Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 9

Morgunblaðið - 05.12.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1992 B 9 Var auður í garði Astu? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Friðrika Benónýs: Mini; hlátur er sorg. Ævisaga Ástu Sigurðar- dóttur Útg. Iðunn 1992 Áleitin spurning við lestur ævisögu Ástu Sigurðardóttur er: Verða menn alkóhólistar og ógæfumenn af því þeir eru listamenn með brot- hætta sál? Er óhugsandi að menn geti fengist við listsköpun nema leita hugsvölunar/undankomu í vímu? Við eigum dæmi um fjöl- marga frábæra listamenn fyrr og síðar sem hafa lagst í sukk og óreglu og líka um aðra sem ekki hafa gert það. Spurningin um orsök og afleiðingu og hvað er hvað? Og verður kannski aldrei svarað svo vit sé í. Það er í sjálfu sér eðlilegt að vangaveltur af þessu tagi komi upp í hugann við lestur um lífshlaup Ástu Sigurðardóttur. Frá unga aldri virðist hún hafa tekið þá stefnu að láta sér gremj- ast eiginlega ansi margt, hvort sem það eru kröfur til kvenna, guðsótti móður hennar og smáborgaraleg viðhorf svona upp undir það flestra. Hún gengur upp í að ögra og hneyksla. En hver er ástæðan? Hvað vekur þessa þörf, þetta dæmalaust neikvæða viðhorf? Það kemur ekki til skila og mér þykir sem höfundur hefði mátt reyna að bijóta heilann um það með lesend- um. Það er ekki fullnægjandi að afgreiða það með því að svona hafi Ásta bara verið skapi farin og púnktuit Mér þykir höfundur taka of laust á efninu. Fer of grunnt og skýrir ekki fyrir lesanda ýms atriði sem er tæpt á. Það má auðvitað tala hljótt í skáldsögu en fyrst þetta er ævisaga gegnir öðru máli. Dæmi um þetta er t.a.m: þegar Ásta kynn- ist Þorsteini frá Hamri og verður ástfangin af honum. Það leikur allt í lyndi, þau fara að búa og börnin fæðast hvert af öðru. En ijórum blaðsíðum síðar er farið að halla á ógæfuhliðina. Ansi fannst mér þessi ár vera hraðsoðin og yfirborðs- kennd frá hálfu höfundar. Meginkostur Ástusögu' er hve Friðriku reynist auðvelt að bregða upp áhrifamiklum svipmyndum svo lesandi sér fyrir sér ljóslifandi fólk og atburði. Dæmi um þetta er með- al margra skelfileg og átakanleg en ekki orðmörg frásögn af því þegar drengurinn Þórir Jökull fer út í búð að kaupa mat, fær fullan bakka af ilmandi kjöti og kartöflum. Tilhlökkun drengsins er óblandin, nú fá þau loksins mat. Og kemur síðan heim og mamma er byijuð að drekka, tekur hranalega af hon- um matinn og ræðst á matinn og étur hann fyrir framan svöng börn- in sín án þess að sjá af svo mikið sem bita í þau. Þessi frásögn er í sjálfu sér svo sterk og ljót að það gæti veist lesanda erfitt að finna til með konu sem fremur slíkt gagn- vart litlum umkomulausum, svöng- um og skelfdum börnum sínum. Eða má koma með afsakanir? Höfundur reyndi það ekki sem betur fer. Það má vera að Ásta Sigurðardótt- ir hafi verið mikil listakona og að- Stofutónlist Hljómdiskar Oddur Björnsson Selma Guðmundsdóttir leikur á píanó verk eftir Chopin, Liszt, Jón Leifs, Pál ísólfsson, Scriabin, Khatsjatúrjan og Janácek. Steinar hf. Tónlistin, sem leikin er á geisla- diski þessum, er tekin upp í stofunni á heimili píanóleikarans - við kerta- ljós! Alveg yndisleg hugmynd, og miklu skynsamlegri en maður skyldi ætla, a.m.k. ef dæma skyldi eftir árangrinum. Píanóhljómurinn falleg- ur, hlýr og skýr. Svo er og spila- mennskan. Við fyrstu sýn gæti verkefnaskrá- in virst dálítið ósamstæð, en svo reynist þó ekki vera. Hin „ólíku“ verk héldu athyglinni allan tímann, ekki síður vegna píanóleiksins sjálfs en eigin verðleika. í þessu „pró- grammi" reis tónlistin hæst (eða öllu heldur risti dýpst) í Torreki Jóns Leifs og sónötu (samin i minningu verkamanns) Leos Janaceks, hvort tveggja afar vel leikið. Chopin, Liszt og Scriabin hljómuðu afar vel. Scriabin var aðeins fjórtán ára þegar hann samdi þessa fallegu etýðu. Sama er að segja um píanóstykkin hans Páls og tokkötuna hans Arams Khatsjatúijans. Alls staðar skýr og falleg mótun tónmálsins. Arkitektúr- inn hreinn og ómengaður af „fölsk- um“ áherslum. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að Selma Guðmunds- dóttir sé mjög góð í rómantískri klas- sík (Brahms og Schumann), kannski einmitt vegna þess að hún er ekki svo ýkja „rómantískur" píanisti (þrátt fyrir kertaljósið), fremur yfir- vegaður en „spontant", en hefur Háskólabíó Diddó og Sinfónían með fj ölskyldutónleika Fjölskyldutónleikar verða haldnir í Háskólabíói laugardag- inn 5. desember kl. 15. Á tónleikunum koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfírði og Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjórar verða tveir. Fyrir hlé er það Robin Staple- ton sem stjómar nú meðal annars sýningum á Luciu di Lammermoor í íslensku óperunni og Ed Welch, sem ýmsir muna eftir frá því hann stjóm- aði Lifunar-tónleikum fyrir skömmu. Tilefni tónleikanna er útkoma á tveimur geislaplötum frá Skífunni. Annars vegar er það einsöngsplata Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, en á hluta þeirrar plötu leikur Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Robins Stapeltons. Hins vegar er það jólaplata Skíf- unnar^ „Hvít jól“ með Sinfóníuhljóm- sveit Islands, en þar eru flytjendur auk hljómsveitarinnar Sigrún Hjálm- týsdóttir og Kór Öldutúnsskóla. Hljómsveitarstjóri á þeirri geislaplötu er Ed Welch, en hann sá einnig um allar útsetningar. Fyrir hlé syngur Sigrún óperuaríur af plötu sinni, en eftir hlé verða tón- leikarnir helgaðir jólunum. í fréttatil- kynningu segir að tónleikamir séu Friðrika Benónýsdóttir stæðumar hafí verið grimmar og hún hafi aldrei notið sín. Ég fellst á það að hún skrifaði nokkrar góð- ar smásögur og ég las þær aftur eftir lestur ævisögunnar. Þær era sterkar og vel gerðar á sinn hátt en ég fengi mig fljótt fullsadda á slíkum naflasögum. Það er á fárra skálda færi að skrifa endalaust um sjálfan sig og raunalega reynslu sína, hið listræna og skáldlega vík- ur einatt fyrir beiskju/dómgreind- arvöntun. Mér fínnst Ásta Sigurð- ardóttir hafa verið tveggja til þriggja smásagna höfundur. Ég er ekki viss um að hún hefði skapað annað eða meira þó svo örlögin hefðu ekki, með hennar sjálfrar aðstoð, leikið hana eins og raun bar vitni um. Heiðarleiki Friðriku Benónýs er um margt aðdáunarverður, ég fékk á tilfínninguna að á endanum hefði hún skrifað öðruvísi bók en hún hugðist gera í upphafi ferðar. Hún fellur aldrei í þá gryfju að fegra eða pússa. Það er mikið gott. Og bókin er vel skrifuð og vönduð svo langt sem hún nær. En hefði viljað hún næði lengra. Selma Guðmundsdóttir samt stílinn á hreinu. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt, og verður bara að hafa það. Upptöku annaðist Bjami Rúnar Bjamason. Hún er frábær, án tillits til hinna sérstöku skilyrða. Sigrún Hjálmtýsdóttir hugsaðir sem skemmtun fyrir alla fjölskylduna og til að koma áheyr- endum í jólaskap. Sinfóníutóiileikar Petri Sakari Eiginlegur sorgarþáttur verksins er þriðji þátturinn, sem er fyrir strengi og hörpu, og var þessi af- burða fallegi þáttur mjög vel leik- inn. Síðasti kaflinn á að vera „hrað- ur, glettinn og frísklegur" og var það að nokkra leyti og stóð hljóm- sveitin sig með prýði, þó nokkur raglingur yrði á samleiknum í smá „fúgato“-kafla nærri upphafi hans. I heild var flutningur verksins góð- ur og stóð hljómsveitin sig mjög vel undir vökulli stjóm Petri Sak- ari, þó sakna mætti stundum skáld- legrar túlkunar hans á þessu til- fínningaþrangna meistaraverki. Skáldsaga eftir Einar Óm Gimnarsson BENJAMÍN heitir ný skáldsaga eftír Einar Örn Gunnarsson. í kynningu útgefanda segir: „Einar Öm er upprennandi höfund- ur sem sendi frá sér sín fyrstu skáldsögu 1990 og hlaut hún góða dóma. Þessi nýja sk&ldsaga hans gerist í Reykjavík og fjallar einkum um listamanninn Benjamín og samskipti hans við sögumenn. Merkileg persónulýsing, í senn kímin og harmræn. Þessi listamað- ur er málgefinn og nokkuð kæru- laus á yfirborði en allt. annar ef tekst að gægjast undir skelina." Úgefandi er Almenna bókafé- lagið hf. Bókin er 140 bls., prent- uð í Prentbæ. Verð 2.495 krón- ur. Einar Örn Gunnarsson Tonlist______________ Jón Ásgeirsson Fimmta sinfónían eftir Mahler var eina viðfangsefnið á síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói sl. fímmtudag. Sinfónían er í fímm þáttum og hefst á sorgarmars. Upphafið er lúðrakall, sem Ásgeir Steingríms- son lék mjög vel, þrátt fyrir að upphafið væri ekki hnökralaust. Þó fyrsti kaflinn heiti sorgarmars, á hann fyrst og fremst rætur í tregafullri svartsýni höfundar, þó hann segi fyrir, að kaflinn skuli leikinn með „ákveðnum skrefum, hörkulega, eins og í líkfylgd“. Það vantaði þennan þunga í flutning- inn, svo að túlkun hljómsveitarinn- ar var aðeins þunglyndislega ljóð- ræn, sem fer þessum sérstæða kafla mjög vel. Annar og þriðji þátturinn era aðalþættir verksins, bæði hvað snertir lengd og úrvinnslu og þarna vantaði mjög á að strengjasveitin væri nógu fjölmenn, því í svona verkum þyrfti að miða við 24 í fyrstu fiðlu og eftir því fleiri í öðr- um strengjahópum, til að hafa í fullu tré við blásarana og byggja upp stormþranginn ofsann í öðram þættinum og gefa valslíktu línun- um í þeim þriðja ákveðinn kraft. Þrátt fyrir þetta vora báðir kaflam- ir nokkuð vel leiknir og átti 1. hom- isti, Joseph Ognibene, þar oft mjög fallega dregnar einleikslínur og reyndar ekki síst í síðasta þættin- um, þeim fímmta. Myndabok með verkum Sigurjóns Olafssonar ÚT ER komin mynda- og ljóðabók sem hefur að geyma ljóð á ensku og japönsku eftír dönsku skáld- konuna Susanne Jorn við litljós- myndir af völdum verkum eftír Siguijón Ólafsson. Heitir bókar- innar á ensku er „Tracks in Sand“ og er skírskotað tíl síðustu högg- myndar Sigurjóns: Spor í sandinn. Susanne Jorn, sem er dóttir mál- arans Asgers Jorns, er menntun í japönskum og kínverskum fræðum. Hún er búsett í Bandaríkjunum og skrifar á dönsku og ensku. Auk þess að hafa fengist við ljóðaþýðingar úr kínversku og japönsku hefur Sus- anne gefið út sjö ljóðabækur og fyrsta skáldsagan hennar kom út í Danmörku á þessu ári. Útgefandi er Listasafn Sigur- jóns Ölafssonar. Verð 2.500 krón- ur. Húsavík Myndlistarsýning SIGURÐUR Þórir Sigurðsson listmálari opnar myndlistarsýn- ingu i safnahúsinu á Húsavík föstudaginn 4. desember kl. 16. Á sýningunni era málverk, olíu- pastelmyndir og pennateikningar. Sigurður Þórir er fæddur og uppal- inn .í Reykjavík og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1968 til 1971. Eftir það stundaði hann nám við Konung- legu listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1974 til 1978 hjá pró- fessor Dan Sterap-Hansen. Síðasta sýning Sigurðar var í Norræna húsinu í mars sl. en hann hefur haldið fyölda sýninga hér á landi sem erlendis. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin er opin til sunnudags- ins 6. desember kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.