Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 dagskró B 7 SUNWUPAGUR 13/12 Ungfrú Heimur í beinni útsendingu Reuter Linda - Linda Pétursdóttir, sem var kosin Ungfrú Heimur árið 1988, ásamt Anuradha Kottoor frá Indlandi og Michele Reis frá Hong Kong Keppnin er haldin undir yfirskriftinni Fegurð með tilgang en allur ágóði rennur til hjálpar sveltandi og bágstöddum börnum Reuter Ungfrú ísland 1992- María Rún Hafliðadóttir KEPPNIN um titilinn Ungfrú Heimur, sem fram fer í Bophut- hatswana í Suður-Afríku, verð- ur sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöld. Út- sending hefst kl. 22.05 og er áætlað að hún standi til kl. 0.05. Ungfrú ísland, María Rún Hafl- iðadóttir, tekur þátt í keppninni fyrir Islands hönd. Kynnar keppninnar verða ljós- myndafyrirsætan Jerry Hall og kvikmyndaleikarinn Billy Dee Williams auk tveggja suður-afrí- skra sjónvarpskvenna, Doreen Morris og Suanne Braun. Jerry Hall er löngu heimsfræg fyrirsæta og hefur sem slík starf- að fyrir mörg fremstu tískuhús og snyrtivöruframleiðendur heims. Hún hefur skrifað eina metsölubók, leikið í nokkrum kvikmyndum og stjórnað ótal sjónvarpsþáttum. Hún hefur búið með Mick Jagger í ein 15 ár og á með honum þijú böm. Billy Dee Williams hefur átt góðu gengi að fagna í kvikmynd- um á síðustu árum. Hann hefur m.a. leikið í kvikmyndunum „Lady Sings The Blues" á móti Diönu Ross, „Nighthawks" á móti Syl- vester Stallone og „Batman". Þá hefur hann talsvert unnið fyrir sjónvarp, m.a. Brady Lloyd í Ættarveídinu (Dynasty). Dómnefndin í dómnefndinni sitja m.a. Ivana Trump, Jarvis Astaire, Anthony Delon, Deborah Shelton, Joan Collins, Susanne de Passe og Sydney Sheldon. Jarvis Astaire er forseti Variety Clubs Intemational, sem hefur það að meginmarkmiðið að gæta hagsmuna og styðja fötluð og bágstödd böm. Anthony Delon, sonur Alains Delons, hefur nýhafíð kvikmynda- feril sinn með leik í kvikmynd sem leikstjórinn Francesco Rosi gerði eftir bók Gabriels Garcia Marqu- ez, Frásögn um margboðað morð. Deborah Shelton er fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin og leikkona. Hún lék m.a. Mandy í sjónvarps- þáttaröðinni Dallas og í kvikmynd Brians de Palma „Body Double". Joan Collins leikkona er höf- undur margra metsölubóka. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda en er þó best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Ætt- arveldinu (Dynasty) þar sem hún lék klækjakvendið Alexis. Susanne de Passe er vel þekkt- ur framleiðandi kvikmjmda og sjónvarpsefnis. Hún hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og hlotið tvenn Emmy-verðlaun fyrir verk sín. Sidney Sheldon er höfundur 10 skáldsagna, sem allar hafa selst í milljónum eintaka og verið þýdd- ar á tugi tungumála, meira en 250 sjónvarpshandrita, 25 kvik- mynda og sex Broadway-leikrita. Allar skáldsögur hans hafa verið kvikmyndaðar eða gerðar eftir þeim þáttaraðir. Keppnin Keppnin fer þannig fram að fyrst koma allir keppendur fram og um leið verða sýnd myndbönd af þeim þar sem þeir koma m.a. fram á baðfötum. Þvínæst verður glæsilegasti þjóðbúningurinn val- inn og dómnefndin kynnt. Þá verða þær 10 stúlkur sem komast í úrslit valdar, rætt verður við þær og þær koma fram á samkvæmi- skjólum. Eftir kynningu á keppn- inni og tilgangi hennar ásamt skemmtiatriðum eru 5 stúlkur valdar í úrslit og dómari spyr hveija þeirra einnar spumingar. Að lokum er tilkynnt um hvaða stúlka hreppir titilinn Ungfrú Heimur og hveijar lenda í öðru og þriðja sæti. Stúlkumar sem taka þátt í keppninni komu saman í London 16. nóvember og flugu til Suður- Afríku daginn eftir þar sem undir- búningur fyrir keppnina hefur staðið síðam Atriði keppniskvölds- ins hafa verið undirbúin, mynd- bönd hafa verið tekin upp og þær hafa komið fram á ótal samkom- um. Keppendur em yfír 80 talsins frá jafnmörgum löndum. í upplýs- ingum sem aðstandendur keppn- innar hafa sent frá sér segir um Maríu Rún Hafliðadóttur að hún sé tvítug, 175 cm á hæð, brún- hærð og bláeyg og að helstu áhugamál hennar séu ferðalög, að hún tali ensku, íslensku, frönsku, þýsku, dönsku og sé að læra ítölsku og að hún stefni að því að verða túlkur á alþjóðaráð- stefnum. íslendingar sem horfa á keppnina munu að sjálfsögðu fylgjast spenntir með frammi- stöðu hennar. Úr myndinni Die Hard 2. Sky Movies Plus áminnt BRETLAND — Gervihnattastöðin Sky Movies Plus braut tvívegis í nóvembermánuði siðareglur bre- skra sjónvarpsstöðva með útsend- ingu efnis sem ekki þykir hæfa til sýninga fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. Gervihnattastöðin var áminnt annars vegar fyrir að hafa sýnt kvikmyndina Die Hard 2 klukkan 20, en í myndinni er mikið ofbeldi. Sky Movies varði sig með því að benda á að tekið hefði verið fram að myndin væri bönnuð áhorfendum yngri en fímmtán ára, en það var ekki tekið til greina. Einnig var stöðin áminnt fyrir að hafa sýnt auglýsingu frá Daily Star þar sem hin þekkta hryllingsmyndapersóna Freddy Kruger birtist fyrir klukkan 21. ITN fyrst með fréttirnar BANDARÍKIN - ITN er um þess- ar mundir að hefja beinar frétta- útsendingar um gervihnött til Bandaríkjanna og er þar með fyrst breskra sjónvarpsstöðva til að hasla sér völl þar. í Bandaríkjunum sér PBS kapalstöðin um dreifingu og þegar hafa níu staðbundnar stöðvar í Bandaríkjunum gerst áskrifendur að fréttaþjónustunni. Vonir standa til að innan sex mánaða verði þær orðnar 25 hið minnsta. Forsvarsmenn ITN hrósa nú sigri yfír BBC þar sem þeir urðu fyrri til að komast inn á Bandaríkjamark- að, en fullyrða þó að verkefnið sé einnig fjárhagslega hagkvæmt. Hjá BBC segja menn að þeir geti hve- nær sem er gengið inn í sambæri- lega samninga í Bandaríkjunum en þar á bæ kjósi menn heldur að bíða uns mögulegt er að dreifa allri gervihnattadagskránni um kapal- kerfí. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt. Séra Sváfnir Svein- bjarnarson prófastur á Breiðabólstað flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Kirkjutónlist. — Jesu ducis memoria, — Ave maris stella, — Rex gloriose martyrum, — latneskir sálmar eftir Otto Olsson, Kammerkór Erics Ericsonar flytur. — Bænin má aldrei bresta þig, — Heyr himna smiður, — Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu, — Til þín, drottin hnatta og heima, — Ég á þig eftir, Jesús minn, — Englar hæstir, andar stærstir, sálmalög eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Mótettukór Hallgrimskirkju syngur; Hörður Áskels- son stjórnar. — Prelúdíum og fúga i cís-moll eftir Otto Olsson. Gunnar Idenstam leikur á org- el. 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni — Strengjakvartett í C-dúr óp. 74 nr. 1 eftir Joseph Haydn. Amadeus kvartett- inn leikur. — Tilbrigði og fúga óp. 24 eftir Johannes Brahms um stef eftir Hándel. Gísli Magnússon leikur á píanó. 10.00 Fréttir. 10.03 Uglan hennar Minervu. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Bessastaðakirkju. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.Tónlist. 13.00 Heimsókn. Umsjón: Ævar Kjarta'ns- son. 14.00 Að taka tungumálið alvarlega. Dag- skrá um danska skáldið Benny Ander- son. Umsjón: Kjell Gall Jörgensen. Les- arar: Árni Sigurjónsson og Viðar Egg- ertsson. 15.00 Sunnudagsleikritið. Leikritaval hlustenda. Flutt verður leikrit sem hlustendur völdu sl. fimmtudag. 16.00 Fréttir. 16.05 Kjarni málsins. Ökunám og öku- kennsla. Umsjón: Andrés Guðmunds- son. (Einnig útvarpað þriðjudag kl. 14.30.) 16.30 Veðurfregnir. 16.35 I þá gömlu góðu. 17.00 Vígslutónleikar orgels Hallgrims- kirkju. Beint útvarp. Orgelleikari kirkj- unnar Hörður Áskelsson leikur. Á efnis- skrá tónleikanna eru fjölbreytt verk, allt frá portúgalskri barokktónlist til nýs verks eftir Þorkel Sigurbjörnsson. 18.48 Dánarfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Veðuriregnir. 19.35 Frost og funi. Helgarþáttur barna. Umsjón: Elisabet Brekkan. (Endurtek- inn frá laugardagsmorgni.) 20.25 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 21.05 Leslampinn. Umsjón: Friðrik Rafns- son. (Endurtekinn þáttur frá laugar- degi.) 22.00 Fréttir. 22.07 „Lilja" Eysteins Ásgrimssonar. Gunnar Eyjólfsson les. 22.30 Veðuriregnir. 22.35 Píanótrió i Es-dúr eftir Franz Ben«- ald. Bemt Lysell leikur á fiðlu, Ola Karis- son á selló og Lucia Negro á pianó. 23.00 Frjálsar hendur. Illuga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. 0.10 Stundarkorn i dúrog moll. Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi.) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rás- um til morguns. RÁS 2 FM 90,1/94,9 8.07 Morguntónar. 9.03 Sunnudagsmorg- unn með Svavari Gests. 11.00 Helgarút- gáfan. Lísa Pálsdóttir og Magnús R. Ein- arsson. 16.05 Stúdió 33. Öm Petersen. Veðurspá kl. 16.30. 17.00 Kristján Sigur- jónsson. (Frá Akureyri.) 19.32 Ur ýmsum áttum. Andrea Jónsdóttir. 22.10 Bandarisk sveitatónlist. Baldur Bragason. 23.00 Á tónleikum. 0.10 Kvöldtónar. 1.00 Nætur útvarp á samtengdum rásum til morguns. Fréttir kl. 8.00, 9.00. 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Næturtónar. 1.30 Veðuriregnir. Næt- urtónar hljóma áfram. 2.00 Fréttir. Nætur- tónar hljóma áfram. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Næt- urtónar hljóma áfram. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morgun- tónar. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 10.00 Magnús Orri Schram. 13.00 Sterar og stærilæti. Sigmar Guðmundsson og Sigurður Sveinsson. 15.00 Gylfi Þór Þor- steinsson. 18.00 I bókahillunni. Guðríður Hafþór Freyr Sigmundsson Bylgjunni kl. 13.00. Haraldsdóttir. 21.00 Páll Óskar Hjálmtýs- son. 1.00 Útvarp Lúxemborg. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Ólafur Már Guð- mundsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Fréttavikan með Hallgrimi Thorsteins. 13.00 Pálmi Guðmundsson. 16.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 17.00 Siðdegisfréttir. 19.00 Ingibjörg Gréta Gisladóttir. 19.30 19:19. Samtengdar fréttir Stöðvar 2/Bylgj- unnar. Ingibjörg Gréta Gísladóttir. 22.00 Pétur Valgeirsson. 1.00 Næturvaktin. BROSIÐ FM 96,7 9.00 Klassísk tónlist. Sigurður Sævarsson. 12.00 Gestagangur hjá Gylfa Guðmunds- syni. 15.00 Þórir Telló. Vinsældarlistar víða að. 18.00 Sigurþór Þórarinsson. 20.00 Páll Sævar Guðjónsson. 23.00 Ró- leg tónlist. 1.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Steinar Viktorsson. 14.00 Halldór Backman. 16.00 Vinsældalisti Islands. Endurtekinn. 19.00 Hallgrimur Kristins- son. 22.00 Sigvaldi Kaldalóns. 1.00 Har- aldur Jóhannsson. 5.00 Ókynnt tónlist. ÍSAFJÖRÐUR FM 97,9 9.00 Sunnudagur með Sveini Pálssyni. 11.00 Danshornið. Sveinn O. Pálsson. 12.00 Ágúst Héðinsson og Þorsteinn Ásgeirsson. 16.00 Menning og mandar- ínur. Þórður Þórðarson. 18.00 Tónlist. 19.30 Fréttir. 19.50 Atli Geir Atlason. 22.00 Púlsinn á Bylgjunni - KK.band. 24.00 Vinsældalisti FM 979 endutekinn. Kristján Geir Þorláksson. 1.00 Næturdag- skrá. SÓLIN FM 100,6 13.00 Friðleifur Friðbertsson. 17.00 Á hvita tjaldinu. Ómar Friðleifsson. 19.00 Hilmar. 21.00 Úr Hljómalindinni. Kiddi kanina. 23.00 Stefán Arngrimsson. STJARNAN FM 102,2 9.00 Sigga Lund. 11.05 Samkoma. Vegur- inn, kristið samfélag. 14.00 Samkoma. Orð lífsins. kristilegt stari. 16.00 Sam- koma. Krossinn. 18.00 Lofgjörðartónlist. 24.00 Dagskráriok. Bænastund kl. 9.30, 13.30. Fréttir kl. 12, 17, 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.