Morgunblaðið - 13.12.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
37
Jón R. Guðjóns
son — Minning
Fæddur 20. apríl 1920
Dáinn 26. september 1992
Fyrir fáeinum dögum barst mér
sú frétt að vinur minn, Jón Ragnar
Guðjónsson, hefði látist fyrir rúmum
tveimur mánuðum. Langar mig, þótt
seint sé, að minnast hans með fáein-
um orðum.
Jón Ragnar fæddist í Reykjavík
20. apríl 1920. Foreldrar hans voru
Guðjón Guðjónsson skólastjóri og
kona hans Ragnheiður Jónsdóttir
rithöfundur. Jón ólst upp í Hafnar-
firði bernsku- og æskuár sín og varð
gagnfræðingur frá Flensborgarskóla
árið 1936. Hann tók stúdentspróf
úr stærðfræðideild Menntaskólans í
Reykjavík vorið 1939. Hann innrit-
aðist í Háskóla íslands um haustið,
lauk prófí í forspjallsvísindum vorið
1940 en las síðan lögfræði næstu
tvo vetur. Árið 1943 sigldi Jón til
Bandaríkjanna og nam viðskipta-
fræði við Wisconsin-háskóla í Madi-
son, Wisconsin. Þar lauk hann prófi
«í viðskiptafræði árið 1945. Hélt hann
þá heim til íslands og starfaði hjá
Nýbyggingaráði í tvö ár. Árið 1947
fór hann til Boston í Bandaríkjunum
og var þar sjómaður næstu tvö árin,
en fór svo aftur heim til íslands og
kenndi árin 1949-1951 við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar. En haustið
1951 fluttist svo Jón með fjölskyldu
sinni alfarinn til Bandaríkjanna og
átti þar heima til dauðadags. Hann
bjó lengst af skammt frá Boston í
bænum Malden, Massaschusetts.
Þar vann hann sem háseti á togara
næstu 8 árin, en 1959 veiktist hann
alvarlvega af berklum og var því frá
vinnu í marga mánuði. Honum varð
þá ljóst að heilsa hans leyfði ekki
erfíðisvinnu á dekki togara. Tók
hann því stýrimannspróf og hlaut
síðar réttindi sem skipstjóri. Upp frá
því var hann ýmist stýrimaður eða
skipstjóri á togurum í Boston þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir árið 1986.
Árið 1944 kvæntist Jón banda-
hugsa á litlu sveitarbýli. Mér er
minnisstætt hve dugleg hún var og
ósérhlífin. Hún hnýtti net fyrir
Hampiðjuna inni í stofu til að drýgja
tekjurnar og var hún oft sárhent
eftir snærið sem þá var notað. Orgel
var í stofunni og settist hún oft við
það, spilaði og söng heimilisfólki til
gleði og yndis, enda afar tónelsk.
Þau nutu þess þegar vinafólk þeirra
úr Stórholtinu kom í heimsókn, upp-
eldissystir hennar Guðrún Eggerts-
dóttir og Sigurður Eiríksson múrara-
meistari. Eiríkur sonur þeirra spilar
vel á harmoniku og var hún oft með
í ferðum. Þá var mikið spilað og
sungið. Þau höfðu bæði mikið yndi
af dýrum, en kindumar voru þó allt-
| af í fyrsta sæti. Það var gaman að
fylgjast með afa þegar sauðburður-
inn nálgaðist, eða réttimar vor og
I haust, því það var hans líf og yndi
að umgangast sauðfé. Mér er minnis-
stæður heyskapurinn heima þar sem
I afi sló öll túnin með orfi og ljá. Oft
var hann búinn að slá heilmikinn
skika áður en hann fór í vinnuna
snemma á morgnana, og síðan hélt
hann áfram þegar hann hann kom
heim á kvöldin. Amma snéri heyinu
á daginn, oft með okkur systkinun-
um, en samgangur var mikill á milli
heimilanna. Þegar ég hugsa til baka
sé ég þvílík vinna þetta var, en alltaf
vom þau með bros á vör.
Amma mín var sérlega opinská
og hreinskilin kona og sagði alltaf
það sem henni lá á hjarta, enda var
sérlega ánægjulegt að tala við hana
um daginn og veginn. Afí var mjög
jafnlyndur maður og þægilegur í
umgengni og framganga hans mót-
aðist af hógværð og æðruleysi, Góð-
ur félagi var hann og trúr vinur.
rískri konu, . Jeanne Huber, af
frönskum og írskum ættum. Hún
reyndist honum góður lífsförunaut-
ur, ekki síst á örlagastundum. Þau
áttu einn son, David Ragnar, árið
1945, sem kvæntist ungur og eign-
aðist þijú börn, dæturnar Jennifer
Jeanne og Kristínu og soninn David.
Á uppvaxtarárum og á sumrum
meðan Jón Ragnar var við nám í
framhaldsskóla og háskóla hér á
íslandi stundaði hann sjó, bæði á
togurum og síldarbátum. Honum lík-
aði alla tíð vel að vera sjómaður,
ekki síður sem háseti en skipstjórn-
armaður. Hann kunni sérlega vel við
sig á hafinu og var vinsæll meðal
starfsfélaga sinna. Hins vegar féllu
honum vanabundin skrifstofustörf
fremur illa og fann þá til innilokun-
arkenndar.
Ég kynntist Jóni Ragnari mjög
vel á háskólaárunum í Madison,
Wisconsin, og hélst vinátta okkar æ
síðan. Jón var mjög skemmtilegur
félagi, hnyttinn með afbrigðum,
tryggur vinur og drengur góður. Á
yfírborðinu gat hann þó verið hijúf-
ur og kaldhæðinn. Hann hafði lítið
umburðarlyndi gagnvart hræsni,
mikillæti og sýndarmennsku. En
undir harðri skel var hlýr persónu-
leiki, sem lét sér annt um vini sína
og var reiðubúinn að rétta þeim
hjálparhönd, ekki síst þegar mikið á
við. Samúð hans með Iítilmögnum
var ósvikin. Sonarsonur Jóns gengur
ekki heill til skógar vegna veikinda
í bernsku. Honum reyndist Jón ein-
staklega góður afí og þessi drengur
mun hafa verið honum kærastur af
barnabörnunum.
Jón Ragnar var greindur í besta
lagi og átti auðvelt með að setja sig
inn í mál líðandi dags. Þótt hann
legði fyrir sig viðskiptafræði og
stæði sig síst lakar en aðrir á því
fræðisviði, hef ég trú á því að þar
hafi hann verið á rangri hillu.
Áhugamál hans voru miklu fremur
á sviði bókmennta, og hefði hann
án efa náð langt sem fræðimaður
Áróra dóttir þeirra giftist Ólafí
Geir Sigurjónssyni frá Geirlandi, og
eignuðust þau sjö böm, en í dag eru
barnabörnin orðin sautján talsins, og
langalangafa- og ömmubörnin orðin
fimm. Fyrstu sambúðarárin bjuggu
foreldrar mínir á heimili afa míns,
en fluttust síðan í eigið húsnæði
1953 að Árbæjarbletti 57. Þá var ég
fimm ára gamall, en ég ásamt Magn-
úsi bróður mínum urðum eftir hjá
ömmu og afa og ólumst við þar upp
til fullorðinsára. Það er margs að
minnast um langa tíð og verður ekki
allt sagt í stuttri minningargrein.
Ég man þó hve áhugasöm þau voru,
eftir að ég byijaði að stunda sjó-
mennsku, um það hvemig gengi og
hvernig mér reiddi af. Eg vissi að
ef slæm voru veður, þá var hugur
þeirra hjá mér.
Það kom að því að búskapurinn
heima varð að víkja fyrir skipulagi
borgarinnar og var það mikil eftir-
sjá. En afí skapaði sér aðstöðu fyrir
kindurnar í Fjárborg Reykjavíkur,
þar sem hann byggði sér fjárhús.
Áttum við margar ferðirnar saman
upp í íjárborg. Afi missti eiginkonu
sína 12. apríl 1984, og saknaði hann
hennar mikið,-en þau höfðu þá búið
í Brekkubæ 2 á fímmta ár, en það
hús var byggt nánast á hlaði gamla
hússins. Afí naut nálægðar okkar
síðustu æviár sín, en oft hringdi ég
til hans utan af sjó, en það þótti
honum einkar vænt um. Nú eru þau
saman hlið við hlið og njóta hverrar
stundar í ljósinu.
Hafí þau hjartans þökk fyrir allt.
Ég geymi minninguna um þau og
þakka þeim báðum alla þeirra tryggð
við mig og fjölskyldu mína.
EUiði Norðdahl Ólafsson.
ef hann hefði lagt stund á bókmennt-
ir sem aðalgrein í háskóla. Með
sjálfsnámi varð hann þó vel að sér
í þeim fræðum og hafði næman
skilning á góðum skáldverkum.
Hann las mjög mikið af fagurbók-
menntum og hafði- ánægju af að
ræða um þær við kunningja sína og
vini. Reyfara las hann aldrei. Hann
hafði alla tíð mikinn áhuga á skák
og var skákmaður góður. Eftir að
hann tók að stunda sjómennsku vest-
anhafs fékk hann áhuga á sígildri
tónlist. Þegar hann var ekki á sjón-
um hafði hann unun af að hlusta á
vönduð tónverk og eignaðist gott
plötusafn. Á efri árum fékk haiin
einnig áhuga á sagnfræði og Ias
yfirlitsverk í þeirri grein. Jón átti
mjög gott með að skrifa, eins og
skemmtileg kunningjabréf hans bera
vitni um.
Ég átti langt samtal við Jón Ragn-
ar í síma í lok seinasta árs. Voru
það okkar síðustu viðræður. Þá var
hann þegar þungt haldinn af því
meini sem dró hann til dauða, en
andlega í fullu fjöri og ræddi heims-
málin af þekkingu og skilningi en
um leið venjulegri kaldhæðni.
Að eigin ósk lá hann heima hjá
sér seinustu sex vikurnar, þá sár-
þjáður. Kona hanas, Jeanne, annað-
ist hann af einstakri alúð og um-
hyggjusemi. Seinustu vikurnar sem
Jón lifði dvaldi Sigrún systir hans
einnig hjá þeim. Að ósk Jóns voru
jarðneskar leifar hans brenndar og
öskunni dreift yfir nálægt hafsvæði.
Þá athöfn annaðist sonur hans, og
lýsti henni svo, að þegar sólin kom
upp eftir dimma nótt og hann hafði
varpað öskunni í sjóinn frá bát, hefði
birst regnbogi á himninum.
Sá sem þetta ritar þakkar Jóni
Ragnari góð kynni og trygga vin-
áttu. Hans er minnst með söknuði
og virðingu. Við Guðrún sendum
konu hans, syni og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
Unnsteinn Stefánsson.
Ég öðlaðist örlitla hlutdeild í heimi
Jóns Ragnars, móðurbróður míns,
dag einn í maí árið 1988. Heimi ís-
lendingsins sem hélt til Bandaríkj-
anna með skipalest mitt í hildarleik
seinni heimsstyijaldarinnar, nam þar
hagfræði og enskar bókmenntir, en
réð sig síðan í skipsrúm og stundaði
sjó á togurum frá Boston í meira en
þijá áratugi, lengi háseti en seinna
stýrimaður og skipstjóri.
Þennan maidag árið 1988 gekk á
með kröftugum skúrum við ströndina
í Massachusetts en þegar glaðnaði
til skartaði Boston sínum fegursta
vorskrúða. Jón var að sýna mér og
Elíasi Ólafssyni, lækni og góðvini
sínum, hvar hann lagði upp físk í
áratugi.
Hann frændi minn var léttur í
spori þegar hann sýndi okkur gömlu
bryggjuna sína og skemmuna þar
sem hann norpaði yfír aflanum á
fískmarkaði árla á morgnana meðan
fískkaupendur spáðu og spekúleruðu,
potuðu og þefuðu áður en þeir nefndu
verð dagsins. Ef til vill var þó ein-
hvern söknuð að heyra á honum.
Ekki aðeins vegna þess að hann var
hættur til sjós sjálfur nokkrum árum
fýrr. Öllu frekar vegna þess að allir
aðrir virtust vera hættir líka. „Hér
er ekkert fískirí lengur,“ sagði hann.
„Þetta er allt búið, það rær varla
nokkur maður frá Boston.“
Enda var varla nokkum dall að
sjá þarna við bryggjuna, aðeins einn
ryðkláf, og ekki sjáanlegur nema
einn maður um borð. Jón kallaði til
hans og spurði hvort hann væri að
fá’ann en hinn svaraði á brogaðri
ensku að ekki fengist bein úr sjó.
Mig minnir Jón segja að þetta væri
víst Pólveiji. Ekki var heldur líf á
fískmarkaðnum. Þar voru menn
löngu hættir að spá og spekúlera í
físki og pota í hann og þefa af hon-
um, hvað þá bjóða í hann. Núorðið
þykir víst arðvænlegra í Boston að
reyna að lækna fólk eða hjálpa því
að krækja sér í skaðabætur en renna
fyrir fisk.
En bryggjukráin var þama enn
og hægt að setjast við borð með
harðplastplötu og fá sér bjór eins og
þeir skipsfélagamir vom vanir að
gera áður en þeir fóru á sjó. Eflaust
líka þegar þeir komu í land, áður en
þeir fóm inn á fískmarkaðinn til að
koma aflanum í verð. Við fengum
okkur bjór en skipsfélagamir vom
hvergi sjáanlegir og kominn nýr bar-
þjónn sem þekkti ekki John skip-
stjóra.
Þetta var heimurinn hans Nóna,
eins og hann nefndi sjálfan sig í
bamæsku, og því nafni nefndi fjöl-
skyldan á íslandi hann yfirleitt. Ég
heyrði margt um Nóna í sæku. Afí
minn og amma fóru nokkrar ferðir
vestur að heimsækja son sinn,
tengdadóttur og sonarson og þau
skrifuðust á við hann. Sögðu okkur
síðan fréttir af Nóna, Jeanne og
Davíð. Þau systkinin, móðir mín og
hann, skrifuðust líka talsvert á, eink-
um hin síðari ár, eftir lát foreldra
þeirra. Hann sendi henni stóra bó-
kapakka fyrir hver jól. Það vom
þykkar, amerískar bækur. Meðal
þeirra bækur sem hann hafði sjálfur
lesið áður og hélt að systir sín hefði
gaman af. Hann sá ekki ástæðu til
að eiga þær eftir að hafa lesið þær.
Betra að láta systurina njóta þeirra.
Öfugt við pabba þeirra, sem var
ástríðufullur bókasafnari.
Ég sá hann frænda minn ekki
oft. Hann yfírgaf landið fyrir fullt
og allt árið 1951, þegar ég var að-
eins fjögurra ára gamall. Flutti til
Boston ásamt Jeanne sem hann
kynntist fyrir vestan, og syninum
Davíð, sem er ári eldri en ég. Næst
kom hann heim þegar ég var um
fermingu, þarnæst var ég kominn
nær tvítugu. Þá var hann að heim-
sækja hana móður sína á banasæng-
ina. í þriðju ferðinni til íslands á
þessum ámm var hann að kveðja
föður sinn hinstu kveðju.
Þó ég hitti Nóna sjaldan fann ég
mjög til skyldleika við hann. Ef til
vill er ástæðan sú að oft hefur hún
móðir mín sagt við mig (og stunið
dálítið um leið): „Nú varstu alveg
eins og hann Jón bróðir.“ Við emm
raunar ekkert tiltakanlega líkir í út-
liti, þó er víst svipur. En hún átti
ekki síður við tilsvör og athugasemd-
ir sonar síns, sem minntu hana á
dálítið hvatvísan og óþolinmóðan
bróður sinn.
Hann kom síðast heim árið 1986.
Þá hélt hann til á Tjarnargötu 47,
hjá Bubbu móðursystur sinni, sem
var komin hátt á níræðisaldur og lif-
ir enn. Milli þeirra var alla tíð sér-
stakt samband. Hún unni honum
mikið, eins og væri hann hennar eig-
in sonur. Ég skrapp þangað kvöldið
sem hann kom, og hann var sjálfum
sér líkur. Sat í hálfrökkvaðri stof-
unni innanum ættingja, reykti pípuna
og bauð uppá toll. Svo var farið að
diskútera þjóðmálin á íslandi. Hann
var vel inni í þeim því hann fékk
alltaf Moggann hjá vinum sínum á
Brúarfossi þegar þeir komu með
fískblokkir til Icelandic Seafood í
Boston. En meðan faðir hans var á
lífí sendi hann honum væna stafla
af jiví blaði af og til.
I maí 1988 dvaldi ég hjá þeim
hjónum í nokkra daga, í húsinu þeirra
í Malden, sem er bær í næsta ná-
grenni við Boston. Við undum okkur
frændumir á dimmum vorkvöldum
uppi í herberginu hans þar sem hann
hafði skrifborðið sitt, segulbands-
tækið þaðan sem hljómuðu ýmist írsk
þjóðlög eða klassík, og skákborðið,
sem hann löngum eyddi dijúgum
tíma við þegar hann var í landi.
Hann sat í hægindastólnum sínum,
alltaf með bók í hendi, ég við skrif-
borðið. Hann fékk sér í pípu, ég vind-
il. Eina ljósið í herberginu var á les-
lampa við hægindastólinn. Svo rædd-
um við um alla heima og geima.
Tókum enn eina umræðuskorpuna
um ástandið heima á skerinu, sem
hann hafði mjög ákveðnar skoðanir
á, og heimsmálin urðu heldur ekki
útundan. Hann var alls staðar vel
heima. Vel lesinn, fylgdist með öllu,
hafði áhuga á öllum sköpuðum hlut-
um. Og skildi aldrei hvers vegna ís-
lensku læknamir sem komu til fram-
haldsnáms í Boston vildu endilega
vera að æða heim aftur. Góðir menn
fengju mikla peninga í Ameríku og
kellingamar þeirra gætu skroppið
heim hvenær sem þær vildu!
Það var ekki að heyra á mæli
hans að hann hefði eytt meira en
helmingi ævinnar í Ameríku og fest
þar rætur. íslenskan hans var kjarn-
góð og falleg, enginn hreimur. Þótt
hann talaði góða ensku var frekar
að hann talaði hana með íslenskum
hreim. Einu áhrif enskunnar á móð-
urmálið var að hann skaut af og til
„well“ inn í mál sitt.
Leiðir skildu úti á flugvelli í Bos-
ton. Ég sá frænda minn ekki eftir
það. En ári síðar þurfti ég að fara
til Seattle á vesturströndinni og
hringdi til hans af flugvallarhóteli í
New York. Niðri á bryggju í Seattle
hitti ég tvo íslenska sjómenn sem eru
búsettir vestra og vom á leiðinni á
fískirí við Alaska. Annar þeirra átti
heima í Boston og ég>. spurði hvort
hann þekkti Jón Ragnar. Hann kom
honum ekki fýrir sig fyrr en ég hafði
sagt honum nánari deili — hann
væri hagfræðimenntaður en hefði
verið togarasjómaður í áratugi. Ég
hafði varla sleppt orðinu þegar hann
sagði: „Ó, já, the professor. Hann
útvegaði mér fyrsta skipsrúmið mitt
þegar ég kom til Boston. Við kölluð-
um hann prófessorinn vegna þess
að hann var alltaf að ræða málin,
talaði um allt milli himins og jarðar."
Fáeinum árum eftir dvöl mína hjá
Jóni Ragnari í Boston gerði krabbinn
vart við sig og erfíður tími fór í hönd.
Hann hringdi æ oftar í systur sína
til að spjalla og síðastliðið sumar,
þegar ljóst var að hann ætti skammt
eftir, hringdi hann og bauð henni
vestur. Hún sat við rúmstokkinn hjá
honum í þijár vikur meðan lífsmáttur
hans þvarr. Hálfum mánuði síðar var
hann allur.
Jeanne annaðist mann sinn allt til
enda á heimili þeirra í Malden. Stóð
síðustu vaktina í lífí þeirra. Jack
Goldstein vinur þeirra flutti ljóð John
Masefíelds Sea Fever við útförina.
Sölt tár hafa fallið undir þeim lestri,
enda er engu líkara en ljóðið hafi
verið ort um Jón Ragnar Guðjóns-
son, einkum síðasta erindið:
I must go down to the seas again to the
vagrant gypsy life,
To the gull’s way and the wales’s way where
the wind’s like a whetted knife.
And all I ask is a merry yam form a laughing
fellow-rover,
And a quiet sleep and a sweet dream when
the long trick’s over.
I þessu ljóði, sem birtist fyrst árið
1902, fjallar höfundur um þrá sína
eftir hafínu og lífinu í sjónum. Þrána
eftir heimkynnum máva og hvala þar
sem vindurinn hvín eins og beittur
hnífur. Hann biður um glaðlegar frá-
sagnir félaga sinna og að leiðarlokum
hljóðlátan svefn og ljúfa drauma.
Líkami Jóns var brenndur og Dav-
íð sonur hans leigði sér bát, sigldi
út fyrir strönd Massachusetts og
dreifði ösku föður síns þar.
Þorgrímur Gestsson.
Nú er það loksins komið! Launakerfi fyrir Windows
Launakerfið "Peningapokinn"
Kerfið er íslensk hönnun, fyrir íslensk fyrirtæki af öllum stærðum.
Verk- og kerfisffæðistofan SPOR, Síðumúla 1, 108 Reykjavík. Sími 91 - 68 62 50