Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 4
4 B
naaMasaci .0 huoacíhaoijájí gigavIsmuohom
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992
MENNING/LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn íslands
Finnsk aldamótamyndlist. Sýning
20 finnskra listamanna stendur til
13. des.
Opið alla daga nema mánudaga.
Kjarvalsstíiðir
Verk franska myndlistarmannsins
Jean-Jaques Lebel. Fransk-íslensk
myndasögusýning. Sýningarnar
standa til 13. des.
Norræna húsið
Finnsk glersýning opin daglega kl.
14-19 til 20 des. Sýning um Múm-
ínálfana í anddyri.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Jóladagskrá fýrir böm: Möguleik-
húsið sýnir „Smiður jólanna" og
Þórarinn Eldjám les upp: laugardag
5. des kl. 15.
Sýning á verkum Kristins E. Hrafns-
son til 8. desember.
Hafnarborg
Afmælissýning í tilefni af 90 ára
afmæli Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Sýning á verkum nemenda við arki-
tektaskólann í Ósló opnuð laugardag
5. des. kl. 16.00.
Sýningunum lýkur 22. des.
FIM-salur, Garðastræti
Sýning á vatnslitamyndum Eyjólfs
Einarssonar stendur til 13. des.
Þjóðminjasafn Islands
Sýningin Jómsvíkingar stendur til
13. des.
Listhús í Laugardal
Samsett sýning á listiðnaði, listhönn-
un og listaverkum. Og sýning á jám-
og glerlistaverkum Mörtu Maríu
Hálfdánardóttur.
Hulduhólar, Mosfellssveit
Keramikverkstæði Steinunnar Mar-
teinsdóttur opið kl. 14-19 daglega
nema fim. og fös. kl. 17-22.
Vinnustofur Álafossi
Listamenn á Álafossi með sýningu
á verkum sínum sem stendur fram
að jólum.
Nýlistasafnið, Vatnsstig
Sýning á portrettmyndum Hallgríms
Helgasonar stendur til 13. des.
Myndverk Lofts Atla sýnd til 13. des.
Gallerí Úmbra, Amtmannsstíg
Sýning á ljósmyndum Christian
Mehr stendur til 9. des.
Gallerí G15, Skólavörðustíg
Verk Kjartans Ólasonar sýnd til 7.
des.
Galerie Roð-í-gúl, Hallveigarstíg
Sýning á 40 málverkum Steingríms
St.Th. Sigurðssonar opin um helgi
(fös., lau., sun.) kl. 14-22.
SPRON, Álfabakka
Sýning á verkum Helga Gíslasonar,
myndhöggvara stendur til 12. feb.
’93.
Listmunahúsið
Verk ýmissa ísienskra málara stend-
ur til 13. des.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnesi
Sýning á verkum frá tímabilinu
1934-82. í efri sal valdar trémyndir.
Gallerí 11, Skólavörðustíg
Sýning á tréskúlptúr Kristins
Guðnasonar opnuð laugardag 5. des.
stendur til 24. des.
Ófeigur, gullsmiðja og listmuna-
hús, Skólavörðustíg
Myndlistasýning 8 listamanna, Gall-
ery Gijóthópurinn ’89, stendur fram
til áramóta.
Listiðnaðarsýning í Kringlunni
Tólf listamenn sýna ýmis listiðnaðar-
verk sín yfír helgina._
Gallerí Slunkaríki, ísafirði
Verk Haildórs Ásgeirssonar sýnd til
6. des.
Byggðastofnun, Egilsstöðum
Sýning á verkum Louise Heite stend-
ur til áramóta.
Arkitektastofan Grófargili, Akur-
eyri
Sýning á smámyndum Soffíu Árna-
dóttur stendur til 6. des.
TONLIST
Laugardagur 5. des.
Háskólabíó kl. 14.30: Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Einsöngvari Sig-
rún Hjálmtýsdóttir. Stjómandi Ed
Welch og Robin Stapleton. Útgáfu-
tónleikar á tveimur geislaplötum.
Óperuaríur, jólalög.
Skálholtskirkja kl. 15.00: Margrét
Bóasdóttir, sópran. Chalumeaux
tríóið: Sigurður I. Snorrason, Kjart-
an Óskarsson og Óskar Ingólfsson,
klarinett og basset horn.
Sunnudagur 6. des.
Brekkulækjarskóli kl. 15.30: Jóla-
tónleikar Skólahljómsveitar Akra-
ness. Stjómandi Ándrés Helgason.
íslenska óperan kl. 20.00: Lucia
di Lammermoor.
Áskirkja kl. 17.00: Kammersveit
Reykjavíkur. Einleikari Eiríkur Örn
Pálsson, trompet; Hólmfríður Þór-
oddsdóttir, óbó; Bijánn Ingason,
fagott; Rut Ingólfsdóttir, fíðla.
Akureyrarkirkja kl. 20.30: Að-
ventukvöld. Kór Akureyrarkirkju,
stj. Björn Steinar Sólbergsson. Kór
Menntaskólans á Akureyri, stj. Gor-
don J. Jack. Ræðumaður Þorsteinn
Pálsson, dóms- og kirkjumálaráð-
herra.
Þriðjudagur 8. des.
Laugarneskirkja kl. 20.30: Barokk
félagar: Camilla Söderberg, blokk-
flauta; Peter Tompkins, óbó; Martial
Nardeau og Guðrún Birgisdóttir,
flautur; Judith Þorbergsson, fagott;
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló;
Elín Guðmundsdóttir, semball. Verk
eftir Telemann, Couperin, Gemin-
iani.
Safnaðarheimilið Vinaminni,
Akranesi kl. 20.30: Sönghópurinn
Sólarmegin, jólatónleikar. Islensk og
érlend lög. Tónleikamir eru helgaðir
minningu Ingveldar Valdimarsdótt-
ur, einni af stofnendum sönghópsins.
Fimmtudagur 10. des.
Akraneskirkja kl. 20.30: Aðventu-
tónleikar. Kirkjukór Akraness, stj.
og orgel Haukur Guðlaugsson.
Gunnar Kvaran leikur einleik á selló.
Föstudagur 11. des.
íslenska óperan kl. 21.00: Sigrún
Eðvaldsdóttir, fíðla;_ Selma Guð-
mundsdóttir, píanó. Útgáfutónleikar
á „Ljúflingslögum", geislaplötu frá
Steinum hf. íslensk sönglög í útsetn-
ingu Atla Heimis Sveinssonar.
Laugardagur 12. des.
Skálholtskirkja kl. 15.00: Aðventu-
tónleikar. Aðventu- og jólalög í bún-
ingi A. Örvall og D. Willocks. Barna-
kór Skálholtsprestakalls, Skálholt-
skór, Kór Menntaskólans á Laugar-
vatni, einsöngvari Haukur Haralds-
son. undirleikari Örn Falkner. Stj.
Hilmar Örn Agnarsson. Dr. Björn
Bjömsson prófessor flytur hugvekju.
LEIKLIST
Þjóðleikhús
Stóra sviðið kl. 20.00:
Hafíð eftir Ólaf Hauk Símonarson
lau. 5. des., lau. 12. des.
Kæra Jelena fös. 11. des.
Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn
Egner: sun. 6. des. kl. 14.00 og
17.00.
Litla sviðið kl. 20.30:
Rita gengur menntaveginn lau. 5.
des., fím. 10. des., fös. 11. des., lau.
12. des.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
Stræti eftir Jim Cartwright lau. 5.
des., mið. 9. des., lau. 12. des.
Borgarleikhús
Stóra sviðið kl. 20.00:
Heima hjá ömmu eftir Neil Simon,
lau. 5. des.
Litla sviðið:
Sögur úr sveitinni eftir Anton
Tsjékov: Platanov kl. 17.00: lau. 5.
des.
Vanja frændi kl. 20.00: lau. 5. des.,
sun. 6. des.
Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsi:
Hræðileg hamingja eftir Lars Norén
kl. 20.30: lau. 5. des., sun.6.des, fím.
10. des., fös. 11. des., lau. 12. des.
Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11:
Bannað að hlæja kl. 15.00: sun. 6.
des.
Til umsjónarmanna listastofnana
og sýningarsala
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum.
Merkt: Morgunblaðið, menning/list-
ir, Hverfísgötu 4, 101 Rvk. Mynds-
endir 91-691294.
Hluti Kammersveitar Reykjavíkur á æfingu fyrir fáeinum dögum.
Kammersveit Reykjavíkur
JÓLATÓNLEIKAR
JÓLAKONSERTAR Kamraersveitar Reykjavíkur hefur
áunnið sér fastan sess í hátíðarundirbúningi borgarbúa,
og verður þeir að þessu sinni haldnir í Áskirkju, sunnudag-
inn 6. des. og hefjast kl. 17.00. Á efniskrá Kammersveitar-
innar eru verk eftir Pergolesi, Fasch, Albinoni, Vivaldi og
Corelli, en einleikarar verða Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari,
Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari, Brjánn Ingason fagott-
leikari og Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari, og þreytir
sú síðastnefnda frumraun sína.
Flutt verða verk frá barokk-
tímabilinu í tónlist, og
má segja að yfirbragð
tónleikanna verði létt og
leikandi í samræmi við
það. Eiríkur Öm Pálsson trompet-
leikari gekk í Tónistarskólann í
Reykjavík, stundaði framhaldsnám
í Boston og Los Angeles í Banda-
ríkjunum og hefur síðan verið i
lausamennsku í tónlist. Hann leikur
einleik í trompetkonsert í D-dúr
eftir J. F. Fasch, sem var samtíðar-
maður Bachs og starfaði meðal
annars með honum í Leipzig.„Hann
er lítt þekkt tónskáld en afkastaði
töluvert miklu,“ segir Eiríkur Öm,
„og vitað er að Bach flutti kantötu
eftir hann á sínum tíma. Þetta er
dæmigerður barokk konsert með
léttu og skemmtilegu yfirbragði, en
á barokk-tímabilinu var mikið skrif-
að fyrir konsert og flestar konungs-
hirðir höfðu trompetleikara á launa-
skrá.“
Btjánn Ingason hóf fagottnám í
Tónmenntaskóla Reykjavíkur, og
fór síðan í framhaldsnám í Tónlist-
arháskólanum í Ósló og ennfremur
í Sweelinck-konservatoríum í Amst-
erdam. Hann hóf störf hjá Sinfóníu-
hljómsveit íslands í fyrra, en starf-
aði áður tímabundið með Fíl-
harmóníuhljómsveitinni í Osló og
Norsku kammersveitinni. Hann
leikur einleik í Fagottkonsert í a-
moll eftir Vivaldi, sem er einn af
38 fagottkonsertum sem hann
samdi. „Vivaldi kenndi við stúlkna-
skóla í Feneyjum fyrir munaðar-
lausar stúlkar," segir Bijánn, „og
samdi alla þessa konserta fyrir
þrettán eða fjórtán ára gamla
stúlku þar í skóla. Þeir hafa allir
svipað yfirbragð en eru samt nokk-
uð ólíkir að byggingu. Þeir voru
skrifaðir fyrir barokk-fagott sem
er töluvert ólíkt því fagotti sem ég
spila á í dag, upprunalega hljóðfær-
ið var t.d. með 4-5 klöppum á móti
þeim 23-24 sem við höfum til að
létta okkur lífið, og líktist kannski
stórri blokkflautu með tvöföldu
reyrblaði."
Rut Ingólfsdóttir flytur Konsert
fyrir fiðlu í g-moll eftir Vivaldi,
Hólmfríður Þóroddsdóttir óbókon-
sert eftir Albinoni, og Kammersveit
Reykjavíkur, sem skipuð er fimmt-
án hljóðfæraleikurum, flytur Kon-
sert nr. V í B-dúr fyrir strengja-
sveit eftir Pergolesi og hinn víð-
fræga jólakonsert eftir Corelli.
DRAUMAR
ÁRIÐ 1953 gaf Helgafell út Gerplu Halldórs Laxness er
vakti upp gífuryrtar ritdeilur, skólahús fauk af 36 skóla-
börnum og tveimur kennurum í Hnífsdal í miklu gerninga-
veðri, Friðrik Ólafsson varð skákmeistari Norðurlanda
aðeins 18 ára gamall, andstæðar fylkingar en skammlífar
fæddust fyrir Alþingiskosningar þetta ár og voru skírðar
Lýðveldisflokkurinn og Þjóðvamarflokkurinn, Pétur Ottes-
en þingmaður flutti þingsályktunartillögu þar sem krafist
var að yfirráð íslands yfir Grænlandi yrðu viðurkennd, og
Framkvæmdabanki íslands var stofnaður til að afla pen-
inga heima og heiman í framkvæmdir innalands, og yfirtók
meðal annars Mótvirðissjóð sem Marshallhjálpin hafði mnn-
ið til að mestu leyti.
Sama ár, árið 1953, ákvað
Sigurbjöm Helgason arki-
tekt að reisa stærsta og
nútímalegasta vörahús
Reykjavíkur á Vitatorgi gegnt
Bjarnaborg. Stærsti munurinn á
honum og áðumefndum atburðum
og mönnum er ekki umtalsverður;
Sigurbjöm er skáldsagnapersóna
Ólafs Gunnarssonar. Sigurbjörn er
félaus framkvæmdabanki en stór-
hugur bætir upp rýrar innistæður.
Stórhugur sem ásamt vænum
skammti af sjálfsmeðaumkvun töfr-
aði konu hans Sunnevu á áram áður
í Kaupmannahöfn. Arkitektinn vill
afsanna vanmátt sinn ættingjum og
alþjóð, og hefur auk þess „aldrei átt
gott með að vera meðalmenni".
Hann er gripinn framkvæmdaglaðri
draumhygli sem einkennir marga
Islendinga þótt draumar þeirra ræt-
ist sjaldan í steypu og styrktaijámi.
Þetta er íslenski draumurinn sem
ýmsir hafa reynt að tæpa á hin sein-
ustu ár, draumur aldamótakynslóð-
arinnar sem efnaðist og fítnaði í
seinni heimsstyijöld og miðlaði
draumnum til næstu kynslóðar. Sig-
urbjöm hyggst reisa nafni sínu
Tröllakirkju í líki fyrsta vöruhúss
borgarinnar sem orð er á gerandi, á
fímm hæðum með rúllustigum, eins-
konar kirkju Mammons. En hann sér
ekki fyrir endann á framtakinu.
Hryggilegur atburður sem tengist
Þórami, „sáttabarni” þeirra hjóna,
er síst til þess fallinn að létta geðið.
Og allt stefnir að þeim degi er atvik-
in verða honum ofviða. Fyrir endd
götunnar var myrkrið. Hversu oft
hafði hann ekki hugsað til Hall-
grímskirkju sem átti að rísa þar síð-
ar meir? Til stóð að turninn yrði
raflýstur. Allt í einu vissi hann hver
það var sem hafði ráðist á drenginn.
Það var sá sem setið hafði undir
styttunni af Leifí Eiríkssyni um vor-
ið þegar þeir Þórarinn áttu leið yfir
holtið. - Hann var að horfa á dreng-
inn minn.
Hann smokraði pokanum niður
fyrir magasín, sótti tvö skot í vasann
og hlóð, dró svo pokann aftur fyrír
hlaupið án þess að hnýta fyrir. Hann
gekk ákveðinn yfir götuna og barði
nokkur þung högg á dyrnar. Eftir
nokkra stund heyrði hann hringl í
lyklum, beinaber og hávaxinn maður
kom í gættina.
Fangavörðurinn leit á manninn
og þar næst niður á byssupokann.