Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Frá fjöru til fjalls Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón R. Hjálmarsson: Á akri minninganna. 176 bls. Suður- landsútgáfan. Selfossi, 1992. Sagt er að Friðrik áttundi hafí orðið snortinn mjög þegar hann stóð á Kambabrún og horfði austur yfír Suðurlandsundirlendið með sínum stórfenglega fjallahring. »Hér gæti verið heilt konungsríki,« á hann að hafa sagt. Þetta var árið 1907. Þeir, sem þá voru að stíga sín fyrstu spor og enn lifa, eru nú aidraðir menn. Fegurð Suð- urlands er enn hin sama. En svip- mót byggðarinnar hefur gerbreyst. Og það eru einkum þær breytingar sem lesa má um í ritum Jóns R. Hjálmarssonar. Á akri minning- anna er tíunda endurminningabók- in sem hann hefur skráð á röskum áratug. Tólf þættir eru í bók þess- ari auk æviágripa viðmælenda. En að sjálfsögðu koma þarna miklu fleiri við sögu. Ekki eru allir sögu- menn Jóns fæddir á Suðurlandi, eða Sunnlendingar yfirhöfuð. Langflestir eru þó með einum eða öðrum hætti tengdir þeim lands- hluta. Þarna er t.d. danskur mjólk- urfræðingur, Henrý S. Jakobsen að nafni, sem fluttist hingað til lands 1939. Honum var gert að dveljast hér aðeins árið því síðan átti hann að gegna herkvaðningu í landi sínu. En stríðið tálmaði för hans. Afleiðingin varð sú að hann dvelst hér enn. Og sér ekki eftir því af frásögn hans að dæma. Guðmundur Geir Ólafsson er Eyrbekkingur að uppruna. Sem unglingur vann hann í bakaríi á Eyrarbakka og síðan í apóteki á sama stað. Báðir voru danskir, bakarinn og apótekarinn. Þó hart væri að lúta danskri stjórn urðu margir Danir hér prýðisþegnar. Þeir, sem um Suðurland ferðast, geyma ekki alltént í minni að Eyr- arbakki er í tölu merkustu sögu- staða; sjá þar aðeins lítið og vina- legt þorp. Áhrif Dana fyrirfinnast þar naumast lengur. Hildiþór, kaupmaður á Selfossi, er fæddur í Dölum vestur. Þeir, sem minnast malarvegarins gamla, muna líka söluskálann hans sem stóð nærri vegamótum gegnt Sel- fossi. En þátturinn um hann fjallar að litlu leyti um kaupmennsku, mest um veiðiskap. Og fleiri segja þarna veiðisógur. Suðuriand býður upp á meiri fjölbreytni í sportveiði en önnur héruð, bæði í ám og vötn- um. Þorsteinn Oddsson, gamall bú- fræðingur frá Hvanneyri, sem vann að jarðrækt fyrir sýslunga sína eftir að námi lauk þar til hann hóf sjálfur búskap, hefur líka frá mörgu að segja. Þá trúðu menn að aukin ræktun bætti ekki aðeins landið heldur líka mannlífið. Sú trú var reyndar orðin ríkjandi þegar Friðrik áttundi horfði yfir héraðið. Þarna koma og við sögu bændur sem sinnt hafa félagsmálum fram- hjá búskapnum. En fjöldi fá- mennra sveitarfélaga hefur valdið því að tiltölulega margir hafa orð- ið að axla ábyrgð af því taginu. Flestir eru sögumenn Jóns komnir til ára sinna. Ekki þó allir. Yngst er kona fædd 1958. Hún hefur samt frá talsvert miklu að segja. En hún dvaldist á Hveravöll- um í tvö ár við veðurathuganir ásamt manni sínum. Bæði lýsir hún daglegu störfunum þar og þó ekki síður huglægu áhrifunum. Kristín Þorfinnsdóttir, en svo heitir konan, segir vel frá. Friðsældina notaði hún meðal annars til að hugsa. En það er nokkuð sem fáir iðka nú orðið, og þá ekki alltaf með árangri! »Tíminn sem þú hefur átt þarna á meðal jöklanna verður eins og gullkista sem þú leitar til aftur og aftur. Og í hvert skipti sem þú leitar finnur þú einhverja nýja dýr- gripi. Þarna áttu verðmæti sem aldrei verða frá þér tekin og hvorki mölur né ryð fær grandað,« segir Kristín. Fegurð lands er mati háð eins og hvað annað. Sá má þó vera daufgerður í meira lagi sem hrífst ekki af víðáttu Suðurlands. Að víðernin geri menn víðsýnni í orðsins fyllsta skilningi? Er ekki sennilegt að svo geti verið? Sá sem neitar því þrætir um Ieið fyrir að menn verði fyrir áhrifum af um- hverfi sínu. Þegar Jón R. Hjálmarsson hóf að safna í rit sitt fyrir hálfum öðr- um áratug hitti hann fyrir fólk sem fætt var fyrir aldamót. Bernsku og æskuminningar þess voru að jafnaði tengdar striti og erfiði. Hvíldartímar gáfust fáir á fyrstu árum aldarinnar. Stopular stundir Jón R. Hjalmarsson voru þá helst notaðar til lestrar. Á þriðja og fjórða áratugnum fjölg- aði tómstundum. Tók þá fólk að láta fleira eftir sér. Nú er erfiðið að mestu leyti úr sögunni. Frí- stundirnar eru því gjarnan notaðar til hreyfíngar og útiveru. Kristín getur um aðdráttarafl öræfanna fyrir þá sem þangað sækja, »og hjá flestum verður þetta lífsstíll, því að allir þeir sem kynnast há- lendinu að marki leita þangað aft- ur og aftur.« — Ætli það sé ekki svigrúmið sem íslendingar meta framar öðrum lífsgæðum þegar öllu er á botninn hvolft, tækifærin til að anda að sér hreinu lofti og vera einn með sjálfum sér? Suðurland er ekki aðeins yfír- bragðsmikið til að sjá með tindi Heklu hám og gamla Eyjafjalla skalla við ský svo tekin séu að láni orð þjóðskáldanna. Það er og bæði sögufrægt og auðugt stemmningu. Ef Vestmannaeyjar eru meðtaldar má segja að það standi mestanpart undir þjóðarbú- inu íslenska. Þar er fískinum land- að og þaðan kemur orkan. Og mannlífsmyndasafnið — það er líka óþrjótandi. Þó tíu bindi rúmi driúg- an á Jón R. Hjálmarsson enn eftir að taka fyrir ýmis efni sem varða þróun sunnlenskrar byggðar á þessari öld. Enn er á lífí fjöldi fólks sem man vel árin á milli stríða og stríðsárin, en þá hurfu sveitirnar frá steinöld til vélaaldar og nýtt Suðurland varð til. Og það er efni í mikla sögu. Fróðleikur um fótbolta BÆKUR Hjörtur Gíslason Sigmundur Ó. Steinarsson. EM í Svíþjóð - Saga Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu 1958 til 1992. 160 bls. Fróði - bóka og blaðaútgáfa 1992 Sigmundur Ó. Steinarsson, blaða- maður, hefur í bók þessari tekið saman áhugaverðan fróðleik um Evrópukeppnina í knattspyrnu, en saga hennar hófst árið 1958. Bók- inni er skipt þannig upp, að sagt er frá keppninni sjálfri hverju sinni, en hún er haldin með fjögurra ára millibili, einstökum leikjum og ein- stökum leikmönnum, en sérkafli er hverju sinni um þátttöku íslendinga í keppninni. Þá ritar Ellert B. Schram,forseti ÍSÍ og fyrrum for- seti KSÍ, formála bókarinnar og rekur þar ýmis minnisstæð atvik úr þátttöku sinni í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Sigmundur hefur góða þekkingu á knattspyrnu enda hefur hann ritað um íþróttir í dagblöðin um alllangt skeið. Við ritun bókarinnar og alla uppsetn- ingu hennar nýtur hann reynslu sinnar sem blaðamaður og er bæði frasögn og uppsetning lífleg. Þá er bókin full af margvíslegum fróðleik. Ljósmyndir í bókinni eru margar og því betri sem nær líður í tíma og kortagerð kemur ýmsum upplýs- ingum til skila á skemmtilegan hátt. Við lestur þessarar bókar rifjuð- ust upp fyrir miðaldra bakverði ýmsar frásagnir og atvik frá því hann fylgdist grannt með fótboltan- um, sem hann reyndar reynir enn að gera. Það var gaman að rifja upp kynnin við gamla „heimilisvini" eins og George Best, Dennis Law, Bobby Chariton, Eusebio og fleiri og fleiri gamlar kempur og lesa um stjörnur dagsins í dag í ítariegri frásögn af Evrópukeppninni í Sví- þjóð í sumar. Knattspyrnan_ hefur Iöngum verið vinsæl íþrótt á íslandi og einkum var það enska knatt- spyrnan sem náði vinsældum hér vegna sýninga sjónvarpsins frá henni. Síðan hefur víddin aukizt og við sjáum í hverri viku frá leikjum í öllum helztu knattspyrnulöndum Evrópu, auk þess sem dagblöðin færa okkur stöðugar fréttir af gangi mála. Við höfum því sæmi- lega yfírsýn yfír það, sem er að gerast en bók eins og þessi er eins konar viðbót, sem gott er að glugga Sigmundur Ó. Steinarsson í, þegar rifja þarf upp söguna. Fyrír fótboítafíkla er þetta því bæði ágæt afþreying og uppfletti- rit. Reyndar munu þeir, sem bezt þekkja til, verðar varir lítils háttar ónákvæmni á stundum, sem skýrist væntanlega af því að yfírlestri handrits hefur verið ábótavant. Slík ónákvæmni er þó ekki í þeim mæli að hún skemmi fyrir en hjá henni hefði mátt komast. í inngangi höfundar segir svo: „Bók þessi hefur að geyma öll úr- slit EM, frásagnir af leikjum, leik- mönnum, atburðum og fróðleiks- punkta. Islenskir knattspyrnumenn koma að sjálfsögðu við sögu. Nú á dögum þekkja flestir frægustu knattspyrnumenn Evrópu, enda má segja að þeir hafi verið í stofunni hjá knattspyrnuunnendum um allan heim - á sjónvarpsskjá. Því miður eru snilldartaktar margra bestu knattspyrnumanna heims ekki til á myndböndum og því gera menn sér ekki grein fyrir því hvað Ieikmenn á árum áður voru miklir listamenn á knattspyrnuvellinum. Margir geyma minningarnar í huganum. Til að skerpa á þeim minningum ákvað ég að kynna lesendur fyrir 150 af bestu knattspyrnumönnun- um sem komið hafa við sögu í Evr- ópukeppni landsliða." Bók Sigmundar gerði það ein- mitt. Hún skerpti á minningum mínum og gerir það vafalaust fyrir þá, sem bókina lesa. Tveir heimar í hrífandi sögu Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson Amy Tan: Leikur hlæjandi láns Rúnar Helgi Vignisson þýddi. Bjartur. 1992. „Og þótt ég innrætti dóttur minni hið gagnstæða varð hún al- veg eins! Kannski vegna þess að hún fæddist mér og varð stúlka og ég fæddist móður minni og varð stúlka. Við erum öll eins og stigi, hvert þrepið tekur við af öðru, á leið upp eða niður, en liggja öll að sama stað" (149). Leikur hlæjandi láns er saga um mæðgur. Ekki einar mæðgur held- ur segja þær fernar frá; mæðurnar eru fæddar í Kína og ólust þar upp fyrir 1949, en fluttust þá til Banda- ríkjanna og þar fæðast dæturnar. Allar konurnar átta hafa sína sögu að segja og tengjast frásagnirnar gegnum matar- og spilaklúbb sem mæðurnar stofhuðu eftir komuna til Bandaríkjanna; Klúbb hlæjandi láns. Amy Tan er fædd í Bandaríkjun- um árið 1952, ekki löngu eftir að foreldrar hennar fluttust þangað frá Kína. Leikur hlæjandi láns er fyrsta skáldsaga hennar, kom út fyrir þremur árum og vakti þegar mikla athygli, gagnrýnendur kepptust við að hlaða hana lofí. Og ekki að ástæðulausu því sagan er ákaflega vel skrifuð og skemmtilega vandaður og sannur óður til uppruna höfundarins. Óður um samband mæðgna á öllum tím- um og hvar sem er. Á síðustu árum hefur vaxtarbroddurinn í banda- rískri skáldsagnagerð birst hvað helst í skrifum höfunda úr minni- hlutahópum í samfélaginu, enda ekki óeðlilegt að mikil gerjun eigi sér stað á mótum tveggja menn- ingarstrauma. Amy Tan tilheyrir þessum hópi og segist hafa verið að reyna að átta sig á uppruna foreldra sinna og skilja sögurnar sem hún heyrði í æsku. Á titilsíðu tileinkar hún söguna móður sinni og minningunni um móður hennar og bætir við: „Þú spurðir mig einu sinni hvað ég mundi muna. Þetta og margt fleira." Það er erfitt að halda kínverska andlitinu í Bandaríkjunum. „í fyrstu varð ég að fela mitt sanna andlit," (180) segir ein af mæðrun- um fjórum. Þær eru innflytjendur aldar upp i gerólíku samfélagi. Og þótt þær reyni að vissu marki að venja sig að siðum nýja landsins horfa þær samt sem áður á heim- inn með sínum kínversku augum og eru mótaðar af uppeldinu. Gjáin milli kynslóðanna er djúp. Dæturn- ar þurfa ekkert að fela, þær eru fæddar inn í bandarískt samfélag og líta á sig sem börn þeirrar þjóð- ar — ná sér að auki allar í hvíta eiginmenn. Eftir því sem líður á söguna kynnist lesandinn bak- grunni mæðranna, bakgrunni sem er svo ótrúlega fjarri því lífí sem þær lifa í Bandaríkjunum. Bak- grunni sem stundum er blóði drif- inn markaður af ríkidæmi eða fá- tækt. Bakgrunni sem er mótaður af hjátrú og siðum sem dæturnar eiga erfítt með að skilja. „Dóttir mín hefur sett mig í minnsta herbergið í nýja húsinu sínu. „Þetta er gestaherbergið," segir Lena af sínu bandaríska stolti. Ég brosti. Að kínverskum hugs- unarhætti er gestaherbergið besta svefnherbergið, en þar sofa þau hjónin núna. Þetta segi ég henni ekki. Viska hennar er eins og botn- laus tíörn. Maður hendir steinum út í hana og þeir sökkva ofan í myrkrið og leysast upp. Það endur- speglast ekkert í augum hennar þegar þau horfa á mig." (169) Ein dætranna er lögfræðingur og fyrrum skákmeistari. Samt er hún mislukkuð í augum móðurinn- ar sem kennir sjálfri sér um. „Það er mér að kenna að hún er svona. Ég vildi að börnín mín fengju bestu blönduna — bandarískar aðstæður og kínverska skapgerð. Hvernig Amy Tan átti ég að vita að þetta tvennt fer ekki saman?" (177) Frásagnarhæfileiki Amy Tan nýtur sín ekki síst í sögunum frá Kína. Lesandinn kemst ekki hjá því að hrífast með og margt ótrú- legra atburða ber fyrir mæðurnar í æsku. Ein þeirra er ekki nema tveggja ára þegar hún er heitbund- in dreng úr nágrenninu og tólf ára gefin fjölskyldu hans. Ónnur á móður sem er ein af fjórum hjákon- um efnaðs kaupsýslumanns, sú þriðja er alin upp í miklu ríki- dæmi, sem hvorki eiginmaður hennar eða dóttir í Bandaríkjunum vita af. Ein dóttirin hefur ekki áhuga á að eignast börn og heldur að móðir sín skilji ekki þá ákvörð- un. En hún þekkir það af eigin raun; ung deyddi hún eigin fóstur: „Þegar hjúkrunarkonurnar spurðu hvað þær ættu að gera við lífvana barnið henti ég í þær dagblaði og sagði þeim að pakka því inn eins og físki og fleygja því í stöðuvatn- ið. Dóttir mín heldur að ég viti ekki hvað það er að vilja ekki eign- ast barn." (173) Það er ákaflega langt milli tveggja heima sögunnar, Kína og Vesturstrandar Bandaríkjanna og ennþá lengra í menningarlegu til- liti en landfræðilegu. Ein dóttir nær að orða fjarlægðina þegar hún er að leggja upp í brúðkaupsferð til æskulands foreldranna og talar um að hún og eiginmaðurinn muni hefja sig til flugs í vestur til að komast til austurs." (128) Rúnar Helgi Vignisson hefur þýtt Leik hlæjandi lands og ferst það vel úr hendi. íslenskan býður ekki upp á mállýskur eins og þær sem þróast með minnihlutahópum í stórum samfélögum, en Rúnari Helga tekst engu að síður að gera góða grein fyrir muninum á orð- færi kynslóðanna tveggjá. Útlit bókarinnar er helsti gallinn. Sam- setning og leturval á kápu er frá- hrindandi og ná skemmtilegar teikningar Kristínar Ómarsdóttur ekki að bæta neitt þar úr. Jafn góð og hrífandi skáldsaga og Leik- ur hlæjandi láns á skilið betra út- lit. Það skiptir máli þegar ná á til lesenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.