Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 4
4 B seer aaatœzsa ei hjdaohaouaj aia/asmjDnom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 H MY FAIR LADY „ÉG BANNA algjörlega slíkt hneyksli," er haft eftir leikskáldinu Georg Bernard Shaw þegar stungið var upp á því við hann að úr leikritinu Pygmalion yrði gerður söngleikur. Það var því ekki fyrr en að Shaw látnum sem söngleikurinn My Fair Lady, byggður á Pygmalion, leit fyrst dagsins ljós í New York árið 1956. Vinsælasti söngleikur allra tíma var útkoman af hneykslinu sem G.B. Shaw óttaðist svo mjög. Veðreiðarnar á Ascot. Háðsleg lýsing á fatasnobbi aðalsins. Morgunblaðið/Kristinn Prófessor Higgins kennir Elízu réttan framburð. Jóhann Sigurðarson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Andstaða Shaws við söngleik eftir Pygmalion stafaði öðru fremur af ótta hans við að úr leikritinu yrði gerð róm- antísk danssýning þar sem upp- runaleg ádeila verksins yrði þurrk- uð út og kossaflens og ástarívaf sett í staðinn. Viðmiðanir Shaws við söngleiki annars og þriðja ára- tugarins stóðust reyndar ekki leng- ur þegar komið var fram á sjötta tug aldarinnar og meiri áhersla lögð á persónusköpun og söguþráð í stað hálfsundurlausra dans- og söngatriða. Fimmti áratugurinn hafði undirbúið jarðveginn fyrir My Fair Lady með söngleikjum á borð við Oklahoma, Pal Joey og Carousel. En kannski sá Shaw það fyrir að söngleikur yrði vinsælli en leikritið. Þó höfðu engu minni spámenn en Cole Porter, Noél Coward og Rodgers og Hammerstein reynt að semja söngleik eftir Pygmalion en gefist upp vegna þess að þeir fundu ekki rómantíkina í verkinu. Og án hennar var ekki hægt að gera söngleik. Það er því hálfeinkenni- legt að hugsa til þess að við frum- sýningu My Fair Lady árið 1956 þótti mönnum sem höfundunum, Frederick Loewe og Alan Jay Lern- er, hefði nánast tekist hið ómögu- lega; að læða inn svo sannfærandi ástarþræði milli prófessors Higgins og Elísu Doolittle, að ekki aðeins hefur fyrirmyndin Pygmalion löngu fallið í skuggann, heldur er My Fair Lady líklega ein langlí- fasta ástarsagan sem söngleikja- sagan hefur getið af sér. Bernard Shaw hafði því fulla ástæðu til að óttast um verk sitt Pygmalion og að það yrði borið ofurliði í hugsanlegum söngleik. Ævisöguritari Shaws lét sér jafn- vel detta í hug að ef Shaw hefði verið á lífi við frumsýningu hefði hann að öllum líkindum tekið sér stöðu í anddyri leikhússins og ráð- lagt áhorfendum að fá miðana endurgreidda. Hvers vegna? Hann hefði ekki þolað að sjá rómantíkina blómstra í þættinum eftir hlé. Leikritið Pygmalion var frum- sýnt í London árið 1914 og var hið fyrsta af leikritum Shaws sem náði almennum vinsældum. I leik- ritum sínum var Shaw óhræddur við að predika og stinga á meinum samfélagsins; írinn Shaw hafði úr nægu að moða í þeim efnum þegar hann virti fyrir sér breskt samfélag í upphafi aldarinnar. Inntak Pyg- malion er tungumálið, hvernig stéttaskiptingunni er stöðugt hald- ið við og hún treyst í sessi með ólíku málfari og framburði stétt- anna; einstaklingurinn kemur strax upp um uppruna sinn þegar hann opnar munninn. „Enginn Englendingur getur opnað munninn án þess að upp- skera fyrirlitningu annars Eng- lendings," sagði Shaw. Tilgangur Pygmalion var því að draga dár að stéttaskiptingunni, sýna hvern- ig yfirstéttarprófessorinn Higgins kemur upp um fákunnáttu sína um mannlegt eðli þegar hann ákveður að gera hefðarkonu úr aiþýðustúlk- unni Elísu Doolittle með því að kenna henni siði heldra fólksins og að tala rétt og settlega. Pygmalion sló í gegn vegna þess að þurrt háð Shaws um stéttaskipt- inguna og rustalegt orðbragð Elísu og föður hennar kitlaði hneykslis- taugar betri borgara Lundúna að því marki að þeir flykktust í leik- húsið til að sjá með eigin augum hvaða ósóma írinn ósiðaði hafði sett saman. Mörgum finnst bros- legt í dag að upphrópun Elísu, „not bloody likely!" skyldi valda slíku uppnámi meðal áhorfenda að heldri frúr féllu í yfirlið og sóma- kærir broddborgarar skrifuðu reiðileg bréf til dagblaðsins The Times og lýstu hneykslan sinni. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem blótsyrði heyrðist á leiksviði í Lundúnaborg og skýrir það kannski hin ofsafengnu viðbrögð. VANDI KARLMANNA? KYNLÍFSHÖMLUR hrjá flestar karlkynspersónur bókarinnar Kynjasögur eftir Böðvar Guðmundsson sem kveður að, og stafa kvillar þessir af ýmsum orsökum; riddarahugsjón, heilagleika, álögum nornar, ljótleika og hinum alkunnu mótbárum kvenfólksins þegar eiginmenn þeirra gerast fjölþreifnir á síðkvöldum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þeir kunna eða læra ýmis ráð til að glíma við þetta ófremdarástand, hvort sem þeir sætta sig við orðinn hlut eða reyna að bregðast við honum eftir bestu getu, og spinnast sögukornin ósjaldan kringum viðbrögðin eða skortinn á þeim. Þannig kynnist lesandi hálf- kæringslegum frásögnum af lostafullum hugrenning- um sem hans heilagleiki, páfinn, og kardínálar hans óttast að svíði holdið, löngunum Tarzans til Jane spúsu sinnar sem má „þó aldrei veita honum þann unað sem hugur hans stendur jafnan til", kynsvelti bílstjórans Hinriks sem lætur aldr- ei undan freistingum því hann er trúr konu sinni sem er trú svefnin- um en ekki amorsbrögðum, og heilögum Georg sem telur sig í fyrstu hafa frelsað jómfrú úr klóm drekans, en heldur jafnvel þegar á líður að því hafí verið öfugt far- ið og hann sitji upp með drekann: Hár hennar féll laust um þrek- inn svíra og holdmiklar herðar, og í hálfrökkri dyngjunnar glóði í blóðhlaupin augun. Þegar mærin settist hjá húsmóður sinni á hæg- indið og fór að kemba flókið hár hennar sló þeirri hugmynd niður í heilagan Georg að hér væri held- ur betur vélt um: Mærin unga og granna sem gældi handsmá við hár jómfrúrinnar minnti hann sterklega á jómfrúna meðan hún var á valdi drekans, jómfrúin ak- feit og útflött í hægindinu minnti hann meir en nokkru sinni á drek- ann. Hann stóð andartak stjarfur á valdi sjónhverfingarinnar og fálm- aði eftir Fótbít (bls. 106). Þarna er hinni sígíldu kvení- mynd konunnar í vitund karl- mannsins teflt gegn reynd. Maður- inn kemst að raun um að ímyndin er forn bábilja sem hylur hold, blóð og bein sem eru hvorki ljóð- rænir þættir né í samræmi við hugsjón (les: sjálfsblekkingu) ridd- ararsögunnar eða nútímann. Eftir- læti jómfrúarinnar er ekki mey- dómurinn. Helsta ástæðan fyrir því að henni mislíkaði samneytið við drekann var sú að „enginn gætti meydóms míns betur en hann". Hún lendir þó í hugarvíl eftir að Georg ríður til bjargar, því ófrjáls var frelsið henni tak- mark, en þegar henni er veitt frelsi veit hún ekki hvernig hún á að meðhöndla það. Vandkvæði samfara karl- mennsku eru samt sem áður leið- arstef bókarinnar, þótt konurnar þurfi einnig að kveða niður drauga. Frávik frá þessu eru í sögunni sem fjallar um Snorra Sturluson; núverandi engillinn Ip- or eða hinn ritglaði, og tilraunir Snorra til að hnekkja þeim lygum sem fræðimenn hafa svínbundið söguna í eftir að hann féll frá. Þegar hann stígur til jarðar mætir honum vissulega kúvending þeirra gilda sem hann hafði í heiðri, og þannig eru konur í ábyrgðarstörf- um en ekki við eldastóna, en þessi fyrirbrigði eru til hliðar við sjálfa atburðarás sögunnar Snorrator- reks. Skýra má þetta hliðarspor frá meginþemanu á einfaldan hátt; söguna um Snorra skrifaði Böðvar að mestu leyti fyrir sex eða sjö árum, en hinar sögurnar í safninu fæddust fyrir um tveimur árum. Og í hinum nýrri er jafnvel fjallað um atburði sem landsmönnum þykja kunnuglegir af síðum dag- blaðanna, s.s. heimsókn páfa til íslands og messuhald á Þingvöll- um, og óljóst siðferði í sambandi við hjónavígslur fslenskra karl- manna og kvenna frá Austurlönd- um. En hvers vegna leitar þessi samskipti kynjanna svo sterkt á höfundinn? „Heimurinn hefur breyst hraðar á síðustu 15-20 árum en nokkru sinni áður í sögunni og menn hafa ekki haft snerpu til að breytast _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.