Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 19 ijrjgPMW' I Kaupmannanom FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI Háhyrningurinn Ódysseifur bitbein í Barcelona HAGKAUF gœði úrval þjónusta LJOMÁ vitamín tnijðrllki Wh\m 10 *v a a r-'W.lo LJOM/ 'iimiit Mntöríiii I *> s u o u c* O Kröfur um að hvalnum verði sleppt á íslandsmiðum Háhyrningurinn Ódysseifur I dýragarðinum I Bareelona er orðinn að alþjóðlegu bitbeini og er þess meðal annars krafist að hann verði aftur fluttur til fyrri heimkynna við ísland þar sem hann sé að glata geðheilsunni í dýragarðs- þrónni eftir að hafa skemmt gestum garðsins í 9 ár. Segir frá þessu í enska blaðinu The European. Verði þetta sjónarmið ofan á yrði Ódysseifur fyrsta sjávarspendýrið sem fangað hefur verið til vistar í dýragarði sem sleppt yrði aftur út í náttúruna, að sögn European. Minna má þó á að háhymingum hefur verið sleppt áður úr sædýrasafninu hér- lendis. Stjómendur dýragarðsins era þó ekki á því að sleppa dýrinu og segjast ekki óttast_ stríð við dýraverndurarmenn. Ódysseifur sé helsta aðdráttarafl garðsins og hann vilji þeir ekki missa. Hópur breskra vísindamanna hefur varað við afleiðingum öllu lengri vistar Ódysseifs í garðinum. Þeir segja að hann gæti orðið hættulegur vegna stöðugrar streitu og líkamlegrar þjáningar í lauginni sem sé af minni gerðinni. Hafa þeir hvatt til þess að honum verði sleppt aftur þar sem hann var fangaður; við strendur ís- lands. Undir það hafa umhverfis- samtök og samtök dýravemdunar- sinna tekið og sömuleiðis héraðs- stjóm Katalóníuhéraðs. Stjómin telur að slíkt yrði góð auglýsing fyrir Barcelona og dýragarðinn. Stjómendur dýragarðsins ráð- gera hins vegar að senda Ódysseif til hressingardvalar í stóru sjávar- dýrasafni í Bandaríkjunum. Á meðan hann er í burtu er áformað að byggja nýtt sædýrasafn og mun stærri laug fyrir Ódysseif við sjáv- arsíðuna og útvega annan háhym- ing svo hann hafi selskap þegar hann kemur til baka. Áætlaður stofnkostnaður við nýja safnið er þrír milljarðar peseta eða 1,65 milljarður ÍSK. Ödysseifur var fangaður við strendur Islands fyrir 14 áram og hefur verið helsta aðdráttarafl dýragarðsins í Barcelona í 9 ár. Hefur unnið hug og hjörtu gesta vegna góðrar hlýðni við safnverði sem hann hefur leyft að stinga höfði og höndum ofan í kjaft sinn. Háhyrningar era ekki árásar- gjamir og taldir vera gáfaðastir sjávardýra. Ódysseifur, sem orð- inn er 16 ára, sex metra langur og vegur 4,5 tonn, er hins vegar orðinn fyrir löngu of stór fyrir laugina sem hann er látinn dúsa í. Er hann sagður fullur streitu, hundleiður og sljór og þarfnat fé- lagsskapar annarra háhyminga. Ódysseifur er tekinn að sýna vissa skapgerðarbresti og árás- artilhneigingar. Minnugir slyssins í Kaliforníu í fyrra þegar auðsveip- ur háhyrningur missti stjórn á sér og drekkti vörslumanni sínum hafa stjómendur garðsins í Barcel- ona gert ráðstafanir til að ekkert af því tagi eigi sér stað. Starfs- mönnum leyfist til dæmis -ekki lengur að stinga höfðinu upp í hann. íslendingar fylgjast vel með háhyrningafj ölskyldum? Eins og áður segir hefur föngnu og tömdu sjávarspendýri ekki áður verið sleppt til náttúralegra heim- kynna. Bresku samtökin BSPWD sem beita sér fyrir vernd hvala og höfranga segja að upplagt sé að reyna það með Ódysseif. Fyrsta skrefið yrði að flytja hann til sjáv- ar í einhveijum íjarða íslands og kenna honum að veiða fisk sér til matar, eins og segir í The Europe- an. Þar myndu sérfræðingar fínna „fjölskyldu“ hans — íslendingar fylgist vel með höfrangafjölskyld- um sínum — og sleppa honum til hennar. Til að fylgjast með hvem- ig honum reiddi af yrði útvarpss- endir festur við hann. Deilunni um örlög Ódysseifs er ólokið en framtíð hans er nú í höndum sérstakrar nefndar sér- fræðinga, að sögn blaðsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ódysseifur spjallar við tvær íslenskar stúlkur, Elínu Tinnu og Örnu, sem heimsóttu hann síðastliðið sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.