Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
13. DESEMBER 1992
Báknið vill
öðlast
eilíft líf
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra
segir að verði ekki ráðist í niðurskurð
ríkisútgjalda, eigi þjóðin aðeins tveggja
slæmra kosta völs að stórhækka
skattana, eða að velta sköttunum yfir á
framtíðina. Hann telur líklegt að á
næstu íjórum til fimm árum, eigi
Islendingar að vera búnir að ná
jafnvægi, bæði í viðskiptum við önnur
lönd og í ríkisbúskapnum.
eftir Agnesi Bragadóttur
VOLD heilla, hvetja menn til dáða eða
knýja þá til ódæðisverka, allt eftir því
hver heldur um valdasprotann hverju
sinni og við hvers konar aðstæður hann
heldur um sprotann eftirsótta. Þetta
sýnir sagan okkur, og vefengir sjálfsagt
enginn, sem á annað borð hefur sótzt
eftir völdum. En skyldi það nú vera
eftirsóknarverður valdapóstur í ís-
lenzka stjórnmálakerfinu, að fá að
stjóma ríkisfjármálunum? Friðrik Soph-
usson fjármálaráðherra hefur stýrt
ríkisfjármálum íslendinga í rúma nítján
mánuði, og þegar litið er yfir fjármála-
ráðherraferil hans, verður nú ekki bein-
línis sagt að fyrst komi upp í hugann
einhver afrekaskrá fjármálaráðherrans
í glímu hans við ríkisfjármálin. Strax
um mitt sumar 1991 kom á daginn, að
markmiðum ríkisstjórnarinnar í ríkis-
fjármálum það árið yrði hvergi náð,
eyðsla umfram telqur ríkissjóðs á fjár-
lögum þessa árs er skelfileg og fátt
bendir til þess að fjárlagafrumvarp árs-
ins 1993 verði að lögum frá Alþingi án
þess að markmiðum ríkissljómarinnar
um 6 milljarða króna halla á ríkissjóði
næsta árs verði varpað fyrir róða og
hallinn verði tveggja stafa tala í millj-
örðum talið, þegar upp verður staðið.
Friðrik ræðir hér við blaðamann Morg-
unblaðsins um það sem úrskeiðis hefur
farið í fjármálasljórn ríkissljórnar Dav-
íðs Oddssonar, hvar hann telur að
árangur hafi náðst, greinir frá því sem
hann telur vera helztu skýringar vand-
ans og svarar því hvort hann telji yfir
höfuð mögulegt að koma einhverjum
böndum yfir útgjöld ríkisins. Höfundur
og guðfaðir slagorðs ungra sjálfstæðis-
manna, Báknið burt!, segist enn hafa
fulla trú á að það sé framkvæmanlegt,
þótt hann viðurkenni að vissulega sé
þar um erfitt langtímaverkefni að ræða.
Friðrik, það þarf ekki að líta á nema
nokkrar stærðir úr ríkisfjármálun-
um undanfarin ár, til þess að vera
fljótur að komast að þeirri niður-
stöðu að því fer fjarri að markmið-
um ríkisstjómarinnar í ríkisbúskapnum hafi
verið náð. Svo ég nefni eina skelfilega tölu
máli mínu til stuðnings, sem ég tek beint upp
úr leiðara Morgunblaðsins í dag (föstudag),
þá er halli ríkissjóðs þijú undanfarin þjóðar-
sáttarár samtals um 26 milljarðar króna - 26
þúsund milljónir króná. Getið þið stært ykkur
af einhveijum raunverulegum árangri, á meðan
svona tölur blasa við alþjóð, þótt þessi ríkis-
stjóm beri ekki ábyrgð á nema hluta af halla-
rekstrinum?
„Já, ég tel að ríkisstjómin hafi í raun náð
mjög miklum árangri og því til staðfestingar
get ég bent á, að ef ekkert hefði verið að gert
í ríkisfjármálum, þá hefði hallinn á ijárlögum
næsta árs orðið á milli 20 og 25 milljarðar
króna. Það sem hins vegar hefur tafíð þann
bata sem við helzt hefðum viljað sjá, það er
að segja að ná fullu jafnvægi í ríkisfjármálun-
um, er að við höfum bæði orðið fyrir verulegu
tekjutapi vegna veltusamdráttar í þjóðfélaginu
og einnig meiri útgjöldum sem stafa af sömu
ástæðum, þ.e. auknu atvinnuleysi. Það er eng-
inn vandi að sýna fram á, ef við skoðum að-
gerðir ríkisstjómarinnar, miðað við þær for-
sendur sem Iágu fyrir þegar ríkisstjómin tók
við völdum, að ef þær hefðu staðizt, þá stæð-
ust gjöld og tekjur á í fjárlagafmmvarpinu
fyrir næsta ár. En síðan ríkisstjómin tók við,
hefur ýmislegt breytzt: Álver er út af borðinu,
a.m.k. í bili, þorskafli hefur stórkostlega dreg-
izt saman, við höfum ákveðið að veita veruieg-
um fjármunum til atvinnuskapandi fram-
kvæmda, miklu meira fé gengur til Atvinnu-
tryggingasjóðs og loks verðum við að taka til-
lit til veltusamdráttarins. Ef ekkert af þessu
hefði gerzt, þá hefðum við séð þann árangur
í ríkisfjármálum á næsta ári sem að var stefnt
í upphafi."
— Samt sem áður. Því fer svo víðsfjarri að
efnahagslegum markmiðum ríkisstjómarinnar
hafi verið náð, og til þess að gæta nú réttlæt-
is, markmiðum fyrri ríkisstjóma um langa
hríð einnig. Segja staðreyndir málsins okkur
ekki að þótt fjármálaráðherra tali um umtals-
verðan árangur skortir mikið á til þess að
hann sé sá sem þjóðin þarf á að halda í þeim
efnahagslega öldudal sem hún nú er?
„Það er alveg ljóst að útgjöld hér á landi
em allt of há og hafa verið um langan aldur.
Það sem þó er alvarlegast er að útgjöldin vorti
langt umfram tekjur í mestu góðærunum.
Þess vegna hefur það gerzt, að skuldir rfkisins
hafa vaxið og nú á samdráttarskeiðinu þarf
því að borga vexti af þessum skuldum ríkis-
sjóðs, sem eru ógnvænlegar upphæðir. í ár
emm við að borga 11 milljarða í vexti af skuld-
um sem hafa hlaðizt upp á bestu ámm lýðveld-
isins. Þegar þar að auki þarf að stíga á brems-
una í svona erfiðu árferði, þá auðvitað syngur
í saumum og brestur í böndum. En engu að
síður verðurp við að meta árangurinn miðað
við þá stöðu sem við erum í og því segi ég
að hann sé umtalsverður. Á hinn bóginn er
það rétt, að til þess að hann verði nægjanleg-
ur og að komið verði í veg fyrir að við séum
að velta skuldum yfir á framtíðina og sköttum
yfir á bömin okkar og barnabörnin, þá þurfum
við að taka miklu meira á heldur en við geram
nú.
Við skulum hafa það í huga, að það er ekk-
ert sem bendir til þess að ástandið batni hér
á landi á næstu tveimur til þremur ámm. Þvert
á móti held ég að við íslendingar verðum að
venjast þeirri hugsun að sú efnahagslega lægð
sem við emm í, kunni að vara í tvö til þijú
ár enn. Enn er ekkert sem bendir til þess að
fiskveiðar geti orðið umtalsvert meiri á áranum
1994 og 1995 en þær em í dag og það er
ekkert sem gefur vísbendingu um það í dag
að við fáum tækifæri til þess að nýta orkuna
okkar á þessu árabili. Því verðum við að vera
búin undir lengri kreppu en við höfðum ætlað. “
— Er nokkur ástæða til þess að ætla, þegar
við skoðum stjómmálasögu undanfarinna ára,
að í fjárlagafmmvarpi ársins 1993, sem tekið
verður til þriðju umræðu nú í vikunni, verði
þínum markmiðum um að afgreiða fjárlögin
með 6,2 milljarða halla náð og er nokkur
ástæða til þess að ætla, hver sem niðurstöðu-
tala fjárlaganna svo verður, að hún fái staðizt
fremur en fyrri daginn?
„Það er ekki viðunandi frá mínum sjónar-
hóli að fjárlagaframvarpið verði afgreitt frá
Alþingi með halla sem verður yfir 7 milljarðar
króna. Ríkisstjómin og meirihluti fjárlaga-
nefndar vinnur nú að því að ná hallanum niður
í það sem hann var, þegar fjárlagafmmvarpið
var kynnt í haust. Það verður mjög erfitt, en
bráðnauðsynlegt engu að síður. Hitt er svo
annað mál að þegar spurt er hvort þessi fjár-
lög komi til með að halda, fremur en fjárlög
undanfarinna ára, þá er því til að svara að
það veit enginn á þessari stundu. Líklegast
er þó að svo verði ekki, það skal viðurkennt.
Því miður er það svo, að áætlanir hafa ríka
tilhneigingu til þess að standast ekki. Ég hef
af því áhyggjur að tekjurnar verði jafnvel enn-
þá minni en ráð er fyrir gert og útgjöldin jafn-
vel heldur meiri, því ef eitthvað er, þá sýnist
mér að efnahagslægðin geti orðið enn dýpri
og atvinnuleysi á næsta ári heldur meira en
við emm að vonast til og okkar áætlanir ganga
út frá.
Það sem ég sé jákvætt við þann árangur
sem við höfum náð, ef ég ber okkur saman
við ríkisstjórnir fyrri ára, er að við höfum náð
betri árangri í daglegum rekstri ríkisins, ríkis-
fyrirtækja og stofnana, sem sézt meðal annars
af því að áætlanir um rekstur og laun ríkis-
stofnana standast nokkurn veginn. Raunar
hefur launakostnaður ríkisins dregizt saman
um sem nemur um 200 ársverkum á þessu ári.
Þá má ekki gleyma þvi að þessi ríkisstjórn
hefur ekki eingöngu verið að fást við vanda-
mál líðandi stundar og vandamál næsta árs.
Hún hefur á mörgum sviðum verið að koma
í veg fyrir að skuldir haldi áfram að hlaðast
upp til framtíðar. Ég nefni Lánasjóð íslenzkra
námsmanna, en þar stefndi í stórkostlega
skuldsetningu sem skattgreiðendur framtíðar-
innar hefðu þurft að greiða. Við höfum einnig
lagað eiginljárstöðu Byggingarsjóðs ríkisins,
sem er nú trygg.“
— Sjálfstæðisflokkurinn, þar sem þú gegnir
varaformennsku, hefur alla tíð viljað beijast
fyrir því að ríkisfjármálin væra tekin föstum
tökum. Þú ert sjálfur höfundur og guðfaðir
fleygs slagorðs Sjálfstæðisflokksins: Báknið
burt! Miðað við þann árangur sem náðst hefur
í ríkisijármálunum, er þetta slagorð ykkar
ekki hálf hjárænulegt?
„Nei, það tel ég alls ekki. Ég bendi á það,
að þrátt fyrir allt, em skattamir í heild sinni
að lækka um þessar mundir. Það hljómar
kannski ótrúlega, en það er satt.“
— En er ekki eina ástæða þess sú að tekj-
umar em að lækka, þar sem landsframleiðsla
hefur dregizt saman?
„Jú, jú, það er hárrétt. En ef við lítum á
útgjöld ríkissjóðs, sem var jú sá liður sem
Báknið burt! beindist helzt gegn, þá hefur það
þó gerzt á þessu kjörtímabili að í fyrsta skipti
er tekið fast á því að selja opinber fyrirtæki
og eirikavæðingin er hafín. Þar hefur þegar
orðið nokkur árangur og verður væntanlega
meiri á næstu árum. Þetta er auðvitað mjög
erfítt við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfé-
laginu, á það skal engin dul dregin. Til saman-
burðar vil ég geta þess, að sænski hægri flokk-
urinn, undir stjóm Carls Bildts, var með stór-
felldar hugmyndir um einkavæðingu og lofaði
fyrir kosningar að selja fjöldann allan af
sænskum ríkisfyrirtækjum. Nú hefur hann
þurft að hverfa frá þeirri stefnu sinni um sinn
í þeim erfiðleikum sem Svíar eiga í og eru á
margan hátt samsvarandi og við eigum við
að etja. Við réðumst hins vegar fyrr en Svíar
gegn útgjaldauknaum í velferðarkerfinu og
stöndum því betur að vígi en þeir.“
— Ertu að segja að hallarekstur ríkissjóðs
sé bara eins og hann eigi að vera, eða hvað?
„Síður en svo. En menn verða að átta sig
á því þegar þeir em að ræða um hallann-á
ríkisfjármálunum, að það verður að sundur-
greina þann halla. Annars vegar er um hag-
rænan halla að ræða, sem er sá hallarekstur
sem verður til vegna þess að tekjurnar drag-
ast saman, þegar veltan minnkar og útgjöldin
vaxa, vegna aukins atvinnuleysis. Þessi halli
hverfur um leið og ganga fer betur í þjóðarbú-
skapnum. Hin ástæðan fyrir hallarekstri ríkis-
sjóðs er mun alvarlegri og erfiðari viðureign-
ar, en það er hinn kerfisbundni halli, sem er
tilkominn vegna þess að Alþingi hefur sett lög
og reglur um meiri og betri réttindi, kjör og
bætur þegnunum til handa, án þess að greiðsla
komi fyrir. Þjónustan kostar samt sífellt meira,
það era æ fleiri sem njóta hennar og æ færri
sem vinna fyrir kostnaðinum af henni. Þetta
getur ekki endað nema með skelfíngu. Ef við
bara tækjum lyfjakostnaðinn einan út úr þessu
kostnaðar- og þjónustudæmi, þá er hægt að
sýna fram á það, að ef vöxturinn í lyfjakostn-
aði verður hinn sami og hingað til, þá færu
öll íslenzku fjárlögin í lyfjakostnað eftir 20 til
30. ár. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okk-
ur að við stöðvum þessa aukningu og það
getur ekki gerzt nema með einum hætti: Að
þeir sem njóta þjónustunnar borgi beint fynr
hana í meiri mæli en þeir hafa hingað til gert.
Við verðum að færa greiðslumar frá skatt-
greiðendunum yfir til neytendanna, en það er
einmitt það sem ríkisstjómin hefur verið að
gera. Mikilvægasta kostnaðaraðhaldið felst
nefnilega í verðskyni neytandans."
— Þú ert sem sagt ennþá þeirrar skoðunar
að Báknið burt! sé framkvæmanlegt.
„Ég held aðjiað sé ekki hægt að stýra ríkis-
fjármálum á Islandi í framtíðinni, nema að
fylgja þeim hugmyndum sem lágu að baki slag-
orðinu Báknið burt!. Öllum hlýtur að vera ljóst,
að ef við tökum ekki á ríkisútgjöldunum, þá
eigum við aðeins tveggja slæmra kosta völ:
að stórhækka skattana, eða að velta sköttunum
yfir á framtíðina, án þess að nokkur trygging
sé fyrir því að þá verði auðveldara að eiga við
málin, nema síður sé. Ég held sem betur fer
að það sé vaxandi skilningur í þjóðfélaginu á
því að við sem njótum lífsins í dag og gæða
hinnar opinberu þjónustu eigum að greiða fyr-
ir þessa þjónustu, en hvorki börnin okkar né
barnabörnin. Við eigum að greiða okkar reikn-
inga og fslendingar framtíðarinnar sína, svo
einfalt er það. Auðvitað kostar þetta geysilegt
átak og samstöðu. Það emm við og engir aðr-
ir sem verðum að axla þessar byrðar.“
— Hver er skoðun fjármálaráðherrans á því