Morgunblaðið - 13.12.1992, Qupperneq 52
Verið tímanlega
með jólapóstinn
PÓSTUR OG SÍMI
W*/ Reghibundiim
_■_/• spamaður
Landsbanki
íslands
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMBRÉF
Sim 691100, sn
691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Flugleiðir bjóða
út tryggingar
Náum fram
verulegri
hagræðingu
- segir Einar Sigurðs-
son blaðafulltrúi
FLUGLEIÐIR hafa nýlega lokið
sínu fyrsta útboði á tryggingum
félagsins hér innanlands og hafa
jafnframt endurnýjað flugvéla-
tryggingar sínar erlendis.
Flugvélatryggingar félagsins,
sem eru um 90% af heildartrygging-
um Flugleiða, eru boðnar út beint
á erlendum markaði en frjálsar
ábyrgðatryggingar, eigna-, bif-
reiða- og slysatryggingar, voru
boðnar út í lokuðu útboði með þátt-
* töku fjögurra íslenskra trygginga-
félaga og voru tilboð þeirra opnuð
í síðustu viku. Er félagið þessa
dagana að fara yfír tilboðin.
Þetta er í fyrsta skipti sem Flug-
leiðir bjóða út tryggingar félagsins
hér innanlands en til þessa hefur
það samið við eitt félag, Tryggingu
hf. Félagið hefur hins vegar tryggt
flugvélaflota sinn erlendis um nokk-
urra ára skeið og endurnýjað þær
með árlegu útboði.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
^Flugleiða, sagðist gera ráð fyrir að
útboðið hér á landi skilaði sér í
lægri iðgjöldum og yrði félaginu til
hagsbóta. „Við erum mjög sáttir
við niðurstöðuna og náum fram
verulegri hagræðingu en þetta er
þáttur í viðleitni félagsins að koma
á aukinni hagræðingu í rekstrin-
um,“ sagði hann.
Morgunblaðið/Kristinn
Jólaljósin tendruð
Kveikt verður í dag, sunnudag, á ljósunum á jólatrénu á Austurvelli. Tréð
er gjöf Óslóar-borgar til Reykvíkinga, eins og rúm 40 undanfarin ár.
Athöfnin á Austurvelli hefst kl. 16. Strax að henni lokinni skemmta jóla-
sveinar yngstu borgurunum á Austurvelli undir stjóm Askasleikis.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
Halli á fjárlögum
verði ekki meiri en
ráðgert var 1 haust
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að það verði ekki
viðunandi, ef fjárlög næsta árs verða afgreidd frá Alþingi, með
yfir sjö milljarða króna halla. „Ég er staðráðinn í því að þegar
fjárlagafrumvarpið verður afgreitt nú fyrir jól, að það verði ekki
afgreitt með meiri halla en við gerðum ráð fyrir í haust, og þá er
ég ekki að segja að ekki geti skakkað 200—300 milljónum, en ekk-
ert umfram það. Það kann að verða mjög erfitt að ná því markm-
iði, en mér verður hvergi hvikað frá því. Þess vegna er fjárlaga-
vinnunni alls ekki lokið, eins og ýmsir hafa verið að gefa í skyn,“
segir fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag.
Friðrik kveðst hafa áhyggjur af
því tekjur næsta árs verði jafnvel
ennþá minni en ráð er fyrir gert
og útgjöldin jafnvel heldur meiri,
„því ef eitthvað er, þá sýnist mér
Rysking-
ar á Höfn
Á Höfn í Hornafirði flugust
heimamenn á við hóp Vest-
mannaeyinga aðfaranótt laugar-
dags.
Eftir lokun vínveitingahúss kom
til ryskinga milli nokkurra heima-
manna og áhafnar báts frá Eyjum.
Lögregla sagði að menn hefðu ekki
orðið alvarlega sárir, einn hefði
nefbrotnað og einhveijir orðið aum-
ir.
að efnahagslægðin geti orðið enn
dýpri og atvinnuleysi á næsta ári
heldur meira en við erum að von-
ast til og okkar áætlanir ganga
út frá,“ segir hann. Hann telur því
allt eins líklegt að halli ríkissjóðs
á næsta ári verði meiri, heldur en
niðurstöðutölur fjárlaganna komi
til með að verða.
Fjármálaráðherra hefur jafn-
framt uppi efasemdir um að vaxta-
stig geti farið lækkandi á næst-
unni, þrátt fyrir markmið ríkis-
stjómarinnar í þá veru.
Sjá ennfremur viðtal við Frið-
rik Sophusson: Báknið vill
öðlast eilíft líf, bls. 16.
Ovissa um afgreiðslu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á Alþingi
Fundurinn í Sviss ein-
faldar meðferð málsins
- sagði Björn Bjarnason að loknum fundi utanríkismálanefndar í gærmorgun
EKKERT samkomulag lá fyrir
milli stjórnar og stjórnarandstöðu
um þingmeðferð EES-málsins upp
úr hádegi í gær þegar Morgun-
blaðið fór í prentun og var ekki
vitað hvenær önnur umræða um
frumvarpið um evrópskt efna-
hagssvæði hefst á Alþingi. Utan-
ríkisráðherra flutti þinginu
skýrslu um niðurstöður fundar
ráðherra EFTA-ríkjanna síðdegis
og síðan urðu umræður um hana.
Björn Bjarnason, formaður utan-
ríkismálanefndar, sagði eftir fund
nefndarinnar í gærmorgun að
komið hefði fram eftir ráðherra-
fundinn í Genf að nú sé mun ein-
faldara að taka afstöðu til málsins
en áður var talið og því þyrfti
afgreiðsla hans ekki að verða
tímafrek. Geir H. Haarde formað-
ur þingflokks sjálfstæðismanna
tók í sama streng.
Utanríkismálanefnd muni fara yfír
ögfræðilegt álit á þeim gögnum sem
utanríkisráðherra lagði fram af ráð-
herrafundinum á mánudag og segir
Björn eðlilegt að farið sé yfir þessa
formlegu hlið áður en efnisumræðan
um samninginn hefjist á ný en að
því búnu sé þingmönnum ekkert að
vanbúnaði að hefja lokaafgreiðslu
málsins á þinginu.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
Utanríkismálanefnd fundar
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kynnir niðurstöður ráðherrafund-
ar EFTA fyrir utanríkismálanefnd í gærmorgun.
isráðherra sagði í gær að EFTA-rík-
in hefðu þegar sett tillögur á blað
um innihald viðbótarbókunar um
tæknilegar breytingar sem þarf að
gera á samningnum og fela þær í
sér að engar breytingar verði gerðar
á samningnum sjálfum heldur verði
þau ákvæði, þar sem vikið ér að.
Sviss, gerð óvirk, þ.e. sett til hliðar.
Jón Baldvin benti á að í dag færi
fram þjóðaratkvæðagreiðsla um
EES-samninginn í Liechtenstein og
að búist væri við að honum yrði hafn-
að þar. Þá standi þau EFTA-ríki sem
semji viðbótarbókunina frammi fyrir
því að Alþingi væri eina EFTA-þing-
ið sem ætti eftir að staðfesta samn-
inginn. „Ef við viljum hafa hrein
svör varðandi innihald bókunarinnar
þurfum við að afgreiða samninginn,"
segir hann.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem
sæti á í utanríkismálanefnd, sagði
eftir fundinn í gær að þótt það gæti
verið einfalt fyrir EFTA-löndin að
gera tæknilegar breytingar á samn-
ingnum væri því ósvarað hvað EB-
ríkin hygðust gera. Hún sagði það
sína skoðun að nægilegt væri fýrir
Alþingi að ljúka annarri umræðu um
samninginn fyrir ráðstefnu stjómar-
erindreka EB og EFTA sem halda á
í janúar en Iáta þriðju umræðu bíða
fram yfír þann fund.
DAGAR
TIL JÓLA
Dómur Hæstaréttar í BHMR-deilunni
3 dómararviku
vegna tengsla
ÞRIR hæstaréttardómarar viku sæti, vegna tengsla við málið, þegar
Hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn í máli BHMR gegn ríkinu um lög-
mæti bráðabirgðalaganna sem felldu úr gildi kjarasamning BHMR frá
því í maí 1989. Af þeim þremur dómurum sem kvaddir voru til í þeirra
stað var einn, Stefán Már Stefánsson, prófessor, félagi í Félagi háskóla-
kennara sem á aðild að BHMR en hann var talinn hæfur þar sem fé-
lag hans átti ekki aðild að samningnum.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
amir Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur
Torfason, Hrafn Bragason og Þór
Vilhjálmsson, en auk þeirra vom
kvaddir til Freyr Ófeigsson dóm-
stjóri, Stefán Már Stefánsson pró-
fessor og Sveinn Snorrason hrl. Þeir
Þór og Sveinn skiluðu sem kunnugt
er sératkvæði um málið og vildu stað-
festa héraðsdóm.
Gunnar M. Guðmundsson vék
sæti vegna þess að sonur hans hafði
undirritað bréf frá fjármálaráðu-
neyti, þar sem svarað var fyrirspum-
um um málið frá ríkislögmanni. Pét-
ur Kr. Hafstein vék sæti vegna þess
að hann tjáði sig um bráðabirgðalög-
in í blaðagrein 1990. Haraldur Henr-
ysson vék sæti vegna þess að hann
var tengdur áfrýjanda í málinu.
Það hefur vakið spumingar að
Stefán Már skyldi dæma málið. Hann
taldist hæfur vegna þess að Félag
háskólakennara stóð utanvið „sam-
flot“ BHMR félaga sem gerðu kjara-
samninginn í maí 1989.
Sjá „Hæstiréttur gagnrýndur"
bls. 10