Morgunblaðið - 13.12.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
31
og enginn fékk að kaupa hús eða
hótel á t.d. Park Avenue eða við
Pacific Ocean nema að kunna að
bera þau nöfn rétt fram. Seinna á
lífsleiðini þegar ég sjálfur hóf að
kenna ensku urðu mér þessar
kennslustundir í ensku við spilaborð-
ið á efri hæðinni minnisstæðar.
Síðar á lífsbrautinni urðu sam-
skiptin og heimsóknirnar stopulli,
einkum eftir að ég flutti út á land.
Þó var hugurinn hjá Doris í maíbyij-
un 1967 þegar elsti sonur þeirra
Hjálmar fórst í flugslysi. Það var
henni þung raun sem og öðrum ætt-
ingjum, og mér segir svo hugur að
tíminn hafi aldrei að fullu sefað þá
sorg.
Vegna búsetu minnar í öðrum
landsfjórðungi á ég þess ekki kost
að fylgja Doris síðasta spölinn.
Hjálmar, Eddý, Kathý og ættingj-
um sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Hin langa þauta er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimman dauðans nótt.
Geir Guðsteinsson.
Á morgun, 14. desember, verður
lögð til hinstu hvílu í Fossvogskirkju-
garði elskuleg mágkona mín, Doris
Walker Finnsson.
Hún fæddist í Whitinsville í
Massachusetts, Bandaríkjunum,
dóttir hjónanna Mabelle og Hamilton
Walker framkvæmdastjóra.
Ekki naut hún þess að alast upp
með föður sínum því hann lést þrem
dögum áður en Doris fæddist. Systk-
ini hennar voru Howard, sem er lát-
inn, og Clare, sem býr í Bandaríkjun-
um.
Að loknu námi í menntaskóla hóf
hún nám í hjúkrunarfræðum við
Cornell-háskólann í New York. Því
námi lauk hún 1943 og það sama
ár hinn 6. nóvember giftist hún
Hjálmari Finnssyni viðskiptafræðigi,
sem þá starfaði í New York.
Tveimur árum seinna komu þau í
heimsókn til íslands. Sá þá Doris
hluta af landinu. Þau fóru vestur á
Hvilft í Öndunarfirði en þar bjuggu
tengdaforeldrar hennar.
Eg minnist þess hve fagurt sam-
band varð milli þeirra og Dorisar.
Þau elskuðu hana og virtu og það
endurgalt hún í ríkum mæli. Það
sama mátti segja um fjölskylduna
alla.
Mér eru einnig minnisstæð mörg
fögur sumarkvöld á Hvilft þar sem
hún var mikill gleðigjafi.
Heim til íslands fluttu þau alkom-
in 1948, en þá gerðist Hjálmar for-
stjóri Loftleiða og seinna fram-
kvæmdastjóri Áburðarverksmiðju
ríkisins.
Þau eignuðust þijú böm: Finn
Thomas, sem lést í flugslysi við Vest-
mannaeyjar 3. maí 1967. Hann
stundaði nám í viðskiptafræði við
Háskóla íslands. Hann varð öllum
harmdauði er hann lést aðeins 22
ára að aldri; Edward Hjálmar, flug-
stjóri hjá Flugleiðum; og Katherine
Doris, húsmóðir og verslunarmaður.
Hún býr í Bandaríkjunum. Barna-
börnin eru sex og eitt langömmu-
barn.
Árið 1967 tók Fulbright-stofnunin
til starfa hér á landi. Menningar-
málafulltrúi bandaríska sendiráðsins
fór þess á leit við Doris að hún tæki
að sér starf forstjóra. Hún var for-
stjóri stofnunarinnar frá 1957-1964,
er hún lét af störfum vegna heilsu-
brests. Við starfslok var hún heiðruð
fyrir vel unnin störf.
Doris var gáfuð og henni margt
til lista lagt. Eitt af áhugamálum
hennar var tónlist enda var hún góð-
ur píanóleikari og munum við marg-
ar yndislegar stundir á heimili þeirra
hjóna er hún lék á píanó og gestir
sungu þá gjaman með.
Vinir bama hennar voru aufúsu-
gestir á heimilinu að Vesturbrún 38
því þar var mikið hús- og hjartarúm.
Þau þakka nú fyrir liðna tíð.
Að leiðarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín Doris fyrir yndislegar
samvemstundir og þá ekki síst árin
sem við bjuggum undir sama þaki.
Hún heldur nú ljóssins hátíð með
syninum kæra sem hún tregaði svo
sárt.
Guð varðveiti ástvini hennar alla.
Hana fel ég himnaföðurnum að eilífu.
Ragnheiður Finnsdóttir.
Okkur langar með örfáum orðum
að kveðja kæra vinkonu okkar, Dor-
is Walker Finnsson, Vesturbrún 38,
Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum
8. desember sl. Fyrstu kynni okkar
urðu árið 1973 er við þurftum, eins
og allir Vestmanneyingar, að yfir-
gefa heimabyggð okkar vegna eld-
gossins, og hefur sú vinátta haldist
síðan.
Þá var það að elskuleg stúlka, vin-
kona okkar, Guðrún Jónsdóttir,
þekkti þessi heiðurshjón Doris og
Hjálmar Finnsson, er bjuggu í Vest-
urbrún 38, Reykjavík. Orðaði hún
við Hjálmar hvort kæmi til greina
að leigja þessari fjölskyldu neðri hæð
í íbúð þeirra er stóð auð. Ekki stóð
á svari Hjálmars, það var sjálfsagt.
Þar með fluttum við inn í Vesturbrún
38. Doris, eins og hún var venjulega
kölluð, var góður og traustur félagi,
alltaf hress og kát þó hún hafl ekki
gengið heil til skógar. Slík kona er
vandfundin. Þó stöndum við frammi
fyrir því að ein úr okkar hópi er fall-
in frá og erum við að upplifa þann
söknuð, sem fylgir því, frá okkar
fyrstu kynnum.
Við sendum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur til Hjálmars Finnssonar
og allra ættingja. Minning um góða
konu mun lifa meðal okkar.
Sigurjón Sigurðsson, Anna
Þorkelsdóttir, Viktor Sigur-
jónsson, Karl Björnsson,
Vestmannaeyjum.
Ð FRÖNSKU hAMPANA FRÁ LE DAUPHIN
LÝSA UPPIÓLIN - MIKIÐ ÚRVAL-
le Qauphin
FRANCE
HEKLA
LAUGAVEG1174 - SÍMAR 695500 695550
Við sýnum í dag og næstu daga hin frábæru
leðursett frá NATUZZI Ítalíu.
Rauð — blá — græn — bleik — lilla — brún — svört.
Verð sem allir ráða við.
Opid sunnudag frá kl. 14-17.
Miúsgogn
Ármúla 8, símar 812275 og 685375.
__STEINAR WAAGE__
SKÓVERSLUN
Jólagjöfin fyrir
eiginmanninn
Gjafakortin okkar
eru góð, hentug
og vinsæl jólagjöf
Verð kr.
2.495,-
Stærðir. 40-46.
Lítin Svartur
og vfnrauður.
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212
Herbergi meö baöi, síma, útvarpi, sjónvarpi
og smábar. Upphituö útisundlaug —
jarðgufubað — heitir pottar —
nuddstofa — hárgreiöslu og
snyrtistofa — ljósalampar.
Fjölskyldufólk
— einstaklingar
Látiö okkur um amstriö og uppvaskiö.
Njótiö samveru meö fjölskyldu og vinum.
Samfelld skemmti- og hátíbardagskrá
alla dágana frá 22 .des. - 3. jan.
Gestgjafi hinn landskunni Sigurður Guðmundsson
Upplýsingar og pantanir í
síma 98-34700 - fax 98-34775
HÓTELÖCK
HVERAGERÐl
♦
Pr. mann á dag í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.000 á dag.