Morgunblaðið - 13.12.1992, Page 1
88 SIÐUR B
286. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
HOLDUM HEIM
Morgunblaðið/Kristinn
E R T
ROS
HARRI
frtíljcvlnu
Spennusaga Bretans
Roberts Harris „Föð-
urland", sem fjallar
um hvað hefði getað
gerst ef Adolf Hitler
hefði sigrað í síðari
heimsstyijöldinni,
hefur vakið mikla at-
hygli. Harris var á
dögunum staddur í
Berlín til að kynna
bók sína og var honum þá skýrt frá
því að í austurhluta Þýskalands væri
„Föðurland“ orðin að eins konar bibl-
iu ungra hægri öfgamanna og mjög
algengt að nauðrakaðir ungir menn
kæmu inn í verslanir og spurðu eftir
bókinni. Harris svaraði að það væri
bara ágætt ef þeir keyptu bókina. Hún
myndi sýna þeim fram á hversu mann-
fjandsamlegur nasisminn hafi verið.
Ef þetta lið kynni þá að lesa á annað
borð, bætti hann við.
Dýrkeyptur
árangur
350 þeirra fimm þúsund hjólreiða-
manna sem í sumar luku keppni í
árlegri hjólreiðakeppni milli Þránd-
heims og Ósló í Noregi þurftu að
greiða þann árangur dýru verði.
Könnun, sem gerð var eftir keppnina,
hefur nú leitt í ljós að 7,5% kepp-
enda, eða um 350 manns, áttu í vand-
ræðum með kyngetuna eftir keppn-
ina. Fimm þeirra hafa hálfu ári eftir
keppnina ekki fengið hana aftur. Þá
misstu 25% hjólreiðamannanna tíma-
bundið alla löngun til kynlifs.
Eykur áfeng--
ið ritsnilli?
Kanadískir vísindamenn telja sig geta
rökstutt þá gömlu goðsögn að áfengi
ýti undir sköpunargleði rithöfunda.
Rannsókn var gerð á tveimur hópum
og fékk annar þeirra vodka-drykk en
hinn drykk áþekkan að bragði en
óáfengan. Báðum hópunum var sýnd
landslagsmynd og gefnar tiu mínútur
til að koma hughrifum sínum á blað.
Kom vodka-hópurinn ávallt betur út.
Allir eru þó ekki sammála þessu. „Vís-
indakjaftæði," sagði rithöfundurinn
Jeffrey Archer, sem aldrei snertir
áfengi við ritstörf og Kingsley Amis
sagði eigin tilraunir á þessu sviði hafa
leitt til þveröfugrar niðurstöðu.
Öfgamenn og
Föðurland
Jeltsín og Khasbúlat-
ov ná samkomulasri
Moskvu. Reuter.
Moskvu. Reuter.
RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska
fulltrúaþingsins, tilkynnti þingmönnum í
gær, eftir langan fund með Borís Jeltsín
Rússlandsforseta, að þeir hefðu náð sam-
komulagi um hvernig binda mætti enda á
valdabaráttuna í landinu. „Ég held að við
höfum náð saman. Auðvitað verður full-
trúaþingið endanlega að skera úr um það,
en ég tel okkur hafa náð samkomulagi,"
sagði þingforsetinn. Hann vildi ekki tjá
sig um efnisatriði samkomulagsins en
heimildir herma að Jeltsín hafi fallið frá
kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu og
ætli að finna nýtt forsætisráðherraefni.
Skömmu áður en viðræður Jeltsíns og
Khasbúlatovs hófust tilkynnti talsmaður for-
setans að Jeltsín hefði ákveðið, að leysa
Gennadí Búrbúlis, helsta ráðgjafa sinn, frá
störfum. Búrbúlis hefur árum saman verið
einn nánasti samstarfsmaður Jeltsíns. Hann
hefur sætt mikilli gagnrýni frá harðlínumönn-
um á rússneska fulltrúaþinginu.
Deilur Jeltsíns og þingsins hófust í kjölfar
þess að þingið neitaði að staðfesta skipun
Jegors Gajdars í embætti forsætisráðherra,
en hann hefur verið aðalmaðurinn á bak við
áætlanir ríkisstjómarinnar um markaðsvæð-
ingu Rússlands. Jeltsín hefur til þessa haldið
fast við þá kröfu að Gajdar verði forsætisráð-
herra en síðdegis í gær sagði Sergei Fílatov,
varaforseti þingsins, að samkomulag hefði
náðst um að forsetinn gerði tillögu um annað
forsætisráðherraefni eftir níu daga.
í þingræðu á fimmtudag hellti Jeltsín sér
yfir þingheim og sakaði harðlínumenn þar
um að-stefna að „dulbúnu valdaráni". Skor-
aði hann á þingið að undirbúa þjóðaratkvæða-
greiðslu um hver ætti að fara með völdin,
þing eða stjórn, en á það var ekki fallist.
Valerí Rúmin, einn af aðstoðarmönnum Jelts-
íns, sagði forsetann hafa sæst á að falla frá
kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu í viðræð-
um sínum við Khasbúlatov.
Maastricht
Danir fá undanþágur
Edinborg. Reuter.
LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins náðu
á fundi sínum í Edinborg í gær samkomu-
lagi um að Danir fái undanþágur frá
Maastricht-sáttmálanum, sem þeir felldu
í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní, að því er
embættismenn skýrðu frá síðdegis í gær.
í samkomulaginu felst m.a. að Danir eru
ekki skyldugir til að taka þátt í peningaleg-.
um samruna bandalagsríkjanna né heldur
eiga aðild að sameiginlegri varnarstefnu.
Danir féllust á móti á að standa ekki í vegi
fyrir nánari samruna hinna ríkjanna.
VÖRDUR
RÉTTAR
EDA
RÍKISSJÓÐS
16 14 # C
BÁKNIÐ VILL ÖÐLAST ARFLEIFÐ### Hjis husi * 1 f **■ ij' *
EILÍFT LÍF anituhill ym^ Bréfberinn á Skóla- vörðustig -