Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 B 5 FRUMSÝNING í ÞJÓÐLEIKHÚSINU ÁANNAN JÓLADAG Öll er þessi saga löngu liðin og fæstir leiða núorðið hugann að því að uppruna My Fair Lady sé að finna í gagnmerku leikriti frá 1914. Söngleikurinn hefur fyrir löngu eignast sitt sjálfstæða líf og tryggt sér sess sem „vinsælasti söngleikur allra tíma" og er að sjálfsögðu um leið hápunkturinn á gifturíku samstarfi tónskáldsins Fredericks Loewe og textahöfund- arins Alans Jay Lerners. Ferill þessa tvíeykis stóð í 18 ár sam- fleytt og eru þekktustu söngleikir þeirra Lerners og Loewe, að My Fair Lady undanskilinni, Brigado- on (1947) og Paint your Wagon (1951). Eftir nokkurt hlé á sam- starfi tóku þeir upp þráðinn aftur og afraksturinn varð söngleikurinn Camelot (1964). Alan Jay Lerner lést árið 1986, 68 ára að aldri, en Loewe lifði félaga sinn og lést 1988, þá 86 ára. My Fair Lady sló öll sýningar- met á Broadway og í Lundúnum, kvikmyndin eftir söngleiknum sóp- aði til sín Óskarsverðlaunum og sagt er að á hverri mínútu sé ein- hvers staðar í veröldinni verið að leika og syngja My Fair Lady. Eins og nærri má geta hafa ýmsir reynt að skýra vinsældir söngleiksins og kannski má draga skýringarnar saman í eftirfarandi upptalningu: Tónlistin er framúrskarandi skemmtileg, sagan er góð og per- sónurnar óvenju heilsteyptar af persónum f söngleik að vera. Þarna er sögð hin sígilda saga um alþýðu- stúlkuna sem með heilbrigðri skyn- semi nær að sigrast á þröngsýni og fordómum yfirstéttarkarlsins og hljóta ást hans og virðingu að launum. Þetta virðist ósköp einfalt og reyndar furðulegt að fleiri skuli ekki hafa gert þetta ef uppskriftin er ekki flóknari. En hér má auðvit- að ekki gleyma upprunalega hrá- efninu og vinsældirnar má hiklaust að nokkru leyti rekja undir glað- vært yfirborðið, þar sem enn liggur gildur þráður af upprunalegri snilld Irans George Bernards Shaws. Hvort honum hefði þótt lofíð gott í þessu samhengi skal ósagt látið. Alan Lerner svaraði spurning- unni um vinsældir My Fair lady fyrir sitt leyti með því einfalda svari að þarna hefðu einfaldlega réttir menn á réttu augnabliki tek- ist á við rétta verkefnið. Um hvern- ig þeim félögum hefði tekist að skapa snilldarverk á söngleikja- sviðinu sagði hann: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig við fórum að því og ég er feginn að vita það ekki." Hann vissi það eitt að My Fair lady var það besta sem Lern- er og Loewe höfðu nokkurn tíma Sértu stálhepp- inn. Alfred Doo- little reynir að hafa hag af kynnum dóttur sinnar við pró- fessor Higgins. Pálmi Gestsson ög Jóhann Sig- urðarson. samið og að slíkt yrði tæpast end- urtekið. Jóhann Sigurðarson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara með að- alhlutverkin, prófessor Higgins og Elísu Doolittle. Helgi Skúlason leikur vin prófessorsins, Pickering ofursta, Pálmi Gestsson leikur hin bragðvísa föður Elízu, Alfreð Doo- little, Bergþór Pálsson og Örn Árnason skipta með sér hlutverki Freddy Eynsfords Hills, Þóra Frið- riksdóttir leikur Frú Pearce, Helga Bachmann frú Higgins, Margrét Guðmundsdóttir frú Eynsford Hill og Sigurður Sigurjónsson leikur Harry. í öðrum hlutverkum eru Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Stefán Jónsson, Þórarinn Eyfjörð og Edda Arnljóts- dóttir. Þá tekur Þjóðleikhúskórinn ásamt dönsurum þátt í sýningunni. Stefán Baldursson er leikstjóri sýningarinnar, Jóhann G. Jóhanns- son er tónlistarstjóri, Kenn Oidfíeld semur dansa, Þórunn S. Þorgríms- dóttir gerir leikmynd, Maria Roers hannar búninga, Björn B. Guð- mundsson hannar lýsingu og Sveinn Kjartansson stjórnar hljóð- blöndun. Þýðandi texta er Ragnar Jóhannesson og þýðandi söngtexta er Þórarinn Eldjárn. Frumsýning er á Stóra sviði Þjóðleikhússins klukkan 20 á annan dag jóla. HS Böðvar Guðmundsson Ég mun aldrei halda þvífram að vandamál karla séu léttvæg á nokkurn hátt þótt f ramsetning þeirra beri meðvitaðan keim af slíku. með honum," segir Böðvar Guð- mundsson. „Mynd karlmannsins er vegna þessa í lausu lofti, öfugt við það sem tíðkaðist meðal borga- rastéttanna á 19. öld og fram á þessa, þegar grunnur karla og kvenna var mjög stöðugur. Tölu- vert hefur verið skrifað um áhrif breyttrar hlutverkaskipunar á konur og þeirra lífssýn, en lítið verið reynt að skrifa um viðhorf og erfiðleika karlmanna í því sam- bandi. Mig langaði til að fjalla um þetta frá fleiri en einni hlið og ekki í formi vandamálaverks, held- ur á léttan og skemmtilegan hátt sem væri öllum aðgengilegur fyrir vikið. Þetta er ævagömul leið til að fjalla um þungmelta hluti og að sama skapi gild, t.d. væri erfitt að sjá Birting eftir Voltaire fyrir sér öðru vísi en skemmtilegan, eða Don Kíkóta, en í báðum þessum verkum eru vandamálin sett upp sem gróteskt gaman. Þessi aðferð getur boðið upp á misskilning, að fólk haldi að verið sé að narrast að hlutunun\ sem er víðs fjarri hinu sanna. Eg mun aldrei halda því fram að þessi vandamál karla séu léttvæg á nokkurn hátt þótt framsetningin beri meðvitaðan keim af slíku, en það er svo sem ekki óeðlilegt að menn slái á nefið þegar maður rekur það fram." SFr Vilborg Dagbjartsdóttir sendi nýlega frá sér Ijóða- bókina Klukkaníturninum, og eru birt hér þrjú Ijóð úr henni með góðfúslegu leyfi höfundar. Vormorgunn Drengurinn stansar og starir hugfanginn á skólaportið sem glitrar í morgunskímunni þakið dúnléttri mjöll Eins og óskrifað prófblað nei - ónumið land Hægum skrefum gengur hann af stað treður sporaslóð í sveiga teiknar línur ár og strendur býr til landakort Lítill geimfari í könnunarferð aleinn í mjólkurhvítri víðáttu Á bakinu dinglar skólataskan Helgi Að hrökkva upp með andfælum Sjá hvernig dagsbirtan fossar niður um öspina við gluggann Fálma eftir klukkunni og muna að það er frídagur Hringleikar Jörðin okkar er bara súperbolti Heimurinn svona sirkustjald þar sem allt fer í hring - Og Guð - Hann er trúðurinn sem kemur inn á milli atriða til að skemmta krökkunum Voða vitlaus karl í allt of stórum skóm Hann má ekki stíga á strik samt missir hann engan af boltunum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.