Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
Svidsliós
banda-
riskra
fjölmióla
hefur aó
undan-
förnu
beinsl aó
fjölþreifn-
um þing-
mönnum
og ýmsum
ráóa-
mönnum
i stjórn-
sýslunni
eftir Karl Blöndal
Samskipti bandarískra
karla og kvenna hafa
ekki verið söm frá
því að lagaprófessor-
inn Anita Hill bar því
vitni fyrir dómsmála-
nefnd öldungadeild-
ar þingsins að Clar-
ence Thomas hæstaréttardómari
hefði beitt sig kynferðislegri áreitni.
Eftir vitnaleiðslur þingsins var haft
á orði að það andaði köldu milli kynj-
anna á vinnustöðum um landið allt.
Einn vinnustaður hefur verið í sviðs-
ljósinu vegna kynferðislegrar áreitni
undanfarnar vikur og mánuði. A
nokkrum mánuðum hafa þrír þing-
menn verið vændir um ósæmilegt
háttalag gagnvart konum. Fyrir
nokkrum árum hefðu fjölmiðlar látið
kyrrt liggja, en nú ber annað við.
John F. Kennedy gat haldið fram
hjá hvað eftir annað án þess að
kæmi fram í fjölmiðlum þrátt fyrir
vitund fréttamanna. Nú boðar feil-
spor fjömiðlafár og háttemi, sem
áður þótti bera karlmennsku vitni,
þykur nú sýna fram á lítilsvirðingu
við konur og heldur lítilfjöriegan
persónuleika.
Þegar blaðamenn spurðu Robert
Packwood, öldungardeildarþing-
mann frá Oregon, skömmu fyrir
kosningar hvort eitthvað væri hæft
í þeim orðrómi að dagblaðið The
Washington Post væri að vinna að
frétt um kynferðislega áreitni hans
vísaði hann honum á bug. Sagði
Packwood að andstæðingur sinn,
demókratinn Les AuCoin, hefði kom-
ið þessum orðrómi af stað sér til
pólitísks ávinnings. 3. nóvember
vann Packwood nauman sigur á and-
stæðingi sínum úr röðum demókrata
og var kjörinn á þing í fimma sinn.
19 dögum síðar höfðu blaðamenn
The Washington Post aflað nægilega
trausta heimilda til að birta fréttina.
Að auki birti blaðið yfirlýsingu frá
þingmanninum þar sem hann sagði
að „hafi ummæli mín eða athafnir i
raun verið illa þokkaðar eða hafi ég
hegðað mér á nokkum þann hátt að
valdið hafi einstaklingi óþægindum
eða sneypu, þá biðst ég innilega af-
sökunar".
Tíu konur báru því vitni að
Packwood hefði leitað á þær og hafa
sex bæst við síðan. Samkvæmt einni
frásögn var ástandið þannig á skrif-
stofu þingmannsins að konum í
starfsliði hans var ráðlagt að vinna
ekki einar frameftir. Konumar sögðu
að Packwood hefði leitað á þær,
kysst þær á munninni án samþykkis
og káfað á 13 ára stúlku.
Strókar i smiói...
stelpur i matreióslu
Þessar ásakanir, sem ná allt aftur
til ársins 1969, komu almenningi í
opna skjöldu. Packwood hefur ætíð
stutt málstað kvenna dyggilega á
þingi. Hann er fylgjandi fóstureyð-
ingum og réði konur til starfa áður
en það fór að tíðkast meðal starfs-
bræðra hans.
Packwood héít á fimmtudag blaða-
mannafund þar sem hann sagði að
hann væri bam fjórða og fimmta
áratugarins. Þá hefðu „strákar farið
í smíði og stelpur i matreiðslu". Þing-
maðurinn bætti við að í atvinnu sinni
hefði hann með tímanum orðið upp-
lýstari um konur og málefni þeirra,
en persónuleg hegðun hans hefði ein-
faldlega verið „ruddaleg og dónaleg".
Þótt Packwood hafi iðrast á blaða-
mannafundinum, nefndi hann ekki
einstök atvik. Hann játaði aimenna
sekt, en viðurkennir í raun ekki hið
sértæka. Einnig hefur vakið reiði
piargra að Packwood hefur gert til-
raun til að skýla sér á bak við
drykkjuskap. Enga þeirra, sem borið
hafa vitni, rekur hins vegar minni
til þess að Packwood hafi verið und-
ir áhrifum áfengis þegar hann leitaði
á þær.
Þingmaðurinn dreif sig í meðferð,
en til að flækja málið, kvaðst hann
að henni lokinni ekki viss um það
hvort han ætti við áfengisvandamál
að stríða.
Kjósendum hitnar i hamsi
Kjósendur í Oregon eru margir
æfareiðir yfir því að þetta skyldi
ekki koma fram fyrr en eftir kosning-
amar. Þykir þeim fulltrúi sinn hafa
tafið birtingu fréttarinnar í The
Washington Post af mikilli slægð.
Hann dró blaðamenn The Washing-
ton Post á viðtali eftir megni og einn-
ig er hermt að útsendarar hans hafi
haft í hótunum við meint fómarlömb
áreitni hans ef þau drægju framburð
sinn ekki til baka. Um leið liggja
þeir fjölmiðlum í Oregon-ríki, sem
höfðu pata af því að ekki var ein
báran stök, á hálsi fyrir að hafa lát-
ið hjá líða að kanna málið.
Einn hópur hefur farið þess á leit
við þingheim að Packwood verði vik-
ið úr sæti sínu reynist ásakanir sann-
ar og annar vill láta kveðja hann
heim. Slíkt hefur hins vegar aldrei
hent í öldungadeildinni og þingmaður
hefur ekki verið rekinn síðan í borga-
rastyrjöldinni. Víst er að Packwood
ætlar ekki að verða fyrri til. Hann
lýsti yfír því á fimmtudag að hann
hygðist ekki verða við áskorunum
um að segja af sér.
Afdrifaríkar ásakanir
Brock Adams, starfsbróðir
Packwoods og nágranna hans í Was-
hingtonríki, tókst ekki að humma
ásakanir um kynferðislega áreitni
fram af sér yfir kosningar. Adams
tilkynnti nokkrum klukkustundum
eftir að dagblaðið The Seattle Times
birti í byijun mars frétt studda fram-
burði átta kvenna um kynferðislega
áreitni hans að hann hygðist ekki
sækjast eftir endurkjöri. I fréttum
var hann sakaður um allt frá því að
hafa gerst nærgöngull við samstarfs-
konur og pólitíska aðstoðarmenn til
að hafa byrlað konu lyf, afklætt
hana og nauðgað. Kvað Adams „til-
búin ummæli tilbúins fólks“ hafa
eyðilagt feril sinn og gaf sterklega
í skyn að hann hefði verið fórnarlamb
ábyrgðarlausrar fréttamennsku og
tilbúnings andstæðinga sinna.
Ymsum þótti hins vegar kyndugt
að hann skildi draga sig í hlé daginn
eftir að hann hafði safnað 130 þús-
und dollurum í kosningasjóði sína.
Þá vakti einnig grunsmdir að starfs-
menn Adams höfðu samband við
heimildamenn The Seattle Times
nokkrum dögum fyrir birtingu frétt-
arinnar og reyndu að kaupa þögn
þeirra með fagurgala. Adams sagðist
ekki hafa grun um það hveijir bæru
sig slíkum sökum.
Adams var sakaður um að hafa
þröngvað sér upp á konu fyrir rúmum
fjórum árum. Þá tókst honum að
bera sakimar af sér og ljaraði málið
út. Hann brást ekki við af jafn mikl-
um krafti í þetta skipti og má ef til
vill rekja það til breyttra tíma.
Opinberir ástarfundir
þingmanna
Aður fyrr létu menn sér nægja
að glotta þegar þingmenn gerðust
nærgöngnlir við konur. Aðstoðar-
menn þingmanna segja að þess sé
skemmst að minnast er yfirboðarar
þeirra reyndu ekki einu sinni að leyna
ástarfundum sínum í afherbergjum
þinghússins.
„I gamla daga var haft á orði að
vissir öldungadeildarþingmenn káf-
uðu á ungum konum í lyfturn," sagði
Danmiel K. Inouye, þingmaður
demókrata frá Hawaii, í viðtali við
The New York Times í mars. „Nú
eru enginn orðrómur á kreiki. Sú
staðreynd að fjölmiðlar hafa verið
yfirmáta vökulir í eftirliti sínu með
atferli okkar hefur haft áhrif og sið-
ferðisstaðall okkar hefur [um leið]
breyst.“
I kosningabaráttunni komu fram
ásakanir á hendur Inoye um að hann
hefði sýnt fjölda kvenna kynferðis-
lega áreitni og nauðgað konu fyrir
17 árum. Neitaði Inouye staðfastlega
pg náði endurkjöri.
Nú undirbýr siðanefnd öldunga-
deildarinnar rannsókn á máli
Packwoods og íhugar hvort kanna
eigi mál Inouyes. Það hefur ekki
áður komið til kasta nefnadrinnar
að fjalla um kynferðislega áreitni.
Ljóst þykir að reglur öldungadeild-
arinnar og jafnréttislögin frá 1991
banna áreitni, en ýmsir draga í efa
réttmæti þess að dæma atburði, sem
gerðust fyrir nokkrum árum á for-
sendum, sem rekja má til breytts
hugarfars.
Upphafs þessarar hugarfarsbreyt-
ingar er að leita í yfírheyrslum dóms-
málanefndar öldungadeildarinnar
yfir Clarence Thomas fyrir hálfu
öðru ári. Thomas var dómaraefni
George Bush forseta til hæstaréttar
og hlutverk nefndarinnar var að sam-
þykkja tilnefningu hans eða hafna
henni. í miðjum klíðum komu fram
ásakanir um að Thomas hefði áreitt
Anitu Hill kynferðislega þegar hann
var yfirmaður stofnunar sem fjallar
um jafnrétti á vinnumarkaðnum.
Nefndin hafnaði vitnisburði Hill í
vitnaleiðslum, sem sýndar voru í
beinni útsendingu, en frammistaða
hennar fyllti konur um öll Bandríkin
eldmóði.
Olia á eidinn
Síðan hafa komið upp ýmis mál,
sem hafa verið eins og olía á eld.
Árásir á konur á stélkróksráðstefnu
(stélkrókurinn grípur bremsuspotta
við lendingu á þilfari flugmóðurskips
til að stytta lendingarbraut) sjóhers-
ins í Las Vegas sviptu hetjublænum
af dátunum og leiddu til afsagnar
flotamálaráherra og málaferla, sem
ekki sér fyrir endann á. í ljós kom
að á hveiju ári lögðu viðstaddir yfir-
menn og' undirmenn undir sig heila
hæð hótelsins, sem ráðstefnan var
haldin á, og þegar kona lét sjá sig
mynduðu þeir göng og ráku hana
eftirþeim á meðan þeir káfuðu, klipu,
rifu, tættu og kreistu.
I háskólum rekur nú hvert málið
annað og stefna nemendur prófess-
orum, sem gerast ívið nærgöngulir,
án þess að blikna. Prófessor einn við
Massachusetts Institute of Techn-
ology í Cambridge var nýverið sýkn-
aður af ákæru um að hafa kysst
nemanda sinn í fjórgang án sam-
þykkis. Á næstu dögum voru mót-
mæli við skólann og nemendur í tíma
hjá prófssorunum stóðu upp og drógu
fram mótmælaspjöld. Prófessor einn
við Yale í New Haven hefur verið
áminntur fyrir leita á væntanlegan
nemanda, sem hafði lagt land undir
fót til að kynna sér skólann og borga
í, sáttaskyni flugfarið fyrir hana.
Atvikið átti sér stað fyrir nokkrum
árum„ en konan, sem varff fyrir
áreitninni, fór ekki á stúfana fyrr
en eftir að Anita Hill gekk fram.
Sama segir ein kvennanna sem
bera Packwood sökum. Konan, sem
greindi Packwood frá nafni sínu en
ekki almenningi, sagði að kvöld eitt
hefði þingmaðurinn króað sig af til
að segja klúra brandara. Eftir að
hafa hlýtt á vitnisburð Hill gerði hún
sér grein fyrir því hvað athöfn
Packwood var „niðurlægjandi fyrir
konur“.
Ein afleiðingin af þessari vakningu
var gengi kvenna í síðustu kosning-
um. 18 konur eru nú nýliðar í full-
trúadeild þingsins og fjórar í öld-
ungadeildinni. Fulltrúadeildarþing-
mennimir komu saman á mánudag
og gáfu út sameiginlega stefnuyfir-
lýsingu. Aukin vernd gegn kynferðis-
legri áreitni var þar efst á baugi.
Það er meðal fjölmargra sérréttinda
þingsins að það lýtur ekki ákvæðum
alríkislaga sem banna kynferðislega
áreitni á vinnustöðum og eru þing-
menn því undanþegnir eigin lögum.
„Við erum þeirrar hyggju að við
ættum að vera ábyrg rétt eins og
allir aðrir,“ sagði Majorie Margolies-
Mezvinsky, þingmaður frá Pennsyl-
vaníu, eftir fundinn. „Það er ekki
nóg að greiða atkvæði rétt.“
Heimildir: The Boston Globe, The
New Republic, The New York Times,
Newsweek Magazine, The Seattle
Times, Time Magazine og The Wash-
ington Post.