Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 12
12 B dogskrq ■ MORGUNBIjAÐIÐ FIMMTUDAGUK 10. DKSKMBEty, 1^92 Stríðinu lokið hjá Rene og Edith Þættirnir hafa náð miklum vinsældum I Bretlandi BRESKI gamanmyndaflokkur ’Allo ’Allo! — sem sýndur var í Sjónvarpinu fyrir nokkru og gerir góðlátlegt grín að and- rúmslofti seinni stríðsáranna — er um það bil að kveðja í Bretlandi. Þáttaröðin mun eiga sinn „friðardag" (VE day) nú Mesem- ber þegar síðasti þátturinn verður sendur út. Þar með hefur hann verið við lýði fjór- um árum lengur en stríðið sjálft. Þættimir hafa náð miklum vin- sældum í Bretlandi ekki síst eftir að Rees-Mogg lávarður, sem er stjómarformaður siðgæðisnefndar ljósvakamiðla, lýsti því yfir, öllum til furðu, að hann væri mikill aðdá- andi þáttanna. Þá er einnig talið að drottningamóðirin sé meðal aðdáenda. Hins vegar var forsætis- ráðherrann ekki ánægður með að sjónvarpsþættimir væm settir á svipaðan stall og Shakespeare og Dickens. Þessu samsinnti höfundur- inn, David Croft og sagði: „Það er alveg rétt, bömin ættu frekar að horfa á eitthvað annað ef þau vilja læra af efninu. Þættimir vom aldr- ei skrifaðir með það í huga að þeir væru heimild.“ Þeir sem séð hafa ’Allo ’Allo! muna eftir Rene, sem talar ensku með áberandi frönskum hreim, og eiginkonu hans Edit. Þau hjónin reka veitingahús í Frakklandi og laumast til að aðstoða andspyrnu- hreyfínguna gegn aulalegum Þjóð- veijum. Kannski af augljósum ástæðum höfðu Þjóðarverjar engan áhuga á að kaupa þættina til sýn- inga og ekki heldur ítalir. Hins vegar vom Bandaríkin, Júgóslavía, Grikkland og Sviss meðal þeirra 44 þjóða sem keyptu þættina til sýninga. FOLK Leikkonan - Kathleen Turner lék í haust í leikriti fyrir Rás 4 hjá BBC i London. Af hverju er Kathleen TumerhjáBBC? Nýtur þess að breyta til BANDARÍSKA leikkonan Kathleen Turn- er mætti til vinnu á ný í kjallara útsending- arhúss bresku útvarpsstöðvarinnar BBC nú i haust og sagði að hún myndi mæla með starfinu við alla vini sína í Hollywood. Kvatt - Þau kveðja breska aðdáendur nú í desember. Rene, leikinn af Gorden Kaye og Edit, sem leikin er af Carmen Silvera. Kathleen er að leika hina einörðu leynilögreglukonu Warshawski í leikriti Söru Paretskys fyrir Rás 4 hjá BBC. Hún keðjureykir og segir með hásri röddu að hún skemmti sér konunglega. „Þetta er eins fi'arri raunveraleika og hægt er að kom- ast. Ég hef lært svo mikið á þessu og þetta er svo skemmtilegt að það er ótrúlegt." Launin sem Tumer þiggur fyrir að leika Warshawski eru að sögn eins talsmanna BBC „ekki hærri en venjulegar greiðslur BBC til leik- ara“. „Eg þakka guði fyrir að hafa efni á þessu,“ segir Turner. „Það er nefnilega ekkert þessu líkt til í Bandaríkjunum." Það var mun meira gefandi að leika hlutverk Warshawski í upp- færslu Rásar 4 en að leika sama hlutverk í Disney-mynd á síðasta ári, segir Turner. „Ég varð fyrir vonbrigðum því sagan var þynnt út hjá Disney. Þeir reyndu að gera öll- um til hæfís og útkoman varð hvorki BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BIOBORGIN Sálarskipti ★★ Afar brokkgeng gamanmynd um óvenjuleg hjúskaparvandamál; gamal- menni yfírtekur líkama og sál brúðar á giftingardaginn brúðgumanum til sárrar raunar. Fridhelgin rofin ★★★ Vel gerður og spennandi tryllir um vinsamlega löggu sem gerist kolóð og ofsækir hjón nokkur. Ray Liotta er sérstaklega góður. Fríða og dýrið ★ ★ ★ ★ Gullmoli frá Disney um sigur innri fegurðar yfir ljótleikanum. Bráðfjömg fyndin og skemmtileg teiknimynd fyr- ir alla þá sem trúa á töfra æfíntýranna. Systragervi ★★★ Vitnið Goldberg er falin um sinn í nunnuklaustri þar sem hún tekur við kórstjóminni. Áreynslulaust grín og gaman. BÍÓHÖLLIN Kúlnahríð ★★ Miðlungsgóð sparkmynd með syni Bmce Lee. Ofbeldið er krassandi en líka mjög leikrænt. Systragervi ★ ★★ (sjá Bíóborgina). Blade Runner ★★★ Útgáfa leikstjórans er lítið frábmgðin frummyndinni en breytingamar gera þó góða mynd betri. Borg gleðinnar ★ ★ Patrick Swayze hjálpar bláfátækum Indveijum í Kalkútta í mynd sem vill vel en er yfirborðskennd og einfeldn- ingsleg. HÁSKÓLABÍÓ Dýragrafreiturinn 2 ★ Blóðugar senur, afturgöngur og þungarokk. Má ekki á milli sjá hvað af þessu er ómerkilegast. Ottó - Ástarmyndin ★ ‘A Ottó á sín augnablik í sinni fjórðu ærslamynd, seiii geymir nokkra góða brandara. Dingo ★ ★ !A Vinaleg smámynd um bjartsýnan út- kjálka-Ástrala og kynni hans af al- þjóðatónlist Miles Davis. Til að njóta myndarinnar þarf maður.að hafa gam- an að djass, trúa á Drauminn og elska æfíntýrin. Boomerang ★★ Gamanglansmynd, ámóta merkileg og eftirminnileg og sápuópera í sjónvarpi. Háskaleikir ★★★ Fyrram leyniþjónustumaður lendir í útistöðum við hryðjuverkamenn. Æsi- spennandi og afar vel gerð, einkum tæknilega. Fordarinn í essinu sínu. Forboðin ást ★ ★ ★ Falleg, áhrifarík og framandi mynd um uppreisn ánauðugrar konu gegn öldruðum eiginmanni. Svo á jörðu sem á himni ★ ★ ★ Metnaðarfull mynd byggð á snilidar- hugmynd um manninn og máttarvöld- in og hið yfímáttúralega á tvennum tímum og heimum. Hin tíu ára gamla Álfrún Ömólfsdóttir skilar veigamiklu hlutverki af ótrúlegum þroska. LAUGARÁSBÍÓ The Babe ★★★ Skemmtileg og vel gerð og fyrst og fremst heiðarleg mynd um æfi Babe Ruth. John Goodman fer á kostum í titilhlutverkinu. Lifandi tengdur ★ ★ Hryðjuverkamenn og alríkislögreglan takast á í metnaðarlausri meðalmynd. Tálbeitan ★ ★ ’A Hefur tilhneigingu til að taka sig al- varlega, þess utan vel frambærileg hasarmynd um vandamál sem era of- arlega á baugi. REGNBOGINN Á réttri bylgjulengd ★★ Forfallinn sjónvarpsfíkill lendir á rangri bylgjulengd. Góð hugmynd fær miðlungsúrvinnslu. Leikmaðurinn ★★★ Robert Altman tekur Hollywoodkerfið á beinið í baneitraðri og kaldhæðnis- legri ádeilu. Mjög skemmtileg mynd með hafsjó af stjömum. Sódóma Reykjavík ★★★ Þrælskemmtileg gamanmynd eftir hugmyndaríkan húmorista um álappa- legar glæpaklíkur sem takast á í, Reykjavík. Leikhópurinn er góður og frásögnin hröð. Ekta grín- og gys- mynd. Prinsessan og durtarnir ★ ★ ‘A íslenska talsetningin er mjög vel heppnuð og eykur sannarlega skemmtigildi þessarar ungversk/ bresku teiknimyndar, sem gerð er fýr- ir yngri bömin í fjölskyldunni. SAGABÍÓ Fríða og dýríð ★ ★ ★ ★ (sjá Bíóborg- ina). STJÖRNUBÍÓ Meðleigjandi óskast ★★★’/« Sérstaklega spennandi og ve) gerður sálfræðitryllir sem dregur þig fram á sætisbrúnina. Frábær leikur og leik- stjóm Barbets Schroeders er mögnuð. í sérflokki ★★★ Velheppnuð gamanmynd um kvenna- lið í hafnarbolta á stríðsárunum. Góð- ur leikur, þægilegur húmor og ekki síst góður hafnarbolti fleytir henni áfram. Bitur máni ★★★ Polanski á skuggavegum holdsins. Langur en því magnaðri erótískui sálfræðitryllir. fugl né fískur," segir leikkonan. Á síðasta ári var Tumer gagnrýnd í breskum fjölmiðlum fyrir að vera of feit og of gömul til að leika kyn- tákn en slík hlutverk gerðu hana einmitt fræga. Kathleen, sem nú er greinilega í mjög góðu formi, sagði að kvikmyndaframleiðendur í Holly- wood yrðu að bjóða upp á hlutverk fyrir „þroskaðar konur“ vegna hins mikla framboðs af góðum leikkonum á þeim aldri. „Það er stór hópur hæfileikaríkra leikkvenna - ég hef t.d. Jessicu Lange og Anjelicu Hus- ton í huga — og þess vegna þurfa hlutimir að breytast." Kathleen hefur mikið dálæti á persónunni sem hún leikur fyrir Rás 4 vegna þess að hún var hlynnt fóst- ureyðingum en af sömu ástæðu ákvað hún að styðja Bill Clinton í kosningabaráttunni til embættis for- seta Bandaríkjanna. „Ég hef aldrei komið nálægt stjórnmálum áður vegna þess að ég hef ekki getað hugsað mér að sættast á málamiðl- um varðandi sannfæringu mína en Clinton virðist vera hlynntur konum og Bush forseti virðist vera á móti þeim,“ sagði hún. í náinni framtíð langar Kathleen Turner til að eignast annað barn, leika í leikriti í London og koma aftur fram á Rás 4 hjá BBC. MENDURSKIPULAGNING stendur nú yfír á útvarpsstöðinni Sólinni. Núverandi útvarpsstjóri er Höskuldur Pétur Jónsson og hafa verið ráðnir Ijöldi nýrra dag- skrárgerðarmanna, en dagskrár- stjóri er Birgir Tryggvason. Hann hefur komið víða við sem dagskrár- gerðarmaður, meðal annars á út- varpsstöðinni Hitt, níu, sex, en að undanförnu hefur hann verið starfandi á Sólinni. MGUÐJÓN Bergmann, sem er sonur Guðlaugs Bergmanns í Karnabæ er einn nýju dagskrár- gerðarmannanna á Sólinni. Þá hefur Birgir Tryggvason dag- skrárstjóri leitað til nokkurra dag- skrárgerðarmanna sem unnu sam- an ýmist á Stjörnunni og/eða á Hitt, níu sex. Þetta em þeir Arnar Bjarnason, Arnar Albertsson, Stefán Sigurðsson og Magnús Magnússon. Einnig kemur til starfa Pétur Árnason, en hann var á útvarpsstöðinni Hinu, níu, sex og Útrás. Nokkrir þessara aðila munu hafa verið í hugleiðing- um að stofna nýja útvarpsstöð eft- ir áramótin þegar Birgir hafði sam- band við þá. MWHOOPI Goldberg, banda- ríska leikkonan gerir hlé á viðtals- þáttum sínum í sjónvarpi í febr- úar næstkom- andi. Hún hefur tekið að sér að- alhlutverk í kvikmyndinni Corina, Corina, sem Steve Tisch framleiðir og hefjast upp- tökur í febrúar. Meðal gesta leikkonunnar hafa ver- ið eða verða á næstunni: Sean Connery, Michael Douglas, Elton John, Nelson Mandela, Elizabeth Taylor og Robin Williams. MTVÆR milljónir brestra karl- manna eyða rúmlega tveimur klukkustundum á viku á krám, í klúbbum og á hótelum til þess að horfa á gervihnattasjónvarp. Fjórt- án hundruð þúsund þessara manna horfa á Sky Sport, að því er fram kemur í nýrri könnun, sem gerð var í Bretlandi. Aðdráttaraflið á Sky Sport mun vera leikur í úrvals- deild ensku knattspyrnunnar, sem sýndur er á mánudögum. Whoopi Goldberg r Ný sending af sktðakeppnisbuxum d böm og fullorðna. HHHKSHE útiiJf: Glæsibæ, sími 812922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.