Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13." DESEMbÉR" 1992""
Ættj örð
mín kæra
Myndin er tekin í afmæli frú Vigdísar 26. október 1947 á Iceland
Restaurant á Broadway 1680 í New York. Talið frá vinstri: Frú Vig-
dís, frú Dóra Þórhallsdóttir, frú Ágústa Thors, óþekktur, Thor Thors,
Ásgeir Ásgeirsson og Hermann Jónasson. (Ljósm.: Planetary Photo.)
Brot úrseinna bindi œvi-
söguHermanns Jón-
assonar forsœtisráÖherra
Myndin er tekin á Nesjum í A-Skaftafellssýslu, þegar brúin yfir Jökulsá í Lóni var vígð. Talið frá vinstri:
Hermann Jónasson, þá samgöngumálaráðherra, frú Vigdís Steingrímsdóttir, frú Bodil Begtrup, sendiherra
Dana, Geir Zoega, vegamálastjóri og frú Ilólmfríður Zoega, Sigurður Jóhannsson, verkfræðingur vegamála-
stjórnar og síðar vegamálasljóri og frú Stefanía Guðnadóttir og Jón Eiríksson, bóndi í Volaseli. (Ljósm.:
Guðni Þórðarson.)
Seinna bindi ævisögu Her-
manns Jónassonar, forsætisráð-
herra, sem Indriði G. Þorsteins-
son hefur skráð, hefst árið 1939
við upphaf þjóðstjórnar, sem
Hermann var í forsæti fyrir. Um
það leyti gerðu þýskir nasistar
kröfu til að fá lendingarleyfi hér
á landi fyrir póst- og farþegaflug
Lufthansa. Hitler þurfti ekki
annað en skella hurðum á þessum
tíma til að menn létu undan kröf-
um hans um yfirráð yfir löndum
og landsvæðum. Hermann Jónas-
son hafði kjark til að neita um
lendingarleyfi. Hann varð því
fyrsti þjóðhöfðinginn í heimin-
um, sem þorði að segja nei við
Hitler. New York Times stað-
festi þetta í forsíðufrétt.
ttjörð mín kæra,
sem er titiil þess-
arar bókar, eru
upphafsorðin í
vísu, sem Her-
mann Jónasson orti við skrifborð sitt
í Stjómarráðinu, þegar hann var að
fara frá völdum 1942 eftir að ljóst
var að samstaða náðist ekki um
stöðvun verðbólgu. Þessi titill á vel
við Hermann Jónasson, líf hans og
starf. Hann veitti þjóðinrii forystu á
örlagatímum í sögu hennar, fram-
sýnn, athugull og heill í hverri raun.
Hann tók með skynsemi og geiglaust
því sem að höndum bar, hvort heldur
það var hemám eða sambandsslitin
við Dani. Við birtum hér brot úr
öðmm kafla bókarinnar:
Minnihlutastjóm Framsóknar
hafði setið við völd í um það bil ár
með stuðningi Alþýðuflokksins án
þess að Sjálfstæðisflokkurinn hreyfði
hönd eða fót til að koma henni frá
völdum. En alveg var ljóst að svo
gat ekki staðið lengi. Það átti rætur
að rekja til þess, að leiðtogar Fram-
sóknar og a.m.k. Ólafur Thors, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, áttu í
viðræðum á þessum tíma um hugsan-
lega þjóðstjóm. í nokkum tíma hafði
margt verið skrifað um svonefnt
hægra bros Jónasar frá Hriflu. Og
í Speglinum, sjálfu samviskubiti
þjóðarinnar, birtist teikning af þeim
Jónasi og Ólafí Thors, þar sem ðlaf-
ur leiddi Jónas með hægra brosið og
í maddömubúningi Framsóknar, þ.e.
peysufötum. Þegar Skúli hvarf úr
ríkisstjóm eftir ráðherradóm í rúm-
lega ár, orti hann vísu:
Ég sat eitt ár, en sumir voru skemur,
þvi sæti það er regni og vindum háð,
þó er ég fús að þoka fyrir þremur,
sem þrá að komast upp í Stjómarráð.
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn gengu til samstarfs við
framsóknarmenn um myndun þjóð-
stjómar 18. apríl 1939. Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk tvo ráðherra en Al-
þýðuflokkurinn einn.
Óðum seig á ógæfuhliðina í Evr-
ópu og almennt var vitað að styijöld
varð ekki umflúin. Ástandið hér
heima fyrir var erfitt í meira lagi.
Útgerðin heimtaði gengislækkun.
Svo var komið, að Hermann Jónasson
lýsti því yfir á Alþingi 3. apríl að
úr því yrði að fá skorið þá þegar,
hvort Alþingi féllist á gengislækkun.
Framleiðslan í landinu væri þannig
stödd, að hún gæti ekki beðið lengur
eftir því að fá leiðréttingu á skrán-
ingu krónunnar. Þessu ástandi
fylgdu uppkaup á vörubirgðum. Jafn-
framt vikust innflytjendur undan því
að kaupa inn vörur af ótta við að
þurfa kannski síðar að greiða þær
með breyttu gengi. Þá voru töluverð
brögð að því að útflytjendur drægju
að selja vörur úr landi. Þeir sem
fluttu út frestuðu að skila gjaldeyri
í von um gengislækkun. Allt kallaði
þetta á tafarlausar úrlausnir.
Þótt mikið hafi verið gert úr hægra
brosi Jónasar frá Hriflu á þessum
tíma, og hann hafi verið í umræð-
unni, a.m.k. hjá forystu sjálfstæðis-
manna, sem líklegur forsætisráð-
herra, var þeim nugmyndum ekki til
að dreifa hjá þeim Hermanni og
Eysteini Jónssyni, sem höfðu orðið
að bera hitann og þungann í brö-
sóttu stjómarsamstarfi frá árinu
1934. Á árinu 1938 urðu þær breyt-
ingar á forystuliði Alþýðuflokksins,
að Héðinn Valdimarsson hvarf úr
flokknum með lið manna, og mynd-
aði með þeim Sigfúsi Sigurhjartar-
syni og foringjum Kommúnistaflokks
íslands Sameiningarflokk alþýðu —
Sósíalistaflokkinn. Héðinn var kosinn
formaður á stofnfundinum, en Brynj-
ólfur Bjamason formaður flokks-
stjómar og miðstjómar. Voru póli-
tískir dagar Héðins brátt taldir upp
úr þessu. En Héðinn hafði verið hið
órólega afl í Alþýðuflokknum, og
haft einna mest um það að segja,
að Alþýðuflokkurinn hafnaði Jónasi
frá Hriflu sem forsætisráðherra
1934. Þótt Alþýðuflokkurinn hefði
þannig klofnað en héldi enn fast við
þjóðnýtingarstefnu sína var samt
orðið greiðara eftir brotthlaup Héð-
ins að hefja viðræður um stjómar-
myndun við flokkinn.
Auðséð var að Hermann Jónasson
ætlaði að hafa forystu um myndun
nýrrar stjómar, hvað sem hægra
brosinu leið. Hann leit svo á, að það
væri í sínum verkahring að kanna
það mál til hlítar með viðræðum um
myndun þjóðstjómar við foringja
borgaraflokkanna. Hálfum mánuði
áður en þjóðstjómin var mynduð lýsti
Hermann því yfir á Alþingi, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði gefið þau
svör, að hann vildi taka þátt í slíkri
stjómarmyndun, en nokkur skilyrði
sem flokkurinn hefði sett væru ekki
útrædd. Frá Alþýðuflokknum Iægi
málið hins vegar ekki fyrir í því formi
að afstaða hefði verið tekin til þess.
Þetta orðalag bendir til að Alþýðu-
flokkurinn hafí talið nokkra mein-
bugi á þvi að fara í stjóm með flokk-
unum báðum, Framsókn og Sjálf-
stæðisflokknum. Framsókn gat
myndað stjórn með hvomm flokk-
anna einum, en taldi stérkast að
mynda svonefnda þjóðstjóm, bæði
vegna erfiðs ástands innanlands og
stríðshættunnar, sem jókst með degi
hveijum.
í bók Matthíasar Johannessens um
Ólaf Thors er lýsing eftir Ólaf á fundi
Hermanns og hans eftir að Alþýðu-
flokkurinn hafði gengið úr stjóminni
1938. Þar ræddu þeir margvíslega
möguleika, m.a. vetrarkosningar, en
fundur þessi var haldinn á haustdög-
um. Hermann Jónasson léði ekki
máls á vetrarkosningum en hafði
uppi fjórar tillögur við Ólaf Thors.
Hin fyrsta var að Framsóknarfiokk-
urinn sveigðist til vinstri og myndaði
stjórn með sósíalistum (Alþfl.) og
kommúnistum. Hann tók fram að
þennan möguleika dauðadæmdi hann
sjálfur og svo mypdu flestir fram-
sóknarmenn gera. Í öðm lagi að sós-
íalistar og framsóknarmenn færu
saman en þá stjóm taldi Hermann
veika. í þriðja lagi væri um að ræða
þjóðstjóm framsóknarmanna, sjálf-
stæðismanna og Alþýðuflokks. Fjórði
kosturinn væri Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn saman.
Eftir nokkrar viðræður þeirra
Hermanns og Ólafs kvaðst Hermann
helst kjósa þjóðstjóm af þeim stjóm-
armynstrum sem hann hefði talið upp
og leitt hugann að. Rúmlega tvö ár
væru til kosninga og margt það
framundan sem yrði lítt fallið til vin-
sælda en yrði þó að gera. Árangur
yrði ekki kominn í ljós svo fljótt og
því væri hyggilegt að hafa þá sem
fæsta sem þyfti að beijast við í kosn-
ingabaráttu. Af þeim ástæðum væri
gott að hafa Alþýðuflokkinn með.
Þau mál sem sérstaklega þyrfti að
leysa væru fátækramálin, útvegs-
málin og atvinnubótavinnan. Yrði
Alþýðuflokkurinn utan við stjómina
væri hætta á því að hann yrði alveg
kommúnískur og samskipa Héðni.
Því gæti hugsanlega komið til líkam-
legra átaka. Ólafur taldi heppilegra
að Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn mynduðu stjóm, og
bar við að í málflutningi sjálfstæðis-
manna hefði ævinlega verið ráðist á
sósíalista en Framsókn hlíft.
Viðræður þeirra Hermanns og
Ólafs, eins og þær em birtar í bók
Matthíasar um Ólaf, eru merkilegar
heimildir um þankagang helstu
stjómmálamanna landsins á þessum
tíma, þ.e. rétt fyrir upphaf seinni
heimsstyijaldarinnar. Þegar hefur
komið í ljós, að stjómmálaforingjar
voru mjög varkárir, þegar erlend ríki
áttu í hlut. Þeir voru einnig háðir
viðhorfum landsmanna, og þau lágu
þyngra á þeim á degi hveijum en
hið erlenda brambolt, þótt íslensk
vandamál væru ekki sambærileg við
þær ógnir, sem vom í aðsigi annars
staðar. Hermann upplýsti Ólaf um,
a'ð Eysteinn Jónsson væri sama sinn-
is; hann kysi helst að mynduð yrði
þjóðstjóm. Langvarandi gjaldeyris-
vandræði og innflutningshöft höfðu
sett sín einkenni á þjóðlífið. Það lenti