Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 12
íMORGUífflBMÐIÐ. SUNÍCKDAGUll ttö.CDESEMBER:{19S2
m
STARFSFERILL HÆSTARETTARDOMARA
Pétur Kristján Hafstein
f. 20. mars 1949 í Reykjavík.
Fulltrúi lögreglustjórans í Reykja-
vík frá 15. mars 1976 til 1. sept.
1977. Fulltrúi í eigna- og málflutn-
ingsúeild fjármálaráðuneytisins frá
1. júní 1978 til 1. maí 1983. Skip.
sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæj-
arfógeti á ísafirði 15. mars 1983 frá
1. maí s.á. Jafnframt settur bæjar-
fógeti í Bolungarvík frá 25. ágúst
til 23. sept. 1988 og aftur frá 14.
jan. til 24. maí 1990. Skip. hæsta-
réttardómari í Reykjavík 19. ágúst
1991 frá 1. okt. s.á.
Guðrún Erlendsdóttir
f. 3. maí 1936 í Reykjavík.
Starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu
frá hausti 1956 til 1960 og hjá Sam-
einuðu þjóðunum sumarið 1957. Rak
málflutningsskrifstofu í Reykjavík
ásamt eiginmanni sínum Emi Claus-
en hrl. frá júní 1961-1978. Aðjúnkt
við lagadeild Háskóla íslands frá
1970, settur lektor þar frá 1976,
skip. lektor 9. maí 1978 frá 1. maí
s.á. og skip. dósent þar 14. jan.
1979 frá 15. sept. s.á. til júní 1986.
Settur hæstaréttardómari frá 15.
sept. 1982 til 30. júní 1983. Skip.
hæstaréttardómari 30. júní 1986 frá
1. júlí s.á. Kjörin forseti Hæstaréttar
frá 1. jan. 1991 til 1. jan 1993.
Haraldur Henrysson
f. 17. febr. 1938 í Reykjavík.
Fulltrúi hjá bæjarfógetanum í
Keflavík júní-nóv. 1964. Fulltrúi hjá
bæjarfógetanum í Kópavogi frá 1.
des. 1964, skip. aðalfulltrúi þar 2.
jan. 1973 frá 1. s.m. auk 30. sept.
1973. Skip. sakadómari í Reykjavík
21. sept. 1973 frá 1. okt. s.á. Settur
hæstaréttardómari frá 1. sept. til 31.
des. 1988, skip. hæstaréttardómari
8. des. 1988 frá 1. jan. 1989.
Hrafn Bragason
f. 17. júní 1938 á Akureyri.
Fulltrúi hjá yfirborgardómaranum
íReykjavík 1965-70, aðalfulltrúi þar
1970-72. Skip. borgardómari í
Reykjavík 14. ágúst 1972 frá 1. s.m.
til 1. sept., 1987. Skip. hæstaréttar-
dómari 8. sept. 1987 frá 1. sept.
1987. Lögfræðingur Neytendasam-
takanna 1968-70. Stundakennari í
sjórétti við Stýrimannaskólann í
Reykjavík 1969-72 og í félagarétti
við lagadeild Háskóla Islands
1972-88. Hefur einnig kepnt þar
siíjarétt, kröfurétt og stjórnskipun-
arrétt í leyfum og forföllum prófess-
ora. Oft verið skip. setudómari og
gerðardómari.
Garðar Kristján Gíslason
f. 29. okt. 1942 í Reykjavík.
Fulltrúi yfirborgardómarans í
Reykjavik frá 1. jan. 1970, skip.
aðalfulltrúi þar 2. jan. 1973 frá 1.
s.m. Settur borgardómari 1. okt.
1974, skip'. borgardómari 28. sept.
1979 frá 1. des. s.á. Skip. forseti
Félagsdóms 29. okt. 1986 frá 1. s.m.
Skip. dómari við Hæstarétt íslands
23. des. 1991 frá 1. jan. 1992.
Stundakennari við lagadeild Háskóla
íslands frá 1. okt. 1973, aðjúnkt þar
frá 1. sept. 1984. Prófdómari í fom-
fræðum við stúdentspróf í M.R. frá
1976. Skip. til að vera dómari ad
hoc við Mannréttindadómstól Evr-
ópu í Strassborg (í máli Þorgeirs
Þorgeirsonar rithöfundar gegn ísl.
ríkinu) frá nóv. 1991.
Gunnar Magnús Guðmunds-
son
f. 12. febr. 1928 í Reykjavík.
Fulltrúi borgardómarans (Einars
Arnalds) í Reykjavík frá 1. sept.
1954 til 1. des. 1960, dómari í munn-
lega fluttum málum eingöngu frá
1. sept. 1955. Rak eigin lögfræði-
og fasteignaskrifstofu í Reykjavík
ásamt Vagni E. Jónssyni hrl. frá
des. 1960 til 31. des. 1967, en höfðu
samvinnu um rekstur skrifstofunnar
tii 31. des. 1972. Rak lögfræðistofu
einn til 30. júní 1991. Settur hæsta-
réttardómari frá 1. ágúst 1989 til
10. júlí 1990 og frá 1. jan. til 30.
júní 1991. Skip. dómari við Hæsta-
rétt 25. júní 1991 frá 1. júlí s.á.
Annaðist málflutnings og lögfræði-
lega ráðgjöf fyrir Samvinnutrygg-
ingar g.t. frá 1. júlí 1966 til 1. júlí
1989. Oft dómkvaddur til starfa í
matsnefndum. Stundakennari við
lagadeild Háskóla íslands við úrlausn
raunhæfra verkefna um skeið frá
1970. Meðdómari í gerðardómi Sam-
vinnutrygginga g.t. frá stofnun hans
1. sept. 1971 uns hann var lagður
niður. Skip. í júlí 1973 form. gerðar-
dóms í deilu stjómar Laxárvirkjunar
og landeigenda vegna virkjunar Lax-
ár í Aðaldal.
Þór Helmlr Vilhjálmsson
f. 9. júní 1930 í Reykjavík.
Fulltrúi hjá borgardómaranum í
Reykjavík frá 1. mars 1960 tii árs-
loka 1961, settur borgardómari frá
1. jan. 1962, skip. borgardómari 23.
nóv. 1962 frá 1. jan. 1963 og gegndi
því starfí til 1. febr. 1967. Stunda-
kennari í almennri lögfræði við laga-
deild Háskóla íslands 1959-62 og
öðm hveiju frá 1976. Settur lektor
við lagadeild Háskóla íslands
1962-67 og skip. prófessor 31. jan.
1967 frá 1. febr. s.á., veitt lausn frá
starfi 11. mars 1976 frá 1. s.m.
Forstöðumaður Lagastofnunar Há-
skóla íslands frá 23. sept. 1974 til
1976. Skip. hæstaréttardómari 26.
febr. 1976 frá 1. mars s.á. Kjörinn
varaforseti Hæstaréttar 18. des.
1981 frá 1. jan. 1982 til 31. des.
1983, kjörinn forseti Hæstaréttar 20.
des. frá 1. jan. 1983 til 31. des.
1984 og varaforseti á ný frá 1. jan.
til 31. des. 1992. Kjörinn dómari í
Mannréttindadómstóli Evrópu í
Strassborg frá 21. jan. 1971. Lög-
fræðilegur ráðunautur Ríkisútvarps-
ins 1958-76. Kennari í lögfræði á
námskeiðum í endurskoðun
1967-72.
Hjörtur Torfason
f. 19. sept. 1935 á ísafirði.
Fulltrúi á málflutningsskrifstofu
Geirs Hallgrímssonar hrl. og Eyjólfs
Konráðs Jónssonar hrl. í Reykjavík,
síðar Eyjólfs Konráðs og Jóns Magn-
ússonar hrl., frá febr. 1960 til sept.
1961 og frá 5.8 tii ársloka 1963.
Gerðist 1.1.1964 meðeigandi Eyjólfs
Konráðs Jónssonar og Jóns Magnús-
sonar að skrifstofunni og rak hana
síðan í féiagi við þá og fleiri til
mars 1990. Settur dómari við Hæsta-
rétt íslands frá 20.2. til 30.6.1988,
skip. hæstaréttardómari 2.3.1990
frá 1. s.m. Ráðunautur við samn-
ingagerð um álbræðslu á ísiandi,
kísilgúrverksmiðju við Mývatn og
jámblendiverksmiðju í Hvalfirði.
Ráðunautur hjá iðnaðarráðuneytinu
um ýmis lögfræðileg efni 1967-71
og síðar um stóriðjumál, m.a. endur-
skoðun samninga um áðurnefnd fyr-
irtæki og framkvæmd virkjana.
Ráðunautur Landsvirkjunar
1965-90 og einnig Rafmagnsveitna
ríkisins 1975-90, o.fl. fyrirtækja.
Stundakennari við Lagadeiíd haustin
1974 til 1976. Fyrirlesari á nám-
skeiðum um verksamninga o.fl. hjá
Endurmenntunarstofnun H.í. frá
1986.
mælt fyrir um ákveðnar launahækk-
anir miðað við laun 30. júní 1990.
Áttu þær að koma í stað ákvæða
kjarasamninga um launabreytingar.
BHMR félagar skyldu fá sömu
launahækkanir og aðrir launþegar
samkvæmt bráðabirgðalögunum.
Hæstiréttur kemst að því í dómi
sínum að setningu bráðabirgðarlag-
anna hafi mátt jafna til uppsagnar
samningsins frá og með 1. nóvember
1990, það er eftir að mánaðar upp-
sagnarfrestur var liðinn frá 30. sept-
ember. Þessi niðurstaða vekur
nokkra furðu og skulu hér tíndar til
ástæður þess. Fyrst er að nefna að
„uppsögnin" frá og með 1. nóvember
1990 var ekki tilkynnt með lögform-
legum hætti og því hæpið að hún
sé fullgild. Þá er að nefna að í ann-
arri málsgrein 4. greinar bráða-
birgðalaganna segir: „Með þeim
breytingum, sem lög þessi kveða á
um, skulu kjarasamningar aðildarfé-
laga BHMR og viðsemjenda þeirra
gilda til 31. ágúst 1991 og falla þá
úr gildi án uppsagnar." Bráðabirgða-
lögin sjálf segja BHMR-samninginn
gilda til 31. ágúst 1991, en Hæsti-
réttur telur þau hafa sagt honum
upp frá 1. nóvember 1990.
Ein möguleg skýring viðmælenda
blaðsins á þessu ósamræmi er sú að
með því að komast að þessari niður-
stöðu sé fundin leið til að viðurkenna
rétt BHMR félaga og forða um leið
ríkissjóði frá óhóflegum skaðabó-
takröfum. Með þvi að segja samning-
inn uppsagðan er búið að gera hann
minna virði fjárhagslega heldur en
ef ekki hefði verið litið svo á að
samningurinn gilti t.d. eins og bráða-
birgðalögin kváðu á um. Rétturinn
lítur svo á að launahækkanir eftir
bráðabirgðalögunum, 2% 1. desem-
ber 1990 og 2,5% 1. mars 1991,
komi upp í 4,5% launahækkun
BHMR. Því eru áfrýjanda, BHMR
.starfsmanninum, einungis dæmdar
bætur frá 1. september 1990 til loka
febrúar 1991 þegar 4,5% hækkun
var náð.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
amir Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur
Torfason, Hrafn Bragason og Þór
yilhjálmsson. Auk þeirra Freyr
Ófeigsson dómstjóri, Stefán Már
Stefánsson prófessor og Sveinn
Snorrason hrl. Þeir Þór og Sveinn
skiluðu sératkvæði um málið og vildu
staðfesta héraðsdóm. Þrír hæstarétt-
ardómarar viku sæti úr dóminum af
ýmsum ástæðum. Gunnar M. Guð-
mundsson vék sæti vegna þess að
sonur hans hafði undirritað bréf frá
Fjármálaráðuneyti, þar sem svarað
var ýmsum fyrirspumum varðandi
málið frá ríkislögmanni. Pétur Kr.
Hafstein vék sæti vegna þess að
hann tjáði sig um bráðabirgðalögin
í blaðagrein 1990. Haraldur Henrys-
son vék sæti vegna þess að hann
var tengdur áfrýjanda í málinu. Það
hefur vakið spumingar að Stefán
Már, en hann er í Félagi háskóla-
kennara, sem er aðili að BHMR,
skyidi dæma málið. Hann taldist
hæfur vegna þess að Félag háskóla-
kennara stóð utanvið „samflot“
BHMR félaganna sem gerðu kjara-
samning í maí 1989. Háskólakennar-
ar gerðu sérsamning og stóðu utan
við þann sem málið snerist um.
Ófullnægjandi úrlausnir
Það er vissulega vert nánari skoð-
unar ef rétt er að ekki séu allir jafn-
ir fyrir lögunum. En gagnrýnendur
í hópi lögmanna hafa einnig fundið
að vinnubrögðum íslenskra dóm-
stóla. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.
ræðst enn fram á ritvöllinn í tíma-
riti lögfræðinema, Úlfljóti (1.1991)
og fjallar þar um handhafa ríkis-
valdsins. Hann telur ýmislegt mega
betur fara þar á bæ og segir um
dómstóla lýðveldisins: „Eg hef oft
fengið sterkt á tilfinninguna að eitt-
hvað allt annað en einlæg leit að
réttri lögskýringu ráði niðurstöðu.
Stundum eru niðurstöður jafnvel
þannig, að mér er nær að halda að
að menn hefðu fallið á lagaprófi með
því að sýna slíkar úrlausnir." Lög-
maðurinn segir að einungis eigi að
dæma eftir köldum og óhlutdrægum
réttarheimildum og niðurstaðan eigi
að vera sú sama, hver sem dómarinn
er, en á því hafi því miður oft orðið
misbrestur.
Hæstiréttur ákvað 9. janúar 1990
að ekki stæðist að íslenskum lögum
að dómari, sem auk dómarastarfa
hefði á hendi lögreglustjóm, dæmdi
í máli sem rannsakað hefði verið
undir hans stjóm. Fram að því hafði
þessi skipan viðgengist um langan
aldur, með ágætum árangri að
margra áliti, og Hæstiréttur meira
að segja lagt blessun sína yfir þetta
berum orðum í dómum 1985 og
1987. Glöggir menn rekja þessa
skyndilegu opinberun réttarins til
þess að Mannréttindadómstóll Evr-
ópu hafði ákveðið að taka til dóms
mál íslendings, sem kærði hina ís-
lensku skipan rannsóknar og dóms
í héraði til Mannréttindanefndar
Evrópu. Við skyndilega hugarfars-
breytingu Hæstaréttar var fengin
forsenda til að rnáhð yrði látið niður
falla. Um þetta segir Jón Steinar í
Tímariti lögfræðinga (4.1991): „Ég
held ekki að nein varanleg breyting
hafí orðið á íslenskum rétti að því
er varðar réttarheimildirnar. Dómur
Hæstaréttar frá 9. janúar 1990 er
ekki annað en enn ein staðfesting á
því, sem ég hef vitað nú um nokk-
urt skeið. Raunveruleikinn í dóm-
stólastarfi og lagaframkvæmd á ís-
landi er allt ánnar en okkur var kennt
í lagadeildinni. Dómarar (a.m.k. í
Hæstarétti) hika ekki við að komast
að niðurstöðum sem þeim finnast
pólitískt æskilegar, hvað sem réttar-
heimildum líður".
Einsleitur hópur
Miklar kröfur eru gerðar til þeirra
sem hyggjast verða hæstaréttardóm-
arar. Þó hefur verið að því fundið
að dómarahópurinn í Hæstarétti sé
helst til einsleitur, hafí of líkan bak-
grunn og reynslu. Einn dómþoli
Hæstaréttar orðaði það svo að þar
sæti fólk „með 1. einkunn í lögfræði
og 20 fermetra lífsreynslu". Hæsta-
réttardómarar hafa nær upp til hópa
fetað sig upp virðingarstigann um
lægri dómsstig og kennarastóla
Iagadeildar; verið opinberir starfs-
menn frá því þeir stigu upp frá próf-
borðinu.
Að sögn Erlu Jónsdóttur, ritara
Hæstaréttar, eru tveir af átta dómur-
um réttarins nú úr hópi starfandi
lögmanna. Einnig ér algengt að
varadómarar séu kallaðir til starfa
úr hópi lögmanna, þeir verða að
uppfylla sömu skilyrði og hæsta-
réttardómarar. Varadómarar eru yf-
irleitt kallaðir til að dæma í tilteknu
máli þegar hæstaréttardómari er
vanhæfur eða fjarverandi. Umsóknir
um stöður hæstaréttardómara fá
umfjöllun allra dómara Hæstaréttar
sem gefa áiit á hæfni umsækjenda.
Raddir hafa verið uppi um að
æskilegt væri að fleiri hæstaréttar-
dómarar kæmu úr röðum málaflutn-
ingsmanna, líkt og víða gerist.
Breskir áfrýjunardómstólar eru til
dæmis skipaðir dómurum sem koma
úr röðum málflutningsmanna (bar-
risters), sem flutt hafa mál bæði
fyrir opinbera aðila og einkaaðila.
Þessir dómarar hafa því víðtæka og
hagnýta reynslu af málflutningi og
lögmannsstörfum í þjóðfélaginu. Þau
sjónarmið eru til meðal íslenskra lög-
manna að æskilegt sé að í stöður
hæstaréttardómara veljist fleiri úr
röðum málflutningsmanna, í stað
kerfísmanna sem fara hefðbundnar
leiðir um héraðsdómstóla og laga-
deild upp í Hæstarétt. Magnús Thor-
oddsen, fv. forseti Hæstaréttar, lýsti
í fyrmefndu viðtali því sem hann
taldi æskilega samsetningu dómara-
hóps Hæstaréttar. „Ég tel að lög-
mannastéttin eigi að hafa fleiri full-
trúa í réttinum. Nú (1990) er þar
einn fyrrverandi hæstaréttarlögmað-
ur, en þeir ættu að vera þrír að
mínu mati, og síðan einn borgardóm-
ari, einn sakadómari, einn fógeti,
einn sýslumaður og einn fyrrverandi
prófessor. Þannig yrði meiri breidd í
réttinum."