Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 36

Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIMNiMGAR sunnudagur Minning Ole Widding orða- bókarritstjóri Fæddur 10. október 1907» Dáinn 28. nóvember 1992 Ole Widding — eða Óli eins og okkur íslendingum var tamt að nefna hann — var fæddur í Foulum í Tjele á Jótlandi þar sem faðir hans var sóknarprestur. Hann varð stúdent 17 ára og meistari í norræn- um fræðum frá Kaupmannahafnar- skóla 24 ára, 1932. Árið eftir hlaut hann heiðurspening háskólans („guldmedalje") fyrir málfræðilega ritgerð. Hann gerðist sérfræðingur í lálenskum mállýskum og skrifaði doktorsritgerð um gömul lálensk staðanöfn, „Markfællesskab og Landskifte: Studier over lollandske Markboger 1681 og 1682“ (1949). Árið 1939 var hann ráðinn til starfa við fomíslenska orðabók, „Den Arnamagnæanske Kommissions Ordbog" sem bókin kallaðist þá — eða „Ordbog over det norrone prosasprog" eins og hún á nú að heita, og var hann síðan aðalrit- stjóri hennar frá 1946 uns hann lét af því starfí fyrir aldurs sakir 1977. Árin 1951-54 vék hann þó frá er hann var lektor við Háskóla ís- lands. Á stúdentsárum sínum kom hann fyrst út hingað og ferðaðist víða um landið, oft fótgangandi, kynntist landi og þjóð og lærði að tala íslensku afburða vel. íslandsför stúdentsins unga, starfíð við orðabókina og sendi- kennarastarfíð í Reykjavík leiddu hug hans að íslenskri málfræði og fombókmenntum og að handritun- um sérstaklega. Um þau efni skrif- aði hann fjölda ritgerða sem hér er ekki rúm til að tíunda, en skrá um rit Óla birtist í veglegu afmælis- riti sem vinir hans gerðu honum til heiðurs á sjötugsafmæli hans 1977. Þau verk hans sem kunnust munu hér á landi og mikla þýðingu hafa haft eru orðabækumar tvær sem hann átti með öðrum mikinn þátt í: Endurskoðuð útgáfa Dansk- íslenzkrar orðabókar Freysteins Gunnarssonar (1957) og íslenzk- dönsk orðabók (1976). Ole Widding átti fjórar eiginkon- ur, og var hann þó ekki fjöllyndur maður eða hviklyndur. Þessu réðu örlögin eða almættið. Fyrsta kona hans dó eftir stutta sambúð. Næst átti hann konu af íslensku bergi og með henni dóttur sem Kirsten heitir. Þriðja kona hans var sænsk og áttu þau einnig eina dóttur sem heitir Anna. Bæði þessi hjónabönd rofnuðu. En þegar Óli var roskinn orðinn og hafði verið einbúi allmörg ár, hitti hann á skemmtiferð suður á Sikiley sænska konu sem einnig var þar á ferðalagi. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband nokkm síðar. Hervor Widding var kennari á fyrri árum. Hún er list- feng kona og ágætur frístundamál- ari. Hún bjó þeim hjónum fögur heimili á fleiri en einum stað. Lengi bjuggu þau í Regstrup á Sjálandi, en reistu sér jafnframt sumarhús á ættarslóðum Hervarar í Stora Rör á Eylandi í Svíþjóð. Oft fóm þau í orlofum til Suðurlanda, bæði til Spánar og Ítalíu, og lærði Óli tungumál beggja landa sér til gam- ans og fróðleiks. Stundum dvöldust þau langdvölum á Ítalíu þar sem Óli fékkst við rannsóknir á hinum norræna heilagra manna sögum sem lengi höfðu átt hug hans, með samanburði við latneska fmmtexta sem hann hafði aðgang að í Róma- borg. Nokkru eftir að Ole Widding lét af starfí orðabókarritstjóra fluttust þau Hervor alfarin til Eylands og bjuggu þar síðustu ár hans. Við hjónin heimsóttum þau á bæði heimilin, og einu sinni dvöldumst við nokkra daga hjá þeim á Ey- landi. Það vom í sannleika ógleym- anlegir dagar, og þótti okkur því líkast sem við væmm komin í for- eldrahús. Síðast vitjuðum við þeirra á liðnu ári. Þá var ÓIi orðinn nokk- uð heilsubilaður, og fyrir jólin skrif- aði hann mér að nú fyndist sér sem hann ætti skammt eftir ólifað. Þó var hann nokkuð vel hress er hann fagnaði 85 ára afmæli sínu heima í Danmörku á liðnu hausti, og þau hjónin höfðu í hyggju að bregða sér til Spánar eftir áramótin. En nú hefur Óli lagt upp í aðra för. Við Ole Widding kynntumst fyrst, en raunar aðeins lauslega, þegar ég var ungur maður við nám -og störf í Kaupmannahöfn fyrir 40 ámm. En kynni okkar og vináttu- tengsl urðu mest eftir að við tókum að starfa saman í „skilanefnd“ eða „skiptanefnd" handritanna 1972. Samkvæmt handritalögunum sem samþykkt vora tvívegis á danska Þjóðþinginu, 1961 og aftur 1965, skyldi sérstök nefnd, skipuð tveim- ur Dönum og tveimur íslendingum, kanna handritin í Ámasafni og Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn og ákvarða hvaða hand- rit ættu að flytjast til íslands eftir lögunum. í nefnd þessari sátu af hálfu Danmerkur þeir Ole Widding og dr. Christian Westergárd-Niels- en prófessor, en af íslands hálfu við Magnús Már Lárusson prófesor, sem var rektor Háskóla íslands þegar nefndin tók til starfa. Vara- maður okkar íslendinganna var dr. Ólafur Halldórsson. Nefnd þessi starfaði fram á níunda áratuginn og hélt meir en 40 fundi, venjulega fjóra á ári, til skiptis í Danmörku og á Islandi. Stöku sinnum héldum við fund utan höfuðborganna; til að mynda héldum við einn fund hjá Óla á Eylandi. Á fyrsta fundi tókum við þá sjálfsögðu ákvörðun að bæði málin skyldu vera jafnrétthá, en strax kom í ljós að Danimir vildu heldur að umræður fæm fram á íslensku sem þeim var frábærlega vel töm. Og þá nefndust þeir jafnan skímarnöfnum sínum í íslenskri mynd, Kristján og Óli. Starf handritanefndarinnar var, satt að segja, mjög erfítt viðfangs. Danskir stjómmálamenn vildu á sínum tíma leysa þetta deilumál svo að íslendingar mættu vel við una — og þeim heppnaðist það. Við lausn málsins vildu þeir sem minnst sam- ráð hafa við Islendinga, en vitan- lega vom fæstir þeirra sérfróðir um íslensk handrit. Af þessu leiddi að í lögunum er sumt kynlegt og jafn- vel óviðfelldið frá sjónarhóli okkar íslendinga. Meginforsenda þess að handrit færi til íslands var að það teldist vera „islandsk kultureje" (ís- lensk menningareign). Þetta ný- stárlega hugtak var síðan skilgreint nánar: Það þurfti að vera víst eða nær fullvíst að verkið væri samið eða þýtt af íslendingi, og í öðm lagi þurfti efni þess einvörðungu eða að mestum hluta að varða Is- land og íslenskar aðstæður ellegar heyra til skáldbókmenntum síðmið- alda eða, einsog segir í dönsku lög- unum: „Hándskrifter anses for is- landsk kultureje, dersom værket vides eller med betydelig sikkerhed má antages at være forfattet af en islænding og det tillige ind- holdsmæssigt alene eller í overvej- ende grad vedrorer Island og is- landske forhold eller tilhorer den islandske senmiddelalderlige fíkti- onslitteratur". Augljóslega hlaut að vera mjög torvelt að ákvarða heim- flutning handritanna samkvæmt þessu óljósa orðalagi einu saman. Á fundi Dana og íslendinga vorið 1961 var að vísu gerð skrá yfir þau handrit sem töldust eiga að fara til íslands samkvæmt fmmvarpi lag- anna. En samkvæmt skrá þessari voru mörg atriði vafasöm, og hún var aldrei beinlínis tengd afhend- ingarlögunum. Hún komst þó á flot með þeim hætti að hún var prentuð í danska blaðinu Berlingske Aften- avis síðla árs 1964 og gekk síðan undir nafninu „Den hemmelige liste“. Þegar lögin voru samþykkt í síðara sinn vorið 1965, lögðu stuðningsmenn þeirra í danska þinginu áherslu á það að skráin hefði aðeins verið gerð til bráða- birðga og væri ekki bindandi á nokkurn hátt; það væri sérfræð- inganefndin — „skiptanefndin“ sem fyrr getur — sem ein ætti að Hjónaminning Magnús Magnússon Guðlaug E. Norðdahl Magnús, Fæddur 25. april 1909 Dáinn 21. október 1992 Guðlaug, Fædd 15. desember 1906 Dáin 12. apríl 1984 Að kveðja þá sem manni em kær- ir er ekki auðvelt. Mann setur hljóð- an, en það er svo margt sem maður vill segja en erfítt er að koma hugs- unum í orð. Ég var svo lánsamur að alast upp hjá afa mínum og ömmu, þessum heiðurshjónum. Magnús Magnússon, eða Maggi eins og hann var ávallt kallaður, var fæddur að Hrútsholti í Eyjahreppi, 25. apríl 1909. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Þórarinssonar og Önnu Sigurbrandsdóttur. Þau eignuðust 13 böm. Þijú þeirra létust í fmm- bemsku, en tíu komust til fullorðins- ára. Þau em: Guðmundur vörabif- reiðastjóri í Reykjavík, Kristján bóndi á Hamri og síðar á Feijubakka í Borgarfirði, nú búsettur í Ólafsvík, Guðjón bóndi á Hrútsholti, Júlíus búsettur í Reykjavík, Hjörtur fyrr- verandi strætisvagnastjóri dvelur nú að hjúkrunarheimilinu Skjóli, María húsmóðir í Reykjavík. Látin em Sig- ríður, húsmóðir, sem búsett var í Keflavík, Sigurbrandur, starfsmaður Pósts og síma, Þórarinn trúboði og nú Magnús. Hjón á litlu sveitabýli með stóran bamahóp máttu sín vart mikils, og reyndin varð sú að strax og hugur og hönd fékk skilning og þrótt var bömunum ætlað hlutverk og starf í lífsbaráttunni. Afí sagði mér márgar sögur frá uppvaxtarárum sínum. Snemma var hann settur undir árar og þá réri hann frá Skógamesi. Tal- aði hann um að þungt hafi stundum reynst að róa á móti norðaustanátt- inni, en um einnar klukkustundar róður var á Finnstaðarmið sem vom mikið sótt á þeim tíma. Klukkustund- imar urðu oft margar til baka ef hvessti. Sem ungur maður réð hann sig sem ráðsmann og síðar bifreiða- stjóra hjá Helga í Gröf. Vann hann þar á vöra- og fólksflutningabifreið- um sem hann hafði aflað sér réttinda til að aka. Hann hafði gaman af að segja sögur af smalamennsku í Haf- ursfelli, en hann var bæði frakkur og fótfrár í klettunum svo um var talað. Tvær vertíðir var hann á bát frá Grindavík. Afí kynntist konuefni sínu, Guð- laugu Elliðadóttur Norðdahl, sumar- ið 1938, en hún hafði þá ráðið sig sem kaupakonu að Hausthúsum í Eyjahreppi. Þau felldu hugi saman og giftu sig 14. desember 1940. Guðlaug átti dóttur fyrir, móður mína Aróm Tryggvadóttur sem afí gekk í föðurstað. Guðlaug Elliðadóttir Norðdahl var fædd að Elliðakoti 15. desember 1906. Foreldrar hennar vom Elliði Guðmundsson Norðdahl og Sigríður Eiríksdóttir, en þau eignuðust fjögur böm, Ásgeir, Guðlaugu, Guðrúnu og Guðmund. Elliði var fæddur 1878, en hann lést á besta aldri úr tauga- veiki 1. ágúst 1913, þá aðeins 35 ára að aldri. Sigríður var fædd 18. mars 1878 en lést 28. desember 1954. Þegar Elliði lést bjuggu þau á Skólavörðustíg í Reykjavík, með fjögur ung böm. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna að missa fyrirvinn- una, enda fátækt mikil á þeim tíma. Við þetta áfall flosnaði heimilið upp. Ásgeiri var komið fyrir átta til níu , ára gömlum til vandalausra í Miðdal í Mosfellssveit hjá Þóm Guðmunds- 13. DESEMBER 1992 ákvarða hvaða anhdrit fæm til ís- lands. Þannig var vandanum velt yfír á okkur fjórmenningana. Okkur bar að skipta handritunum sam- kvæmt harla óljósum bókstaf lag- anna — að vísu með ofurlitlum stuðningi af greinargerð þeirri sem fylgdi lagafrumvarpinu. Annar hinna dönsku nefndar- manna, Chr. Westergárd-Nielsen, hafði verið eindreginn andstæðing- ur afhendingar handritanna, og þess var því eigi að vænta að hann vildi afhenda okkur þau á silfur- diski. Það kom og í ljós að hann vildi túlka ákvæði laganna fremur þröngt. Ég nefni sem dæmi að hann taldi ekki eiga að afhenda handrit Egilssögu, af því að meiri hluti sög- unanr gerðist utan íslands. í strangasta skilningi mátti þetta til sanns vegar færa: Það getur varla talist varða „islandske forhold... i overvejende grad“ þegar Egill er að drepa berserki úti í Noregi. En við íslensku nefndarmennimir töld- um að allar íslendingasögur ættu að falla undir afhendingarmark lag- anna, Egilssaga jafnt sem aðrar. Þegar slík vandamál risu í skila- nefndinni kom til kasta Óla. Hann var í reynd „oddamaður" í nefnd- inni. Oft fylgdi hann okkur íslend- ingum að málum gegn atkvæði Kristjáns, og vom þá þijú atkvæði dóttur og Gísla Bjömssyni, en fór síðan að Reykjahvoli í Mosfellssveit og þar leið honum vel. Ás^eir lést á Reykjalundi árið 1989. Guðlaug og Guðrún ólust upp hjá föðurbræðmm sínum. Guðlaug fór að Geithálsi í eitt ár, þá sjö ára gömul, en fluttist síðan að Hólmi og ólst þar upp. Guðrún fluttist að Ulfarsfelli í Mos- fellssveit og þar ólst hún upp til full- orðinsára. Guðmundur fór með móð- ur sinni sem ungbam að Grafarholti í Mosfellssveit, þar sem hún réð sig sem ráðskonu. Sigríður eignaðist seinna dreng sem hún skírði Elliða, en faðir hans, Guðjón, átti ættir sín- ar að rekja til Melrakkasléttu. Þeir em nú báðir látnir. Amma réð sig í vist sem ung kona á nokkra staði í Reykjavík, enda hörkudugleg að bjarga sér. Hún eignaðist dóttur 2. apríl 1931, Áróm Tryggvadóttur. Það kom að því að hana langaði að skoða sig meira um landið, því réð hún sig í vinnu á ýmsum stöðum á landinu. Amma vann flesta vetur í fískvinnu og við önnur störf er til féllu. Móðir mín hefur sagt mér að á öllum þeirra ferðalögum hafí hún haft koffortið sitt meðferðis, en það geymdi margt persónulegra muna hennar, þar á gegn einu. Með þeim hætti vqru hundrað handrita afgreidd til ís- lands. Óli tók frá upphafí þá stefnu að túlka lögin mjög rúmt. Hann vildi sýnilega fylgja anda þeirra, fínna vilja löggjafans að baki hinum óljósu ákvæðum laganna. Ávallt var hann fullkomlega sjálfstæður, bæði gagnvart okkur íslendingunum og hinum danska samnefndarmanni sínum. Þannig má segja að úrskurð- ir handritanefndarinnar hafí ráðist mjög af skoðunum hans og tillög- um, þegar öll kurl komu til grafar. Að lokum vom eftir hér um bil 200 handrit sem við íslendingar töldum eiga að koma heim, en sem dönsku nefndarmennimir töldu af ýmsum ástæðum ekki falla undir lögin. Eðlilegt virtist að nefndin reyndi að semja um þessi handrit með einhveijum hætti og ljúka málinu að fullu. Við íslendingarnir voram albúnir að slaka til þegar hér var komið sögu. Við vildum á síðasta stigi málsins forðast deilur við Dani sem vissulega höfðu sýnt okkur frábæra rausn og látið okkur í té miklar gersemar. Eg gerði upp- kast að skrá þar sem Dönum var ætlaður bróðurpartur ágreiningsrit- anna, en við skyldum fá nokkur sem við töldum eindregið falla undir ákvæði laganna. Óli hugsaði málið um stund þungur á brún, en lýsti síðan yfir að hann gæti ekki hugsað sér að breyta í úrskurði sínum, og teldi hann þessi handrit ekki falla undir ákvæði laganna um afhend- ingu til íslands. Ég harmaði það að nefndin skyldi ekki geta lokið skiptingunni svo sem til var ætlast. En í rauninni virti ég Óla meir en nokkru sinni þegar hann hafnaði öllum hrossakaupum um handritin. Hann gekk sína beinu braut eins og Sveinn Dúfa og fylgdi fastlega því sem hann taldi „sannast og rétt- ast og helst að lögum“. Tvær þjóðir kveðja nú góðan son og hollan vin. Bæði Danir og íslend- ingar standa í mikilli þakkarskuld við Ole Widding. Það var honum að þakka fremur en nokkrum öðrum manni að lokaþætti handritamáls- ins, sjálfri skiptingu handritanna, lauk með góðum friði og með þeim hætti að allir mega vel við una. Jónas Kristjánsson. meðal notuðu þær alltaf sitt eigið jólaskraut, sama hvar þær vora staddar á jólunum. Afí og amma hófu sinn búskap 1940 á Laugavegi 13 í Reykjavík. Afi fór þá að vinna við höfnina við uppskipun og fleiri störf. Þá var oft erfítt um vinnu og valið úr mönnum á bryggjunni, en aldrei gekk hann atvinnulaus, enda dugnaðarforkur. Síðar réð hann sig sem bifreiðastjóra hjá Tómasi Vigfússyni bygginga- meistara. Árið 1947 réðustþau síðan í kaup á landspildu í Selás, fyrir austan borgina í þá daga, því hugur- inn var allur í kringum sveitina, þó sérstaklega sauðféð. Þar fengu þau góða aðstöðu fyrir sín áhugamál. Á Selásbletti 2b bjuggu þau sér og sín- um glæsilegt og vel þokkað heimili. Þar vom dýrin í hávegum höfð, kind- ur, hestar, hænsni og kisur, og fyrstu árin var ein kýr í fjósi. Á heimili þeirra var snyrtimennskan til fyrir- myndar úti sem inni og stuðluðu þau bæði jafnt að henni. Arið 1955 festu þau kaup á sendiferðabíl og vann afí á honum um 3ja ára skeið, en 1958 réð hann sig hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur þar sem hann vann síðan alla tíð.' Amma var heimavinn- andi húsmóðir enda margt um að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.