Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 10

Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 10
 ÍÍflL eftir Guðna Einarsson HÆSTIRÉTTUR er æðsti dómstóll landsins, áfrýjunardómstóll sem tekur til endurskoðunar dómsúrskurði á lægri dómsstigum. Það hefur löngum þótt jaðra við guðlast að gagnrýna þennan virðulega dómstól, en tímar og siðir breytast. A undanförnum árum hafa heyrst raddir sem hafa leyft sér að gera athugasemd- ir við Hæstarétt, dóma hans og ýmislegt fleira. Spurt hefur verið hvort borgaramir standi skör lægra en ríkissjóður fyrir hinum háa dómi; hvort fjárhagsmunir ríkissjóðs séu lagðir með laganna bókstaf á vogarskálar réttlætisins. tað liggur í hlutarins eðli að skiptar skoðanir eru um niðurstöður dóm- stóla í deilumálum sem oft liggja á mörkum laga og réttar. Málaferli geta staðið árum saman og kostað ómælda vinnu lögmanna og hlutaðeig- andi aðila. Vandi dóm- enda og ábyrgð felst í því að skera úr, gefa ótvíræða niðurstöðu um deilumál. Dómsniður- stöðum lægri dómsstiga er hægt að áfrýja til Hæstaréttar. Úrskurði Hæstaréttar verður ekki áfrýjað annað, nema þegar málið snertir mannréttindi, þá er hægt að vísa því til Mannréttindanefndar Evrópu og hefur það nokkrum sinnum verið gert. Ríkið ofar einstaklingum Hæstiréttur hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að gæta um of hagsmuna ríkisins á kostnað einstaklinganna. Þessi gagnrýni hefur skotið kollinum aftur og aftur og frá ýmsum aðilum. Magnús Thoroddsen, fyrrum forseti Hæstaréttar, var viðmælandi Morg- unblaðsins 18. febrúar 1990. Þar barst talið að meintri hagsmuna- 'gæslu Hæstaréttar fyrir hönd ríkis- valdsins. Aðspurður um hvort skatt- borgarar hafí verið hlunnfamir í við- skiptum sínum við ríkið með dómum Hæstaréttar svarar Magnús: „Ég tel að það hafí komið fyrír, já. Það er of algengt að hagsmunir einstakl- ingsins verði undir hagsmunum ríkisins." Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður hefur verið óragur við að „deila á dómarana" og gaf reyndar út bók undir því heiti. Lög- maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að þótt Jón Steinar væri sá eini sem talaði upphátt um þessa hluti væri fjöldi lögmanna á sömu skoðun. Lögmaður þessi sagði miður að menn hefðu ekki tekist á við rökin sem Jón setur fram, heldur reynt að afgreiða þetta með ódýrum hætti. í grein, sem Jón Steinar skrif- aði í Tímarit lögfræðinga (3. hefti 1988) og fjallar um mannréttindaá- kvæði stjómarskrárinnar, kemur hann inn á réttarstöðu skattborgar- anna. Jón Steinar vitnar í doktorsrit- gerð Gauks Jörundssonar, nú Um- boðsmanns Alþingis, sem kom út 1969 og fjallaði um hvar draga 3. desember sl.. Hún var ekki skýr- ari en svo að formaður BHMR sagði í blaðaviðtali: „Þetta er hins vegar ekki skýr dómur, og það er slæmt ef menn þurfa að lenda í átökum útaf því hvernig eigi að túlka dóma.“ Þá benti formaðurinn á að dómurinn tæki ekki á grundvallaratriðum eins og því hvort bráðabirgðalögin brytu í bága við stjórnarskrána, heldur væri aðeins fjallað um jafnræðis- reglu. Þegar mönnum hafði gefíst tóm til að spá í dómsniðurstöðuna töldu ýmsir í hópi lögmanna hana staðfesta þá skoðun að Hæstirétt- ur fari varlega 'í að þyngja greiðslubyrði ríkissjóðs með dómum sínum. Kjarasamningur ríkisins við BHMR var gerður vorið 1989 eftir harðvítugar vinnudeilur og átti að gilda til ársloka 1994. Honum mátti segja upp með mánaðar fyrirvara eftir 30. september 1990. Eftir samningn- um átti að endurskoða launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og færa kjor þeirra nær því sem gerðist í einkageiranum. Stofnuð var kjarasamanburðarnefnd, sem átti að skila lokaáliti fyrir 1. júlí 1990, en gerði það ekki. Þar með skyldu laun BHMR félaga hækka um 4,5% eftir samningnum. Forsætisráðherra rit- aði BHMR bréf og tilkynnti að þessi hækkun yrði ekki greidd. Ríkinu var stefnt fyrir Félagsdóm sem dæmdi að því væri skylt að greiða þessa hækkun. Olli þessi launahækkun mikilli ólgu í logni þjóðarsáttar og þótti vega að því jafnvægi sem væri að skapast í efnahagslífi jyjóðarinn- ar. Bráðabirgðalög um launamál voru sett 3. ágúst 1990, þar var SJÁ BLS. 12 bæri mörk eignamáms og skatta. Þar segir m.a.: „Nú (1969) ræður tvímælalaust mestu það sjónarmið, að dómstólar eigi að fara varlega í að taka fram fyrir hendur löggjaf- ans, þegar um er að ræða ráðstafan- ir til lausnar veigamiklum þjóðfé- lagsvanda, fyrst og fremst á sviði efnahagsmála." Af þessum orðum má ráða að dómstólar taki tillit til ríkjandi stjómmálaviðhorfa á Alþingi við uppkvaðningu dóma. Jón Steinar Gunnlaugsson kveður enn fastar að orði og ritar: „Ég tel alveg augljóst, að þessi viðhorf hafa í reynd ráðið mjög miklu í þeim málum sem geng- ið hafa til Hæstaréttar og varðað hafa mikla fjárhagsmuni." Síðar í sömu grein segir hæstaréttarlög- maðurinn að við athugun á dómum hafí sú hugsun leitað á sig að Hæsti- réttursé „„miklu síður fús til að viðurkenna brot, þeg- ar um hefur verið að ræða mál, sem varða umtalsverða stundarhagsmuni. í dæmum, þar sem dómsúrlausn hefur litlu skipt fyrir slíka hagsmuni, virð ist mér að mun frekar hafí ver- ið vilji til að dæma borgurunum í hag.“ Lítið hefur farið fyrir svör- um af hálfu dómara við þeirri gagnrýni sem beint hefur verið að störfum þeirra und- anfarin ár. Þór Vilhjálms- son, varaforseti Hæsta- réttar, flutti erindi á morgunverðarfundi í Lög- fræðingafélaginu 21. mars í vor og birtist það í Tímariti lögfræðinga (1.1992). Tilefni hugleiðinga hans voru bók Jóns Steinars, „Deilt á dómarana", og ummæli sem fjölmiðlar höfðu eftir Davíð Oddssyni forsætisráðherra um að ekki væri ástæða til að endur- skoða stjórnarskrána meðan Hæsti- réttur væri ekki farinn að fara eftir henni. Þór ræddi um hvort dómarar ættu að blanda sér í umræður um þá sjálfa og verk þeirra og sagði: „Hin endanlega dómsathöfn er þó þannig að dómarinn hefur með henni bundið sig og aðra og ráð til að breyta niðurstöðunni eru honum sjaldan tiltæk. í vissum skilningi hefur hann með dómsathöfn sinni sagt það sem hann hefur að segja. Þetta á vitanlega ekki að útiloka aðra frá því að ræða gerðir dómara og þess vegna erum við næstum komin að þeirri niðurstðu að eftir um hvort ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefði verið heimilt að nema úr gildi umsamdar launahækkanir til félaga í BHMR með setningu bráðabirgðarlaga 3. ágúst 1990. Ríkisstarfsmaður í BHMR stefndi ríkinu og krafðist þess, í stuttu máli, að staðið yrði við gerðan kjarasamning frá 18. og 19. maí 1989. Kröfu stefnanda var hafn- að með dómi í Bæjarþingi Reykjavík- ur 13. mars 1991. Málinu var áfrýj- að til Hæstaréttar og liðu rúmlega 20 mánuðir þar til niðurstaða fékkst saman ættu dómarar ekki að blanda sér í umræðuna." Þá vék Þór að hlutverki lögmanna og manna í opinberum störfum: „Ég tel ekki heldur heppi- legt að lögmenn ræði dóma í þeirra eigin málum og ég tel nauðsynlegt að menn í stjómsýslunni gæti hófs í orðum með tilliti til þess að frá dómurum er ekki svara að vænta. BHMR-málið Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm í svonefndu BHMR-máli. Það snerist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.