Morgunblaðið - 13.12.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
39
Helga Vilhjálmsdóttír
kemmri — Minning
Fædd 11. febrúar 1902
Dáin 9. desember 1992
Ég verð að fara, feijan þokast nær
og framorðið á stundaglasi mínu.
Sumarið með geislagliti sínu
hjá garði farið, svalur fjallablær
af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum
og horfmn dagur gefur byr frá landi.
(Davíð Stefánsson)
Það var vissulega orðið framorð-
ið á stundaglasi „frænku“ og hún
búin að skila miklu og farsælu
ævistarfi. Helga var síðust til að
taka feijuna yfir móðuna miklu af
systkinum sínum.
Helga Vilhjálmsdóttir var fædd
11. febrúar 1902 að Ölduhrygg í
Svarfaðardal. Hún var dóttir hjón-
anna Kristínar Jónsdóttur og Vil-
hjálms Einarssonar. Árið 1904
fluttu þau hjón að Bakka í Svarfað-
ardal og bjuggu þar til æviloka og
eru ætíð kennd við þann bæ.
Helga var fimmta í röðinni af
átta systkinum sem upp komust.
Bakkaheimilið var annálað
rausnarheimili og var þar yfirleitt
Fædd 12. júní 1917
Dáin 2. desember 1992
Þá er hún Ebba frænka flogin inn
í aðra vídd. Hún Borghildur Péturs-
dóttir eða Ebba, eins og flestir köll-
uðu hana, var ein af fyrstu mann-
eskjunum sem ég man eftir, þarna
á Oddsstöðum á Melrakkasléttu þar
sem ég fæddist og ólst upp að mestu
fyrstu 6 ár ævinnar. Ebba, móður-
systir mín, bjó þá myndarbúi með
Sigurði heitnum Finnbogasyni og
tveimur dætrum sínum Veru og
Þorbjörgu, en sú þriðja, Guðrún, kom
skömmu síðar. Þarna á Oddsstöðum,
á hjara veraldar, var samt mikil
mannleg hlýja og Ebba frænka var
tvímælalaust sá aðili sem stuðlaði
mest að henni. Ég var þarna með
móðurömmu minni en ekki man ég
annað en að Eþba hafi gengið mér
einnig í móðurstað og ekkert gert
upp á miili mín eða sinna eigin barna.
Síðar meir kynntist ég henni sem
manneskju og skildi þá hvernig
hennar lífsspeki hafði án efa átt
dijúgan þátt í því að allt viðmót
hennar bar vott um kraft, ákveðni
og gleði. Og hvernig hþn á óeigin-
gjarnan hátt gaf af sér og mismun-
aði fólki ekki í framkomu sinni. Hún
gat verið með ákveðnar skoðanir en
hún sá alltaf eitthvað jákvætt í öll-
um, jafnvel hjá þeim sem flestir áttu
erfitt með að sjá nokkuð jákvætt
við. Ég minnist þess ekki að Ebba
hafi nokkurn tíma kvartað, hvorki
um heilsu sína eða erfitt heimili á
hijóstrugri jörð. Ég man ekki eftir
því að hún hafi látið hafa mikið fyr-
ir sér, ekki einu sinni á efri árum
þegar hún var búin að missa Sigurð
bónda sinn og heilsunni fór hrak-
andi.
Ebba var ein af þessum sterku
konum sem hafði yndi af tilverunni
og gaf meir af sér en hún tók og
þótti það sjálfsagður hlutur. Á Odds-
stöðum var mjög oft gestkvæmt og
þar var mikið sungið og hlegið bæði
á norðurljósasveiptum vetrarkvöld-
um svo og í birtu miðnætursólarinn-
ar. Ebba var þar bæði hrókur alls
fagnaðar og sá einnig um að allir
hefðu allt til alls. Þótt hún væri
þarna í tvöföldu hlutverki leysti hún
þau af hendi með þvílíkri lipurð að
það mætti halda að hún hefði ekk-
ert fyrir því.
Þetta var það andrúmsloft sem
ég bjó við fyrstu árin og einnig síð-
ar, þá að vísu um skemmri tíma.
Þetta var sú Ebba sem ég kynntist
mest og man best eftir. Þetta er sú
Ebba sem ég sé svo mikið af f elstu
dætrum hennar þremur og þeirri
yngstu, Borghildi yngri, og eina syni
hennar, Boga. Þetta var kona sem
mannmargt. Það var því mikið um
að vera og börnin snemma látin
taka þátt í störfunum.
Víst er um það að félagslíf stóð
með miklum blóma í Svarfaðardal
á uppvaxtarárum Helgu og á heim-
ili afa og ömmu var mjög gest-
kvæmt og margir dvöldu þar lang-
dvölum, t.d. Jóhann beri. Einnig
veit ég til þess að stundum var
ungu fólki safnað saman úr dalnum
og slegið upp balli á Bakka. Þannig
var æskuheimili hennar ein allsheij-
ar félags- og þjónustumiðstöð á
nútímamælikvarða. Sannarlega eru
slík heimili besta veganesti sem
hægt er að fá fyrir lífið. Samheldni
systkinanna var alla tíð mikil svo
og afkomenda þeira.
Helga braust ung til mennta og
sýndi dugnað og áræði sem á þeirri
tíð var óvenjulegur hjá ungum
sveitastúlkum. Á þeim tíma var
mjög fátítt að stúlkur færu utan
til náms.
Árið 1925 fór hún til Danmerkur
að afia sér frekari menntunar í lýð-
háskóla og síðan í handavinnunám.
Þá fór hún 1927 til Noregs og nam
við öll sem þekktum hana getum
sagt af sannfæringu: „Þarna fór
kona sem lagði meir-af mörkum til
annarra en hún bað aðra um, fjölhæf
og góð kona sem við erum öll þakk-
lát fyrir að hafa kynnst og var sem
vegvísir fyrir okkur á hinni vandröt-
uðu braut gleði og hamingju. Hún
gaf okkur mikið veganesti í lífinu
og gerði það án þess að við eða jafn-
vel hún sjálf tæki eftir því.“
En nú er hún farin úr þessari jarð-
nesku tilvist. Þótt hún hafi átt við
mjög þrúgandi sjúkdóm að stríða og
þótt hún hafi verið fegin hvíldinni
er alltaf erfitt fyrir okkur sem eftir
sitjum að vita af því að einhver okk-
ur kær er farin fyrir fullt og allt.
Því er nauðsynlegt að trúa því að
eitthvað haldi áfram, hvernig svo
sem sú trú er. Fyrir þá sem trúa
ekki á framhaldslíf væri gott að
hugleiða eftirfarandi: Þótt dauðinn
hafi svipt líkama Ebbu lífi þá munu
gjörðir hennar í þessu lífi lifa áfram
eftir dauða hennar og áhrif þeirra
munu vara um ókomna tíð. Þessi
langi vefur gjörða sem hún spann í
lífi sínu verður ekki slitinn með
dauða hennar. Þessi sannleikur
krefst djúprar íhugunar en þrátt
fyrir það er ekki víst að við skiljum
til fulls hvernig ein gjörð birtist okk-
við lýðháskólann á Voss, sem þá
naut mikillar frægðar, og lærði þar
handavinnu og kjólasaum.
Kennsla varð hennar lífsstarf.
Við heimkomuna var hún fyrst
kennari á Ólafsfirði og síðan í daln-
um. Hún hélt námskeið vítt og breitt
um héraðið, m.a. í kjólasaum og
saumuðu margar konurnar fyrsta
kjólinn undir leiðsögn Helgu. Þá
hafði Helga sérstaka unun af að
sauma barnaföt og nutu margir
ur í annarri.
Þeir sem á hinn bóginn trúa á
framhaldslíf gætu hugleitt þetta:
Dauðinn hefur aðeins svipt líkama
Ebbu lífi og hugurinn hefur enn einu
sinni slitið fjötra sína sigri hrósandi,
lokið upp dyrunum í átt til eilífðar,
í átt til ljóssins.
Hver svo sem trú okkar er þá
skulum_ við ekki gráta yfir líkama
Ebbu. í staðinn skulum við íhuga
hvar rætur okkar liggja í þessum
efnum og þá mun hljóðlát gleði lifna
innra með okkur.
Hún Ebba hefði viljað að við gerð-
um einmitt það.
Pétur Guðjónsson.
t
Eiginmaður minn og faðir,
SIGURÐUR G. BALDURSSON,
“DIDDI“,
lést í sjúkrahúsi í Colarado í Bandaríkjunum 9. þessa mánaðar.
Þórdís Sölvadóttir
og börn.
t
Hjartkær dóttir okkar, systir, mágkona
og frænka,
KATRÍN ÞÓRISDÓTTIR,
sem lést í Borgarspítalanum aðfaranótt
sunnudagsins 6. desember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 15. desember kl. 13.30.
Þórir Hilmarsson,
Kolbrún Þórisdóttir,
Stefán Þórisson,
Helga Þórisdóttir,
Halla Þórisdóttir,
Snorri Þórisson,
Þórhildur Helgadóttir,
Jón B. Guðlaugsson,
Ragnhildur B. Traustadóttir,
Kristján Ó. Ólafsson,
Björgvin Bjarnason,
og systkinabörnin.
Borghildur Péturs-
dóttir - Minning
góðs af. Hún sendi marga kassana
til Noregs eftir stríð af bamafatn-
aði sem hún saumaði.
Helga bjó á Bakka þar til hún
varð handavinnukennari við
Kvennaskólann á Blönduósi haustið
1942, gegndi hún því starfi til 1947
er hún gerðist kennari við Hús-
mæðraskólann á Varmalandi í
Borgarfirði.
Á Varmalandi var hún kennari í
tæp 20 ár eða til 1966. Helga var
afar mikilhæfur kennari en gerði
jafnframt kröfur til nemenda sinna,
ekki síst til systkinadætra sinna
sem allflestar fóm í skóla til
frænku. Hún þótti e.t.v. full ströng
við þær en hún vildi ekki að hægt
væri að segja að hún hyglaði þeim
umfram aðra nemendur. Eflaust
hefur hún með þessu einnig viljað
byggja upp í þeim áræði, þor og
dugnað sem hún sjálf hafði svo
mikið af, þetta tókst henni. Já,
Helga var einstakur dugnaðarfork-
ur og einng listamaður. Stundum
var henni strítt á því að hún væri
viðutan, en þá var hún e.t.v. djúpt
hugsi yfir nýju handavinnumunstri
eða kjólasniði.
Helga sleppti ekki hendi af náms-
meyjum sínum að skólanámi loknu,
hún fylgdist með þeim flestum alla
tíð.
Það er alveg ógleymanlegur tími
sem hún var gestur minn á Bíldu-
dal, sumarið 1970. Hún tók stjóm-
ina í sínar hendur. Við m.a. heim-
sóttum fyrrverandi námsmeyjar
hennar þar, fórum á sjó og einnig
var mikið saumað.
Það sýnir dugnað Helgu að árin
1960 og 1961 sækir hún námskeið
í Noregi, Svíþjóð og Danmörku
m.a. í föndri. Á þessum árum byij-
ar að örla á breyttu hugarfari gagn-
vart húsmæðraskólum og stúlkur
vildu vinna annað en hvít-
saumsdúka. E.t.v. var Helga einnig
farin að huga að starfslokum, því
að 1966 hættir hún á Varmalandi
og flytur til Sauðárkróks. Hún
keypti sér þar lítið hús á Hólavegi
7. Þar kenndi hún við Unglingaskól-
ann einn vetur og var síðan með
föndur- og handavinnukennslu á
vegum Sauðárkrókskirkju í Safnað-
arheimilinu svo og á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga fyrir eldra fólkið.
Helga var lengst af heilsugóð og
sá um sig sjálf í húsi sínu á Krókn-
um, en hún naut einnig góðra
granna þar.
Árið 1990 fór hún á öldrunar-
deild Sjúkrahússins á Sauðárkróki.
Tryggð Helgu við sína fögru heima-
byggð var mjög sterk og síðastliðið
vor flutti hún aftur heim í dalinn
sinn. Hún lifði síðustu mánuði á
Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík og
hafði herbergi er sneri mót dalnum.
Um svipað leyti og hún hefur
kennslu á Blönduósi flytur hún lög-
heimili sitt að fæðingarbæ sínum
Ölduhrygg til Þorbjargar systur
sinnar og Björns manns hennar.
Mynduðust sérstaklega sterk tengsl
milli Helgu og barna þeirra hjóna.
Helga giftist ekki né eignaðist
böm. Þó mátti með sanni segja að
fáar konur væru bamfleiri. Hún lét
sér ákaflega annt um börn systkina
sinna 'og barnaböm og frændfólk.
Ég átti því láni að fagna að vera
systurdóttir hennar og reyndi um-
hyggju hennar. Öll kölluðum við
hana frænku og allir í ættinni vissu
við hveija var átt þegar talað var
um „frænku“ og segir það sína
sögu.
Langri og starfsamri ævi Helgu
frænku er lokið. Hún hélt áræðinu,
dugnaðinum og umhyggjunni fyrir
ættinni til hinsta dags. Eftir lifir
minningin um merka og mikilhæfa
konu sem öllum vildi koma til nokk-
urs þroska.
Sigrún Magnúsdóttir.
t
Bróðir minn og föðurbróðir,
PÉTUR JÓNSSON
bifvélavirki,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. desember
kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Kristbjörg Stefánsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ ÁRNADÓTTIR,
sem lést 5. desember sl. verður jarðsungin frá Neskirkju þriðju-
daginn 15. desember kl. 13.30.
Þorsteinn Davíðsson,
Björg Þorsteinsdóttir,
Davið Þorsteinsson, Janice Balfour,
Halldóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur E. Sigvaldason,
barnabörn og langömmubarn.
t
Alúðarþakkir fyrir sýnda vináttu og samúð við andlát og útför
föður míns,
INGVARS HALLSTEINSSONAR
frá Skorholti.
Kristín Ingvarsdóttir
og aðrir ættingjar.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNU SÍMONARDÓTTUR
frá Hofsstaðaseli,
Hlfðarvegi 47,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 12G, Landspítala.
AnnaGuðmundsdóttir,
Una Árnadóttir,
Sigrún Árnadóttír,
Guðmunda Árnadóttir,
Árni Sigurðsson,
Jóngeir Sigurðsson,
Andri Árnason,
Ólafur Ellertsson
og barnabarnabörn.