Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 B 11 Yandi fjölskyldulífsins Bókmenntir Jón Özur Snorrason Þorvarður Helgason. Sogar svelgur. Skáldsaga, 187 bls. Fjölvi, 1992. Það hefur oftar en ekki sýnt sig, að raunsæjar lýsingar á póli- tísku og siðferðilegu ástandi sam- tímans eiga betur heima í formi skýrslugerðar en skáldsagnagerð- ar enda er slíkur efniviður ákaflega vandmeðfarinn og ekki á færi nema snjöllustu rithöfunda að gera þeim einhver vitræn og trúverðug skil. í skáldsögunni Sogar svelgur eftir Þorvarð Helgason er vandi fjölskyldunnar í spilltu íslensku samfélagi gerður að viðfangsefni. Sagan fjallar að stærstum hluta um manneskjur sem eiga það sam- eiginlegt að vera óhamingjusamar og illa á vegi staddar í lífinu. Ástæðuna er einkum að finna í missi atvinnu, hjónaskilnaði eða hugsjónamissi. Skáldsögu sinni skiptir Þorvarð- ur niður í þijátíu og fimm kafla. Þeir tengjast þó ekki innbyrðis nema í fáum tilvikum. Beinar sam- ræður um samfélagsástandið ein- kenna þessa frásögn umfram ann- að en sviðsetningar eru fáar og dauflýstar. Átök á milli persóna eða spenna í frásögninni verður aldrei að veruleika enda er þessi saga aðeins lýsing á þjóðfélags- ástandi, sprottin úr huga höfund- arins, og sögð með orðum hans. Það er eins og allar persónur þessarar sögu séu staðsettar inni í aflæstu hugskoti hans og eigi aldrei möguleika á að sleppa þaðan út. Þær eru miklu fremur útreikn- aðar manngerðir, nokkurskonar meðaltalsútkomur Hagstofunnar eða fengnar að láni úr fréttaskýr- ingaþætti. I Sogar svelgur er dregin upp mynd af lífi þriggja fjölskyldna. Jón Baldur er verkstjóri á tré- smíðaverkstæði. Hann er kvæntur Sigurborgu Hlín og þau búa í stein- húsi. Á upphafssíðum bókarinnar missir Jón vinnuna og leggur af stað í leit að nýrri vinnu en tekst ekki ætlunarverk sitt. Einar Hallur er lögfræðingur sem hætti við að læra félagsfræði af praktískum ástæðum. Hann er uppgjafa hug- sjónamaður en eiginkona hans, Lilja Dröfn, starfar í stuðningshópi fyrir gjaldþrota fjölskyldur. Þau búa í einbýlishúsi og heimilislíf þeirra einkennist helst af heim- spekilegum og sögulegum vanga- veltum um lífið. Björn Karlsson og Þórunn Anna mynda þriðja sam- bandið í sögunni. Þau standa í erf- iðum heimilisrekstri og eiga eitt barn en annað er á leiðinni. Hörð- ur Arnarson er ungur einhleyping- ur sem féll í lögfræði vegna eigin vanrækslu. Hann fær þó vinnu hjá gömlum og heiðarlegum fasteigna- sala sem ræður fólki frá því að steypa sér út í skuldir. Vegna áhuga síns nær Hörður að afla sér þekkingar á íslenskri sögu og póli- tík. Hann fær vinnu hjá stóru dag- blaði og fer að stinga á samfélags- kýlum en í lok þrítugasta og fyrsta kafla er eins og höfundur vísi hon- um beinlínis úr sögunni og sendir hann til Frankfurt að læra félags- fræði. Ónefndur er til sögunnar fráskilinn maður að nafni Héðinn Þór. Hann er vinur Jóns Baldurs og Sigurborgar Hlínar. Hann getur ekki talist mikilvæg persóna en birtist þó aftur í lok sögunnar og undirbýr aðgerð sem beininst gegn „guðföður" samfélagsins. Endalok sögunnar verða að telj- ast frekar sérkennileg. Þar beitir höfundur þeirri aðferð að bjóða til sviðssetningar með ljósum og Þorvarður Helgason ræðuhöldum úr hátölurum. Það verður þó að segjast eins og er að sá kafli kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum og tengsl hans við meginþráð sögunnar eru ekki trúverðug. Því er það eðlilegt að sá grunur vakni að hér sé höfund- ur bókstaflega að enda frásögn sína og vilji gera það á eftirminni- legan hátt. Allar helstu manngerð- irnar í sögunni eru horfnar af sjón- arsviðinu nema ein sem þó telst engin aðalpersóna. Hinn misskildi karlmaður, Héðinn Þór, er skilinn eftir í daufu skini bókarlokanna og látið það eftir að ljúka sögunni á táknrænan og upplýstan hátt með aðstoð nýrra og áður ókunnra persóna. Það er greinilegt að Þorvarður Helgason tekur upp gamlan þráð frá skáldsagnahöfundum áttunda áratugarins sem kenna má við fé- lagslegt raunsæi og reyndar virðist hann vera í þráðbeinu sambandi við þá. Hann reynir að „ganga á hólm við vanda nútímans“ en tekst það illa. Hér á engin formleg- end- urnýjun sér stað og aðferðin sem notuð er við að draga upp myndina af samfélaginu hefur engum breyt- ingum tekið í meðförum höfundar- ins. Hún er greinilega steingervt fýrirbrigði. Þorvarður reynir að túlka viðfangsefni líðandi stundar en gerir það á of einfaldan og óskáldlegan hátt. Frásagnaraðferð hans mætti kalla raunsæja en um leið er hún ákaflega óepísk. Per- ónusköpun er áfátt og maður skynjar aðeins yfirborð hlutanna enda örlar hér ekki á lifandi innsýn í líf venjulegs fólks. Niðurstaða þessa ritdóms verður því sú að skáldsagan Sogar svelgur telst vera heldur þurr lesning um vanda fjölskyldulífsins í íslensku samfé- lagi. Fátt jákvætt verður því sagt um þessa skáldsögu. Reyndar tek- ur hún til umfjöllunar málefni sem brýnt er að tala um og segja frá en það sem skiptir þó höfuðmáli er hvernig það er gert. Hér tekst það ekki vel enda skortir allan mátt í þessa frásögn. Smávinir fagrir __________Bækur________________ Söivi Sveinsson Blómin okkar Höfundur texta: Stefán Aðal- steinsson Ljósmyndari: Björn Þorsteinsson Bjallan gefur út. Þetta er fjórða bók Stefáns Aðal- steinssonar um íslenzka náttúru og undur hennar og ætlaðar eru böm- um. Áður hefur hann skrifað um húsdýrin, villtu spendýrin og fuglana okkar. Að þessu sinni tekur Björn Þorsteinsson á Hvanneyri myndirnar og í inngangi höfunda kemur fram, að bókin er „skrifuð til fróðleiks og skemmtunar fyrir böm og unglinga. Vonandi hafa margir fullorðnir einn- ig ánægju af að lesa hana.“ Fyrst er íjallað helztu hluta plantna yfir- leitt, en síðan er lýst 60 plöntum, einkennum þeirra og kjörlendi. „Tíndur hefur verið saman fróðleikur um einstakar plöntur úr ýmsum átt- um. Þar kennir margra grasa í orðs- ins fyllstu merkingu og margt af því er hjátrú og hindurvitni." Höfundar miðuðu val sitt í fyrsta lagi við algengar plöntur, í öðru lagi að í bókinni væri fulltrúar sem flestra plöntuflokka og loks þær jurt- ir sem um aldir voru notaðar til lækninga eða matar og þær plöntur sem víða vaxa en fáir þekkja. Meginmál bókarinnar er á 77 síð- um, en síðan em skráð íslenzk og latnesk plöntuheiti og þær ættir sem blómin sveija sig í. Loks er ítarleg skrá um atriðisorð og staðanöfn og grein er gerð fyrir myndum og heim- ildum; þessar skrár em alls 11 bls. Hver síða er prentuð í tvídálk og letrið er skýrt og stórt eins og vera ber á bókum fyrir yngri lesendur; í hverri opnu eru síðan litmyndir. Þær eru fjölbreyttar og sýna jurtir að jafnaði í blóma, en einnig á öðrum þroskaskeiðum. Umbrotið er afar líf- legt og er þó ekki fjallað um fleiri en tvær juritir í opnu. Ég sé ekki betur en texti og myndir styðji hvort annað prýðilega; auk þess em mynd- irnar réttnefnt augnayndi. Ég nefni sérstaklega jöklasóley, eyrarrós, burnirót og lambagras (og innan sviga má benda á illgresi eins og njólann). Holurt á kápusíðu er eink- ar falleg. Það er vandasamt að skrifa fyrir börn, einkanlega um fræðileg efni. Stefáni er fjarska lagið að skrifa lipr- an stíl handa börnum. Málsgreinar eru að jafnaði stuttar, oftast ekki nema ein eða tvær setningar. Málfar er ekki einfaldað um of, það er hæfilega ögrandi eins og vera ber á bókum fyrir böm og unglinga, því að slík málbeiting eykur málþroska. Ég tek sem dæmi stutta frásögn úr kafla um ljónslappa: Stundum sjást stórar, kúlulaga ljónslappaþúfur sem hafa safnað í sig sandi á berangri. Þær eru eins og grænar eyjar í auðninni. Ljónslappi dreifir sér ört þar sem hann nær sér upp í opnu landi. Hann sést til dæmis víða í vegk- öntum. Ljónslappinn er líka kallaður ljónslöpp, ljónslumma, brennigras og kverkagras. Hann var notaður til að græða sár og skurði og stöðva niðurgang. Gott þótti að skola hálsinn með volgu seyði af ljónslappablöðum. Blöð af ljóns- lappa voru notuð með blóðbergi og ijúpnalaufi í te. Börn hnjóta oft um einstök orð í texta, en Stefán skýrir gjarnan þau orð, sem hann telur að lesendur skilji ekki: í Svíþjóð er fullyrt að eitt birkitré geti gefið nóg fræ til að koma upp skógi í sjö kirkjusóknum. Kirkjusókn er svæði sem það fólk býr á sem sækir sömu kirkju. Þetta er góð bók, hún er skemmti- leg og hentar ljómandi vel til þess Jöklasóley. að fræða böm og unglinga um nán- asta umhverfi sitt. I henni er auk þess margvíslegur þjóðlegur fróð- leikur, sem nauðsynlegt er að halda á lofti. Útlit bókarinnar er aðlaðandi og bandið er traustlegt. Ég get líka fallizt á orð höfunda í inngangi, að fullorðnir geta prýðilega notið þess- ara bókar; prentvillu sá ég enga. Fjórðungur bókaúgáfunnar fyrir þessi jól er ætlaður börnum og ungl- ingum. Mér finnst að útgefendur ættu að sýna þessari útgáfu sama sóma og bókum handa fullorðnum. Er ekki tilvalið að stofna sérstaka deild barnabóka innan íslenzku bók- menntaverðlaunanna? Blómin okkar ættu skilda útnefningu til slíkra verðlauna. Að vera öðruvísi Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Herdís Egilsdóttir. Vatnsberarnir. Myndskreyting: Erla Sigurðar- dóttir. Almenna bókafélagið, 1992. Fátt er erfiðara um að fjalla en það að vera öðruvísi, vera ekki eins og umhverfið ætlast til, og fjalla um það þannig að enginn verði sár eða fínnist nærri sér höggvið. Allt mann- legt samfélag byggist þó á því að fólk sem er ólikt geti lifað saman i sátt og samlyndi. Bömum þarf að kenna umburðarlyndi og skólar og heimili þurfa að geta fjallað um þetta af opnum huga. Til þess að leysa þetta sérstaka vandamál bjó höfundur til sérstakan þjóðflokk, vatnsbera, sem eru að mörgu leyti líkir fólki svo ekki er erfítt að setja þennan þjóðflokk á svið. Þeir eru þeirrar náttúru að þeir eru að með krana á höfðinu og rækta allan sinn mat i poka á maganum enda hafa þeir græna fingur. Þeir lifa ekki af ef þeir hafa ekki þennan krana því þá geta þeir ekki ræktað neitt. Saga Herdísar sem nú kemur Tækifæriskveðskapur Bókmenntir Erlendur Jónsson Þorgeir Ibsen: HREINT OG BEINT. Ljóð og ljóðlíki. 95 bls. Skuggsjá. 1992. Tækifæriskveðskapur á sér langa hefð meðal íslendinga. Vel þykir hæfa að lyfta stemmningunni í mannfagnaði með kviðlingum, ekki síst ef þeir era af léttara taginu. Sumir yrkja í gestabækur. Má sjá hið fjölskrúðugasta safn þess háttar samsetnings í orlofshúsum og fjallaskálum. Algengt er og að lát- inna sé minnst í ljóði. í bókinni Hreint og beint eftir Þorgeir Ibsen eru góð sýnishom ýmiss konar tækifæriskveðskapar. Meirihluti bókarinnar er einhveiju tilefni tengdur. Eins og gömlu skáldanna var háttur byijar Þorgeir að yrkja Til fjallkonunnar. Síðan tekur við efni af því taginu sem að ofan greinir. Fáein kvæði fljóta með þar sem segja má að skáldið kasti yfir sig heimspekings kufli og sökkvi sér í íhugun um það sem hafið er yfir stund og stað. Eitt þeirra nefnist Ósegjanlegt. Þar ræð- ir Þorgeir vanda þann sem öll skáld eiga við að glíma: Það er svo margt, sem aldrei verður sagt, aldrei fyrir mennska veru lagt og aldrei nokkru sinni sett á blað. Jafnvel snilldin sjálf sér enga leið til þess að orða það. Aftan til í bókinni eru fjögur ljóð- líki sem Þorgeir kallar svo. Þar fer lítt fyrir rími, og ljóðstafasetning er fijálsleg. Yrkisefnin er þó af svipuðum toga spunnið og í fyrri hlutanum. Sýnt er að höfundur ætlar sér ekki stærri hlut en efni standa til. Og það er lofsvert út af fyrir sig. Að vera skáld / og fyrir sitt nán- Þorgeir Ibsen asta umhverfi er hvergi ómerkilegt hlutskipti þegar öllu er á botninn hvolft. Herdís Egilsdóttir út á bók var upphaflega leikrit sem Alþýðuleikhúsið sýndi víða um land við miklar vinsældir og var einnig sýnt í Osló. Ung vatnsberahjón eignast tvö afkvæmi, fallega vatnsberastúlku og dreng sem er í gallabuxum, peysu og strigaskóm, kranalaus, vasalaus, fótleggjalangur, með hvíta fingur og húðblöðkur báðum megin á höfðinu (s. 12). Sorg foreldranna er mikil og fyrstu viðbrögð þau að koma honum á hæli því lífið með hinum vatnsber- unum muni verða svo óskaplega erf- itt og það muni vera öllum fyrir bestu. Vatnsberamóðirin vill ekki senda hann frá sér og reynir að hjálpa honum að komast af. Dreng- urinn vekur óskipta athygli hvar sem hann kemur og verður fyrir aðkasti. Ekki vantar ráðleggingar frá hinum og þessum sem telja sig sjá bestu lausnina í málinu! Texti Herdísar er mjög fallegur og hugmyndin einstök og lærdóms- rík. Sagan er sögð af miklum skiln- ingi á viðfangsefninu en jafnframt þekkir höfundur vel uppeldisgildi fal- legrar sögu. Hér era ekki predikanir heldur er lesandi leiddur áfram og látinn skilja flókið málefni á ofur einfaldan hátt. Myndir Erlu Sigurðardóttur falla mjög vel að efninu og auðga text- ann. Erla er mjög fjölhæfur mynd- skreytari og í túlkun hennar verða vatnsberarnir fallegur og elskulegur þjóðflokkur og sagan verður því enn meira sannfærandi. Sagan um vatns- berana er því í senn gullfalleg myndabók og þroskandi og vekjandi saga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.