Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 B 3 Morgunblaðið/Kristinn „Á gamals aldri má maður fyrst og fremst minnast þeirrar áþreifanlegu handleiðslu sem guð hefur látið í té," segir Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. hías Jochumsson og Martein Lúther tilkomin, en báðir eru þeir menn af því tagi sem ég hef átt gott sálufé- lag við á löngu æviskeiði og finnst eðlilegt og ljúft að ræða um. Önnur kær umræðuefni eru til dæmis vangavelturnar um Guðbrand biskup sem urðu til á fjögurra alda afmæli útgáfu hans á biblíunni árið 1584. Og svo fljóta þarna með tölur sem fluttar voru af sérstökum tilefnum, og þar kem ég að málum sem hafa verið ríkur þáttur í lífi mínu. Þar má nefha bæði Skálholt og Hall- grímskirkju. Eins og þú getur rétti- lega um, er trúin hvarvetna nálæg í bókinni, og skýrist af ótal þáttum. Trú er ákveðið viðhorf til tilverunnar og kristin trú varpar ákveðnu ljósi á lífið og alla mikilvægustu þætti lífsins. Kristin trú er samkvæmt mínum skilningi ómetanleg hjálp til þess að skynja heiminn, mennina og líf sitt á þann veg að maður viti til átta, viti hvert ber að stefna og fái grundvallarskilning á markmiði lífs- ins. Þetta þýðir ekki að trúin leysi allt, að hún greiði úr öllum spurning- um sem að ber. Við gleymum því aldrei að við erum börn í skilningi og gáturnar verða ekki leystar fyrr en í eilífð Guðs. En það er betra að vera spurult barn hjá Kristi en út- troðinn spekingur án hans." — Trúarvissan er áberandi í Haustdreifum og vitneskjan um nauðsyn kristinnar trúar fyrir mann- inn. Hefur efinn sem þú ýjar meðal annars að í ævisögu þinni, vikið burt með árunum? „Ég vona það að ég hafi tekið einhverjum þroska í trúnni með aldri. En það er hægt að spyrja án þess að efast, ef maður á persónulegt trúarlíf hikar maður ekki við að spyrja guð sinn um hvað sem er. Og sumt leysist ef maður spyr, ann- að ekki — ekki að sinni — en að tala við hann um það sem leitar á hugann er alltaf lausn í einhverjum skilningi. Og reyndar í fullum skiln- ingi, að því leyti að því opinskárri sem maður er gagnvart guði, því betur veit maður að það er óhætt að treysta honum. Tíminn og sagan og sjálfur ég eru hvorki þannig gerð né hafa hagað sérþannig, að áhyggj- ur þær sem bærðust með mér við prestvígslu árið 1938 hafí orðið ástæðulausar hver um sig og allar saman, en á gamals aldri má maður minnast fyrst og fremst þeirrar áþreifanlegu handleiðslu sem guð hefur látið í té, og þess margvíslega vitnisburðar sem hann hefur gefið um sjálfan sig." — En hefur aldrei örlað á tog- streitu milli rannsóknar á fræðunum og trúnaðar við fræðin án skilyrða; kennimannsins og prestsins? „Nei, það var engin togstreita þar á milli," segir Sigurbjörn. „Ég taldi öll mín störf í fræðum og kennslu vera unnin í þágu kirkjunnar." Bókin með tilvitnunum berst í tal, og Sigurbjörn segir að sér hafi verið vandi á höndum við efnisöflun, vegna þess mikla úrvals athyglis- verðra ummæla sem til er. „Það var úr miklu að velja, en vitaskuld hafa ekki allir sama smekk né líta sömu augum á hvað vel er mælt og hvað ekki. Hver sá er tekur verk sem þetta að sér, hlýtur að byggja á sínu mati og sínum skoðunum í þeim efn- um. Þarna er áreiðanlega ekki allur vísdómur veraldar samankominn, en ég vona að allir finni eitthvað skyn- samlegt í þessu kveri, eitthvað upp- byggilegt og jafnvel skemmtilegt. Til eru söfn með erlendum tilvitnun- um, en íslenskir höfundar og vel mæltir menn hafa legið óbættir hjá garði, og því ekki úr vegi að safna ýmsum merkilegum ummælum þeirra saman í eitt kver." SFr „Mín fyrsta sóló- plata," segir Sigrún Hjálmtýsdóttir um DIDDU, nýútkominn geisladisk. aði eftir samstarfi við íslenska aðila um upptökur ^og samvinnu á því sviði. Það var Ólafur Egilsson sendi- herra í Moskvu sem kom þessari ósk á framfæri hér heima og útgáfu- fyrirtækið Skífan tók þetta að sér. Síðan var haft samband við mig, " segir Sigrún. „Upptökurnar fóru fram í Vilnius í febrúar en af tæknilegum ástæðum tókst ekki að ljúka þeim á tilsettum tíma. Það var því ætlunin Ijúka þessu sfðar. En það fannst aldrei tími í vor eða sumar þar sem hægt var að stefna okkur saman á nýjan leik. Þannig varð það úr að Sinfóníu- hljómsveit íslands var fengin til að leika með mér á plötunni. Þær upp- tökur fóru fram hér heima í septem- ber. Niðurstaðan er sú að hljómsveit- irnar skipta með sér plötunni nokk- urn veginn til helmingá og það á bara vel við þar sem um samstarf þjóðanna tveggja var að ræða." Því má svo bæta við að með plöt- unni fylgir greinargóður texti á fjór- um tungumálum, þar sem sagt er frá því hvar í hverri óperu aríurnar eru sungnar, hvaða persóna syngur og hvert samhengið er. Útgefandi er Skífan. Þorsteinn frá Hamri sendi nýlega frá sér Ijóðabókina Sæfarínn sofandi, og eru birt hér þrjú Ijóð úr henni með góðfúslegu leyfi höfundar. Aðsóknir Þegar ég kom auga á ljósið sem ég leitaði skauzt ég í skuggann og í skugga hljóp ég með veggjum framhjá smiðjunni þar sem hettumaður hitar brennimörkin á ótal strokgjarnar öngstundir Hægt og rótt fylla þær hús mitt Sæfarinn sofandi Ég lá í vari lengur en minnið nær. Vopn færðu mér karlar, konurnar lífstein. Allt fór að reglu. Sandur. Sól. Blær. Hver hjó á festar í myrkrinu meðan ég svaf? Hver er ég og hvar er mín gjöfula fjara? Nær sem utar óreiða. Blóðugt haf! Maðksjór. Tóm til að spyrja. Um seinan að svara. Hendur Enn hugsa ég oft um hendur. Að draumur um hendur frjálsar, fagnandi hendur sé hin eina von árbirtu - þér gömlu veraldir, af grunni skeknar! Og víst er um hitt: að álengdar bíða sem ætíð hinar álskíru, staðföstu sálir og skima, ganga úr skugga um ofrausn, stílbwt, óverðugar hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.