjar húsbyggingar, og heldur sé að hýma yfir hagkerfínu. Aðstandendur vel rekinna og stöndugra lítilla og meðalstórra fyrirtælq'a, sem sjá að nú er lag fyrir vöxt, kvarta sáran undan erfíðleikum við að fá lán til fíár- festinga. Þykir þetta sérstaklega bagalegt í Ijósi þess að einmitt þessi flokkur fyrirtækja stuðlaði að tilkomu 12 milljóna nýrra starfa á áttunda áratugnum, meðan 500 stærstu fyrirtækin minnkuðu við sig. Lánastofnanir bera því við að löggjafínn og yfírstjóm peninga- mála í landinu sníði þeim þröngan stakk við útlán, einkum með því að krefjast hárra tryggingasjóða gegn áhættusömum lánum. Gullkorn vikunnar Frank R. Lichtenberg hjá við- skiptadeild Columbia-háskóla kynnti niðurstöður rannsóknar sem gerð var á efnahagslífí fimm- tíu og þriggja þjóða á árunum 1960 til 1985. Fram kom að fíár- festing í þróunar- og rannsóknar- verkefnum skilaði sér að jaftiaði í sjöföldum hagnaði, sem augijós- lega fer langt fram úr útkomu á hefðbundnum fíárfestingum. Enn- fremur, þá dvelur sá hagnaður sem af helst nokkuð lengi í því landi þar sem til slíkrar fíárfestingar er stofnað, áður en hann smitast til annarra hagkerfa. Þannig geta þjóðlönd haldið sér stöðugt í fylk- ingarbijósti með fíárfestingu í framþróun. Heimildin Barrons 16. nóvember, Wall Street Joumal 16. nóvember, New York Times 15. nóvember, Business Week 16. nóvember. Höfundurínn úrskrifaðist sem hagfræðingur frá Fitchburg- háskóla í Massachusetts í vor og stefnir aðþvíað hefja doktorsnám við Clark-háskóla. Hún mun skrifa vikulega um efnahags- og við- skiptamál í Bandaríkjunum sem eru í mikilli deiglu nú eftir for- setakosningamar. Hér segir frá helstu straumum vikuna 9.-16. nóvember 1992

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.