Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍr FIMMTUDAGUR 19- NÓVEMBER 1992
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
DAGBÓK
Tölvubókasýning hjá
stúdentum
■ TÖLVUBÓKASÝNING frá
Prentice Hall bókaforlaginu
stendur yfír í Bóksölu stúdenta
frá 16.-27. nóvember. Á sýn-
ingunni má fínna 350 titla sem
spanna það nýjasta og áhuga-
verðasta á sviði tölvuhugbúnað-
ar. í tilefni sýningarinnar býður
Bóksalan upp á 10% afslátt af
öllum erlendum tölvubókum.
Námstefna um markaðssókn
erlendis
■ AUK hf., Gæðastjórnunar-
félag Islands og Hagræðing-
arfélag Islands gangast fyrir
námstefnu mánudaginn 23.
nóvember á Hótel Islandi.
Leiðbeinendur verða þeir David
T. Carey og John W. Alden
sem eru kunnir af starfi sem
ráðgjafar ýmissa stórfyrirtækja
í New York. Ennfremur mun
Jón Sigurðsson, viðskiptafull-
trúi í New York flytja erindi.
Lífeyrismál
tölvunarfræðinga
■ KJARANEFND félags
tölvunarfræðinga heldur fund
um lífeyrismál miðvikudaginn
25. nóvember f BHM salnum
að Lágmúla 7 kl. 12-13. Fyrir-
lesarar eru Dr. Pétur H. Blön-
dal, stærðfræðingur, Valgarð-
ur Sverrisson, Lífeyrissjóði
verslunarmanna og Arna
Harðardóttir, Landsbréfum.
Fundurinn er opinn öllum fé-
lagsmönnum og er aðgangur
ókeypis.
Vörustjómun í
heilbrigðiskerflnu
■ VÖRUSTJÓRNUN í heil-
brigðiskerfinu er yfirskrift
fundar sem Aðgerðarrann-
sóknafélag íslands, Vöru-
stjórnunarhópur HFI og heil-
brigðis- og tryggingarráðu-
neytið halda miðvikudaginn 25.
nóvember nk. í Borgartúni 6
kl. 15.20-18.00. Meðal þeirra
sem flytja erindi á fundinum
eru Þorkell Helgason aðstoð-
armaður ^ heilbrigðisráðherra,
Snjólfur Ólafsson dósent við
Háskóla íslands og Sindi Sin-
drason framkvæmdastjóri hjá
Pharmaco hf. M.a. verður
fjallað um biðlista sjúklinga,
framleiðslu og dreifingu lyfja
og upplýsingatækni í heil-
brigðiskerfinu. Þátttöku þarf
að tilkynna i sima 621066
fyrir 24. nóvember.
Mannvirkjaþing
■ MANNVIRKJAÞING 92
sem haldið verður á Hótel Loft-
leiðum miðvikudaginn 25. nóv-
ember nk. kl. 9.00-18.00 verð-
ur helgað íslenskum byggingar-
iðnaði á tímamótum. Á þinginu
verða haldin 15 erindi um mál-
efni byggingariðnaðar ásamt
umræðum og fyrirspumum til
fyrirlesara. Skráning á þingið
fer fram í síma 616577 fyrir
23. nóvember. Ráðstefnugjald
er 9.500 kr.
Námskeið hjá Vitund
■ VTHJND heldur námskeið
26. nóvember kl. 17-19 í B-sal
á Hótel Sögu þar sem fjaUað
verður um hvemig ná megi
árangri í Evrópu. Námskeiðið
er haldið í samvinnu við Pétur
Guðjónsson og er ætlað þeim
sem eru að Ieita allra leiða til
að koma fyrirtæki sínu á fram-
færi, skapa arðbæran markaðs-
grundvöll og keppa á Evrópu
sem heimamarkaði. Fjallað
verður um breyttar aðstaeður í
Evrópu, nýja möguleika fyrir
íslendinga og hvað gera þurfi
til að nýta þá möguleika. Þátt-
töku þarf að staðfesta í síma
620086 eða myndsíma 614800
fyrir 20. nóvember.
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Vel heppnuð tölvusýning hjá EJS hf.
VIÐSYN “ Eftirfarandi tengingar eru á myndinni: a) við SKÝRR
beint frá sýningarsvæðinu, b) við Reiknistofu bankanna annars vegar
í gegnum beina (leiðstjómanda/router) upp í EJS og í gegn um gátt,
sem stödd er í tæknideild, og hins vegar beintenging, c) haft er sam-
band við X.400 tölvupóstkerfi Pósts og síma í gegnum X.25 gagnanet-
ið, d) annað tölvupóstkerfi er í samskiptum við Microsoft í Bandaríkjun-
um, Danmörku og Svíþjóð, e) tenging við UNIX-tölvu hjá EJS á Grens-
ásvegi í gegn um beina, sem tengist svo X.25 gagnaneti Pósts og
síma og tengist þaðan inn á allar Hagkaupsbúðir á landinu vegna
uppsetningar, viðhalds og eftirlits með búnaði þar og f) EJS hf. teng-
ist með Microsoft Mail eða WordPerfect Mail svo viðskiptavinum sínum
beint, sem á að spara öllum leiðindabið í síma.
Tölvusýning Einars J. Skúlasonar
hf. á Hótel Sögu sl. laugardag var
um margt forvitnileg og skemmtileg.
Fyrst og fremst var hún vel heppnuð
og rós í hnappagat fyrirtækisins.
Fyrirtækið sýndi margt af því, sem
það hefur á boðstólum, allt frá ein-
földum notendahugbúnaði upp í
öflugt og flókið netkerfi. Megin
þungi sýningarinnar, að mati Amar
Andréssonar sölustjóra EJS hf., var
nýr hugbúnaður frá Microsoft. Þar
mátti sjá Windows NT stýrikerfíð,
Windows for Workgroups, Word 2.0
fyrir Windows, Excel 4.0 fyrir
Windows og PowerPoint og síðast
en ekki síst nýja Access-gagna-
grunninn, sem formlega var kynntur
á Comdex sl. mánudag.
Windows NT og Windows for
Workgroups
Mikill áhugi var fyrir fyrirlestrum
um þessi tvö kerfi, en þeir voru
haldnir á klukkutímafresti á meðan
á sýningunni stóð. Windows for
Workgroups gefur notendum kost á
samnýtingu á hörðum diskum og
prenturum. Diska má samnýta, ef
notandinn er með 386 eða 486 tölvu.
Hann getur þá gefið öðrum aðgang
að diskinum sínum með því að gera
hann samnýtanlega. Ef annar not-
andi vill notfæra sér þetta, verður
harði diskur hins aðilans bara eins
og eitt jaðartæki í viðbót á tölvu
notandans. (Macintosh-fólk þekkir
þessa aðferð úr sínu umhverfi og
eins þeir sem unnið hafa á eldri
PC-netum, áður en sérstakur net-
stjóri/netþjónn kom til sögunnar.)
Hægt er að einskorða þennan að-
gang við diskinn í heild eða hvert
skráarsafn fyrir sig og lesaðgang
eða les- og skrifaðgang. Samnýting
á prenturum virkar svipað. Aðrar
nýjungar eru t.d. tölvupóstur, sem
auðveldar notendum mjög mikið að
senda póst á milli tölva. I póstkerf-
inu er ekki bara hægt að senda texta,
Bókakynning
heldur einnig hluti. Einnig er inn-
byggt dagbókarforrit, forrit sem
fylgist með álaginu á tölvunni og
einfalt samskiptaforrit í anda gömlu
póstkerfana í stórtölvuumhverfinu.
Windows for Workgroups er að
mati þeirra EJS manna mikil bylting
fyrir aðstæður eins og eru hérna á
markaðnum. Hér þurfa menn að
geta byijað á litlu neti, sem síðar
þróast út í stærri kerfi. Þetta stang-
ast nokkuð á við álit ýmissa sérfræð-
inga erlendis, sem sjá ekki svo aug-
ljós not fyrir búnaðinn. Ég treysti
mér ekki að taka afstöðu til þess
að svo stöddu.
Að sögn Hjörleifs Kristinssonar
hefur Windows NT allt það sem
Windows for Workgroups hefur.
Mjög fljótlegt er að keyra kerfið upp
samanborið við DOS-tölvur og eru
afköst alveg viðunandi, eins og það
var sett upp á sýningunni. Verður
spennandi að sjá hvaða viðbrögð
stýrikerfið fær, en búast má við ein-
hverri gagnrýni vegna hins gríðar-
lega pláss, sem það tekur, eða 46
MB á harða diskinum. Ekki er ætlun-
in hér að fjalla um Windows NT í
smáatriðum, þar sem það hefur
fengið mikla og góða umfjöllun í
blöðum og tímaritum hér á landi,
sem erlendis. Komin er út s.k. beta-
útgáfa af kerfinu og er hægt að fá
hana hjá EJS.
Sun
Eitt ár er nú síðan EJS hf. hóf
að selja tölvubúnað frá Sun Micro-
systems. Á þessu ári hafa selst um
60 tölvur ásamt fylgihlutum. Á sýn-
ingunni var nokkuð frambærileg
Sun-vinnustöð með geisladrifi, seg-
ulbandasstöð, hörðum diski og 21
tommu litaskjá. Sun Microsystems
kynnti 10. nóvember sl. nýjungar í
tíu-seríunni, sem kynnt var í vor og
sumar, en einnig nýja vinnustöð, sem
verður á mjög freistandi verði (PC-
verði). EJS verður með kynningu á
þeim búnaði á morgun, 20. nóvem-
ber. Nýja tölvan, kölluð SPARC-10,
er með nýjum örgjörva, ISDN-tengi,
hátalara og útgangi fyrir hljóð og
mynd. EJS hf. væntir þess að hin
nýja vinnustöð komi til með að vekja
forvitni margra, sérstaklega þegar
verðið er haft í huga. Mun það vera
í kringum 350 þúsund krónur, sem
er rífleg verðlækkun frá eldri gerð-
um.
Sun Net-manager er netumsjón-
arkerfi eða eftirlitskerfi með neti.
Það hentar aðilum með tuttugu eða
fleiri netstöðvar á staðameti. Kerfið
getur stjómað netinu, fundið villur
og bilanir. Þannig birtist á stjóm-
stöðinni hvar bilun hefur komið upp
og flýtir það mjög fyrir viðgerð.
Þetta er mjög athyglisverður bún-
aður, sérstaldega þar sem netbilanir
hafa orðið meiri áhrif á afköst, en
áður.
Tandy og Victor
Fyrir þá, sem ekki kynnast innvið-
um tölvunnar svo mikið, var forvitni-
legt að skoða Victor-tölvu, sem var
í gegnsæjum plastkassa. Gat fólk
þar séð hvar og hvemig spjöldum
„Islenskt atvinnulíf“ í framför
eftir Þorkel
Sigxirlaug'sson
Ritið „íslenskt atvinnulíf hefur
nú komið út í fimm ár og tekur stöð-
ugt framföram um efni og eykur
upplýsingagildi. Sú var tíðin að upp-
lýsingar um afkomu og rekstur fyrir-
tækja Iágu ekki á Iausu og enn era
nokkur fyrirtæki sem ekki sýna
áhuga á að birta opinberlega almenn-
ar fjárhagsupplýsingar. Lokuðum
einkafyrirtækjum er frjálst að gefa
ekki fjármálalegar upplýsingar um
sinn rekstur ef þau telja það þjóna
betur hagsmunum sínum eða ann-
arra.
Það er aftur á móti ánægjuefni
hve þeim fyrirtækjum fiölgar stöð-
ugt, sem era þátttakendur í upplýs-
ingariti Talnakönnunar hf. um ís-
lensk fyrirtæki. ítarlegar upplýs-
ingar um íslensk fyrirtæki era mjög
gagnlegar fyrir ýmsa aðila, svo sem
hluthafa, lánardrottna og viðskipta-
menn.
Ritið „Islensk atvinnulíf" skiptist
í tvö bindi. í fyrra bindinu, sem kom
út í júní á þessu ári, era upplýsingar
um fyrirtæki sem gengu frá ársupp-
gjörum og aðalfundum tiltölulega
snemma á árinu. Má þar fmna ýmis
fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, eign-
arleigur, verðbréfafyrirtæki og sjóð-
ir, bankar, sparisjóðir og trygginga-
félög. f seinna bindinu sem kom út
í byijun nóvember era viðbótarapp-
lýsingar um ýmis sjávarútvegsfyrir-
tæki, iðnfyrirtæki, sjóði, samvinnu-
fyrirtæki, orkuveitur og síðast en
ekki síst ýmis bæjarfélög. Sú nýjung
er í seinna bindinu að þar er skrá
yfir einstaklinga og fyrirtæki með
tilvitnun í þær blaðsíður sem nöfn
þeirra koma fyrir í báðum bindunum.
Upplýsingar era mismunandi eftir
greinum og eðli reksturs, en nokkuð
staðlaðar um starfssvið og almenna
starfsemi, Qárfestingar og fram-
kvæmdir, rekstur og stöðu og fram-
tíðarhorfur. Greinilega er oft erfitt
að fjalla um framtíðarhorfur, en
Talnakönnun kemst þokkalega í
gegnum það í flestum tilvikum. For-
svarsmenn, stjóm og stærstu hlut-
hafar era tilgreindir. Lykiltölur úr
rekstrar- og efnahagsreikningi og
sjóðsstreymi era tilgreindar svo og
ýmsar aðrar kennitölur. Gagnlegt er
að einnig eru tilgreindir eignarhlutir
í öðram félögum.
Gera má ráð fyrir að sumir for-
svarsmennfyrirtækja hafi orðið held-
ur óglaðir þegar Benedikt Jóhannes-
son, framkvæmdastjóri Talnakönn-
unar hf., hringdi til þeirra fyrir
nokkram áram og óskaði eftir ýms-
um upplýsingum um fyrirtæki þeirra.
Þá þótti þetta afskiptasemi og for-
vitni sem ekki væri við hæfi. Síðan
hafa tímamir breyst. Nú þykir yfir-
leitt sjálfsagt og nauðsynlegt að birta
sem ítarlegastar upplýsingar um ís-
lensk atvinnufyrirtæki. Sum fyrir-
tæki hafa jafnvel óskað sérstaklega
eftir því að fá að vera með í ritinu.
Það, er að verða kappsmál íslenskra
fyrirtækja að skila hagnaði og hafa
sem ítarlegastar upplýsingar um sinn
rekstur.
Það er mikill misskilningur sem
stundum kemur fram í máli manna
að það sé almennt talinn aumingja-
skapur að tapa og þjófnaður að skila
hagnaði. Þeim fjölgar sífellt, sem
betur fer, er telja það ósanngjamt
og kenna umhverfinu um flest vanda-
málin. Menn þurfa að horfast í augu
við tap af raunsæi. Fyrirtæki tapa í
sumum tilvikum tímabundið vegna
þess að slíkt er óhjákvæmilegt og
eðlilegt miðað við aðstæður eða tap-
rekstur varð til vegna Qárfestinga í
r ** © ®
WIHAtóWMIMFOG¥ÍSIOCW6
Mk li " •
framtíðarhagnaði vegna markaðs-
kostnaðar, vöruþróunar eða sam-
keppni. Þá eiga stjómendur að út-
skýra slíkt, en ekki kenna öðram um.
Aðrir tapa vegna stjórnleysis, mis-
taka og vanmats á umhverfinu og
enn aðrir lenda í taprekstri tilneydd-
ir, til dæmis vegna opinberra af-
skipta. Það er aldrei æskilegt að fyr-
irtæki séu rekin með tapi og síst af
öllu ber að neyða þau í slíka stöðu.
Hagnaður á að sjálfsögðu alltaf að
vera markmið, en ekki er alltaf hægt
að komast hjá taprekstri og fyrir-
tæki verða að vera undir slíkt búin.
Hvorki tap né góður hagnaður eiga
að þurfa að vera feimnismál og góð-
ar upplýsingar um íslenskt atvinnulíf
og stöðug sókn til að auka fram-
leiðni, nýsköpun og samkeppnisstyrk
er það sem við þurfum. Bókin „ís-
lenskt atvinnulíf" gefur okkur góða
innsýn í rekstur og afkomu íslenskra
fyrirtækja þótt enn vanti nokkur
mikilvæg fyrirtæki í myndina og því
er heildaryfirsýn ekki fullkomlega
góð.
I flestum löndum era gefin út ítar-
leg rit um atvinnufyrirtækin og má
þar t.d. nefna „Greens" í Danmörku,
sem er þriggja binda ritverk gefið
út árlega af Borsen ogg tekur til flest
allra danskra fyrirtækja. Að mörgu
leyti tekur „íslenskt atvinnulíf“ öðr-
um sambærilegum erlendum ritum
fram vegna þess að í því er fiallað
er um rekstur fyrirtækjanna á ítar-
legri hátt og ekki einvörðungu fiár-
hagslegar upplýsingar teknar úr árs-
reikningum. I ritinu „Greens" er aft-
ur á móti einnig skrá yfir helstu ein-
staklinga í viðskiptalífinu, aldur
þeirra, menntun, aðalatvinnu, helstu
stjómunarstörf og áhugamál. Ég
mæli með því að Talnakönnun hf.
kanni hvort mögulegt sé að bæta við
kafia eða sérhefti með ítarlegri upp-
lýsingum um einstaklinga í íslensku
atvinnulífi.
Starfsemi Talnakönnunar hf. er
mjög gagnleg og það er lofsverður
árangur af þessu litla fyrirtæki að
koma ritinu út. Samkvæmt upplýs-
ingum í ritinu er Talnakönnun með
ársveltu árið 1991 að íjárhæð 15,6
milljónir króna, náði 400 þúsund
króna hagnaði og 31% arðsemi eigin
§ár. Þar kemur fram að tap varð á
útgáfustarfseminni og hagnaður af
ráðgjafarstarfseminni. Með sama
áframhaldi trúi ég því að tapinu af
útgáfustarfseminni verði snúið í
hagnað, því upplýsingar um íslenskt
atvinnulíf eiga erindi til allra sem
stunda viðskipti hér á landi. Það er
ánægjulegt ef einkafyrirtæki getur
staðið undir svona útgáfu, því trúlega
er ekki vænlegra ef einhver ríkis-
stofnun gæfi þetta út.
Höfundur er framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Eimskips.