Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 11
var komið fyrir í tölvunni, staðsetn-
ingu minnis, disklingadrifs og harða
disksins, svo eitthvað sé nefnt.
Væntanleg er á næstunni 50 MHz
Victor-tölva frá Tandy GRID, en
áhugaverðasta nýjungin á þeim bæ
var þó ferðatölva frá Tandy GRID.
Þessi ferðatölva var upphaflega þró-
uð fyrir bandaríska herinn og mátti
Tandy því ekki flytja þær út lengi
vel. Sérútgáfa hersins er þannig
útbúin að ekki er hægt að taka gögn
út af henni, ekki sést á skjáinn,
nema frá sérstöku sjónarhorni og
hún er sérstaklega styrkt þannig að
hún þolir að trukkur aki yfir hana.
Útgáfan, sem íslendingum gefst
kostur á að kaupa, er ekki svona
fullkomin, en virðist ágætis kostur
í fjölskrúðugri flóru ferðatölva á
markaðnum.
Sýningarnetið
Sýndar voru teikningar af þremur
netkerfum, þ.e. sýningametinu, net-
inu hjá EJS á Grensásvegi og síðan
neti, sem kallað var Víðsýn, sem er
sýnt hér á síðunni. Þessar netupp-
setningar vöktu mesta forvitni mína
af því, sem sýnt var. Þær sýna, svo
ekki verður villst um, hvernig hægt
er að nýta tölvusamskipti til fljót-
legra og öruggra samskipta allt í
kringum hnöttinn. Lögð var áhersla
á að sýna þær lausnir, sem EJS
hefur verið að bjóða viðskiptavinum
sínum undanfarna mánuði.
Á sýningunni var reynt að koma
upp eftirlíkingu af tölvuherbergi í
stóru fyrirtæki. í þeim tilgangi var
safnað saman miklum búnaði. Þarna
voru tveir AST Premium SE netþjón-
ar, báðir með 50 MHz 486 örgjörva,
stækkanlegir í 80 MB vinnsluminni
og 8 GB diskrými, fyrir utan ýmsa
tengimöguleika, Á báðum var sett
upp LAN Manager netkerfi, einnig
var sett upp SQL Server á OS/2 og
NetWare 3.11, allt á sama netinu.
Hjartað í samskiptum á netinu er
beinirinn, sem skiptir netinu í tvennt.
Beinirinn kemur í veg fyrir að þung-
ar keyrslur öðrum megin hafi áhrif
á afköst hinum megin. Beinir sér
einnig um að koma víðnetssamskipt-
unum á við EJS á Grensásvegi. Tvær
gáttir voru settar upp, önnur X.25
gátt við SKÝRR, en hin við EJS á
Grensásvegi. Hvor um sig var bara
eitt spjald í netþjónunum. Allar tölv-
ur á sýningunni voru tengdar við
netið með parsnúnum köplum, sem
eru nær alveg að taka við af samása-
köplum í Ethernetum.
Draumatölvan og fleira
Stillt hafði verið upp tölvu, sem
kölluð var Draumatölvan. Þetta var
50 MHz AST tölva með 17 tommu
litaskjá, sem er með sérstöku
margmiðlunarkorti (EJS kallar það
almiðlun), tengt við geisladrif,
myndbandstæki og hátalara. Með
þessum búnaði er t.d. hægt að tengja
sjónvarp við tölvuna og hafa það
síðan í litlum glugga á skjánum,
þannig að þeir, sem ekki mega missa
af neinu, en þurfa að vinna, geta
unnið og horft á sjónvarp um leið.
Microsoft hefur þegar gefið út ýmiss
konar efni sem hægt er að nota með
þessum búnaði. (The Undocumented
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
C 11
Windows er ekki á meðal titla.)
Við hliðina á Draumatölvunni var
ný ferðatölva frá AST, sem býður
upp á lægi (docking station) eða
tengibox, þannig að auðvelt er að
tengja tölvuna við netkerfi á vinnu-
stað. Þessi hugmynd er mjög farin
að ryðja sér til rúms, en rúmlega
þrjú ár eru síðan ég sá þetta fyrst
útfært af Nixdorf-tölvufyrirtækinu
þýska, sem nú er hluti af Siemens-
Nixdorf Information System. Ljóst
er að AST er mjög framarlega í
þróun búnaðar fyrir ferðatölvur og
hafa nokkur atriði, sem fyrirtækið
hefur unnið að, verið tekin upp sem
staðall fyrir ferðatölvur. Má þar
nefna PCMCA-tengikort, sem eru á
stærð við kreditkort, og er þeim
stungið í sérstaka rauf á tölvunni.
Boðið er upp á gagna- og faxmót-
ald, nettengi og SCSI-tengispjald
svo eitthvað sé nefnt.
Talgervill var það næsta, sem
fyrir augu og eyru bar. Þetta er
tölva, sem talar íslensku með sænsk-
um hreim. Unnið hefur verið að þró-
un þessa tölvubúnaðar í rúmlega sjö
ár, en starfið hófst með vinnu við
lokaverke/ni í tölvunarfræði við
Háskóla íslands 1985.
íslenskað WordPerfect fyrir
Windows kom á markað í haust og
var verið með það á einni tölvu á
sýningunni. Er það lofsvert, að EJS
hafi lagt út í það stórvirki að ís-
lenska þetta mjög svo vinsæla rit-
vinnsluforrit, en á móti er ég ekki
alveg eins hrifinn af því hvernig
WordPerfect tókst að færa forritið
frá DOS yfir í Windows. Sé ég fyrir
mér, að viðhaldsuppfærsla komi
fljótlega frá fyrirtækinu.
EJS hefur umboð fyrir nokkur
fyrirtæki í netgeiranum. Eitt þeirra
er 3COM. Helstu nýjungar frá þeim
eru nettengibox, svo kallaður Link-
Builder, og nýtt Ethernet tengi-
spjaid, EtherLink III, sem mun vera
um 50% hraðvirkara en næst hrað-
virkustu spjöld á markaðnum. Hafa
þessi spjöld vakið slíka lukku að
eftir aðeins 3 vikur á markaðnum,
voru pantanir upp á 150 þúsund
kort komnar á biðlista.
Afgreiðslukerfi fyrir verslanir
Það er frekar óvanalegt að sýndar
séu lausnir fyrir takmarkaðan hóp
viðskiptavina á svona tölvusýning-
um. Í einum hliðarsal var verið með
tvenns konar afgreiðslukerfi til sýn-
is. Annars vegar eins og þau, sem
Hagkaup og nokkur kaupfélög hafa
tekið í notkun hjá sér og hins vegar
minna kerfi fyrir sérverslanir þar
sem ekki er leitað eftir eins miklu
afköstum. Hagkaupskerfið er að
mestu erlend smíð, en hefur verið
aðlagað og betrumbætt af þeim hjá
EJS.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
INNUM
Með nýju INFOTEC-telefaxtækjunum ertu fjór-
um sinnum fljótari að vinna á telefaxtækið en
með hefðbundnum tækjum sem nú eru í notkun.
Það tekur ekki nema 4,5 sek. að lesa bréf inn í minni
tækisins* og síðan er bréfið sent á 10 sek. (*CCITT nr. 1).
INFOTEC 3305 TELEFAX
• 100 metra móttökurúlla »132 númera minni með inn-
byggðri símaskrá • Möguleiki á tengingu við tölvu • Sjálfvirk
villuleiðrétting ECM • Fjölsending á 100 tæki • Senditími
10 sekúndur Ví
nCSgjnttnBC
" 3305
INFOTEC 3660 LASERFAX
• Prentar á venjulegan pappír • Fjölföldun á inn-
komnum skjölum • 132 númera minni með inn-
byggðri símaskrá • Möguleiki á tengingu við tölvu
• Sjálfvirk villuleiðrétting ECM • Fjölsending á 100
tæki • Endurval á 10 síðustu númerunum
.BOÐSVERÐ 1
99.900 k. Á
Heimilistækja hf
Sætún 8-105 Reykjavík • Sími 691500 • Fax 691555
Tilboösverð er miöað við 5% staðgreiðsluafslátt og 24,5% virðisaukaskatt. Tilboðsverðið gildir til 31. desember 1992.
VIKULEGA TIL
ISLANDS FRÁ
MÖRKUÐUM
í HOLLANDI
Heildarþjónusta á sviði flutninga er
mikilvæg fyrir innflytjendur, svo og
öflugt umboðsmannakerfi um heim
allan.
SAMSKIP flytja vörur þínar frá
upprunastað, hvar sem er í
heiminum, heiin til þin fljótt og
örugglega. Vikulegar siglingar til
Rotterdam tryggja þér ferskar vörur.
hSAMSKIP
Traustur valkostur
Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími (91) 69 83 00