Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
HÍTTÖHcfÍ {
SUNNUDAGUR 13.
[ICfAJHVRJOHOM
DESEMBER 1992
47
SKIÐASTOKK
Frægdin er fallvölt
Nieminen hefuröðrum hnöppum að hneppa og keppirekki enn
* ÁHUGAMENN um skíðastökk
hafa sjálfsagt tekið eftir að
Finninn fljúgandi, Toni Niemin-
1 en, var ekki á meðal keppenda
á fyrsta heimsbikarmóti tíma-
bilsins í skfðastökki, sem fór
fram í Falun i Svíþjóð um síð-
ustu helgi. Hann var ekki valinn
í lið Finna, þar sem hann stóðst
ekki prófið. Æfingar hafa setið
á hakanum og er einbeitingar-
leysið taiið afleiðing skyndi-
legrar frægðar.
Nieminen var þjóðarstolt Finna
eftir Vetrarólympíuleikana í
Frakklandi í byijun ársins. Hann
sigraði með glæsibrag í skíðastökki
af 120 m palli og var auk þess í
^ sigursveit Finna í liðakeppninni, en
vann einnig til bronsverðlauna.
Matti Nykanen hampaði þrennum
á gullverðlaunum á Vetrarólympíu-
’ leikunum í Calgary 1988, en honum
varð hált á svellinu. Arftaki hans,
. sem var aðeins 16 ára í Albertville,
* sagðist ekki hafa áhyggjur af freist-
ingunum sem fylgdu frægðinni.
„Eg veit hvemig á að bregðast við
neikvæðu hliðunum sem fylgja
frægð og frama og ég held að ég
geti haldið áfram að lifa eðlilegu
lífi,“ sagði Nieminen eftir sigur-
stökkið í febrúar.
Ungi skíðastökkvarinn hefur
ekki getað staðið við stóm orðin.
Fyrir skömmu tók hann þátt i
stökkkeppni í Finnlandi, datt án
þess að meiða sig og var fjari þeim
sem stukku lengst. Matti Fulli,
landsliðsþjálfari Finna, sagði að
frægðin hefði haft áhrif á Niemin-
en. „Það er ekki gott fyrir 17 ára
óharðnaðan ungling að vera stöðugt
í sviðsljósinu og auk þess eru gerð-
ar allt of miklar kröfur til hans.“
Nieminen keypti sér nýlega bíl
og í kjölfarið hefur lögreglan fylgst
náið með honum til að gæta þess
að hann bryti ekki af sér við stýrið
á meðan hann væri með ökuskír-
teini til reynslu. Nieminen kvartaði
opinberlega vegna þessa eftirlits og
sagði það hafa truflandi áhrif, en
lögregían svaraði því til að mikil-
vægt væri að hafa gætur á skíða-
stökkvaranum, því hann væri fyrir-
mynd og ungt fólk liti upp til hans.
Pulli sagði að Nieminen væri
undir miklu álagi. „Ennfremur eru
freistingarnar margar og þeirra
vegna getur hann ekki einbeitt sér
að íþróttinni og æfingunum, en ég
er vongóður um að hann komi aft-
ur.“
GARÐATORG - GARBABÆ,
SÉRVERSLANIR:
OPIÐ LENGUR
Laugardaginn 12. des. kl. 10-18
Sunnudaginn 13. des. kl. 13-17
Laugardaginn 19. des. kl. 10-22
Sunnudaginn 20. des. kl. 13-17
Þriðjudaginn 22. des. kl. 10-22
Þorláksmessu 23. des. kl. 10-23
Aðfangadag 24. des. kl. 9-12
^ *Ven£é vcC&ovhcci
CITIZEN
Swift 24e litaprentari
24ra nála prentari.
216 stafir á sekúndu.
Sérlega skemmtilegur
í litaprentun úr MS-
Windows.
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - Sírni 688944 - Fax 679976
Iaun og upphefð voru líka nægilegt
keppikefli. Þuríður lá aftur eftir í
| viðbragðinu, en síðan fór hún fram-
úr hinum stúlkunum þrem, létt eins
og hind, og sigraði örugglega á
11,2. Hinar stúlkumar komu allar
í einum hnapp og fengu sama tíma,
11,4, svo sjónarmunur var látinn
i ráða.
Laugar 1946.
Starfsíþróttir - stúlkur leggja
á borð
Ekki mátti kasta til höndunum.
Það voru ekki afköstin sem skiptu
máli heldur hnitmiðuð vinnubrögð,
vandvirkni og smekkvísi. Enda var
enginn handagangur í öskjunni
þegar stúlkumar byijuðu, undir
vakandi augum dómnefndarinnar
og forvitnum augum áhorfenda.
Einstaka flissaði eða glotti við tönn
og þótti sportið lítilfjörlegt en slíkt
gufaði fljótt upp. Menn komust
strax að raun um acLþað var gam-
| an að fylgjast með. Ekki var laust
við að heimasæturnar væru ögn
skjálfhentar og undirleitar, þær
i gutu líka augunum hver á aðra.
■ Lilja Þórarinsdóttir minnist þess
hve taugaóstyrk hún var fyrir
Ikeppnina. Þegar á hólminn kom
styrktust taugarnar fljótt og hún
reyndi að gleyma því að salurinn
var fullur af áhorfendum. Stúlkum-
ar unnu þó hver á sinn hátt, en
fumlaust og vel svo fólk fór að
velta því fyrir sér hver myndi bera
sigur úr býtum. Dauðaþögn var í
salnum meðan stúlkumar lögðu
dúkana á borðin, fægðu borðbúnað
og lögðu á borðin, bmtu saman
servíettur og skreyttu síðan herleg-
heitin með blómum. Sveitamenn,
vanir því að skófla í sig soðning-
unni í snarheitum, ráku upp stór
augu þegar stelpur sem hefðu getað
verið af næsta bæ breyttu á svip-
stundu venjulegu dóti í fagurlega
skreytt veisluborð, hvert með sínu
lagi. Ingibjörg notaði servíettubrot
sem kallað er ljós, en borð hennar
var almennt gestaboð. Guðríður
braut servíettumar í búðarskó, enda
var borðið hennar trúlofunarborð.
I Fanney var ögn kankvís á svip og
braut sínar servíettur svo þær líkt-
ust biskupshúfum, enda var borð
hennar fyrir herraboð. Servíettur
Lilju við borð 4 vom í líki blæ-
vængs, en borð hennar var páska-
borð.
Þegar Ásdís [Sveinsdóttir, hús-
mæðrakennari] keppnisstjóri hafði
skýrt borðin á þennan hátt fór
nokkur kliður um salinn meðan
beðið var eftir úrskurði dómnefnd-
ar. Dómnefndin var skipuð þeim
Ásdísi og Sólveigu Hagalínsdóttur.
Allir dáðust að lipurð stúlknanna,
smekkvísi og hugkvæmni og svo
virtist sem flestir hölluðust að því
að borð 2 og 4 væra einna best úr
garði gerð. Þá var til þess tekið að
Lilja á borði 4 hefði unnið hvað
ömggast og fumlausast, hjá henni
vom engin óþörf spor né handtök.
Nú var þeim ungu piltunum sem
flissað höfðu og glott orðið ijóst að
hér vora á ferð meiri kvenkostir en
annars staðar væri völ á og enginn
á flæðiskeri staddur sem þær ættu.
Dómnefndin átti í erfiðleikum
með að gera upp á milli borðanna,
en sem betur fór var stigagjöfín í
föstum skorðum og því var þetta
einfalt reikningsdæmi. Nefndin
lauk miklu lofsorði á öll borðin en
tilkynnti síðan að önnur verðlaun
hlyti Guðríður Jónsdóttir fyrir trú-
lofunarborð sitt, en í fyrsta sæti
yrði Lilja Þórarinsdóttir með sitt
smekklega og látlausa páskaborð.
Eiðar 1952.
„Ókey, við þangaðl“
Þegar íþróitakeppninni var að
ljúka kom stór bíll branandi inn á
svæðið, innanborðs var undarlega
klætt fólk, síðhært og með hatta,
hafði yfír sér annan blæ en var á
flestum gestum staðarins. „Hvar
getum við geymt græjumar, okkur
vantar einhvem stað til að geta
dressað okkur upp,“ var sagt og
stjórnendur mótsins raku upp til
handa og fóta til að útvega Hljóm-
um og fylgdarliði mannsæmandi
aðstöðu. Þeim var bent á skúr við
völlinn nærri pallinum, þar væri
aðsetur mótsstjóra, stjömumar
gætu notast við hann. „Ókey, við
þangað!" Þar hlupu fulltrúar hins
nýja tíma beint í flasið á virðulegum
og velklæddum eldri manni með
hatt. Það var Þorsteinn Einarsson
mótsstjóri, sem að sönnu átti meira
undir sér á þessum stað en þessir
kotrosknu krakkar. Honum þótti
nóg um fyrirganginn og vandaði
um fyrir þeim með nokkrum vel
völdum orðum. „Heyrðu gamli
minn, ertu eitthvað fúll?“ var svarið
og þeir félagar tóku til við að und-
irbúa sig fyrir ballið.
Laugarvatn 1965.
Úrslitaleikur í blakí
Þá reis upp í stúkunni formaður
H_SK, einbeittur á svip, og hrópaði:
„Áfram HSK, áfram HSK!“ og
klappliðið tók við sér sem aldrei
fyrr. Hinn voldugi kór yfírgnæfði
hróp Kjalnesinga sem þramudynur.
Þetta verkaði sem vítamínsprauta
á Skarphéðinsliðið og nú gerðist
kraftaverk. Allt í einu hvarf ráð-
leysið og þeir fóra að spila blak af
miklum móð. Liðið sýndi sínar bestu
hliðar og stigin komu hvert af öðra
á HSK-töfluna. Þá skora Kjalnes-
ingar sitt fjórtánda stig og skorti
nú aðeins eitt stig til að gera út
um leikinn. Hafi spennan verið mik-
il áður, þá tvöfaldaðist hún við þetta
og andrúmsloftið í salnum var bók-
staflega rafmagnað. Hávaðinn var
slíkur að húsið virtist leika á reiði-
skjálfi. Skarphéðinsmenn tvíelfdust
nú og sýndu landsliðsklassa. Bolt-
inn gekk manna á milli af leiftur-
hraða og býsna oft endaði hann í
gólfi Kjalnesinga. Staðan var nú
orðin 14:10 og allt gat gerst. Áhorf-
endur litu hver á annan. Ætlaði
þeim að takast hið ómögulega, að
brúa þessa gjá? Og hinir vösku
menn Skarphéðins sýndu hvers þeir
vora megnugir, þeir höluðu inn
hvert stigið á fætur öðra hægt og
bítandi og að lokum var sextánda
stigið í höfn og sigurinn þeirra.
Allir urðu bókstaflega trylltir af
fögnuði. Leikmenn stukku hæð sína
í loft upp í öllum herklæðum og
réðust svo á liðstjórann og tolleruðu
hann.svo hann þaut marga metra
í loft upp og er þó ekkert fís. Klapp-
liðsmenn föðmuðust og dönsuðu
villtan dans á bekkjunum. Langur
tími leið áður en menn áttuðu sig
á þessum ótrúlegu umskiptum þeg-
ar töpuðum leik var breytt í glæst-
an sigur.' Þennan sigur áttu Skarp-
héðinsmenn allir með tölu, leikmenn
og áhorfendur sýndu órofa sam-
stöðu og sönnuðu það einu sinn enn
að sameinaðir stöndum vér en
sundraðir föllum vér.
Kpflavík/Njarðvik 1984.
mvmm
SIEMENS Euroset 211 er framúrskarandi
traust símtæki og hverrar krónu virði.
• Borð- eða veggtæki • Hnappar fyrir
ýmsar sérþjónustuaðgerðir Pósts og síma
• Endurval á síðasta númeri »18 hnappa
númeraminni • Skjár sem sýnir valið
númer og samtalslengd • Stillanleg
tíðni og styrkur hringingar • Símalás
Verð aðeins kr. 6.200,-
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMi 28300